Morgunblaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2020
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hagræðing
Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is
á haustdögum
án þess að það bitni á gæðum
Hafðu samband og við
gerum fyrir þig þarfagreiningu
og tilboð í þjónustu
án allra skuldbindinga.
12. september 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 138.15
Sterlingspund 178.69
Kanadadalur 105.02
Dönsk króna 22.002
Norsk króna 15.317
Sænsk króna 15.785
Svissn. franki 152.05
Japanskt jen 1.3017
SDR 195.18
Evra 163.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 195.8342
Hrávöruverð
Gull 1944.8 ($/únsa)
Ál 1740.0 ($/tonn) LME
Hráolía 40.58 ($/fatið) Brent
● Ný útgáfa norsk-íslenska netvafrans
Vivaldi 3.3. er komin út. Ýmsar breyt-
ingar er þar að finna, sem miða að því
að bæta upplifun notenda af vafranum
en einnig auka öryggi.
Í tilkynningu frá Vivaldi segir að í nýju
útgáfunni sé notendum til dæmis gert
auðveldara fyrir að þekkja óþekktar eða
ólöglegar vefsíður. Þegar vefsíða sé
opnuð sé aðalhluti veffangsins feitletr-
aður, þannig að minni áhersla verði á
restina af því, en það varpi skýrara ljósi
á hvaða fyrirtæki stýri léninu.
Vivaldi hjálpar til við að
þekkja ólöglegar síður
Net Ný
útgáfa
Vivaldi.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Kröfu Íslandsbanka um kyrrsetn-
ingu eigna Sjöstjörnunnar ehf. hefur
verið hafnað. Fyrirsvarsmaður Sjö-
stjörnunnar er Skúli Gunnar Sigfús-
son, sem jafnan er kenndur við
Subway. Um er að ræða mál sem
snýr að meintum kröfum bankans á
hendur fyrirtækjum í eigu Skúla.
Umrædd félög voru hluthafar fé-
lagsins EK hf., síðar EK1923 ehf., en
alls hljóðar krafa bankans upp á ríf-
lega 91 milljón króna með dráttar-
vöxtum. Við gjaldþrotaskipti síðast-
nefnda félagsins fékkst einungis lítill
hluti upp í kröfuna. Fór Sveinn
Andri Sveinsson, skiptastjóri
EK1923 ehf., í kjölfarið fram á kyrr-
setningu eigna Sjöstjörnunnar. Ein-
ar Þór Sverrisson, lögmaður Skúla,
segir að um dæmalausa aðför sé að
ræða. Þannig hafi Sveini Andra tek-
ist að fá Íslandsbanka í lið með sér
með það fyrir augum að ná höggi á
Skúla. „Það er gott til þess að vita að
sýslumaður hafi séð í gegnum þessa
dæmalausu aðför Íslandsbanka. Mér
sýnist bankinn hafa tekið höndum
saman við Svein Andra Sveinsson,
skiptastjóra þrotabús EK 1923, og
reynt að fá kyrrsetningu í eignum
Sjöstjörnunar, sem ekki er hægt,
þar sem þær eru þegar kyrrsettar
vegna málatilbúnaðar þrotabúsins.
Þetta hafi verið gert í þeim tilgangi
að koma félaginu í þrot, þannig að
það gæti ekki varið sig í Hæstarétti,“
segir Einar og bætir við að vinnu-
brögð bankans í málinu séu döpur.
„Bankinn reyndi að fá kyrrsetn-
ingu í skjóli nætur og fór fram á að
Sjöstjarnan yrði ekki látin vita fyrir
fram, þannig að hún gæti ekki varið
sig. Auk þess reyndi bankinn að
leyna því að fleiri fyrirtækjum með
miklar eignir yrði stefnt með Sjö-
stjörnunni fyrir dóm og skilyrði
kyrrsetningar því ekki til staðar.
Mér finnst að svona vinnubrögð séu
banka ekki sæmandi.“
Morgunblaðið/Eggert
Skúli Íslandsbanki krafðist þess að eignir Sjöstjörnunnar, félags í eigu
Skúla, yrðu kyrrsettar. Krafa bankans hljóðar upp á 91 milljón króna.
Dæmalaus aðför
Íslandsbanka
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá
stærsta eiganda Icelandair, Lífeyris-
sjóði verslunarmanna, um þátttöku í
hlutafjárútboði félagsins sem hefst á
miðvikudaginn í næstu viku.
