Morgunblaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2020
Húsnæðisskortur
eru helstu búsifjar ungs
fólks í Reykjavík. Hús-
næðisskortur hækkar
verð á húsnæði en sl.
5-7 ár hefur hækkun á
íbúðaverði og húsaleigu
í Reykjavík verið meiri
en um getur í marga
áratugi. Hana ber að
rekja til Aðalskipulags
Reykjavíkur sem sam-
þykkt var árið 2013.
Þar var þétting byggðar aukin úr
75% í ríflega 95%. Þar með var hætt
að byggja á ódýru landsvæði borg-
arinnar. Farið var að skipuleggja all-
ar nýbyggingar á dýrum lóðum í
einkaeign eða eigu banka og sjóða.
Þetta stöðvaði alla húsnæðisupp-
byggingu í nokkur ár.
Byggingakranar og íbúðaverð
Þegar loks risu byggingakranar í
Reykjavík, reis íbúðaverðið í sömu
hæðir: Lóðaverð margfaldaðist sem
hlutfall af íbúðaverði og tífaldaðist
sums staðar. Samt þótti ekki nóg að
gert. Nú er lagður nýr skattur á íbúð-
irnar í boði borgarstjórnar, svokallað
innviðagjald, til að standa straum af
því að eyðileggja samgönguæðar höf-
uðborgarsvæðisins. Þessi skattur
hækkar íbúðaverð enn frekar.
Íbúðabyggð og flugvöllur
Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að
í borginni þurfi að byggja 1.000 nýjar
íbúðir á ári hverju til 2040. Ef svo er,
á húsnæðisskortur eftir að stóraukast
á allra næstu árum ef ekkert verður
að gert. Vinstri meiri-
hlutinn gengur enn út
frá þeirri forsendu að
byggðar verði 4.000
íbúðir á allra næstu ár-
um þar sem flugvélar
eru nú að hefja sig til
flugs og lenda í Vatns-
mýrinni. Ekkert bendir
til þess að þar rísi
íbúðabyggð á næstu 10-
15 árum þar sem ekkert
bólar á nýju flugvall-
arstæði. Bygging nýs
flugvallar er feikilega
fjárfrek og tröllaukin
framkvæmd. Það er vægast sagt
hæpið að ráðist verði í slíka fram-
kvæmd á næstu árum eða áratug, þó
ekki sé nema vegna þeirra þrenginga
sem kórónuveiran á eftir að valda,
hér á landi og um allan heim og sem
ekki sér fyrir endann á.
Tillaga sjálfstæðismanna
Af þessum sökum höfum við sjálf-
stæðismenn í borgarstjórn ákveðið að
bera þar fram eftirfarandi tillögu:
Borgarstjórn samþykkir að gera
breytingu á Aðalskipulagi Reykjavík-
urborgar sem heimilar íbúðabyggð í
Keldnalandinu annars vegar, og í Ör-
firisey hins vegar. Samhliða þessu
verði farið í að skipuleggja atvinnu-
lóðir á Keldum. Umhverfis- og skipu-
lagssviði verði falið að skila nánari út-
færslu til skipulags- og samgöngu-
ráðs í síðasta lagi í lok október.
Uppbygging íbúðarhúsnæðis á
þessum svæðum er nærtæk og skyn-
samleg. Geta má þess að ein forsenda
samgöngusáttmálans er skipulagning
Keldnalandsins. Auk þess er Keldna-
landið haft í huga í lífskjarasamning-
unum og tillögu ríkisins um húsnæð-
isuppbyggingu fyrir alla.
Íbúðauppbygging í Örfirisey er í
fullu samræmi við þéttingu byggðar
og myndi draga úr bílaumferð vegna
nálægðar við verslun og þjónustu. At-
vinnulóðir við Keldur munu hins veg-
ar koma á jafnvægi í borginni og
minnka umferðarálagið til vesturs
yfir daginn.
Húsnæðisskortur
er samfélagsböl
Sú var tíð á síðustu öld að húsnæð-
isskortur átti sinn þátt í ungbarna-
dauða, lungnabólgu og mikilli út-
breiðslu berkla hér á landi. Sífellt
fleiri fluttu af landsbyggðinni til
Reykjavíkur, en heimskreppan og
innflutningshöft komu í veg fyrir að
Reykjavík gæti séð þessu aðkomu-
fólki fyrir sómasamlegu húsnæði. Í
lok síðari heimsstyrjaldar bjuggu
þúsundir Reykvíkinga í kofum og
hermannabröggum. Af þeim sökum
tóku ríki, borg og verkalýðssamtök á
þessum vanda með góðum árangri.
