Morgunblaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 18
✝ Margrét Sig-ríður Einars-
dóttir, fv. sjúkraliði
og forstöðumaður,
fæddist í Reykjavík
22. maí 1939 og bjó
lengst af í Garða-
stræti 47. Hún lést
16. júlí 2020. For-
eldrar hennar voru
Einar Guðmunds-
son og Jóhanna
K.S.A. Hallgríms-
dóttir.
Systkini Margrétar voru
Anna Lísa Einarsdóttir Sand-
holt, Hrafn Einarsson, Matthías
Baldur Einarsson, Ásrún Ein-
arsdóttir, Ragnhildur Stefanía
Einarsdóttir og Kristjana Ein-
arsdóttir en þau eru öll látin.
Eftirlifandi eiginmaður Mar-
grétar er Atli Pálsson, f. 18.8.
1933, en þau giftust 30. nóv-
ember 1957. Foreldrar hans
voru Páll Jónsson og Sigríður
Guðjónsdóttir.
Börn Margrétar og Atla: 1)
Einar, f. 5.6. 1958, d. 28.6. 2015,
blikksmíðameistari. 2) Hall-
grímur, f. 20.8. 1959, blikk-
smíðameistari. Maki: Guðbjörg
Jónsdóttir. Börn Margrét
Thelma, börn hennar eru Evert
Krummi og Þura Fanndís, og
Einar Atli. Stjúpsynir Hallgríms
og synir Guðbjargar eru Jón
Árni Árnason og Gísli Már
Árnason, dóttir hans er Jenný
og formaður þess 1978-1982.
Margrét átti sæti í undirbún-
ingsnefnd fyrir fyrsta
kvennafrídaginn 1975. Sat í
stjórn Kvenfélagasambands Ís-
lands í 10 ár og í stjórn Kven-
réttindafélags Íslands í sex ár, í
stjórn Húsmæðrafélags Reykja-
víkur í átta ár, í stjórn Sjúkra-
liðafélags Íslands í fjögur ár,
þar af formaður 1984-1986, og
varaformaður í stjórn heilbrigð-
isstétta 1983-1985. Margrét var
heiðursfélagi í Sjúkraliðafélagi
Íslands. Margrét var varaborg-
arfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn 1974-1986 og átti þá m.a.
sæti í heilbrigðisráði, félags-
málaráði, stjórn Borgarspít-
alans, stjórnarnefnd Vogs, leik-
vallanefnd og stjórn
dagvistunar. Margrét var fyrst
kvenna formaður þjóðhátíð-
arnefndar Reykjavíkurborgar,
átti sæti í sexmannanefnd bú-
vöruverðs, sat í stjórn Sjúkra-
samlags Reykjavíkur í 12 ár,
þar af formaður stjórnar 1987-
1990. Átti sæti í Tryggingaráði
og síðar Tryggingastofnun í
áratugi og gegndi auk þess
fjölda annarra trúnaðarstarfa
fyrir ýmis félög og nefndir.
Margrét var alla tíð mjög virk í
félagsmálum og eins og sést af
ferli hennar voru heilbrigð-
ismál, málefni aldraðra og jafn-
réttismál henni hugleikin.
Útför Margrétar fer fram frá
Vídalínskirkju í Garðabæ í dag,
7. ágúst 2020, klukkan 13.
Vegna aðstæðna í samfélaginu
er athöfnin einungis fyrir þá
allra nánustu en verður einnig
streymt frá athöfninni.
www.utformse.is.
Freyja. 3) Guðjón,
f. 1.8. 1964, fram-
kvæmdastjóri.
Maki: Ana Isorena
Atlason. Börn:
Bryndís María,
dóttir hennar er
Áróra Dís, Sara
Ísey og Hanna Mae.
4) Atli, f. 8.10.
1966, viðskipta-
fræðingur. Maki:
Elín Svarrer Wang.
Börn Elvar Wang, Eva Margit
Wang og Atli Wang.
