Morgunblaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 17
Senn líður að
hausti þetta við-
burðaríka ár 2020.
Ýmis áföll hafa dunið
á þjóðfélaginu, sam-
félagsleg og efna-
hagsleg. Alþingi og
ríkisstjórn hafa
brugðist við með
ýmsum hætti og
nokkrir eru þeir
orðnir „pakkarnir“
sem samþykktir hafa
verið í þeim fjáraukalögum sem
Alþingi hefur samþykkt.
Heilbrigðiskerfið og sá frábæri
mannauður sem innan þess geira
er hefur staðið vaktina með mikl-
um sóma, horft hefur verið til ár-
angurs á Íslandi af alþjóðavett-
vangi. Hjúkrunarheimilin á Íslandi
standa þar m.a. í stafni, sá árang-
ur sem náðst hefur til þessa er á
heimsmælikvarða á hjúkrunar-
heimilum landsins, þökk sé frá-
bæru starfsfólki.
Í því ljósi má það undrum sæta
að enn, þrátt fyrir alla fjáraukana,
hafa hjúkrunarheimilin ekki fengið
neinn viðgjörning í fjáraukalögum
þeim sem samþykkt hafa verið.
Ríkisrekin heilbrigðisþjónusta hef-
ur fengið „innspýtingu“ en ekki
þær fjölmörgu öldrunarstofnanir
sem langflestar eru
annað hvort reknar af
sjálfseignarstofnunum
eða sveitarfélögum.
Samtök fyrirtækja í
velferðarþjónustu
hafa ítrekað bent á
mikilvægi þeirra að-
gerða sem hjúkr-
unarheimilin í landinu
gripu til á vormán-
uðum og einnig nú,
þegar COVID-19
bylgja ríður yfir sam-
félagið að nýju. Að-
gerðir hjúkr-
unarheimilanna og það hvernig
brugðist var til varna hafði mikið
að segja t.a.m. varðandi álag á
sjúkrahúsin í landinu.
Þessi árangur varð ekki til af
sjálfu sér og fól í sér aukinn
kostnað sem verður á mæta.
Aukavaktir komu til vegna
sóttkvíar annarra starfsmanna,
útbúin voru sóttvarnarhólf og
starfsmannahópum skipt upp til
að minnka líkur á smitum. Margir
starfsmenn þurftu að taka á sig
meiri vinnu en þeir eru ráðnir til
og lengi mætti telja, eins og fyrr
sagði, ekkert gerist af sjálfu sér
og allt kostar bæði mikla vinnu og
peninga.
Við forsvarsfólk hjúkrunarheim-
ilanna í landinu bindum vonir við
fjáraukapakka haustsins og viljum
treysta því að heilbrigðisráðherra
og Alþingi allt standi með þessum
mikilvæga hlekk í samfélaginu
sem hjúkrunarheimilin eru. Eins
bindum við vonir við að fjár-
laganefnd fylgi eftir áliti sínu um
stöðu hjúkrunarheimila, bæði
vegna verkefna sem hafa komið til
vegna COVID-19-faraldursins sem
og vegna fjárveitinga til þeirra til
lengri tíma vegna fjárhagsvanda
þeirra nú og undanfarin ár.
Ég skora á alþingismenn alla að
láta nú verkin tala í aðgerðum til
að styðja við og styrkja
hjúkrunarheimilin í landinu í þágu
hagsmuna þeirra sem þar eiga
heima og samfélagsins alls.
COVID-19-árangur
næst ekki af sjálfu sér
Eftir Björn Bjarka
Þorsteinsson » Í því ljósi má það
undrum sæta að
enn, þrátt fyrir alla fjár-
aukana, hafa hjúkrunar-
heimilin ekki fengið
neinn viðgjörning í fjár-
aukalögum til þessa.
Björn Bjarki
Þorsteinsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Brákarhlíðar og varaformaður
stjórnar Samtaka fyrirtækja í
velferðarþjónustu.
bjarki@brakarhlid.is
Nú fagnaði ég í
sumar þrjátíu ára af-
mæli mínu og get því
loks talist miðaldra.
Því er ekki óeðlilegt
að ég noti mér ný-
unnin réttindi til að
röfla örlítið yfir ung-
dómnum í dag. And-
lit mitt og geð fyllist
önugheitum og pirr-
ingi þegar ég sé ung-
lingana í dag sveima um á raf-
hjólunum, sem oft eru nefnd
vespur í daglegu tali. Því hef ég
ákveðið að blása lítillega í garð
vespanna, burtséð frá því hvort
rök mín halda nokkru vatni.
