Morgunblaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2020
H a m r a b o r g 1 2 • 2 0 0 K ó p a v o g u r • 4 1 6 0 5 0 0
Árangur í sölu fasteigna
Komdu með eignina þína til okkar
Óskar Bergsson löggiltur fasteignasali • Sími 893 2499 • oskar@eignaborg.is
Fyrir 50 árum fór fram á ól-ympíumótinu í Siegenviðureign Sovétríkjannaog Bandaríkjanna. Á 1.
borði mættust heimsmeistarinn
Boris Spasskí og Bobby Fischer.
Engin skák þessa árs vakti meiri
athygli. Spasskí, sem hafði orðið
heimsmeistari varð sumarið 1969,
hafði sigrað á þremur sterkum al-
þjóðlegum mótum, unnið Bent Lar-
sen í 17 leikjum í keppni Sovétríkj-
anna gegn heimsliðinu í Belgrad um
páskaleytið þetta ár, og einungis
tapað einni skák frá því hann varð
heimsmeistari. Bobby Fischer hafði
lagt Petrosjan 3:1 á 2. borði heimsl-
iðsins, unnið stórmót í Júgóslavíu
og Argentínu með óheyrilegum yf-
irburðum og hlotið 19 vinninga af 22
mögulegum á óopinberu heims-
meistaramóti í hraðskák í Svart-
fjallalandi, 4½ vinningi fyrir ofan
Tal.
Spasskí bar krúnuna með glæsi-
brag en Fischer var eins manns
herdeildin sem allir óttuðust. Í Sie-
gen rak hjálparhella hans, fyrrver-
andi ofursti í bandaríska flug-
hernum, Ed Edmundson, erindi
fyrir þingi FIDE sem snerist um að
Bobby fengi keppnisrétt á milli-
svæðamótinu á Mallorca síðar um
árið.
Viðureign risaveldanna fór fram í
6. umferð. Í síðasta sinn stilltu
Bandaríkjamenn upp liði með ein-
staklingum, sem allir höfðu tekið út
skákþroska sinn í Bandaríkjunum,
og jafnframt í fyrsta og eina skiptið
sem Fischer og Reshevsky tefldu
saman í ólympíuliði:
Ólympíumótið Siegen 1970:
Boris Spasskí – Bobby Fischer
Grünfelds-vörn
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4.
cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7
7. Bc4 c5 8. Re2 Rc6 9. Be3 0-0 10.
0-0 Dc7 11. Hc1 Hd8 12. h3
Spasskí lék 12. De1 í skák þeirra
í Santa Monica 1966. Hann þekkti
andstæðinginn og vissi að end-
urbóta var að vænta.
12. … b6 13. f4 e6 14. De1 Ra5
15. Bd3 f5 16. g4 fxe4 17. Bxe4 Bb7
18. Rg3 Rc4 19. Bxb7 Dxb7 20. Bf2
Ekki 20. dxc5 vegna 20. … Hd3!
o.s.frv.
20. … Dc6 21. De2 cxd4 22. cxd4
b5 23. Re4!?
Færni Spasskís í miðtöflum á
þessum árum var annáluð. Hann
gat valdað peðið á d4 en vildi freista
andstæðingsins.
23. … Bxd4 24. Rg5 Bxf2+ 25.
Hxf2 Hd6 26. He1 Db6 27. Re4 Hd4
28. Rf6+ Kh8 29. Dxe6!
Það er talið að Fischer hafi nú
ætlað að leika 29. … Hd1 sem lítur
vel út en séð hvað Spasskí hafði í
huga, 30. Df7! og eftir 30. … Hxe1+
31. Kg2 Re3+ leikur hann 32. Kf3!
(ekki 32. Kg3 vegna 32. … Rf5+ 33.
gxf5 De3+ og 34. … De7) t.d. 32. …
Dc6+ 33. Kg3 Hg1+ 34. Kh4
Hxg4+ 35. hxg4 Dh1+ 36. Kg5 og
vinnur.