Margrét lauk landsprófi árið
1955 frá Gagnfræðaskóla Vest-
urbæjar, námi frá húsmæðra-
skólanum á Laugum í Reykjadal
1956 og sjúkraliðanámi frá
Sjúkraliðaskóla Íslands 1981.
Auk heimilisstarfa og versl-
unarstarfa var Margrét mót-
tökuritari á læknastofum á
Laugavegi 42 og læknaritari á
Heilsugæslustöðinni í Árbæ.
Hún starfaði síðar á Landakots-
spítala um hríð uns hún tók við
stöðu forstöðumanns við þjón-
ustuíbúðir aldraðra á Dalbraut
27 árið 1985 þar sem hún starf-
aði til starfsloka árið 2005. Mar-
grét var fyrsti formaður kven-
félags Árbæjarsóknar
1968-1975, sat í stjórn hverf-
afélags sjálfstæðismanna í níu
ár og í stjórn Hvatar í 12 ár.
Hún var í stjórn Landssam-
bands sjálfstæðiskvenna í 10 ár
Mig langar að minnast
tengdamóður minnar með fáein-
um orðum. Við kynntumst fyrir
hátt í 30 árum eða í byrjun tí-
unda áratugar síðustu aldar. Ég
er henni og Atla Pálssyni æv-
inlega þakklát fyrir hvað þau
tóku mér vel og urðu góðir vinir
mínir. Á námsárum mínum borð-
aði ég kvöldmat hjá þeim í
Garðastrætinu svo til á hverju
kvöldi. Ég hugsa oft til þess að
þeirra hlýhugur og stuðningur
hjálpaði mér í gegnum sam-
keppnisprófin. Nokkrum árum
seinna fluttum við Atli Atlason
inn saman vestur á Seltjarnar-
nesi. Enn vorum við tíðir kvöld-
matargestir í Garðastrætinu. Sú
hefð hélt áfram á hverjum
sunnudegi eftir að eldri börnin
fæddust.
Maggý var mér góð fyrir-
mynd. Þegar við kynntumst var
hún forstöðumaður á Dalbraut
og var hún alla tíð virk í fé-
lagsmálum. Hún samdi góð og
skemmtileg ljóð, saumaði svo fal-
lega út, hélt mjög eftirminnileg-
ar ræður, eldaði góðan mat og
svona mætti lengi telja. Þá
fylgdist Maggý einnig vel með
tækninýjungum, aðallega tengt
vinnunni sinni en á seinni árum
var hún líka dugleg á fésbókinni
þar sem hún hélt daglegu sam-
bandi við vini og vandamenn.
Maggý sýndi alltaf eyjunum
mínum áhuga og virðingu. Hún
kynntist vel foreldrum mínum og
fjölskyldu minni í Færeyjum.
Mér þykir mjög vænt um að
Maggý og Atli Pálsson komu út
til Færeyja árið 2002 þegar við
hjónin giftum okkur. Það voru
einstaklega góðir dagar en auk
veisluhalda náðu þau líka að
skoða marga fallega staði og
söfn.
Þá fórum við tvisvar sinnum
saman til Danmerkur og gistum
meðal annars á Suður-Jótlandi í
húsinu sem mamma mín ólst upp
í. Í bæði skiptin var Einar með
okkur, blessuð sé minning hans.
Margrét Thelma var með í fyrri
ferðinni og þá hittum við líka
Bryndísi Maríu sem þá bjó í
Danmörku. Í seinni ferðinni voru
ferðalangarnir sjö talsins en með
í för voru Einar, Maggý, Atli
Pálsson, Atli Atlason, Elvar og
Eva Margit auk mín. Við skoð-
uðum margt áhugavert fyrst og
fremst á Jótlandi en einnig á
Sjálandi.
Samverunnar í sumarbústað
Atla og Maggýjar er einnig vert
að minnast. Þegar við Atli Atla-
son kynntumst fyrst lýsti Maggý
fyrir mér þessum sælureit með
gróðri og góðu útsýni. Þá var
gróðurinn mjög stutt á veg kom-
inn en þökk sé vinnusemi og elju
Atla og Maggýjar er gróðurinn
nú, einungis 28 árum seinna,
orðinn eins og í útlöndum.
