Morgunblaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 2020 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Sími 555 3100 www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Nánari upplýsingar í vefverslun www.donna.is Honeywell borðviftur, gólfviftur og turnviftur – gott úrval. Hljóðlátar viftur í svefnherbergi. Viftur semgefa gust á vinnustaði. BAKSVIÐ Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Gera má ráð fyrir að atvinnuleysi verði á bilinu átta til tíu prósent þeg- ar líða tekur á haustið. Uppsagnar- frestur fjölda einstaklinga rennur út um það leyti sem ýta mun undir at- vinnuleysi. Þetta segir Frank Frið- rik Friðriksson, hagfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Að hans sögn var atvinnuleysi í júlímánuði um 7,6 til 7,8%. Þannig fækki einstaklingum á hlutabótum, en færist þess í stað yfir á almennar atvinnuleysisbætur. „Það virðist vera minnkun í skertu starfshlufalli og aukning í almenna atvinnu- leysinu,“ segir Frank og bætir við að fjölga kunni í síðarnefnda hópnum á næstu mánuðum. Muni þar mikið um hópuppsagnir hjá stórum fyrirtækj- um á borð við Icelandair. „Ef maður horfir til baka er hægt að áætla að uppsagnarfrestir séu að meðaltali þrír mánuðir. Þetta kemur því fram í ágúst eða september og það er tals- verður fjöldi fólks,“ segir Frank, en lítill hluti umrædds hóps hefur verið endurráðinn. Fjórar hópuppsagnir í júlí Að því er fram kemur í tilkynn- ingu Vinnumálastofnunar voru fjór- ar hópuppsagnir í júlímánuði. Í þeim missti 381 starfsmaður vinnuna, en flestir þeirra störfuðu á höfuðborg- arsvæðinu. Er þar um að ræða 304 blaðbera sem Póstdreifing sagði upp undir lok mánaðar. Var þeim sagt upp vegna endurskipulagningar hjá fyrirtækinu. Í hótel- og veitinga- starfsemi á Austurlandi misstu 28 manns vinnuna, 21 í fiskvinnslu á Vesturlandi og 28 í ferðaþjónustu- fyrirtæki á Suðurlandi. Búið er að gefa út tilkynningu þess efnis að blaðberarnir verði ráðnir að nýju, en auk þess segir Frank að gera megi ráð fyrir endurráðningum hjá einu síðastnefndu fyrirtækjanna. Uppsagnarfrestir starfsfólksins eru á bilinu einn til þrír mánuðir og lýkur því í september, október eða nóvember. Umsóknum fjölgar áfram Þórður S. Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Intellecta, segir að umsóknum hafi fjölgað talsvert allt frá því heimsfaraldurinn barst hing- að til lands. „Umsóknum hefur fjölg- að sem eru merki um að það sé at- vinnuleysi að gera vart við sig. Það eru margir að reyna að skipta um störf þannig að það er úr mörgum að velja,“ segir Þórður og bætir við að fyrirtæki haldi nú að sér höndum. Af þeim sökum sé ráðið í færri stöður en gert væri í eðlilegu árferði. „Þetta fer eftir því hvernig faraldurinn þróast, en ég tel að menn verði var- kárari næstu vikur og mánuði. Það verður ráðið í nauðsynlegar stöður og annað sem verður að ráða í,“ segir Þórður. Spurður hvort einstaklingar kunni að neyðast til að leita sér að vinnu á öðrum vettvangi kveður Þórður já við. „Í ákveðnum geirum er verið að fækka fólki og þá er það skynsemin sem ræður för. Einstaklingar reyna í framhaldinu að finna sér störf sem eru óskyld,“ segir Þórður en tekur þó fram að stjórnendur fyrirtækja taki oft og tíðum við sér skömmu eft- ir verslunarmannahelgi. „ Sumarið er yfirleitt rólegt og minna um breytingar. Fyrirtækin fara hins vegar meira í gang á haustin og ráða í stöður sem beðið hafa. Ég á jafn- framt von á því að það verði fleiri umsækjendur með haustinu.“ Líkur á að atvinnuleysi aukist með haustinu  Atvinnuleysi gæti náð 10%  Starfsumsóknum fjölgar Morgunblaðið/Eggert Framkvæmdir Ríkið mun setja aukið púður í framkvæmdir í haust. Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is „Við höfum þurft að vara fyrirtæki við því að óeðlilegar verðhækkanir gætu farið gegn samkeppn- islögum,“ segir Páll Gunnar Páls- son, forstjóri Samkeppniseftirlits- ins. Samkeppniseftirlitinu hafa bor- ist ábendingar um óeðlilegar verð- hækkanir á sóttvarnavörum í ljósi aukinnar eftirspurnar í kórónu- veirufaraldrinum en engin fyrir- tæki hafa enn verið sektuð vegna þessa. Í ljósi nýrra sóttvarnareglna hefur sala á andlitsgrímum stór- aukist í takt við eftirspurn. Verð- lag á grímum er misjafnt eftir verslunum en sem dæmi má nefna að hægt er að fá 50 þriggja laga grímur í pakka frá einni verslun á 6.990 krónur en annars staðar er verðið 9.580 kr. fyrir sama fjölda grímna, einnig þriggja laga. Svipuð staða og þegar spurn eftir handspritti jókst Breki Karlsson, formaður Neyt- endasamtakanna, segir mikilvægt að neytendur séu á varðbergi og beri saman verð á andlitsgrímum. „Okkur hafa borist ábendingar um að þessar grímur séu dýrar og það sé mikill verðmunur,“ segir Breki. Samtökin bendi á að til- kynna slíkt til Samkeppniseftieft- irlitsins. Svipuð staða hafi komið upp þegar handspritt varð eftirsóttari vara en áður, í byrjun faraldursins. „Þær þurfa að uppfylla örygg- isstaðla og það er betra fyrir um- hverfið að nota margnota grímur,“ segir hann. Andlitsgrímur eru nú orðnar meðal þeirra vara sem teljast nauðsynlegar í vissum aðstæðum í ljósi sóttvarnareglna, þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra millibil, sér í lagi í samgöngum og þar sem nálægð milli ótengdra að- ila er óumflýjanleg. Auður Ólafsdóttir, verk- efnastjóri verðlagseftirlits hjá ASÍ, segir að unnið sé nú að því að bera saman verð á andlitsgrímum og gefa út leiðbeiningar til neyt- enda í því samhengi. Andlitsgrímur hafa víða selst upp í verslunum landsins í kjölfar sóttvarnareglna þess efnis. Lýsti birgðastjóri Tandurs því í samtali við mbl.is í gær að þrátt fyrir að sendingar með andlitsgrímum hafi selst upp hafi nýjar grímur ekki verið keyptar strax, þar sem borið hafði á verðhækkunum birgja vegna eftirspurnar. Verðlagið á grímum misjafnt  Samkeppniseftirlitið fylgist með hvort fyrirtæki breyti verðlagi á grímum  50 grímur með þrískiptu lagi á 2.439 kr. í einni verslun en 6.990 í annarri Morgunblaðið/Eggert Grímur Strætó hagar sínum reglum er varðar grímuskyldu, að sögn Þórólfs. Miðað er við ferðir lengri en hálftíma. Fermingar haustsins munu allar fara fram þrátt fyrir hertar sótt- varnareglur. Einungis nánasta fólk fermingarbarna getur verið viðstatt athafnir og engin altarisganga verð- ur, svo unnt sé að fylgja tveggja metra reglunni. Fermingarnar munu fara fram í ágúst og septem- ber og athöfnum fjölgar en misjafnt verður eftir kirkjum landsins hvern- ig athöfnum er háttað. „Það var tekin ákvörðun hjá kirkj- unni að hafa óbreytta dagskrá varð- andi hvernig við högum fermingum í sambandi við hertar reglur,“ segir Pétur G. Markan, upplýsingafulltrúi Biskupsstofu. Athöfnum fjölgar og færri börn verða fermd í einu. Pétur segir þessar breyttu að- stæður hafa haft ýmislegt jákvætt í för með sér: „Það eru margir prestar sem lýsa þeirri reynslu að börnin séu að velta fyrir sér og átta sig betur á raun- verulegum tilgangi fermingarinnar frekar en hversu stór kransakakan eigi að vera,“ segir hann. Morgunblaðið/Eggert Fermingar Engin altarisganga verður í haust, líkt og í vor. Fermingar fara fram  Engin altarisganga  Fleiri athafnir » Costco: 50 stykki á 2.439 kr. » Málningarvörur: 50 stykki á 9.580 kr. » Würth: 50 stykki á 6.990 kr. » Lyf og heilsa: 210 kr. stykkið » Lyfja: 214 kr. stykkið » Apótekið: 213 kr. stykkið Verð borið saman ÞRIGGJA LAGA GRÍMUR ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.