Morgunblaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 16
Afl ahæstu árnar
Heimild: www.angling.is
0 2.000 4.000 6.000 8.000
Staðan 9. september 2020
Veiðistaður
Stanga-
fjöldi Veiði
11. sept.
2019
12. sept.
2018
Eystri-Rangá 18 7.689 2.823 3.617
Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki 18 2.262 1.473 3.445
Miðfjarðará 8 1.507 1.420 2.509
Affall í Landeyjum 4 1.422 256 759
Selá í Vopnafi rði 6 1.190 1.435 1.315
Haffjarðará 6 1.036 608 1.545
Þverá – Kjarrá 14 965 1.025 2.455
Urriðafoss í Þjórsá 4 962 747 1.284
Horfsá og Sunnudalsá 6 950 642 650
Norðurá 15 922 558 1.692
Langá 12 913 533 1.442
Jökla (Jökulsá á Dal) 8 806 370 425
Laxá í Kjós 8 763 243 903
Laxá á Ásum 4 647 721 670
Laxá i Dölum 6 636 536 971
Nú er laxveiði að ljúka í mörgum ám
eftir veiðisumar sem hefur verið í
dauflegra lagi, ekki síst í ám á Vest-
ur- og Norðvesturlandi. Enn er þó
veitt í hafbeitaránum og þeim norð-
lensku og þrátt fyrir að laxinn hafi
mætt heldur liðfár í Vatnsdalá í
Húnaþingi, eins og raunin hefur ver-
ið víðar í ám sýslunnar í sumar, þá er
nú runninn upp tíminn þegar þeir
stóru fara gjarnan að taka og þeir
leynast oft í hyljum í Vatnsdal.
Snemma í vikunni veiddi Nils Fol-
mer Jögensen einn af stærstu löxum
sumarsins þegar hann landaði 103
cm hrygnu í Kötlustaðahyl. Í fyrra-
kvöld bætti svo Ingólfur Davíð Sig-
urðsson um betur þegar hann var
við veiðar aðeins neðar, Í Vað-
hvammi, og náði 108 cm hæng. Er
það stærsti lax sem fregnir hafa bor-
ist af á landinu í sumar en áður
höfðu tveir 107 cm verið færðir til
bókar. Ingólfur Davíð er vanur
glímum við stóra laxa en fyrir 14 ár-
um landaði hann einum 115 cm, líka í
Vatnsdalsá en þá í Hnausakvísl.
Í samtali við Sporðaköst á mbl.is
sagðist Ingólfur Davíð hafa ákveðið
að einbeita sér bara að því að veiða
Vaðhvamm á vaktinni. „Var svo bú-
inn að fara þrjár umferðir yfir hyl-
inn og þá loksins fór hann að hreyfa
sig og á endanum tók hann. Hann
tók eins og smálax. Reyndi þrisvar
og hitti í fjórðu tilraun í sama reki.
Þetta var ótrúleg taka. Hann lagðist
í sjö mínútur og svo byrjaði ballið.
Hann tók svakalegar rokur og stökk.
Ég var með silungaprik og flotlínu
og átta punda taum. Samt tók þetta
ekki nema tæpar fjörutíu mínútur,“
sagði Ingólfur Davíð. Laxinn tók
Black & blue flugu númer10.
„Hann tók eins og smálax“
Stærsti lax sum-
arsins, 108 cm,
veiddist í Vatnsdal
Veiðigleði Ingólfur Davíð Sigurðsson lukkulegur með 108 cm hænginn.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2020
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Skuldir ferðaþjónustufyrirtækja, án
flugs, námu 255 milljörðum árið 2018.
Þar af voru langtímaskuldir rúmir
167 milljarðar og skammtímaskuldir
tæpir 88 milljarð-
ar.
Þetta kemur
fram í greiningu
Samtaka ferða-
þjónustunnar
(SAF) og Hag-
stofunnar. Töl-
urnar eru sóttar í
ársreikninga
fyrirtækjanna en
þeir hafa ekki allir
verið birtir fyrir
árið 2019.
Eigið fé var um 93 milljarðar en
vaxtaberandi skuldir 92 milljarðar.
Vegna samdráttar 2019, í kjölfar falls
WOW air, og algers tekjufalls frá
mars 2020, vegna veirunnar, hefur
skapast skuldavandi í greininni.