Kæri Atli Pálsson. Ég sendi
þér mínar innilegustu samúðar-
kveðjur nú þegar lífsförunautur
þinn er látinn. Ég trúi því að hún
fái nú að hitta Einar aftur. Einn-
ig sendi ég sonum, tengdadætr-
um, börnum og barnabörnum
innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Maggýjar.
Elin Svarrer Wang.
Okkur systkinunum þótti
vænt um ömmu okkar. Amma
Maggý hafði margt að segja og
oftast nær eitthvað sem kom
okkur til að hlæja. Hún hafði
einstakt lag á orðum, jafnt í
ræðu sem riti. Þegar eitthvað
kom upp á vissi hún einmitt hvað
átti að segja til að sýna stuðning
eða hressa mann við. Við þessi
skrif er okkur hugsað til þess að
amma færi að öllum líkindum
léttar með þau.
Amma Maggý var vel skrifandi
og við nutum þess alltaf að lesa
stöður hennar á fésbókinni. Já-
kvæðar og fyndnar stöður frá
ömmu glöddu okkur reglulega.
Nú er gott að geta litið aftur og
séð hvað hún hefur hugsað hverju
sinni. Við dáðumst mjög að mál-
færni hennar. Hún fór létt með að
semja ljóð og hafði gott brageyra.
Að auki var hún leikin að ráða vís-
bendingakrossgátu Morgunblaðs-
ins. Þau sem til þekkja vita að það
er ekki einfalt verk.
Amma var góð kona sem sýndi
öllum þeim sem henni unnu mikla
væntumþykju. Hún passaði upp á
að við hefðum það gott og mynd-
um að njóta lífsins. Hún var
hvetjandi og stuðningsrík og við
áttum margar góðar stundir sam-
an. Okkur eru minnugar sum-
arbústaðarferðirnar þegar amma
sat á pallinum í blíðviðri þegar við
runnum í hlaðið. Við áttum líka
góðar stundir þegar foreldrar
okkar settu okkur í pössun til
ömmu og afa. Þá var kátt í höll-
inni, við horfðum á mynd og borð-
uðum ís fram eftir kvöldi og feng-
um kókópöffs í morgunmat
daginn eftir. Á síðari árum fórum
við mikið í Garðabæinn og röbb-
uðum heillengi við hana yfir vín-
arbrauði, melónu eða ís. Í einni af
síðustu heimsóknum okkar til
ömmu á Borgarspítalanum rifjaði
hún upp með okkur síðasta erindi
ástarljóðs sem hún samdi til afa á
hennar yngri árum:
Nú loksins hef ég fundið það
sem allir eru að leita að.
Lífsins afl og ljóssins kraftur
er að elska og að vera elskuð aftur.
Við systkinin viljum senda afa
okkar innilegar samúðarkveðjur.
Elsku pabbi, við samhryggjumst
þér innilega. Þá viljum við senda
föðurbræðrum okkar, Hallgrími
og Guðjóni, samúðarkveðjur okk-
ar.
Við þökkum fyrir minningarn-
ar og hugsum fallega til þín,
elsku amma.
Elvar, Eva Margit
og Atli Wang.
Þá er það síðasta af börnum
Einars ömmubróður míns horfið
á braut úr þessu jarðlífi.
Ég vissi að Margrét eða
Maggý, eins og hún var alltaf
kölluð af vinum og ættingjum,
hafði verið lasin um tíma en ég
átti ekki von á því, að andlát
hennar myndi bera svo brátt að,
eins og raun bar vitni um.