Nú lifum við sem betur fer á öðrum
og betri tímum hvað þetta varðar.
Það breytir samt ekki þeirri stað-
reynd að yfirvöld eiga aldrei að
skapa, heldur leysa húsnæðisskort,
því hann er ætíð alvarlegt sam-
félagsböl.
Eftir Mörtu
Guðjónsdóttur
Marta
Guðjónsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
Húsnæðisvandi er samfélagsböl
» Þegar loks risu
byggingakranar í
Reykjavík, reis íbúða-
verðið í sömu hæðir.
Í upphafi ársins var
slaki tekinn að mynd-
ast í efnahagskerfinu
og blikur voru á lofti
eftir samfellt langt
hagvaxtarskeið á Ís-
landi. Fregnir af
COVID-19 voru farn-
ar að berast frá Kína,
en fáir sáu fyrir
hversu alvarlegar af-
leiðingarnar yrðu af
hinni áður óþekktu veiru. Smám
saman breyttist þó heimsmyndin
og í byrjun mars raungerðist vand-
inn hérlendis, þegar fyrstu innan-
landssmitin greindust. Höggið á
efnahagskerfi heimsins var þungt
og enn eru kerfin vönkuð.
Efnahagshorfur um allan heim
munu hverfast um þróun faraldurs-
ins og hvernig tekst að halda sam-
félagslegri virkni, þar til bóluefni
verður aðgengilegt öllum eða veir-
an veikist. Við þessar aðstæður
reynir á grunnstoðir samfélaga;
heilbrigðiskerfi, menntakerfi og
efnahagsaðgerðir stjórnvalda. Hér-
lendis er eitt mikilvægasta verk-
efnið að ráðast í fjárfestingar, grípa
þau tækifæri sem felast í krefjandi
aðstæðum og leggja grunninn að
hagsæld næstu áratuga.
Samfélagsleg virkni tryggð
Baráttan við veiruna hefur um
margt gengið vel hérlendis. Heil-
brigðiskerfið hefur staðist álagið,
þar sem þrotlaus vinna heilbrigð-
isstarfsfólks og höfðinglegt framlag
Íslenskrar erfðagreiningar hafa
varðað leiðina. Menntakerfið hefur
einnig staðist prófið og Ísland er
eitt fárra landa sem hefur ekki lok-
að skólum. Þá hafa umfangsmiklar
efnahagsaðgerðir skilað góðum ár-
angri og lagt grunninn að næstu
skrefum.
Skilvirk efnahagsstjórnun og
framtíðarsýn er lykilinn að velsæld.
Gert er ráð fyrir tæplega 6% sam-
drætti í landsframleiðslu á þessu
ári, en viðsnúningur verði á því
næsta með 4% hagvexti. Sam-
dráttur upp á 9,3% á
öðrum ársfjórðungi
2020 er sögulegur, en
þó til marks um varn-
arsigur í samanburði
við ríki á borð við
Frakkland (-14%) og
Bretland (-20%). Þótt
óvissan um þróun far-
aldursins og þeirra at-
vinnugreina sem verst
hafa orðið úti sé mikil,
geta stjórnvöld ekki
leyft sér að bíða held-
ur verða þau að grípa í
taumana. Vinna hratt og skipulega,
veita fjármunum í innviðaverkefni
af ólíkum toga og skapa aðstæður
fyrir fjölgun virðisaukandi starfa til
skemmri og lengri tíma.