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
væmdastjóri SAF, telur líklegt að
áðurnefndar upphæðir hafi ekki
breyst mikið árin 2019 og 2020. Háar
leigugreiðslur árið 2018 veki athygli.
Með því vísar hann til þess að
greiðslur ferðaþjónustufyrirtækja
vegna leigu á fasteignum og búnaði
námu 24,5 milljörðum 2018. Þá hafi
launagreiðslur numið 119 milljörðum.
Vísað er í ferðaþjónustu án flugs.
„Þetta sýnir hvað virðiskeðjan er
stór. Ef ekki næst að semja aukast
líkur á því að eignirnar hverfi inn í
bankakerfið. Annars vegar eignir
rekstrarfélaganna og hins vegar fast-
eignirnar. Það þarf að koma í veg fyr-
ir það með einhverju móti. Því ef
þetta verður mikið vandamál, eins og
útlit er fyrir, mun það hægja á endur-
reisninni. Það má nefna stórar fast-
eignir í hótelgeiranum en þær þurfa
að vera í notkun þegar greinin fær
viðspyrnu. Þá gengur ekki að hafa
hótelin læst út af fjármálavanda.“
Þurfa að deila tjóninu
Jóhannes Þór telur aðspurður að
leigugreiðslurnar árið 2018 vitni um
að ekki beri að vanmeta margfeldis-
áhrif ferðaþjónustu fyrir hagkerfið.
Við þessar aðstæður sé brýnt að
verja ferðaþjónustufyrirtækin með
sameiginlega hagsmuni atvinnulífs-
ins og þjóðarinnar í huga.
„Það er lykilatriði hvernig álaginu
og tjóninu af þessum áföllum sem
dynja yfir okkur er skipt milli aðila;
leigutaka, leigusala og fjármögnun-
araðila. Það er spurning hvort ríkið
þarf að koma að borðinu með ein-
hverjum hætti og hvort bankakerfið
geti leyst þetta sjálft og hvort aðilar
nái að semja. Allt þarf þetta einhvern
veginn að vinna saman, ef vel á að
fara.“
Ætti ríkið að koma að borðinu?
„Já, ég tel æskilegt að ríkið kæmi
að borðinu, a.m.k. til að sjá hvernig
það getur brugðist við stöðunni. Það
er mikilvægt að hlutaðeigandi aðilar
komi að þessu borði og reyni að finna
skynsamlegar lausnir.“
Getur snúið að vaxtaálagi
Með hvaða hætti ætti ríkið að fást
við skuldir einkaaðila?
„Það er alltaf flókin spurning. Það
hafa hins verið farnar ýmsar leiðir,
eins og til dæmis eftir áföllin 2008, og
getur til dæmis snúið að vaxtaálagi.
Að sjálfsögðu skipta samningar um
skiptingu tjónsins milli leigutaka og
leigusala miklu máli en þar skiptir
ekki síður miklu hvernig bankar og
fjármögnunaraðilar koma að málum,
t.d. með breytingu á lánaskilmálum
til að takmarka skuldasöfnun. Að-
koma ríkisins getur að hluta til falist í
því að 2/3 hlutar bankakerfisins eru á
forræði ríkisins. Ríkið er því ekki
stikkfrí í þessu frekar en öðrum mál-
um sem þessu tengjast.“
Berjist þið gegn því, á bak við
tjöldin, að fyrirtæki verði knúin í
þrot, enda geti þau ekki greitt leigu
við þessar tímabundnu aðstæður?
„Já, við höfum nefnt þetta á ýms-
um vettvangi. Við höfum skoðað
greinarnar og hvernig stuðla má að
því að viðspyrnan í ferðaþjónustunni
geti orðið eins öflug og kostur er. Það
er mikilvægt að við horfum ekki fram
á hvirfilbyl í ferðaþjónustunni á
næstu mánuðum og eignir hverfa inn
í bankakerfið, enda myndi það hamla
endurreisninni gífurlega.“
Bankakerfið taki á vandanum
Ætti að dreifa útistandandi skuld-
um vegna þessa árs yfir á lengra
tímabil? Nú eða fella niður skuldir?