Í rauninni var hún ekkert ólík
móður sinni, og minnti um margt
á hana. Þótt töluverður aldurs-
munur væri á okkur frænkum,
þá var ekki hægt að finna það,
þegar við hittumst eða töluðum
saman. Þar var ekkert kynslóða-
bil. Við töluðum alltaf öðru hvoru
saman í síma. Ýmist hringdi ég í
hana eða hún í mig, og það var
alltaf jafn indælt að heyra í
henni og gaman að tala við hana.
Raunar vorum við, lengi vel, ekki
alltaf sammála á stjórnmálasvið-
inu fyrr en á seinustu árunum,
en það skipti ekki máli eða kom
að sök. Hún var líka raungóð og
gott að tala við hana um ólíkustu
málefni, enda mætti hún hverj-
um og einum með sömu ljúf-
mennskunni og ævinlega og
ráðagóð að vanda. Hún gat líka
verið fyndin og skemmtileg, ef
því var að skipta, og hafði gott
skopskyn, enda átti hún ekki
langt að sækja það til foreldra
sinna, líkt og frændræknina.
Þegar vesturíslenskar frænkur
okkar komu í heimsókn hingað
til lands fyrir margt löngu til að
hitta ættingjana, þá buðu þau
Atli og Maggý okkur í bíltúr
austur í Árnessýslu, þar sem þau
sýndu frænkum okkar helstu
staðina, og þær höfðu virkilega
gaman af. Þegar þær fóru svo af
landi brott, þá vildi Maggý, að
við fylgdum þeim úr hlaði, þegar
þær yfirgæfu landið, og ók okkur
því suður í Keflavík með við-
komu í Bláa lóninu, áður en þær
færu í flugvélina. Þannig var
Maggý.
Við höfðum líka báðar áhuga á
ættfræðinni og bárum oft saman
bækur okkar í þeim efnum, og
hún gat líka sagt mér, hverjir
væru á myndum, sem höfðu ver-
ið teknar af fjölskyldum okkar,
þegar ég átti erfitt með að átta
mig á fólkinu.
Það verður eftirsjá að henni
nú, þegar hún er nú kvödd að
fullu og öllu.
Á þessum tímamótum er því
efst í huga mér einlægt þakklæti
henni til handa fyrir tryggðina
við mig og mína, allar góðar
stundir og samræður í gegnum
tíðina, frændræknina, vinsemd-
ina og áratuga langa viðkynn-
ingu, um leið og ég bið henni
allrar blessunar Guðs, þar sem
hún er nú. Atla og fjölskyldunni
allri votta ég mína dýpstu samúð
á þessum erfiðu dögum.
Blessuð sé minning minnar
kæru frænku. Hún hvíli í friði.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir.
Kveðja frá
Sjúkraliðafélagi Íslands
Í dag kveðja sjúkraliðar gaml-
an formann sinn, Margréti S.
Einarsdóttur, sem um skeið sat í
stjórn Sjúkraliðafélags Íslands.
Hún var formaður þess árin
1983-86. Á þessum tíma var fé-
lagið enn í mótun. Starf sjúkra-
liða var ekki alltaf metið að verð-
leikum, og félagið átti í baráttu
fyrir faglegri viðurkenningu. Við
þær aðstæður munaði um for-
ystuhæfni og atorku Margrétar.
Hún sat einmitt í stjórn félagsins
þegar fagheitið sjúkraliði öðlað-
ist löggildingu.
Margrét varð sterkur mál-
svari sjúkraliða og kynnti mál-
stað þeirra í ræðu og riti. Hún
lagði sérstaka áherslu á að efla
menntun stéttarinnar. Margrét
stóð meðal annars fyrir sögu-
legri ráðstefnu um menntamál
sjúkraliða árið 1985 sem vermir
sérstakan sess í menntasögu
stéttarinnar. Þar var frækornum
sáð sem enn eru að spíra og
leiddu til gagngerra breytinga á
sjúkraliðanáminu og framvindu
þess, og þar með aukinna náms-
tækifæra.
