Morgunblaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.08.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 2020 Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Isabel stólar á snúning í 3 litum Verð aðeins 32.000 kr. 60 ára Harpa er Reyk- víkingur en býr í Kópa- vogi. Hún er söngkona og söngkennari að mennt og kennir við Söngskólann í Reykja- vík. Maki: Brynjar Freyr Stefánsson, f. 1960, viðskiptastjóri hjá Elju. Börn: Aðalheiður, f. 1977, Arnór, f. 1982, Hörður Freyr, f. 1990, og Hrefna Borg, f. 1997. Stjúpbörn eru Ívar Örn, f. 1980, og Arnar Smári, f. 1982. Barnabörnin eru orðin átta. Foreldrar: Aðalheiður Jónasdóttir, f. 1922, d. 1995, hjúkrunarkona, og Hörður Haraldsson, f. 1916, d. 2007, húsasmíða- meistari. Harpa Harðardóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert oft varaður við því að láta tím- ann renna þér úr greipum. Ekki halda áfram að gera og endursegja hluti einungis vegna venjunnar. 20. apríl - 20. maí  Naut Yfirleitt getur maður skilið margt af fyrstu kynnum. Gættu að því hvert hvatvísin leiðir þig í dag. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Upplagður dagur til breytinga eða umbóta á vinnustað. Treystu á að þær breyt- ingar og þá muntu gera það sem rétt er. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Nú er rétti tíminn til þess að taka til hendinni heima fyrir og koma því fyrir sem þú hefur ekki þörf fyrir lengur. Framkvæmdu hugmynd þína áður en einhver annar verður fyrri til. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þrátt fyrir að þú hafir þörf fyrir að taka til í kringum þig hentar dagurinn best til hvíldar og skemmtunar. Gerðu ráð fyrir því óvænta og reyndu að gera það besta úr því sem upp kemur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert örlátur og því veldur níska vin- ar þíns þér vonbrigðum. Taktu þeim að- stæðum með þolinmæði. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ef þú vilt að fólki líði vel nálægt þér skaltu gæta orða þinna og hafa aðgát í nær- veru sálar. Kannski telur viðkomandi að þú hafir móðgað sig. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert staðráðin/n í að fá þínu framgengt í vinnunni í dag. Ekki láta kúga þig til þess sem þú vilt ekki. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Efndir verða að fylgja orðum, því annars situr þú uppi með það orðspor að ekkert sé á þig treystandi. Gættu þess að taka ekki of mörg verkefni að þér í einu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Láttu ekki hugfallast þótt allt virð- ist ganga á afturfótunum þessa dagana. Gefðu þér líka tíma til að vera með fjölskyld- unni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þig langar til þess að bæta tengsl- in við foreldra eða yfirmanneskju í dag. Hið rétta er að ráðast strax að rótum vandans og kippa hlutunum í lag. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er óvitlaust að setja sér skrifleg takmörk og staldra svo við öðru hverju og sjá hvernig hefur miðað. Hafðu þó ekki mikla áhyggjur. hjá ESA, svo það hefði ekki skipt öllu máli fyrir mig að vera úti í Brussel þessa mánuði. Við erum samt byrjuð að pakka núna, en skólinn hjá krökk- unum úti hefst 27. ágúst.“ og fólkið hjá ESA er frábært og er vant að taka við nýju fólki. Ég hlakka samt til að hitta samstarfsmenn mína almennilega, en enn þá eru allir að meginstefnu til að vinna heima hjá sér J ónína Sigrún Lárusdóttir er fædd 7. ágúst 1970 á Ak- ureyri og ólst þar upp fyrstu árin. „Við fluttum suður 1979, pabbi var á þingi og við áttum þá tvö heimili en fluttum alveg suður 1984. Í millitíð- inni fluttum við sex sinnum á sex ár- um. Það tók á en þroskaði mig. Ég var ekki mikið í félagslífi í grunnskóla,“ segir Jónína aðspurð. „Ég las mikið, passaði börn, ferðað- ist með mömmu og pabba, dvaldi hjá ömmu og afa á Ólafsfirði og svo pressaði ég blóm! Krökkunum mín- um finnst þetta mjög nördalegt en ég safnaði blómum og pressaði og fannst skemmtilegt að stúdera nátt- úruna með þeim hætti.