Morgunblaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2020 Við Fellsmúla | Sími: 585 2888 „Landslög í vatnslitum er heiti sýn- ingar sem Jón Aðalsteinn Þorgeirs- son opnar í Listhúsi Ófeigs á Skóla- vörðustíg 5 í dag, laugardag, kl. 14 til 17. Jón Aðalsteinn, sem er líka einn kunnasti klarínettuleikari landsins, sýnir þar vatnslitamyndir sem hann hefur unnið að undanfarin ár. Við opnunina munu gítarleik- ararnir Tryggvi Júlíus Hübner og Ragnar Þór Emilsson leika saman, eins og segir í tilkynningu, perlur íslenskra sönglaga. Þetta er önnur einkasýning Jóns Aðalsteins. Sýningin stendur til 7. október næstkomandi og er opin á versl- unartíma. Landslög Jóns Aðalsteins hjá Ófeigi Landslag Eitt verka Jóns Aðalsteins. Sýning Olgu Bergmann, Upp- streymi - Air- borne, verður opnuð í Högg- myndagarði Myndhöggv- arafélagsins að Nýlendugötu 17a í dag, laugardag, kl. 14. Um er að ræða innsetningu sem Olga hefur unnið úr „bolum felldra trjáa úr görðum borgarinnar sem hefur verið um- breytt og komið fyrir í loftrými garðsins í eins konar frystu augna- bliki þyngdarleysis.“ Innsetning Olgu í Höggmyndagarði Olga Bergmann Gamlar syndir og nýjar er heiti sýn- ingar á ljósmyndum eftir Guðmund Ingólfsson sem verður opnuð í sýn- ingarsalnum Ramskram að Njáls- götu 49 í dag, laugardag. Er sýningin opin milli klukkan 14 og 18 um helgar til 4. október en Ramskram er sjálfstætt starf- andi sýningar- rými tileinkað samtíma- ljósmyndun. Guðmundur er einn þekktasti ljós- myndari landsins; starfaði um ára- tuga skeið sem iðnaðarljósmyndari en hefur einnig verið merkur frum- kvöðull á sviði skapandi ljósmynd- unar. Á þessari sýningu verða, að sögn Guðmundar, „einar 7-8 nýjar myndir, aðallega af fólki sem ég hitti og þó einkum fólkinu mínu, og tæp- lega 20 gamlar syndir“. Um þær myndir segir hann að við tiltekt á ljósmyndastofunni hafi fundust lit- slæður frá árunum 1966 til 70. Mynd- irnar tók Guðmundur á Hasselblad- vél áður en hann hélt til náms í Þýskalandi, þar sem hann lærði hjá hinum þekkta ljósmyndara Otto Steinert í Essen. Hann hafði hætt námi í Háskólanum og vann við múr- verk um skeið. „Fyrst eignaðist ég Hasselblad 1966 en mér voru gefnir svo miklir peningar í stúdentsgjöf að ég gat keypt vélina,“ segir hann. „Þá byrjaði ég að mynda á hana og svo þénaði ég ágætlega í múrverkinu, lagði fyrir aura, og gat keypt mér 150 mm linsu sem pabbi smyglaði inn fyrir mig frá Kaupmannahöfn. Hún kostaði 200 dollara. Ég var að prufa hana þegar ég tók þessar myndir af múrurunum, og fleiri til sem ég sýni nú, en til að sýna þeim myndirnar setti ég þær í gler-slædsramma. Þessar myndir hafa síðan verið í kassa sem hefur þvælst fyrir mér gegnum árin. Þegar ég var að tæma vinustofuna fyrir nokkru þá fann ég þessar mynd- ir aftur og skannaði þær loksins inn og prentaði,“ segir Guðmundur. Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson Liðinn tími Jaðarsel við Vesturgötu á mynd Guðmundar frá 1965 eða 66. Sýnir gamlar og nýjar syndir  Guðmundur Ingólfsson í Ramskram Guðmundur Ingólfsson Gróður er heiti sýningar á ljós- myndaverkum þriggja listakvenna, Katrínar Elvarsdóttur, Ninu Zurier og Lilju Birgisdóttur sem verður op- in frá og með deginum í dag í gall- eríinu BERG Contemporary að Klapparstíg 16. Sýningarstjóri er Ingibjörg Jóns- dóttir, eigandi gallerísins, og segir hún hugmyndina um gróður vera út- gangspunkt sem listakonurnar þrjár sem hún bauð að sýna útfæri hver fyrir sig með persónulegum hætti í nýjum verkum. Oddný Eir Ævarsdóttir rithöf- undur fylgir sýningunni úr hlaði með texta, hugleiðingu um gróðurinn sem getur haft svo margbreytilega merkingu en líka tilgang, og hefst hann með þessum hætti: „Við endimörk gróskunnar – þar sem eplatré eru eins og japönsk kryppluð dvergtré í metnaðarfullum garði – á sárum jaðri frjósömu græð- andi þekjunnnar sem umlykur heim- inn – við upphaf eyðimerkur og auðnar – tala umskiptin til okkar. Gegn rofinu fara orrustuplöntur, fjólubláar, bleikar, gular, grænar. Skora auðnina á hólm. Ágengar jurt- ir sem reynast líka máttugar í viður- eign við plágur sem herja á líkam- ann. En valda sjálfar eyðileggingu ef ekkert ögrar þeim á móti.“ Undirstaða lífs og menningar Ingibjörg segir að „Gróður“ hafi upphaflega verið opinn vinnutitill sem átti að ná yfir hugmyndina að baki sýningunni en svo hafi heitið fest við sýninguna. Hún nefnir hugmyndir tengdar gróðri sem þær listakonunar hafi rætt og unnið með. Gróðurinn sé undirstaða lífsins, þar sé hringrás, vöxtur, hnignun, endurfæðing; þar er ljóstillífun og súrefnisupp- sprettan, allt frá náttúrunni í stórum skala niður í smæstu einingu. „Maðurinn lifir ekki af án planta, hann nýtir og notar plöntur sér til framdráttar, nú eins og áður, fæði og klæði þökkum við gróðrinum, við byggjum úr timbri og í menningar- legu tilliti skipa ýmsar plöntur stór- an sess og þær standa sem tákn- myndir, til að mynda í trúarbrögðum og skáldskap. Lengi vel skráðum við söguna á pappír sem gerður var úr plöntum,“ segir Ingibjörg og bætir við að umgengni mannsins við nátt- úruna í dag komi síðan vitaskuld nið- ur á öllu lífi. Ingibjörg segir að listakonurnar þrjár hafi getað tekið hugmyndir um gróður í ólíkar áttir og geri það svo sannarlega. „Mig langaði til að setja upp sýningu með ljósmyndaverkum ólíkra listamana og á sýningunni Rúllandi snjóbolta á Djúpavogi hreifst ég af myndum sem Lilja hafi gert af rótum. Þær áttu þátt í að kveikja á þessari hugmynd um gróð- urinn. Nina hefur notað plöntur í eins konar kyrralífsmyndum og svo er Katrín einn listamannanna sem við vinnum með hér í galleríinu. Hún hefur til að mynda gert myndir af plöntum sem eru að deyja út og öðr- um sem eru ekki á sínum réttu heimaslóðum. Þær eru ólíkar í sinni nálgun og hafa allar farið áhuga- verða leið að verkunum,“ segir Ingi- björg um sýninguna. efi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Sýnendurnir Nina Zurier, Katrín Elvarsdóttir og Lilja Birgisdóttir nálgast viðfangsefnin með ólíkum hætti. Ólík nálgun við gróðurinn  Ljósmyndaverk eftir Katrínu Elvarsdóttur, Ninu Zurier og Lilju Birgisdóttur á sýningu í BERG Contemporary Elínborg Jó- hannesdóttir Ostermann opn- ar í dag, laug- ardag, kl. 14 sýn- ingu í Gallerí Fold við Rauð- arárstíg sem hún kallar Flæði. Elínborg sýnir abstrakt mál- verk, unnin með akríllitum, þar sem litir og form leika saman í áköfu flæði, eins og segir í tilkynningu. Verkin eru „unnin í gleði augnabliksins, þar sem hugmyndaflugið stýrir ferð- inni og formin spretta fram“. Flæði Elínborgar í Gallerí Fold Hluti eins málverka Elínborgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.