Í vor, 36 árum síðar, varð
langþráð baráttumál stéttarinn-
ar að veruleika þegar ríkis-
stjórnin samþykkti að taka upp
tveggja ára diplómanám fyrir
sjúkraliða á háskólastigi. Það má
rekja til starfa og frumkvæðis
forystukvenna á borð við Mar-
gréti. Hún var einn þeirra bak-
hjarla sem stéttin stendur í
þakkarskuld við í dag. Fyrir
störf sín í þágu stéttarinnar var
Margrét gerð að heiðursfélaga
Sjúkraliðafélags Íslands á 50 ára
afmælishátíð þess árið 2016.
Margrét starfaði sem sjúkra-
liði á Landakotsspítala. Hún var
sannarlega til forystu fallin og
braut fyrir okkar hönd glerþakið
þegar hún tók við starfi for-
stöðumanns íbúða aldraðra við
Dalbraut. Því starfi gegndi hún
samhliða umfangsmiklum af-
skiptum af félagsmálum í tvo
áratugi.
Við leiðarlok vil ég fyrir hönd
Sjúkraliðafélags Íslands þakka
Margréti S. Einarsdóttur ein-
stakt framlag í þágu stéttarinnar
og félagsins. Fjölskyldu hennar
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur. Í okkar röðum lifir
minningin um sterka forystu-
konu.
Sandra B. Franks, formaður
Sjúkraliðafélags Íslands.
Kveðja frá Félagi
sjálfstæðismanna í Árbæ
Margrét S. Einarsdóttir var
góð og dygg sjálfstæðiskona sem
barðist fyrir hugsjónum sínum
og með hagsmuni borgarbúa að
leiðarljósi. Við Árbæingar vorum
heppin að eiga hana sem okkar
málsvara.
Margrét átti sæti í stjórn Fé-
lags sjálfstæðismanna í Árbæ,
Selási, Ártúns- og Norðlingaholti
í níu ár og á þeim tíma setti hún
svo sannarlega mark sitt á starf
félagsins. Þá lét hún jafnframt til
sín taka víðar í flokksstarfinu,
sem stjórnarkona í Landssam-
bandi sjálfstæðiskvenna um ára-
tugarskeið og sem formaður
þess í fjögur ár. Hún var
varaborgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík á árunum
1974-1986 og sem slíkur gegndi
hún ýmsum trúnaðarstörfum,
m.a. í heilbrigðisráði, félags-
málaráði, stjórn Borgarspítal-
ans, stjórnarnefnd Vogs, leik-
vallanefnd og stjórn dagvistunar.
Jafnframt var Margrét fyrst
kvenna formaður þjóðhátíðar-
nefndar Reykjavíkurborgar.
Með þessari stuttu kveðju vilj-
um við þakka Margréti fyrir
starf hennar í flokksstarfi Sjálf-
stæðisflokksins.
Fyrir hönd Félags sjálfstæð-
ismanna í Árbæ, Selási, Ártúns-
og Norðlingaholti færi ég fjöl-
skyldu hennar og aðstandendum
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Eva Dögg Sigurgeirsdóttir,
formaður.
Nú þegar heiðurskonan Mar-
grét S. Einarsdóttir hefur kvatt
vill Landssamband sjálfstæðis-
kvenna minnast hennar og
þakka fyrir framlag hennar til
stjórnmála og félagsstarfa. Mar-
grét lagði málefnum, sem voru
henni hugleikin, ötullega lið á
lífsleið sinni, sérstaklega til jafn-
réttis- og heilbrigðismála. Mar-
grét sat í stjórn Landssambands
sjálfstæðiskvenna í tíu ár, frá
1973 til 1983, þar af sem formað-
ur í fjögur ár. Margrét var einn-
ig varaborgarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins í 12 ár.
Margrét gekk þann hefð-
bundna menntaveg sem konur á
hennar tímum fóru oft. Hún lauk
gagnfræðaprófi og námi frá hús-
mæðraskólanum á Laugum áður
en hún stofnaði til fjölskyldu.
