Morgunblaðið - 04.09.2020, Síða 11

Morgunblaðið - 04.09.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2020 Kjörnefndir hafa kosið nýja sókn- arpresta í Stafholtsprestakalli í Borgarfirði og Breiðabólstaðar- prestakalli í Fljótshlíð og hefur Agnes M. Sigurðardóttir biskup staðfest ráðningu þeirra. Sr. Anna Eiríksdóttir fer að Stafholti og sr. Sigríður Kristín Helgadóttir tekur við á Breiðabólstað. Frá þessu er greint á kirkjan.is. Anna tekur við af sr. Brynhildi Ólu Elínardóttur, sem hafði verið í Stafholti í eitt ár. Anna hefur síð- ustu átta ár þjónað í Dölunum. Síð- astliðinn vetur sótti hún diplóma- og sálgæslunám hjá Endurmenntun HÍ og útskrifaðist í vor. Anna fæddist 1955 og varð stúdent frá Menntaskólanum við Tjörnina 1975. Um árabil stundaði hún fyrirtækja- rekstur en hóf nám í guðfræði árið 1991. Samhliða því námi var hún skrifstofustjóri Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar og síðar hjá Jarðvís- indastofnun HÍ. Anna hefur verið formaður Hallgrímsdeildar, presta- félags Vesturlands, síðustu þrjú ár. Sigríður Kristín tekur við af sr. Önundi S. Björnssyni í Fljótshlíð- inni. Hann hefur þjónað á Breiða- bólstað í heil 22 ár. Sigríður fæddist 1971 og lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1991. Hún lauk prófi frá guðfræðideild HÍ árið 2000 og vígðist sama ár til Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Þar þjónaði hún í 19 ár, og var um tíma einnig heimilisprestur á Hrafnistu í Hafnarfirði. Sigríður stundaði söng- nám við Tónlistarskóla Kópavogs og lauk prófi í fjölskyldufræðum hjá Endurmenntun HÍ árið 2011. Hún hefur starfað fyrir Sorgar- miðstöð í Lífsgæðasetri St. Jós- efsspítala og heimsótt skóla í Hafn- arfirði á þeim vettvangi. Þá kemur fram á vef kirkjunnar að hún hafi komið að starfi Lútherskrar hjóna- helgi á Íslandi og gegnir núna emb- ætti forseta Rótarýklúbbs Hafnar- fjarðar. Nýir prestar í Stafholti og á Breiðabólstað Sigríður Kristín Helgadóttir Anna Eiríksdóttir „Við vorum byrjuð að undirbúa þetta verkefni í byrjun ársins, og áð- ur en kórónuveirufaraldurinn skall á, en tímasetningin núna kemur sér vel eins og staðan er á Suður- nesjum,“ segir Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnisstjóri fjöl- menningarmála í Reykjanesbæ, en hún stýrir nýju samfélagsverkefni sem var hleypt af stokkunum í gær og nefnist Allir með! Verkefnið er unnið í samstarfi við fyrirtækið KVAN, UMFÍ og ung- mennafélögin í Keflavík og Njarð- vík. Félagsmálaráðuneytið styrkir verkefnið og var Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra við- staddur athöfnina í gær. Hefur Reykjanesbær sett sér það markmið að vera fjölskylduvænn bær sem hugar sérstaklega að vel- líðan barna, jákvæðum samskiptum þeirra og sterkri félagsfærni. Minnt er á hið fornkveðna að heilt þorp þurfi til að ala upp eitt barn. Gæti þetta verkefni orðið fyrirmynd fyrir önnur bæjarfélög, og að sögn Hilmu hefur það þegar verið skoðað. Bendir Hilma á að samfélagsleg virkni hafi góð áhrif á líðan fólks og bæti samskipti. „Við höfum fengið mikinn meðbyr strax í upphafi,“ seg- ir hún en hluti af verkefninu er að bjóða öllum bæjarbúum að gerast þátttakendur með því að skrifa und- ir sérstakan sáttmála. Með honum einsetja bæjarbúar sér m.a. að bera virðingu fyrir fólki, taka tillit til ann- arra og einblína á það jákvæða og góða í samferðafólki sínu. Hægt er að skrifa undir sáttmálann á vefsíðu Reykjanesbæjar. Um 6.000 ein- staklingar, eða hátt í 30% íbúa, munu fá fræðslu, þjálfun og mennt- un í gegnum verkefnið frá um 60 mismunandi vinnustöðum sem koma að barnastarfi í sveitarfélaginu. Allir með í Reykjanesbæ Ljósmynd/Páll Ketilsson Samfélag Kjartan Már bæjarstjóri undirritar samstarfssamninginn. Ung- menni mynduðu hring í Reykjaneshöllinni til að tákna ímyndað þorp. Norðlenska hefur birt verðskrá fyrir sauðfjárafurðir í sláturtíðinni sem er að byrja. Reiknað meðalverð til bænda er 490 krónur á kíló sem er 10,6% hækkun frá verðskrá haustsins 2019, samkvæmt útreikningum Landssamtaka sauðfjárbænda. Ef miðað er við endanlegt verð til inn- leggjenda í síðustu sláturtíð, með við- bótargreiðslum, er verðskráin nú 6,4% hærri. Verðið er nokkuð langt frá þeim til- lögum um afurðaverð sem Lands- samtök sauðfjárbænda gerðu í haust og bændur tölu nauðsynlegar til að tryggja áframhaldandi sauðfjárrækt- un í landinu. Hinir stóru sláturleyfishafar Kaup- félag Skagfirðinga og Sláturfélag Suðurlands hafa ekki birt verðskrár sínar þótt slátrun sé sums staðar haf- in og að byrja annars staðar. Landssamtök sauðfjárbænda birtu í fyrradag áskorun á stjórnir og stjórnendur sláturleyfishafa að birta þegar í stað afurðaverð fyrir sauð- fjárframleiðslu haustsins. Því fylgdi að ef ekki yrði veruleg leiðrétting á verði til bænda yrðu þeirri ákvörðun að fylgja gild rök. Samtökin skoruðu jafnframt á stjórnendur fyrirtækj- anna að gefa samhliða út raunhæfa áætlun um stefnu þeirra varðandi af- urðaverð sauðfjárafurða til næstu tveggja ára, með eðlilegum fyrirvör- um. Norðlenska fyrst til að birta verð  Greiða 10,6% hærra verð en í fyrra Morgunblaðið/RAX Slátrun Sviðahausar hreinsaðir í sláturhúsi. Slátrun er víða að hefjast. Laugavegi 178,105 Rvk. | Sími 551 3366 | www.misty.is Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 AÐHALDSBUXUR með krók Allra léttasta aðhaldsflíkin okkar. Næfur þunnt og þægilegt að vera í. Þær ná alveg upp að brjóstahaldara og hafa krók að framan sem er hægt að festa í haldarann. Stærðir S-XXL Verð 6.990,- www.lifstykkjabudin.is. . Toppur 10.900kr.- Buxur 6.900kr.-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.