Morgunblaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 45
Markahæst Ragnheiður Júlíusdóttir skýtur að marki HK-inga í gærkvöldi. Hún skoraði flest mörk í leiknum, tólf talsins, þar af fimm úr vítum. HANDBOLTINN Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Deildarmeistarar Fram mörðu sigur á HK í fyrstu umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í Safamýr- inni í gærkvöldi, lokatölur 25:24 í Framhúsinu. Framkonur voru á toppnum á síð- ustu leiktíð með fimm stiga forskot á Val þegar tímabilinu var aflýst en þrjár umferðir voru eftir. Þær eru með eitt besta lið deildarinnar en hefja þó keppni í vetur væng- brotnar. Landsliðskonurnar Þórey Rósa Stefánsdóttir og Karen Knúts- dóttir eru báðar barnshafandi og verða ekki með framan af vetri og þá eru Karólína Bæhrenz og Hafdís Renötudóttir markvörður meiddar. Það kom því kannski ekki á óvart að Framarar lentu í talsverðum erfið- leikum með HK í gær. Mörk stór- skyttunnar Ragnheiðar Júlíusdóttur reyndust að lokum ríða baggamun- inn. Hún skoraði 12 mörk, þar af fimm úr vítum, og var langmarka- hæst. Fjórir Framarar voru með þrjú mörk hver og hjá gestunum skoraði Díana Krístín Sigmarsdóttir sex mörk. HK-ingar áttu marga fína leiki í fyrra og sýndu það í gær að þær eru lið sem getur tekið stig af hverjum sem er á góðum degi. Það er þó ekki mikil breidd í liðinu og sömuleiðis vantar lykilmenn í Kópavoginn vegna meiðsla. Stjarnan sannfærandi Stjarnan vann sannfærandi 29:21- sigur á FH í upphafleiks deild- arinnar fyrr um daginn í TM- höllinni í Garðabæ. Hin 41 árs gamla Hanna Guðrún Stefánsdóttir fór á kostum fyrir heimakonur og skoraði níu mörk í fyrri hálfleik. Britney Cots var markahæst í liði FH með 11 mörk en munurinn reyndist kannski sá að í liði Stjörnunnar var framlagið meira frá næstu leikmönnum. Helena Rut Örvasdóttir skoraði sex mörk og Anna Karen Hansdóttir skoraði fimm. Hjá Stjörnunni var Emilía Ósk Steinarsdóttir næstmarkahæst með fjögur mörk en enginn annar leikmaður skoraði meira en eitt. Morgunblaðið/Eggert Vængbrotnir Framarar unnu  Stjarnan vann stórsigur í fyrsta leik ÍÞRÓTTIR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2020 HANDBOLTINN Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Selfyssingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Stjörnuna að velli í fyrstu um- ferð Olísdeildar karla í handknatt- leik í gærkvöldi, lokatölur 27:26 Sel- fossi í vil í Garðabænum. Skyttan Guðmundur Hólmar Helgason átti sannkallaðan stórleik í liði Selfoss í sínum fyrsta leik eftir að hafa snúið heim úr atvinnu- mennsku. Hann skoraði tíu mörk úr fjórtán skotum, þrjú úr vítum, en næstu Selfyssingar þar á eftir voru með þrjú mörk. Ólafur Bjarki Ragn- arsson skoraði fimm mörk fyrir Stjörnuna en staðan var 15:13 í hálf- leik, heimamönnum í vil. Heima- menn fengu tækifæri í tvígang til að jafna metin í lokin en allt kom fyrir ekki og Selfoss vann mikilvægan sig- ur í upphafi móts. KA lagði Fram að velli Tvö lið sem börðust í neðri hluta deildarinnar á síðasta tímabili mætt- ust í gærkvöldi með nokkuð breytta leikmannahópa. KA vann 23:21- sigur á Fram á Akureyri í jöfnum og spennandi leik. Aki Egilsnes var markahæstur, skoraði sex mörk fyr- ir heimamenn í KA-heimilinu en Ólafur Gústafsson gerði fimm mörk. Hjá Frömurum var Matthías Daða- son með fimm mörk, þar af fjögur úr vítaköstum en Andri Már Rún- arsson og Rógvi Christiansen skor- uðu báðir fjögur. Staðan var jöfn í hálfleik, 8:8, en heimamenn voru yfir lengst af eftir hlé. Veturinn í fyrra var KA-mönnum erfiður og voru þeir í 10. sæti deild- arinnar með 11 stig eftir 20 leiki þegar tímabilinu var aflýst. Þeir hafa hins vegar spýtt í lófana og voru fyrirferðarmiklir á leikmanna- markaðnum fyrir tímabilið. Stærsti fengurinn, landsliðsmaðurinn Ólafur Gústafsson, skoraði eins og fyrr seg- ir fimm mörk í gær þrátt fyrir að hafa lítið sem ekkert tekið þátt á undirbúningstímabili liðsins vegna meiðsla. Hann mun eflaust reynast mikilvægur fyrir norðanmenn í vet- ur. Þá var Nicholas Satchwell drjúg- ur í marki KA, varði 12 skot. Fram- arar voru sæti ofar á síðustu leiktíð en spila nú undir stjórn Sebastians Alexanderssonar og verða að spila betur í vetur, ætli þeir sér sæti í úr- slitakeppninni. Selfoss vann í háspennuleik  Guðmundur Hólmar átti tíu marka stórleik í Garðabænum þar sem heima- menn gátu jafnað í lokin  KA vann