“ Jónína gekk í Barnaskólann á Akureyri, Melaskóla, Réttarholts- skóla og varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1990. Hún lauk diplómaprófi í frönsku við Há- skólann í Reims 1991 en hóf síðan nám í lögfræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan Cand.jur-prófi 1996. Hún hlaut lögmannsréttindi 1997 og lauk mastersgráðu, LLM, frá London School of Economics and Political Science árið 2000. Jónína var lögmaður hjá A&P Lögmönnum 1996-1999, deildarsér- fræðingur á skrifstofu fjármagns- markaðar í viðskiptaráðuneyti 2000- 2004, skrifstofustjóri á almennri skrifstofu í iðnaðar- og viðskipta- ráðuneyti 2004-2007, ráðuneytis- stjóri í efnahags- og viðskiptaráðu- neyti 2007-2010 og framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Ar- ion banka hf. 2010-2019. Frá 1. apríl síðastliðnum hefur Jónína verið framkvæmdastjóri innri markaðs- sviðs ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. „Þar sem kórónufaraldurinn kom í veg fyrir að ég færi til Brussel til að hefja störf, fékk ég tölvu og síma senda frá ESA og gerði mér aðstöðu í silfurvinnustofunni minni inn af bíl- skúrnum. Það má því segja að ég hafi byrjað að vinna í bílskúrnum heima í Reykjavík í staðinn fyrir Brussel og hitti fólk í gengum tölvuskjáinn. Þetta eru sérstakar aðstæður að byrja í nýrri vinnu í nýju landi en er búið að ganga ótrúlega vel. Þessi tækni virkar Starfið sjálft er sambland af stjórnun og lögfræði, segir Jónína. „Þetta er deild hjá ESA, sem skoðar hvort frjálst flæði vara, þjónustu, fólks og fjármagns sé tryggt með fullnægjandi hætti á Íslandi, í Nor- egi og Liechtenstein. Deildin er með u. þ. b. 40 starfsmenn, ég er með fjóra næstráðendur svo þetta er leiðtogahlutverk en að sama skapi þarf ég að vera vel inni í lögfræðinni og hafa skoðun á henni. Þetta starf er því ekki ósvipað því sem ég hef verið í. Framkvæmdastjórastaðan hjá Arion banka var líka svona, blanda af stjórnun og lögfræði og ráðuneytisstjórastaðan var það líka.“ Jónína lét meira til sín taka í fé- lagsmálunum eftir grunnskóla, var aðstoðarleikstjóri hjá Herranótt í MR, sat í stjórn Orators félags laga- nema á háskólaárunum, og var framkvæmdastjóri höfundaréttar- félags Íslands og formaður Lög- fræðingafélagsins eftir að háskóla- námi lauk. Helstu áhugamál Jónínu eru silfursmíði, jóga, ferðalög/útivist og matarmenning. „Ég fer í fjörurnar og safna steinum, læt slípa þá og bora og geri svo silfurgripi úr þeim. Ég smíða síðan líka skartgripi úr silfri. Þetta er dásamleg leið til að kúpla frá í vinnustofunni minni eft- ir vinnudaginn. Ég byrja flesta daga á jógaæfingum og hugleiðslu sem hefur komið sér mjög vel í leik og starfi. Síðan sæki ég tíma í Ljós- heimum, Borgartúni. Jóga er akk- erið mitt og hjálpar mér að beina orkunni í réttar áttir. Okkur fjölskyldunni finnst líka gaman að ferðast. Við maðurinn minn höfum farið nokkrum sinnum til Afríku og tvisvar sinnum til Ind- lands, gengum m. a. um Himalaya- fjöllin. Við vorum dugleg að fara á framandi slóðir áður en börnin fæddust. Við fjölskyldan ætlum að nýta tækifærið að ferðast þegar við erum í Brussel. Það er svo stutt til allra átta þar. Svo hef ég mjög gaman af að finna góða veitinga- staði og njóta góðs matar. Það er liður í því að njóta stundarinnar og lífsins.“ Jónína S. Lárusdóttir, framkvæmdastjóri innri markaðssviðs ESA - 50 ára Með börnunum Jónína, Unnur Ásta og Lárus Örn stödd í Viana do Castelo í Portúgal 2019, þar sem Unnur Ásta var að taka þátt í danskeppni. Frá bílskúrnum til Brussel Hjónin Birgir og Jónína á góðri stund. 30 ára Inger ólst upp á Seltjarnarnesi en býr í Vesturbænum í Reykjavík. Hún er tannlæknir og starfar á Tannlæknastofunni Hátúni 2a og á Tann- læknastofunni Skip- holti 33. Maki: Guðmundur Helgi Finnbogason, f. 1989, hagfræðingur og starfar í fyrirtækjaráðgjöf hjá Íslandsbanka. Systkini: Nanna Björk Ásgrímsdóttir, f. 1974, Sigrún Eyjólfsdóttir, f. 1980, og Eð- vald Eyjólfsson, f. 1983. Foreldrar: Heba Hallsdóttir, f. 1950, tal- meinafræðingur, og Eyjólfur Eðvaldsson, f. 1948, húsgagnasmíðameistari. Þau eru búsett á Seltjarnarnesi. Inger Eyjólfsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.