Morgunblaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2020
MJÓLKINGEFUR STYRK
LEOANTHONYSPEIGHT
AFREKSMAÐUR Í TAEKWONDO
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þetta smá potaðist áfram og um
1990 urðu miklar breytingar. Ég
hef stundum hugsað að þá hafi
Vegakerfið á Vestfjörðum fyrst
orðið nothæft,“ segir Gísli Eiríks-
son, forstöðumaður jarðganga hjá
Vegagerðinni og fyrrverandi um-
dæmisverkfræðingur á Ísafirði.
Hann hefur yfirsýn yfir þróun
vegamála á Vestfjörðum í fjörutíu
ár. Gísli á sjö-
tugsafmæli í dag
og lætur af
störfum í lok
mánaðarins.
Gísli hóf störf
sem verkfræð-
ingur í brúadeild
Vegagerðarinnar
árið 1978, eftir
framhaldsnám í
Kaupmannahöfn,
en hafði áður unnið mörg sumur í
brúarvinnuflokki föður síns, Eiríks
Jónasar Gíslasonar. Hann tók síð-
an við starfi umdæmisverkfræð-
ings á Vestfjörðum árið 1980.
Gísli lýsir ástandi vegamála við
upphaf starfs hans á Ísafirði:
„Vegakerfið var ekki nothæft.
Lokað var á milli Ísafjarðar og
Reykjavíkur á veturna, reynt var
að hafa samgöngur frá Ísafirði til
Þingeyrar en það gekk misjafn-
lega. Sama var með suðurfirðina.
Vegurinn til Reykjavíkur var lok-
aður á vetrum og gamli Baldur
sem sigldi á Breiðafirði tók ekki
marga bíla. Reynt var að hafa opið
frá Patreksfirði til Bíldudals og yf-
ir á Barðaströnd. Á Ströndum var
mokað frá Hólmavík og Drangs-
nesi til Reykjavíkur tvisvar í viku.“
Miklar breytingar urðu um 1990,
eins og fyrr segir. Þá hafði vegur
verið lagður um Steingrímsfjarð-
arheiði og búið að styrkja nokkra
vegarkafla í Ísafjarðardjúpi og
snjómokstur hafinn svo flutn-
ingabílar gátu ekið á milli Ísafjarð-
ar og Reykjavíkur allt árið. Dýra-
fjarðarbrúin bætti mjög sam-
göngur við Þingeyri og ný bílferja
kom á Breiðafjörð á þessum árum.
„Allt þetta varð til þess að sam-
göngur breyttust nokkuð til batn-
aðar,“ segir Gísli.
Mokað til Patreksfjarðar
Áfram héldu verkin. Göngin
undir Breiðadals- og Botnsheiði
sem tekin voru í notkun 1996 opn-
uðu greiða heilsársleið til Suður-
eyrar, Flateyrar og Þingeyrar.
Einnig var lagður nýr vegur yfir
Hálfdán, milli Bíldudals og Tálkna-
fjarðar.
Nýr vegur um Klettsháls kom
ekki fyrr en árið 2002. Eftir það
var í fyrsta skipti auglýstur snjó-
mokstur allt árið frá Patreksfirði
til Reykjavíkur. Patreksfjörður
var síðasti þéttbýlisstaðurinn af
þessari stærð sem fékk snjómokst-
ur.
Umdæmisskrifstofan á Ísafirði
var lögð niður árið 2004 og fór
Gísli til annarra starfa og tók fá-
einum árum síðar við umsjón jarð-
gangaframkvæmda. En vegabætur
héldu áfram á Vestfjörðum, slitlag-
ið lengdist smám saman. Brúin yf-
ir Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi og
vegur um Þröskulda voru miklar
samgöngubætur. Dýrafjarðargöng
verða opnuð nú í haust og fyrsti
áfangi vegarins um Dynjandisheiði
hefur verið boðinn út. Þá er eftir
umdeildur kafli Vestfjarðavegar í
Gufudalssveit. Byrjað verður á
hluta verksins í haust en enn eru
ágreiningsmál uppi um Teigsskóg.
Herslumuninn vantar því á að góð-
vegur verði kominn hringinn í
kringum Vestfirði, þegar Gísli læt-
ur af störfum.
„Einnig eru eftir tveir erfiðir
Ljósmynd/Vegagerðin
Bolungarvíkurgöng Byrjað var á gangamunnanum Hnífsdalsmegin í júlí
2008. Gunnar Gunnarsson og Gísli Eiríksson eru eitthvað að skipuleggja.
Vegakerfið á Vestfjörðum varð nothæft
Gísli Eiríksson vegagerðarmaður lýsir áföngum í samgöngumálum á Vestfjörðum Margt hefur áunnist
og fleiri áfangar að nást Telur að gera þurfi göng undir Mikladal og Hálfdán Vandi að reka jarðgöng
Gísli Eiríksson
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Héðinsfjarðargöng Hátíðarhöld eru gjarnan við opnun nýrra vegganga.
Morgunblaðið/Skapti
Vaðlaheiðargöng Vatnsæð opnaðist í göngunum og tafði framkvæmdir.
Jarðgöng Helgi Hallgrímsson, Jón Birgir Jónsson og Gísli Eiríksson á við-
burði við jarðgangaframkvæmd.
Ljósmyndasafn Ísafjarðar/BB
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Húsið Skólavörðustígur 36, sem rif-
ið var í óleyfi á miðvikudaginn, var
friðað vegna hverfisverndar. Það
var talið hafa menningarsögulegt
gildi sem hluti af heillegri byggð
húsa frá 3. áratugi 20. aldar á
Skólavörðuholti. Þetta kemur fram í
húsakönnun fyrir svæðið, sem unn-
in var af Minjasafni Reykjavíkur
2009.
Í skipulagsreglugerð sem um-
hverfis- og auðlindaráðuneytið setti
árið 2013 segir um hverfisvernd:
„Ákvæði í svæðis-, aðal- eða deili-
skipulagi um vernd á sérkennum
eldri byggðar, annarra menningar-
sögulegra minja eða náttúruminja.“
Í húsakönnun Minjasafnsins segir
að húsið Skólavörðustígur 36 hafi
verið byggt árið 1922 eftir teikn-
ingu Guðmundar H. Þorlákssonar
byggingameistara. Öll hús og
mannvirki sem eru 100 ára eða eldri
eru friðuð samkvæmt lögum um
menningarminjar og því voru aðeins
tvö ár í að Skólavörðustígur 36 nyti
slíkrar varanlegrar friðunar.
Bæta átti við hæð
Í fyrstu fékkst leyfi fyrir einlyftu
húsi, en á meðan það var enn í
byggingu var samþykkt að byggja
mætti ofan á það aðra hæð. Húsið
Skólavörðustígur 36 hefur því frá
upphafi verið tvílyft með risi.
Í fyrstu brunavirðingu er húsið
sagt byggt úr hlöðnum steinlímdum
kalksteini, sem er afar óvenjulegt
byggingarefni á þessum tíma, segir
í húsakönnuninni. Í seinni virðingu
er húsið hins vegar sagt byggt úr
hlöðnum holsteini, 12 x 9 tommu
þykkum, og er líklegra talið að þar
sé um rétt byggingarefni að ræða.
Inn- og uppgönguskúr hefur frá
upphafi verið við vesturgafl hússins.
Á hvorri hæð hússins var upp-
haflega ein íbúð. Um leið og húsið
Horfna húsið var hluti af
heillegri byggð á svæðinu
Vantaði tvö ár í 100 árin til að ná varanlegri friðun