Í sannleika sagt er þessi plága
orðin hvimleiðari en skordýrin
sem nefnast vespur hafa nokkurn
tímann orðið hér á Íslandi.
Helsta vandamálið er eflaust að
reiðmenn vespanna eru allt of
ungir. Þeir eru einfaldlega ekki
nægilega þroskaðir til að skilja
hvers vegna ég þarf alltaf að
röfla um notkun þeirra (og á ég
ungling sjálfur, sem vill ólmur fá
vespu).
Því vil ég freista þess að hræða
nokkra foreldra frá vespu-
fjárfestingum með því að benda á
að vespur eru skráningarskyldar.
Ekki virðist hafa reynt á það fyr-
ir rétti en iðulega er nú staðan
þannig að eigandi sem er skráður
fyrir ökutæki ber hlutlæga
ábyrgð á tjóni sem ökutækið
veldur, hvort sem það var með
saknæmum hætti eða um algera
hendingu að ræða. T.d. ef bíll
sem er settur í handbremsu, og
handbremsan gefur sig (en hafði
virkað vel hingað til) og rennur
áfram og veldur tjóni, þá er það á
ábyrgð eiganda bifreiðarinnar.
Hins vegar þurfa fæstir bifreiða-
eigendur að borga slíkt tjón, sem
væri mjög fjárhagslega íþyngj-
andi. Til þess höfum við lög-
bundnar ábyrgðartryggingar. En
vespur þurfa ekki þessa lög-
bundnu ábyrgðartryggingu.
Hlutlæg ábyrgð hefur þekkst
lengi og er meðal annars að finna
í Biblíunni, t.d. 2.
Mósebók 21:28-29:
„Stangi naut karl eða
konu til bana skal
grýta nautið og ekki
neyta kjötsins. Eig-
andi nautsins er þá
sýkn saka. Hafi naut-
ið stangað áður og
eigandi þess verið
varaður við en ekki
gætt nautsins sem
skyldi svo að það
verður karli eða konu
að bana skal grýta
nautið. Eigandi þess skal einnig
tekinn af lífi.“
Það er því í verkahring for-
eldra barna að bæta það tjón sem
börn valda á rafvespunum. Að
öðrum kosti yrði tjónþoli að fá að
grýta vespuna, en það er eflaust
tilgangslausara en að grýta naut.
Einhverjir kunna ef til vill að
benda á að vegfarendur gang-
brauta séu ávallt í rétti. En
gangandi og hjólandi vegfarendur
eru ekki á ökutækjum sem eru
skráningarskyld. Það eru öku-
menn vespa hins vegar. Því má
líkur leiða að því að fyrir dómi
yrði ökumanni vespu gefin staða
ökumanns vélknúins farartækis
en ekki gangandi vegfaranda. Þá
yrði ef til vill til lítils að benda á
að vespunni hefði verið ekið eftir
gangstétt. Allflest höfum við séð
að börnin á vespunum virðast
keyra á þeim vegi sem hentar
þeim best hverju sinni. Til dæmis
hef ég séð börn koma yfir gang-
braut og beygja inn á veginn
þegar þau voru komin hálfa leið
yfir gangbrautina. Því er hreint
ekki hægt að ganga út frá því að
vespunni sé alltaf ekið á gang-
braut.
En tryggingafélög bjóða upp á
ábyrgðartryggingu fyrir vespur.
Ekki hef ég kynnt mér hana en
hún er eflaust dýr í ljósi þess að
umráðamaður ökutækisins er oft
13 ára barn sem getur ekki geng-
ið í skólann daglega án þess að
missa og brjóta símann sinn
tvisvar á ári. Auk þess þarf að
vera á hjóli sem má bera tvo far-
þega, og hafa náð tuttugu ára
aldri, til að bera farþega. Ekki sé
ég nein börn virða þá reglu og
líklegt er að barnið aftan á trufli
ökumann með barnalátum, fífla-
skap og glensi, sem enn eykur
slysahættuna. Því er ekki ólíklegt
að trygging á léttu bifhjóli sé
hreint ekki ódýrari en trygging
bifreiðar vegna slysahættunnar.
Loks má nefna að létt bifhjól
keyra oft niður gangandi vegfar-
endur. Í slíkum tilvikum verður
að láta skráðan eiganda bifhjóls-
ins bera hlutlæga ábyrgð vegna
líkamstjóns.