Ríkisstjórnir grípa boltann
Þróuð hagkerfi heimsins gripu
flest til róttækra efnahagsaðgerða
til að örva hagkerfi sín í upphafi
heimsfaraldurs, með kennisetn-
ingar John M. Keynes að leið-
arljósi. Sterkt samspil ríkisfjár-
mála, peningastefnu og
fjármálakerfis varð leiðarljós rík-
isstjórna í samanburðarlöndunum,
sem hafa tryggt launþegum at-
vinnuleysisbætur og fyrirtækjum
stuðning, svo atvinnulífið komist
fljótt af stað þegar heilsufarsógnin
er afstaðin. Langtímavextir í
stærstu iðnríkjum eru í sögulegu
lágmarki og viðbúið að svo verði
um nokkurt skeið, ekki síst í ljósi
spár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem
gerir ráð fyrir 5% samdrætti á
heimsvísu í ár og efnahagsbatinn
verði hægari en talið var í fyrstu. Í
því felst aukin áskorun fyrir lítið og
opið hagkerfi, eins og það íslenska,
sem er um margt háð þróun á al-
þjóðamörkuðum og fólksflutningum
milli landa. Á hinn bóginn verður
áfram mikil eftirspurn eftir helstu
útflutningsvörum Íslendinga, mat-
vælum og grænni orku.
Opinberar fjárfestingar
gegn samdrætti
Í ársbyrjun var staða ríkissjóðs
Íslands sterkari en flestra ríkja
Efnahags- og framfarastofnunar-
innar (OECD). Hreinar skuldir rík-
issjóðs voru aðeins um 20% af
landsframleiðslu, sem endurspeglar
styrka stjórn og niðurgreiðslu
skulda undanfarin ár samhliða
miklum hagvexti. Uppgjörsaðferðir
og lög frá 2015 um stöðugleika-
framlög frá slitabúum fallinna
banka lögðu grunninn að þeirri
stöðu, auk þess sem ferðaþjónustan
skapaði mikið gjaldeyrisinnflæði.
Stjórnvöld hafa því verið í kjör-
stöðu til að sníða fjárveitingar að
þörfinni og munu laga framhalds-
aðgerðir að raunveruleikanum sem
blasir við. Opinberar fjárfestingar
munu vega á móti samdrætti ársins
og núna er tíminn til að hugsa til
framtíðar. Fjárfesta í metnaðar-
fullum innviðaverkefnum, menntun,
nýsköpun, rannsóknum og þróun.
Við eigum að fjárfesta í vegum og
brúm, uppbyggingu nýrra atvinnu-
greina og stuðningi við þær sem
fyrir eru. Við eigum að efla inn-
lenda matvælaframleiðslu, byggja
langþráða þjóðarleikvanga fyrir
íþróttir og fjárfesta í nýjum fyrsta
flokks gagnatengingum Íslands við
umheiminn. Við eigum að kynna Ís-
land betur fyrir erlendum lang-
tímafjárfestum, fyrirtækjum og
laða til landsins hæfileikafólk á öll-
um sviðum. Við eigum að setja okk-
ur markmið um íbúaþróun og sam-
félagslegan árangur, sem bæði er
mældur í hagvexti og almennri vel-
ferð fólks sem hér býr. Auka þarf
samstarf hins opinbera og atvinnu-
lífsins í fjárfestingum og höfða til
þeirra sem sjá framtíð í skapandi
greinum.
Vextir í sögulegu lágmarki 1%
Vaxtastig er í sögulegu lágmarki
og hefur Seðlabanki Íslands ráðist í
umfangsmiklar aðgerðir til að
spyrna við slaka í hagkerfinu.
Raunvextir Seðlabankans hafa
lækkað samhliða lækkun nafnvaxta
og eru nú -1,7%. Þessi skilyrði hafa
leitt til þess að heimilin í landinu
hafa endurfjármagnað óhagstæðari
lán og um leið aukið ráðstöfunarfé
sitt. Aðstæður hafa einnig leitt af
sér, að ávöxtunarkrafa skuldabréfs-
ins sem ríkissjóður Íslands gaf út á
alþjóðamörkuðum í vor nam aðeins
tæplega 0,7%. Þrátt fyrir sögulega
lága vexti eru fjárfestingar at-
vinnulífsins litlar og stjórnvalda
bíður það verkefni örva þær.
Minnka óvissu og stuðla að efna-
hagslegum stöðugleika sem ýtir
undir fjárfestingar atvinnulífisins, á
meðan vaxtakjör eru hagstæði.
Vextir á heimsvísu eru líka sögu-
lega lágir og peningaprentvélar
stærstu seðlabankanna hafa verið
mjög virkar. Hérlendis höfum við
tekið meðvitaðar ákvarðanir um að
gera meira en minna, nýta slakann
til fulls og fjárfesta til framtíðar
svo samfélagið verði samkeppn-
ishæft til lengri tíma.