Icelandair hyggst þá bjóða út tutt-
ugu milljarða í nýju hlutafé. Lífeyr-
issjóður verslunarmanna á 11,8% af
hlutafé félagsins, eða rúmlega 642
þúsund hluti. „Það er engin ákvörðun
fyrirliggjandi. Menn eru enn að vinna
heimavinnuna sína. Þetta mál er þess
eðlis að það verður ekkert gert nema
stjórn sjóðsins komi að ákvarðana-
tökunni. Það er ekki hægt að ákveða
neitt fyrr en um það leyti sem útboðið
hefst, og ákvörðun verður þá tekin
eftir ítarlegar athuganir á málinu,“
segir Þórhallur Jósepsson, upplýs-
ingafulltrúi sjóðsins, í samtali við
Morgunblaðið.
Aðalbjörn Sigurðsson, upplýsinga-
fulltrúi lífeyrissjóðsins Gildis, sem er
þriðji stærsti hluthafinn með 7,2%
hlut, sagði sömuleiðis að engin
ákvörðun lægi fyrir, en stjórnin
myndi funda í næstu viku til að fara
yfir málið.
0,4% af heildareignum
Morgunblaðið hafði samband við
ýmsa aðila á markaði, bæði greinend-
ur, sjóðstjóra og fjárfesta og töldu
flestir að útboðið myndi klárast með
þátttöku lífeyrissjóða. Einkafjárfest-
ar hefðu ekki fjárfestingargetu í lík-
ingu við þá sem sjóðirnir hafa, og þá
sérstaklega í ljósi þeirrar miklu
óvissu sem ríkir um framtíð flug-
rekstrar í heiminum, vegna út-
breiðslu kórónuveirunnar.
Einnig bentu sumir á að í samhengi
við heildareignir lífeyrissjóðakerfis-
ins, sem námu rúmlega 5.300 millj-
örðum króna í lok júlí sl., væru 20
milljarðar ekki há fjárhæð, eða rétt
tæplega 0,4% af heildareignum. Slík
fjárhæð ógnaði ekki lífeyrisgreiðslum
og réttindum sjóðfélaga, jafnvel þótt
allt færi á versta veg.
Einn einkafjárfestir sem Morgun-
blaðið ræddi við sagðist örugglega
myndu taka þátt í útboðinu, og nefndi
að hann vonaðist til að bóluefni fynd-
ist fyrr en síðar. Til lengri tíma litið
væri hægt að horfa til þess að Ice-
landair væri orðið samkeppnishæfara
flugfélag en það var áður.
Ljóst er á máli manna á markaðn-
um að óvissuþættirnir væru stærri og
áhrifaríkari en í mörgum öðrum verk-
efnum sem menn skoðuðu.
Almennt voru menn á því að
ákvörðun um þátttöku yrði ekki tekin
fyrr en á síðustu stundu, enda gætu
enn borist fréttir sem gætu haft áhrif
á forsendur.
Einnig var nefnt að þó svo að ekki
fyndist bóluefni í bráð, þá væri ekki
útséð með að lönd myndu opna landa-
mæri sín meira, sérstaklega í ljósi
þess að dánartíðni væri á niðurleið þó
svo að veiran væri enn á ferð.
10.000 skila milljarði
Hvað varðar þátttöku almennings í
útboðinu var það mat manna að eft-
irspurn úr þeirri átt gæti orðið góð.
Lágmarksfjárhæðin væri enda við-
ráðanleg, eða 100 þúsund krónur.
Sem dæmi má lauslega reikna út að ef
10.000 manns taka þátt í útboðinu og
hver kaupi fyrir 100 þúsund krónur
samsvarar það einum milljarði króna.
Í nýjum punktum greiningarfyrir-
tækisins Jakobsson Capital segir að
ljóst sé að ávinningurinn af að taka
þátt í hlutafjárútboði Icelandair sé
mikill ef allt gangi að óskum. Verð-
matsgengi Jakobsson Capital er 2,1
og 1,9 að teknu tilliti til 8% þynningar
hlutafjárins.
Stjórnir sjóðanna
funda í næstu viku
Útboð Icelandair
hefst 16. september
Búist við góðri
þátttöku lífeyris-
sjóða og almennings
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjármagn Icelandair hyggst safna 20 milljörðum í nýju hlutafé í næstu viku.