mikilvægan sigur í fyrsta leik gegn Fram Morgunblaðið/Eggert Öflugur Guðmundur Hólmar var markahæstur með 10 mörk fyrir Selfoss. Keflvíkingurinn Elías Már Óm- arsson virðist óstöðvandi í framlínu Excelsior í hollensku B-deildinni í knattspyrnu. Hann skoraði tvö mörk fyrir liðið í 3:1-sigri á Dor- drecht í gærkvöldi og hefur nú skorað sjö mörk í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Heimamenn tóku forystuna snemma leiks en Elías sneri taflinu við með tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks. Hann skoraði einnig tvö mörk í fyrstu umferðinni og þrennu í síðasta leik. Excelsior er í 4. sæti með sex stig eftir þrjá leiki. Sjö mörk í þremur leikjum Ljósmynd/Excelsior Markahrókur Elías Már Ómarsson skorar og skorar í Hollandi. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Ís- landsmeistari úr Keili, og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, úr GR, eru báðar úr keppni á Ladies Open- mótinu í Sviss sem er hluti af Evr- ópumótaröðinni í golfi. Mótið hófst á fimmtudaginn en þær Guðrún og Ólafía komust hvor- ug í gegnum niðurskurðinn eftir annan hringinn í gær. Ólafía var þó nálægt því og var einu höggi frá því að komast áfram eftir að hafa leikið á alls þremur höggum yfir pari. Guðrún lék á alls fjórum höggum yfir pari. Einu höggi frá niðurskurðinum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nálægt Ólafía Þórunn var nálægt því að komast áfram í Sviss. Ég hjó eftir því í markaþætti á Stöð 2 Sport á fimmtudags- kvöldið að Hjörvar Hafliðason sagði eitthvað á þá leið að í fót- boltanum núorðið væri hægt að gefa gult spjald í nánast öllum tilfellum. Þ.e.a.s ef um brot er að ræða á annað borð. Þessu er ég alveg sammála. Ég kann ekki reglurnar utan að og maður veit ekki hvaða skilaboð dómarar fá varðandi áherslur fyrir tímabilið. En upplifunin er svipuð hjá mér eins og hjá Hjörv- ari. Mér finnst oft erfitt að átta mig á hvort gult spjald hæfi brotinu eða ekki. Línan var einhvern veginn skýr- ari áður. Alla vega er það þannig í minningunni. Áhorfendur, þjálf- arar og leikmenn kröfðust þess ekki að sjá gula spjaldið fara á loft við smávægileg brot. Þegar maður hefur séð leikmenn fá gult spjald þar sem leikmenn fara öxl í öxl og sá sem er meira veikburða fellur þá er þetta orðið heldur óljóst. Ef til vill skýrir þetta einnig að einhverju leyti hvers vegna þjálf- arar, leikmenn, stjórnarmenn og áhorfendur eru oftar en ekki kvartandi yfir dómgæslu. Menn geta lengi fundið leiðir til að rök- styðja sína skoðun þegar línan er óljós. Í sumar sá ég leik hjá KR og Vík- ingi þar sem þrír Víkingar fengu brottvísun. Nokkuð óvenjulegt er að þrír úr sama liðinu séu reknir út af eins og sparkelskir þekkja. Allir stuðningsmenn KR sem ég talaði við sögðu dómarann hafa tekið rétta ákvörðun í öllum til- fellum. Allir stuðningsmenn Vík- ings sem ég ræddi við sögðu dómarann hafa tekið ranga ákvörðun í öllum tilfellum. Eftir ansi mörg ár í kringum íþróttirnar þá hefur maður ekki tölu á því hversu oft maður hefur upplifað eftir leiki í boltagreinum sárindi í herbúðum beggja liða yfir því hversu mjög hallaði á lið- ið í dómgæslunni. Munurinn er sá að hjá liðinu sem vinnur gera menn ekki mál úr því. Tapliðið setur málið á dagskrá. Í hita leiksins er sjónarhorn manna svo þröngt að maður þarf stundum að berjast við hláturinn. En menn geta lengi fundið atvik sem orka tvímælis og velt sér upp úr þeim. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Úrslitakeppni NBA Vesturdeild, undanúrslit: Houston – LA Lakers ...................... 100:110  Staðan er 3:1 fyrir Lakers og fimmti leik- urinn hefst á miðnætti í kvöld.  Olísdeild karla KA – Fram ............................................ 23:21 Stjarnan – Selfoss................................. 26:27 Olísdeild kvenna Stjarnan – FH....................................... 29:21 Fram – HK............................................ 25:24 Spánn La Rioja – Barcelona........................... 21:37  Aron Pálmarsson skoraði 6 mörk fyrir Barcelona. Danmörk Fredericia – Skjern............................. 31:35  Elvar Örn Jónsson skoraði 2 mörk fyrir Skjern. Pólland Kielce – Szezecin ................................. 37:22  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 2 mörk fyrir Kielce en Haukur Þrastarson er frá keppni vegna meiðsla. 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.