Morgunblaðið - 04.09.2020, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2020
Málað yfir Þetta veggjakrot hjá Hegningarhúsinu þótti ekki til prýði. Þá er gott að geta málað yfir með hvítu.
Eggert
Jón Ívar Einarsson,
það yljar mér um
hjartarætur að verða
vitni að því hversu oft
þessum íslenska kven-
sjúkdómalækni í Bost-
on verður hugsað til
fósturjarðarinnar. Það
er hins vegar dálítið
sérstakt að lesa tvær
greinar eftir sama
manninn í Morg-
unblaðinu með nokkurra daga millibili
sem eru efnislega næstum eins. Eini
munurinn er að seinni greinin er útbíuð
í tölulegum upplýsingum, meðal annars
úr grein sem Íslensk erfðagreining birti
í New England Journal of Medicine á
þriðjudaginn. Þessi tvíbirting sömu
hugsunar bendir til þess að þú hafir fall-
ið fyrir þeirri fásinnu sem ríkir í Nýja-
Englandi, að Boston sé nafli alheimsins,
og þess vegna sé allt sem þaðan kemur
merkilegt og skuli birta oft, jafnvel rök-
leysuna við lok greinar þinnar.
En Jón Ívar, ég hef komið til Boston,
skoðað svæðið og talað við fólkið. Mín
ályktun er sú að Boston sé bara sjáv-
arborg í hnignandi stórveldi þar sem
menntastofnanir eins og sú sem þú
vinnur við markast af upphafinni með-
almennsku.
Nú skulum við skoða annars vegar
forsendur sem þú gefur þér um farald-
urinn og ástandið á Íslandi og ályktanir
sem þú dregur af þeim: Þú gefur í skyn
að ástandið á Íslandi sé gott og þess
vegna eigi að slaka á kröfum við landa-
mæri en herða aðgerðir innan lands.
Þarna ertu að snúa dæminu á hvolf.
Ástandið á Íslandi er gott og fer batn-
andi þannig að við getum farið að slaka
á sóttvarnakröfum innanlands svo lífið
færist í nokkuð eðlilegt horf. Ef við hins
vegar myndum slaka á kröfum við
landamæri er ljóst að smit-
um myndi fjölga, gögnin
sýna það, og við yrðum að
herða tökin innanlands
þannig að skólar gætu ekki
starfað eðlilega, menning-
arlíf legðist að mestu af og
atvinnuvegir aðrir en
ferðaþjónusta myndu
gjalda. Vegna þess að lítið
er um smit á Íslandi viljum
við koma í veg fyrir að þau
berist inn frá öðrum lönd-
um. Ef mikið væri um smit
í landinu væri engin ástæða til þess
að verja landamærin með skimunum
og sóttkví. Þú leggur meira að segja
til að fimm daga sóttkví verði skipt
út fyrir heimasmitgát sem væri stór-
hættulegt vegna þess að hún er skil-
greind þannig að það er enginn
möguleiki að ákvarða hvort fólk
framfylgir henni.
Jón Ívar, þannig er mál með vexti
að þótt þú hefðir rétt fyrir þér og
Boston væri nafli alheimsins veitir
það þér ekki réttinn til þess að halda
því fram að ö sé á undan a í stafróf-
inu. Það er nefnilega fyrir löngu búið
að sýna fram á að þótt maður hafi
heimsótt mikil óperuhús veitir það
enga vissu fyrir því að hann kunni að
syngja.
Eftir Kára
Stefánsson
» Það er nefnilega fyr-
ir löngu búið að sýna
fram á að þótt maður
hafi heimsótt mikil
óperuhús veitir það
enga vissu fyrir því að
hann kunni að syngja.
Kári Stefánsson
Höfundur er forstjóri Íslenskrar
erfðagreiningar.
Opið bréf til
Garðars Hólm
Báðir bandarísku
stjórnmálaflokkarnir
hafa formlega tilnefnt
frambjóðendur sína,
tvo hvíta karlmenn á
áttræðisaldri, Donald
Trump (74 ára) er
frambjóðandi repúblik-
ana og Joe Biden (77
ára) er frambjóðandi
demókrata.
Donald Trump varð
45. forseti Bandaríkjanna eftir
snarpa prófkjörsbaráttu innan
flokks repúblikana. Hann tók and-
stæðinga sína þar hörðum og
óvenjulegum tökum. Hann sigraði
síðan demókratann Hillary Clinton
árið 2016. Hún fékk fleiri atkvæði
en Trump fleiri kjörmenn og þar
með embættið.