Hún var virk í félagsmálum alla
tíð og tók þátt í stofnun hverf-
afélags Sjálfstæðisflokksins í
Árbæ og lét þar til sín taka þótt
hún væri með stórt heimili og
væri útivinnandi. Margrét taldi
það ekki eftir sér að leggja
margvíslegu félagsstarfi lið á
lífsleiðinni með kröftum sínum,
reynslu, þekkingu og áhuga.
Þegar við hjá landssamband-
inu unnum að blaðinu Auður í
vetur sáum við hve ríkulegt starf
konur hafa unnið í Sjálfstæðis-
flokknum í gegnum tíðina. Þær
konur sem störfuðu að stjórn-
málum á sjöunda og áttunda ára-
tugnum höfðu ríkar hugsjónir,
þær vildu framfarir og jöfn tæki-
færi. Þær voru hluti af stórri
heild Sjálfstæðisflokksins og
komu brýnum málum í fram-
kvæmd ásamt því að brjóta leið-
ina fyrir fleiri konur til ábyrgð-
arstarfa í Sjálfstæðisflokknum,
atvinnulífinu og samfélaginu
öllu. Margrét lét til sín taka í
starfi Sjálfstæðisflokksins en
það var þó fyrst og fremst fyrir
þá sýn hennar og forystu á sviði
jafnréttis- og heilbrigðismála að
til hennar var leitað til frekari
trúnaðarstarfa. Margrét sat fyr-
ir hönd flokksins í ýmsum ráðum
og nefndum um árabil. Þá sat
hún einnig lengi í stjórn Kven-
réttindafélags Íslands og í stjórn
Kvenfélagasambands Íslands.
Margrét var einstakleg hlý í
fasi, hún vann sér virðingu fólks
og það bar traust til hennar.
Þegar synir hennar voru orðnir
stálpaðir tók Margrét sig til og
lauk námi í sjúkraliðaskóla Ís-
lands árið 1981. Hún starfaði
sem sjúkraliði og sem fyrr vann
hún sér traust með störfum sín-
um. Margrét varð forstöðumað-
ur við þjónustuíbúðir aldraðra á
Dalbraut árið 1985 og gegndi því
allt þar til hún lét af störfum,
eftir 20 farsæl ár. Margrét var
einnig kjörin til forystu í Sjúkra-
liðafélagi Íslands og gegndi for-
mennsku þar og var síðar gerð
að heiðursfélaga þess.
Margrét er einstök fyrir-
mynd, þau málefni sem hún
brann fyrir setti hún á oddinn og
hún leitaði nýrra tækifæra en
fyrst og fremst vann hún að því
að samfélagið í heild yrði betra á
morgun en í dag. Margrét er ein
þeirra kvenna sem ruddu braut-
ina fyrir okkur sem á eftir
fylgdu. Við þökkum Margréti
fyrir sitt drjúga ævistarf og vott-
um fjölskyldu hennar samúð
okkar.
F.h. Landssambands sjálf-
stæðiskvenna,
Vala Pálsdóttir, formaður.
Margrét Sigríður
Einarsdóttir
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 2020
Elskulegur sonur okkar og bróðir,
JÓNAS HRAFN KETTEL,
lést 8. mars á Ríkisspítalanum í
Kaupmannahöfn. Útför og minningarathöfn
fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn
12. ágúst klukkan 13.
Anna Karlsdóttir Guðmundur Einarsson
Lars Kettel Hanne Havemose
Elías Snær Asta Thit
Carl William Sara Dora
Elsku hjartans gullið okkar, eiginmaður
minn, sonur, tengdasonur, bróðir, faðir
og afi,
SVERRIR ÞÓR EINARSSON
SKARPAAS,
Sverrir Tattoo,
lést á Landspítalanum 26. júlí.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 10. ágúst
klukkan 13. Athöfninni verður streymt á Facebook-síðu
„Jarðarför Sverris Tattoo“
Diljá Palmer
Gerd Skarpaas Einarsson Olafina I. Palmer
Einar Stefán Einarsson Stormur Þór Þorvarðarson
systkini, börn og barnabörn