29. … Hd6 30. De4 Hf8 31. g5
Hd2 32. Hef1 Dc7?!
Betra var 32. … Kg7 eða 32. …
Hc8.
33. Hxd2 Rxd2 34. Dd4 Hd8?
34. … Db6 gaf jafnteflisvon þó að
hvíta staðan sé betri eftir 35. Dxb6
axb6 36. Hd1 Hd8 36. Kg2.
35. Rd5+ Kg8 36. Hf2 Rc4 37.
He2! Hd6 38. He8+ Kf7
39. Hf8+!
-og Fischer gafst upp.
Þetta var mikill sigur fyrir
Spasskí. Aðrar viðureignir féllu í
skuggann en voru engu að síður
mjög áhugaverðar. Reshevsky sætti
sig að vísu snemma við jafntefli
gegn Petrosjan á 2. borði en Larry
Evans var nálægt því að vinna Polu-
gajevskí á 3. borði. Á 4. borði fór svo
fram hatrömm barátta séra Lomb-
ardys við Efim Geller. Eftir að skák-
in fór í bið var Lombardy með gjör-
unnið tafl og lokastaðan var
sennilega unnin hjá honum en hann
virtist ekki gera sér grein fyrir
hvernig hann gæti sloppið úr þrá-
skák. Sovétmenn unnu því þessa við-
ureign, 2½:1½.
Forleikur „ein-
vígis aldarinnar“
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Þröngt á þingi Spasskí t.v. og Fischer við taflið í Siegen.
Það hefur engum dul-
ist að viðbrögð ríkis-
stjórnar, þríeykis með
Þórólf smitvarnalækni í
broddi fylkingar, Kára
Stefánssonar forstjóra
Íslenskrar erfðagrein-
ingar og hans starfs-
fólks voru aðdáunar-
verð þegar kórónufar-
aldurinn skall á okkur
fyrr á þessu á ári. Ekki
skal gleyma að minnast
á og þakka hjartanlega heilbrigðis-
starfmönnum um land allt sem unnu
stórkostlegt starf, oft við mjög erfiðar
aðstæður.
Nú hefur komið í ljós að Covid 19-
veiran sem hér hefur herjað frá því í
júlí virðist mildara afbrigði af þessum
hættulega faraldri en hér geisaði síð-
astliðinn vetur. Allir vita að þessi skað-
valdur hefur valdið gífurlegu tjóni um
allan heim, bæði efnahagslegu, félags-
legu og heilsufarslegu. Nú fjölgar þeim
röddum hér á landi sem gagnrýna
stjórnvöld harðlega fyrir þær ströngu
reglur sem settar voru í seinni faraldr-
inum og telja að ráðamenn hafi farið
offari í varúðarráðstöfunum. Það er
alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. En
hvernig hefði þetta sama fólk brugðist
við ef seinni bylgjan hefði verið ill-
skeyttari og stjórnvöld hefðu ekki tek-
ið nógu alvarlega á vandanum? Enginn
gat með vissu vitað um alvarleika
seinni bylgjunnar í upphafi en rann-
sóknir hafa sýnt fram á að aðgerðir ís-
lenskra stjórnvalda í sóttvörnum eru
hófstilltar á alþjóðavísu. Í sumum lönd-
um, til dæmis Bretlandi, er farið að
benda á Ísland sem fyrirmynd í því
hvernig beita megi meðalhófi í sótt-
vörnum.
Reynum eitt andartak að setja okk-
ur í spor þessa fólks sem tekur ákvarð-
anir til að vernda heilsu þjóðarinnar.
Ábyrgð þessa fólks er gífurleg og álag-
ið eftir því. Ég tel engum vafa undir-
orpið að sjaldan hafi nokkur ríkisstjórn
hér á landi staðið frammi fyrir öðrum
eins vanda og núverandi ríkisstjórn.