Eftirleikur kosningabaráttunnar
2016 setur enn svip á forsetatíð
Trumps. Miklum tíma, mannafla og
fjármunum var varið til að kanna
hvort útsendarar Vladimirs Pútins
Rússlandsforseta stuðluðu að sigri
Trumps.
Tilraunir til að sanna ásakanir um
Rússatengslin runnu út í sandinn en
veiktu trú margra á óhlutdrægni al-
ríkislögreglunnar (FBI) og starfs-
hætti innan dómsmálaráðuneytisins.
Donald Trump hikar ekki við að
setja allt á annan endann sjálfum
sér til framdráttar. Þetta einkennir
stjórnarhætti hans innan lands og
gagnvart öðrum ríkjum. Kosninga-
baráttan nú ber einnig þetta yf-
irbragð.
Efnahagslega vegnar Bandaríkja-
mönnum vel undir stjórn Trumps.
Hann leggur sig hins vegar ekki
fram um að sameina þjóðina.
Ágreiningur milli repúblikana og
demókrata hefur magnast.
COVID-19-
faraldurinn skilur eftir
sig djúp sár í Banda-
ríkjunum. Hann dró
mjög úr trausti í garð
Trumps. Forsetanum
yrði til framdráttar
tækist Bandaríkja-
mönnum fyrir kjördag,
3. nóvember, að kynna
bóluefni gegn faraldr-
inum. Að öðrum kosti
verður Trump kapps-
mál að beina athygli
kjósenda að allt öðru
en faraldrinum.
Á stafrænu flokksþingi repúblik-
ana sagði Mike Pence varaforseti að
kosið yrði um lög og reglu. Repú-
blikanar vilja beina athygli og um-
ræðum að óöldinni sem ríkir víða í
bandarískum borgum. Þeir telja sig
ná undirtökum í baráttu um atkvæð-
in með því. Skoðanakannanir sýna
að sigur Trumps sé í spilunum verði
rétt á málum haldið.
Biden í vörn
Forskotið sem Joe Biden hefur á
Donald Trump í könnunum er rakið
til gagnrýni á forsetann vegna CO-
VID-19. Takist Trump að hrekja
demókrata í varnarstöðu með ásök-
unum um að þeir styðji upplausnar-
og róttæka aðgerðasinna kann hann
að sigra í úrslita-ríkjunum sex:
Flórída, Norður-Karólínu, Arizona,
Wisconsin, Michigan og Pennsylv-
aniu.
Joe Biden snerist gegn fyrr-
greindum ásökunum Trumps í ræðu
í Pittsburgh í Pennsylvaniu mánu-
daginn 31. ágúst. Biden sakaði
Trump um að kynda undir loga of-
beldis, hann magnaði þá í stað þess
að slökkva eins og honum bæri. Með
Trump eitraði forsetaembættið
bandarískt þjóðlíf. Forsetinn segði
ekkert satt, hann þyldi ekki stað-
reyndir og legði ekki líknandi hönd
á neitt.
Ræðan sýndi að Trump tókst á fá-
einum dögum að breyta umræðu-
efninu.
Nú sæta fjölmiðar hollir Biden
ámæli fyrir villandi fréttir af óeirð-
unum í bandarískum borgum.
Til marks um það er nefnt að
fréttamaður CNN-sjónvarpsstöðv-
arinnar stóð úti á götu í bænum Ke-
nosha í Wisconsin og sagði mótmæl-
in „eldheit en almennt friðsamleg“ –
á bak við hann virtist borgin í ljós-
um logum og fólk bar gasgrímur til
að verjast táragasi. Eftir þunga
gagnrýni viðurkenndi stöðin mistök
við flutning fréttarinnar.
Dagana fyrir ræðu Bidens hamr-
aði Trump á því við kjósendur að
þeir yrðu „ekki öruggir“ undir Bi-
den sem forseta. Biden gagnrýndi
ekki nægilega fast ofbeldisaðgerðir
vinstrisinna. Í ræðunni bar Biden
þetta af sér, mótmæli fælust hvorki í
þjófnaði né íkveikju, þar væri um að
ræða lögbrot.
Kannanir sýna að fylgi við hreyf-
inguna Black Lives Matter, sem er
andstæð Trump, hefur minnkað um
10 til 15 stig undanfarið.