Eitt er þó ekki ljóst, en það er
hvort létt bifhjól eigi að eiga for-
gangsréttindi í umferðinni þegar
ökumenn þeirra reyna að keyra
yfir gangbraut eða ekki. Nú eru
hjólin oft bæði á götunni og
gangstéttinni og því er hérna
vafamál sem ég tel nauðsynlegt
að leysa. Börnin keyra oft hratt
að gangbrautunum og stoppa
ekki né athuga umhverfið er þau
keyra yfir. Ég tel rétt að taka
þurfi ákvörðun um að annaðhvort
banna léttu bifhjólin á gangstétt-
inni eða á götunni, og sekta fyrir
slík brot. Skuli þau leyfð á göt-
unni ætti það eingöngu að vera
innanbæjar þar sem hámarks-
hraðinn er 15-50 km á klukku-
stund. Það útrýmir þeirri óvissu
hvort ég þurfi að víkja fyrir léttu
bifhjóli sem fer af götunni og upp
á gangstétt þegar að gatnamótum
er komið til að forðast biðskyldu
og þurfa ekki að horfa í kringum
sig. Hér þarf nauðsynlega að út-
rýma allri óvissu til að umferðin
geti gengið sem greiðlegast fyrir
sig.
Eftir Arngrím
Stefánsson »Eitt er þó ekki ljóst,
en það er hvort létt
bifhjól eigi að eiga for-
gangsréttindi í umferð-
inni þegar ökumenn
þeirra reyna að keyra
yfir gangbraut eða
ekki.
Arngrímur Stefánsson
Höfundur er guðfræðingur með aukin
ökuréttindi.
Sveimandi vespur
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 2020
VINNINGASKRÁ
237 10002 22159 32765 44047 53038 61385 69992
461 10084 22300 33130 44129 53057 62351 70241
613 10776 22525 33304 44158 53355 62362 70562
726 10804 22652 33446 44375 53386 62446 70756
865 10934 23248 33498 45126 53547 62465 71157
866 11336 23322 33589 45408 53849 62475 71270
1055 11625 23790 33953 45456 53946 62631 71477
1150 11981 24276 34089 45466 54173 63204 71522
1220 11984 24580 34234 46376 54458 63322 72215
2161 12231 24753 34628 46387 54571 63340 72262
2329 12352 25056 34937 46403 54858 63510 72539
2350 12630 25642 35125 46808 54872 63567 72781
2790 12855 25869 35595 46914 54926 63909 73008
2936 13880 25948 36704 47107 55204 64325 73067
3036 14501 26051 36964 47226 55483 64404 73261
3120 15358 26105 37485 47375 55935 64705 74300
3148 15804 26243 37860 47450 56133 65321 74859
3720 16461 26654 38491 47454 56673 66347 75049
3746 16517 26791 38569 47713 57002 66512 75191
3795 16758 27183 39354 48229 57145 66547 75854
3969 16868 27654 39499 48490 57246 66691 76271
4590 16992 27949 40049 48608 57296 66722 76789
4651 17972 28333 40387 49107 57571 66785 77367
5475 18101 28545 40701 49395 58683 66816 77383
5518 18296 28857 41452 49567 58984 66981 77481
5910 18717 28919 41553 49715 59098 67586 77779
6122 18738 28983 41899 50067 59254 67682 77948
6639 18856 29341 42160 50081 59378 67810 78163
6898 18963 29657 42234 50920 59647 68028 78632
6935 20092 29909 42434 51238 59661 68394 79418
7271 20511 29955 42514 51859 59957 68741 79644
7541 20678 29967 42578 51915 60112 68974
7911 20822 31255 42976 52419 60186 69050
8260 20881 31463 43021 52452 60280 69336
8943 21428 31877 43497 52573 60754 69397
9353 21887 31922 43711 52701 61002 69436
9774 21928 32296 43986 53023 61177 69601
483 13026 22663 31457 41466 50163 55397 70661
2054 13862 24881 33331 41726 50370 55797 71144
2177 14350 25900 33362 43441 50792 55953 73549
2189 16485 26276 33776 44425 51039 56401 73602
4782 16536 26861 33824 45016 51242 56469 74453
5173 16846 27164 34843 45499 51249 57983 74582
7569 17713 27250 35143 45740 51539 60643 74979
9260 18169 28873 37833 45744 53930 61136 76318
10807 18748 29817 39226 45899 54212 61154 79800
11244 19231 31068 39399 46930 54462 61219
11342 19590 31135 39654 47025 54605 63101
11639 20947 31241 40845 47789 55320 64889
11919 21384 31296 41216 49930 55356 69080
Næstu útdrættir fara fram 13., 20. & 27. ágúst 2020
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
18919 34060 35470 46755 75674
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
88 3738 14757 43083 57320 70565
422 4543 26912 45009 57733 76962
589 5190 33883 47441 65030 77944
3362 11969 41186 54664 69117 79050
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
6 2 4 8 6
14. útdráttur 6. ágúst 2020
Allt um sjávarútveg