Morgunblaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2020 Þjóðskrá Íslands óskar eftir að ráða yfirlögfræðing. Leitað er eftir einstaklingi með mikla reynslu og hæfni til að leysa úr fjölbreyttum og krefjandi verkefnum auk þess að búa yfir leiðtogahæfni. Yfirlögfræðingur leiðir lögfræðileg verkefni í samstarfi við lögfræðinga stofnunarinnar. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf sem lýtur m.a. að samningu frumvarpa, ráðgjöf varðandi lögfræðileg álitamál og regluvörslu með það að markmiði að tryggja faglega, samræmda og skil- virka þjónustu í samræmi við gildandi lög hverju sinni. Þjóðskrá Íslands hefur tvær starfsstöðvar, á Akureyri og í Reykjavík, starfið getur verið staðsett á báðum stöðum. Helstu verkefni og ábyrgð • Yfirumsjón með lögfræðilegum verkefnum stofnun- arinnar. • Málsmeðferð stjórnsýslumála. • Þátttaka í mótun löggjafar sem Þjóðskrá Íslands starfar eftir. • Gerð gæðaferla, verklagsreglna og umsagna við laga- frumvörp og reglugerðir. • Gerð umsagna til kæru- og eftirlitsstjórnvalda. • Ráðgjöf innan sem utan stofnunar, samskipti og þjónusta við önnur stjórnvöld, sveitarfélög og aðra viðskiptavini. • Þátttaka í stefnumótun og mótun framtíðarsýnar stofnunarinnar. Menntunar- og hæfniskröfur • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði. • 5 ára starfsreynsla að lágmarki. • Stjórnunareynsla og hæfni til að leiðbeina og stýra verkefnum. • Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu skilyrði. • Þekking og reynsla á eignarétti og persónurétti. • Reynsla af gerð lagafrumvarpa. • Þekking á persónuverndarlögum (GDPR) er kostur. • Þekking og reynsla af samningagerð og vinnurétti er kostur. • Góð almenn tölvukunnátta og skilningur á upplýsingatækni er kostur. • Góð kunnátta í íslensku og ensku er skilyrði og kunnátta í einu norðurlandamáli æskileg. • Hæfni til að miðla upplýsingum í rituðu og töluðu máli. • Hæfni í mannlegum samskiptum, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi. Um er að ræða fullt starf og laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Stéttarfélag lögfræðinga hafa gert. Umsóknarfrestur er til og með 18. september 2020 og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknum skulu fylgja starfsferilskrá og kynningar- bréf. Umsóknir óskast sendar í Alfreð ráðningarkerfi (alfred.is). Athygli er vakin á því, að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir Þóra Björk Eysteinsdóttir, mannauðssérfræðingur, tbe@skra.is. Yfirlögfræðingur Hlutverk Þjóðskrár Íslands er að greiða götu fólks og fyrirtækja í samfélaginu og gæta upplýsinga um réttindi þeirra og eignir. Við sinnum því með því að safna, varðveita og miðla upplýsingum um fólk, mannvirki og landeignir. Innan starfsviðs Þjóðskrár Íslands er rekstur fasteignaskrár og þjóðskrár, útgefið fasteignamat og brunabótamat, og umsjón með útgáfu vegabréfa. Við leggjum ríka áherslu á jákvæð samskipti og góða samvinnu sem er undirstaða góðrar þjónustu. Við teljum eftir- sóknarvert að fá til liðs við okkur þá sem vilja starfa í anda gilda okkar um virðingu, sköpunargleði og áreiðanleika. Við kunnum vel að meta frumkvæði, nákvæmni, hraða í vinnubrögðum og góða samvinnu. Við nýtum aðferðir straum- línustjórnunar til að verða betri í dag en í gær. Við hvetjum öll kyn til að sækja um. kopavogur.is Leikskólastjóri í leikskólann Álfatún Leikskólinn Álfatún er staðsettur í skjólsælum reit austast í Fossvogsdalnum og er í beinum tengslum við útivistarsvæðin í dalnum. Í leikskólanum er mikil áhersla lögð á málörvun, hreyfingu og skapandi starf. Leitað er að stjórnanda sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum, er skipulagður og umbótadrifinn og hefur metnað til að ná árangri í starfi. Viðkomandi þarf að vera leiðtogi í sínum skóla, veita faglega for- ystu og búa yfir hæfni og frumkvæði til að skipuleggja skapandi leikskólastarf í samvinnu við starfsmenn, forráðamenn og leikskóladeild. Menntunar- og hæfniskröfur · Kennaramenntun og leyfisbréf kennara · Reynsla af starfi og stjórnun í leikskóla · Framhaldsmenntun (MA, MEd, MBA eða Diplóma að lágmarki) á sviði stjórnunar eða uppeldis- og menntunarfræða · Forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum · Fagleg forysta, sýn og vilji til nýbreytni og þróunar í leikskólastarfi · Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi · Góð tölvukunnátta · Góð íslenskukunnátta Umsóknarfrestur er til og með 24. september 2020. Nánari upplýsingar um starfið má finna á ráðningavef Kópavogsbæjar. Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is. Fyrirmyndarfyrirtæki 2020 hagvangur.is Blaðberar Upplýsingar veitir  í síma  Morgunblaðið óskar eftir blaðbera   k Vantar þig pípara? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.