Fjármálakerfið stór
þáttur í viðspyrnu
Eigin- og lausafjárstaða íslenska
fjármálakerfisins er býsna sterk og
bankarnir því í góðri stöðu til að
styðja við heimilin og fyrirtækin í
landinu. Vitaskuld ríkir í augna-
blikinu ákveðin óvissa um raunvirði
útlánasafna, en með sjálfbæru og
framsæknu atvinnulífi skapast
verðmæti fyrir þjóðarbúið sem eyk-
ur stöðuleika og getu lántakenda til
að standa við skuldbindingar sínar.
Með hagkvæmri fjármögnun at-
vinnulífsins geta fyrirtæki skapað
störf og verðmæti fyrir allt sam-
félagið, sem er forsenda þess að
ríkissjóður geti staðið undir sam-
neyslunni. Með opinberum aðgerð-
um og stuðningi ríkisins við at-
vinnulífið – hlutabótaleiðinni,
brúar- og stuðningslánum og fjár-
veitingum til ótal verkefna – er
stutt við útlánavöxt til fyrirtækja,
sem verða á bremsunni þar til
óvissa minnkar. Það má því segja,
að mikilvægasta verkefni stjórn-
valda sé að draga úr óvissunni.
Sjálfbær viðskiptajöfnuður
Fyrir þjóðarbúið er fátt mik-
ilvægara en sjálfbær greiðslujöfn-
uður. Það er því sértakt gleðiefni,
að þrátt fyrir áföllin er búist við af-
gangi af viðskiptajöfnuði á árinu,
sem nemur um 2% af landsfram-
leiðslu. Meginástæðan er hagfelld
þróun útflutningsgreinanna, að frá-
talinni ferðaþjónustunni. Þannig
hefur álverð farið fram úr vænt-
ingum og horfur á mörkuðum fyrir
sjávarafurðir eru betri en óttast
var. Tekjufall ferðaþjónustunnar
dregur sannarlega mikið úr heild-
argjaldeyristekjum þjóðarbúsins,
en sökum þess að samdráttur á
þjónustujöfnuði er bæði í inn- og
útflutningi myndast minni halli en
ætla mætti. Ferðaþjónustan mun
taka við sér og skapa aftur mikil
verðmæti, en framtíðarverkefni
stjórnvalda er að fjölga stoðunum
undir útflutningstekjum þjóðar-
innar og tryggja að hagkerfið þoli
betur áföll og tekjusamdrátt í einni
grein.
Samvinna er leiðin
Að fenginni reynslu um allan
heim er ljóst, að stjórnvöld fá það
verkefni að tryggja velferð, hag-
sæld og atvinnustig þegar stór
áföll ríða yfir. Kostir hins frjálsa
markaðskerfis eru margir, en þörf-
in á virku samspili ríkis og
einkaframtaksins er bæði augljós
og skynsamleg. Hérlendis hefur
þjóðin öll lagst á eitt við að tryggja
sem mesta samfélagsvirkni í
heimsfaraldrinum og ríkið hefur
fumlaust stigið inn í krefjandi að-
stæður. Því ætlum við að halda
áfram og kveða niður atvinnuleys-
isdrauginn, með nýjum störfum,
sjálfbærum verkefnum og stuðn-
ingi við fyrirtæki, þar sem það á
við. Atvinnuleysið er helsti óvinur
samfélagsins og það er siðferðisleg
skylda okkar að auka verðmæta-
sköpun sem leiðir til fjölgunar
starfa. Við viljum að allir fái tæki-
færi til að láta reyna á hæfileika
sína, hrinda hugmyndum í fram-
kvæmd og skapa sér hamingjusamt
líf. Með samhug og viljann að vopni
mun það takast.
Hugsum stórt
Eftir Lilju
Alfreðsdóttur » Fram undan er ára-
tugur fjárfestinga
og nýsköpunar.
Lilja Alfreðsdóttir
Höfundur er mennta- og menningar-
málaráðherra.
Rigning Haustið er farið að minna á sig og vissara að geta gripið til regn-
hlífarinnar, eins og þessi kona gerði er hún átti leið um Lönguhlíðina.
Eggert