Biden segir Trump um megn að
hemja ofbeldismenn eftir að hafa ár-
um saman ýtt undir þá. Forsetinn
haldi það styrkja sig að tala um lög
og rétt en veikleiki hans birtist í
vopnaburði stuðningsmanna hans.
Hálfvelgja hjá Biden, segir
Trump, hann skelli skuldinni meira
á lögregluna en vinstrisinnaða rót-
tæklinga.
„Dökkir skuggar“
Donald Trump herti á ásökunum
gegn Joe Biden í samtali við Fox
News-sjónvarpsstöðina mánudaginn
31. ágúst.
Stjórnandinn, Laura Ingraham,
spurði Trump: „Hver heldur þú að
togi í þræðina hjá Biden? Fyrrver-
andi menn Obama?“ Forsetinn svar-
aði: „Fólk sem þú hefur aldrei heyrt
um, fólk sem heldur sig í dökkum
skuggum. Fólk sem –“. Stjórnand-
inn: „Hvað þýðir þetta? Hljómar
eins og samsæriskenning. Dökkir
skuggar. Hvað er það?“ Trump:
„Það er fólk sem er á götum úti, það
er fólk sem stjórnar því sem gerist á
götunum.“
Forsetinn sagði síðan frá ein-
staklingi sem hefði um helgina farið
um borð í flugvél í borg nokkurri og
vélin hefði verið næstum full af bóf-
um í svörtum einkennisbúningum
með alls kyns búnað. Trump sagðist
mundu skýra þetta nánar síðar,
málið væri í rannsókn.
Undanfarin ár hefur Donald
Trump látið sér lynda stuðning sam-
særishóps sem kallar sig QAnon.
Með orðum sínum um „dökku
skuggana“ að baki Biden vill Trump
ef til vill jafna metin þegar rætt er
um samsærishópa.
Þegar Trump telur sér til fram-
dráttar að beina umræðunum að
„lögum og rétti“ er minnt á að repú-
blikaninn Richard Nixon vann for-
setakosningarnar árið 1968 undir
þeim formerkjum. Á flokksþingi
repúblikana nú var lögð áhersla á
stöðugleika í samfélaginu í krafti
laga og réttar en áhersla á þingi
demókrata sneri meiri að ójöfnuði
og baráttu gegn honum.
Afstaðan til lögreglu
Forystumenn demókrata eins og
Bill De Basio, borgarstjóri í New
York, boða niðurskurð útgjalda til
löggæslu til að auka félagslega þjón-
ustu. Rök vinstrisinna eru að harka
lögreglunnar ýti undir ófrið í sam-
félaginu. Félagsleg smyrsl rói og
græði sár.
Á YouTube má sjá myndband frá
Ami Horowitz sem kannaði hug
New York-búa til að leggja niður
lögregluna. Hvítir borgarbúar í
East Village lýstu óvild í garð lög-
reglunnar og vildu skera niður út-
gjöld til hennar. Það yrðu einkum
bandarískir blökkumenn sem nytu
góðs af brotthvarfi lögreglumanna.
Þegar Horowitz leitaði álits
blökkumanna á Malcolm X-
breiðgötunni í Harlem voru svörin
allt önnur. Talið var brjálæði að
vera án lögreglu, ástandið myndi
stórversna vegna rána, nauðgana og
morða. Sumir töldu það jafngilda
sjálfsmorði. Það yrði engum til
gagns.
Þegar tveir mánuðir eru til kjör-
dags mælist Joe Biden með meira
fylgi en Donald Trump. Þannig hef-
ur staðan verið um nokkurt skeið.
Hún segir þó ekki alla söguna því að
úrslitin ráðast ekki endilega af því
hvor fær flest atkvæði upp úr kjör-
kössunum. Hillary Clinton væri for-
seti núna réði fjöldi atkvæða. Það er
fjöldi kjörmanna sem skiptir sköp-
um.
Sé rýnt í niðurstöður kannana um
þessar mundir fengi Biden 337 kjör-
menn en Trump 201. Biden fengi 67
kjörmenn umfram nauðsynlegan
lágmarksfjölda þeirra (270). Þegar
tölurnar eru skoðaðar ber að minn-
ast óvissunnar vegna úrslitaríkj-
anna sex. Ekkert er fast í hendi.
Eftir Björn
Bjarnason » Takist Trump að
hrekja demókrata
í varnarstöðu af því
að þeir styðji upp-
lausnar- og róttæka
aðgerðasinna kann
hann að sigra.
Björn Bjarnason
Höfundur er fyrrv. ráðherra
Trump setur Biden í vörn