Verkefni hennar eru geysilega krefj-
andi, flókin og margbreytileg. Enginn
mannlegur máttur getur gert öllu jafn
góð skil eða séð fyrir endann á öllum
þörfum í atburðarás
sem er mjög hröð. Sýn-
um þessu fólki virðingu
og þakklæti því það
leggur sig fram af öllum
mætti. Snúum bökum
saman því sameinuð er-
um við sterk. Ég hvet
alla landsmenn til að
sýna stillingu, sam-
heldni, sanngirni og
hjálpsemi, ekki síst
gagnvart þeim sem eiga
nú bágast hér í þessum
heimi. Lítum inn á við
og spyrjum okkur sjálf hvernig við
getum veitt hjálp í þessum vanda.
Endalaus leit að sökudólgum skapar
sundrungu og tortryggni. Lýðræð-
isleg umræða og gagnrýni sem er
sanngjörn og sett fram af velvilja, en
ekki til að klekkja á pólitískum and-
stæðingum, er uppbyggileg í öllum
ríkjum sem kenna sig við lýðræði.
Ómaklegar árásir eru ekki til þess
fallnar að styrkja þau bönd sem
tengja okkur saman sem þjóð. Gleym-
um aldrei að líta í eigin barm þegar
reiðin, dómharkan og ósanngirnin
virðast ætla að taka völdin hið innra.
Hversu lengi þessi veira muni
herja á mannkynið veit enginn með
vissu en við verðum með öllum ráðum
að reyna að lifa með þessum faraldri,
skapa ný tækifæri og aðlaga okkur að
breyttum heimi. Í þessum erfiðu að-
stæðum hefur mannkynið möguleika
á að skapa nýjan heim, betri heim,
fyrir okkur og afkomendur okkar. Að
ganga veg sannleika, góðleika og feg-
urðar hefur alltaf í för með sér ein-
hverjar fórnir, en sú vegferð mun
óhjákvæmilega leiða okkur til betra
lífs.
Dómharka og
ósanngirni
Eftir Gunnar Kvaran
» Lýðræðisleg
umræða og gagn-
rýni sem er sanngjörn
og sett fram af velvilja
er uppbyggileg í öllum
ríkjum sem kenna sig
við lýðræði.
Gunnar Kvaran
Höfundur er sellóleikari og prófessor
emeritus við Listaháskóla Ísland.
Þann 10. september sl. voru
100 ár liðin frá fæðingu Guðjóns
Hólms, hdl. og forstjóra í
Reykjavík. Guðjón fæddist að
Litla Ási og flutti að Prest-
húsum og síðar Útkoti. Fjöl-
skyldan fluttist til Reykjavíkur
og Guðjón fór eftir MR í HÍ þar
sem hann lauk embættisprófi í
lögfræði árið 1947.
Guðjón kvæntist Guðrúnu
Stefánsdóttur og áttu þau sex
börn: Jóhann Geir ökukennara,
Gunnar sjóntækjafræðing, Stef-
án Sigurð eldri (sem lést í slysi),
Stefán Sigurð yngri, forstjóra,
Guðjón Hólm framkvæmda-
stjóra og og Áslaugu, d. 2011.
Guðjón var afkastamikill á
sínum starfsferli og rak eigin
lögfræðistofu fram til 1965 þeg-
ar hann varð forstjóri umboðs-
og heildverslunarinnar John
Lindsay hf. Auk þess stofnaði
hann og rak verslanirnar An-
goru og Vogabúðina í Vogum
auk þess að vera framkvæmda-
stjóri Skemmtigarðsins Tívolí.
Hann var forstjóri Reykhússins
hf. frá 1959 til 1979. Ótalin er
stjórnarformennska í mörgum
fyrirtækjum.
Guðjón var fyrsti formaður
Gigtarfélags Íslands og gegndi
því embætti til 1980 og varð
heiðursfélagi árið 1990. Guðjón
var sæmdur gullmerki Félags
íslenskra stórkaupmanna og
fékk gullmerki Gigtarfélags Ís-
lands árið 1999.
Merkir Íslendingar
Guðjón Hólm
Sigvaldason