„Við höfum ekki lagt fram beinar
útfærslur í þessu efni. Ég tel að horfa
þurfi sérstaklega til þess hvernig
bankakerfið getur komið til móts við
vanda rekstrarfélaganna og bæði
leigutaka og leigusala.
Þetta snýst líka um hvernig
rekstrarvirði eignanna mun lækka á
næstu mánuðum vegna ytri stöðu
greinarinnar, samhliða því að skuldir
hækka á móti, t.d. vegna frystinga
lána. Það skapar misvægi í efnahags-
reikningum fyrirtækjanna sem
þrýstir á að bankarnir leysi til sín veð
– eykur líkur á að bankarnir þurfi að
taka til sín fasteignir og framleiðslu-
tæki ferðaþjónustufyrirtækja. Til að
sporna við því skiptir einna mestu
máli að bankarnir meti hvort hægt sé
að breyta lánakjörum í stað þess að
einblína á frystingar lána. Bankar og
fjármögnunaraðilar eru sjálfir í lyk-
ilstöðu til að taka á því máli. Ég tel
því að ríkið, sem er eigandi tveggja
bankanna, þurfi að koma að borðinu á
einhvern hátt. Ég tel að það væri í
öllu falli skynsamlegt að menn skoði
það vel og vandlega. Það er mat okk-
ar hjá SAF, og félagsmanna okkar,
að það verði að leysa úr þessu fyrr en
seinna. Vegna þess að þegar komið er
inn á næsta ár verður þetta orðið
verulegt vandamál.“
Horfa til vorsins 2021
„Við gerum okkur vonir um að
greinin komist hratt í gang í vor. Auð-
vitað þarf margt að koma saman til að
það heppnist vel. Útflutningsgrein-
arnar gegna lykilhlutverki við endur-
reisn hagkerfisins. Verð á áli og kísil-
málmi hefur gefið eftir og dregið
hefur úr eftirspurn eftir ferskum fiski
á veitingahúsum beggja vegna
Atlantshafsins. Það tekur tíma að efla
nýsköpun og alþjóðageirann. Ferða-
þjónustan er því sá atvinnuvegur sem
er líklegastur til að koma hagkerfinu
hratt af stað og mun einnig styðja við
t.d. aukinn útflutning á verðmætum
sjávarafurðum með flugi.“
Ríkið komi að lausn skuldavandans
Framkvæmdastjóri SAF telur rétt að
ríkið beiti sér í gegnum bankana Ferðaþjónusta án flugs árið 2018*
255 milljarð-ar króna
voru heildarskuldir í
árslok 2018.
Það samsvaraði um
725 þúsund krónum
á hvern lands-
mann eða um
2,9 milljónum króna
á hverja fjögurra
manna fjölskyldu.
* Úr ársreikningum
fyrirtækja í greininni.
Heimild: SAF/Hagstofa Ísl.
Langtímaskuldir í árslok 167 ma.kr.
Skammtímaskuldir í árslok 88 ma.kr.
- þar af vaxtaberandi skuldir 92 ma.kr
Eigið fé í árslok 93 ma.kr.
Greiðslur vegna leigu á fasteignum og búnaði 25 ma.kr.
Fjármagnskostnaður 10 ma.kr.
Launakostnaður 119 ma.kr.
Vaxtagjöld árið 2018
Ferðaþjónusta án flugs 12 ma.kr.
Ferðaþjónusta í heild 14 ma.kr.
Jóhannes Þór
Skúlason
Grensásvegur 13 - 108 Reykjavík - Sími 570 4800 - gimli.is - gimli@gimli.is
Bárður
Sölustjóri
896 5221
Elín Urður
Lögg. fast.
690 2602
Elín Rósa
Lögg. fast.
773 7126
Lilja
Viðskiptafr. /
Lögg. fast.
820 6511
Kristján
Viðskiptafr. /
Lögg. fast.
691 4252
Halla
Viðskiptafr. /
Lögg. fast.
659 4044
Ólafur
Sölu- og
markaðsstjóri
690 0811
Ellert
Lögg. fast.
661 1121
Sigþór
Lögg. fast.
899 9787
Hafrún
Lögg. fast.
848 1489
Telma Sif
Lögfræðingur/
aðstoðarm. fast.
773 7223
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið