Morgunblaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2020 Steinás 22, 260 Reykjanesbæ Fleiri myndir og lýsing á eignasala.is Glæsilegt 6 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum með bílskúr. Heitur pottur, góð útiaðstaða. Verð kr. 79.900.000247 m2 Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Af mörgum vondum hugmyndum sem við mennirnir höfumfengið er hugmyndin um okkur og hin sennilega ein af þeimallra verstu. Við fyrstu sýn getur hún virst fögur: við sem eig-um heima á sama svæði, tölum svipað tungumál, höfum svip- aðar trúarhugmyndir, siði og venjur, við hjálpumst að. En hugmyndin versnar þegar við ímyndum okkur að það sem við gerum sé á einhvern hátt réttara og betra en það sem hin gera; að okkar land sé fallegast, tungumálið tilkomumest og trúin sú eina rétta. Afkáraskapur þessarar hugmyndar hefur oft leitt til hörmunga og stríða þegar við veljum okk- ur andstæðinga af öðru þjóðerni, með aðra trú, hörundslit eða kyn- hegðun en við höfum, og teljum okkur rétt og skylt að fara að hinum með vopnum, hneppa þau í varðhald eða aflífa fyrir þá sök eina að hugsa um guð og kynhegðun á annan veg en við. Mörgum er ekki ljóst hvað einsleitni þjóðernishyggj- unnar hefur leikið mál- pólitíkina grátt. Þegar nú- verandi þjóðríki í Evrópu voru að festa sig í sessi þurfti einhver hinna fjölmörgu mállýskna innan ríkjanna að verða opinbert ríkismál. Guðmundur Björnsson, landlæknir og skáld, var áhugamaður um slíka samræmingu hér á landi við upphaf síðustu aldar en þekktastar eru tillögur Björns Guðfinnssonar um samræmingu framburðar „svo sem í flestum menningarlöndum“ um miðja öldina. Bar þar hæst sunnlenskan hv-framburð og harðmæli að norðlenskum hætti – sem þótti sérlega fagurt mál. Þá var sjálfsagt að halda flámæltu fólki frá útvarpi og Þjóðleikhúsi – og útlendur hreimur mátti ekki heyr- ast opinberlega eins og lesa má um í bók Kjartans Ottóssonar, Íslenskri málhreinsun. Enda þótt breytileiki í máli hér á landi kallist ekki mállýskur má finna svæðisbundin máleinkenni sem auðga málsamfélag okkar og gera það fjölbreyttara og þar með skemmtilegra – eins og á almennt við um mannlífið. Kristján Árnason skrifaði um þetta í 1. bindi Íslenskrar tungu og óskandi væri að þau sem misstu sig í ofstækisfullri vandlæt- ingu í ágústbyrjun yfir svokölluðum n-framburði menntamálaráðherra – í nafni hugmyndarinnar um hinn eina rétta framburð okkar – hefðu kynnt sér það sem vitað er um framburðinn að segja skólanir en ekki skólardnir eða skólarnir. Kristján rekur að þessi framburður þekkist á svæðinu frá Rangárvallasýslu til Mýrasýslu og eigi sér langa sögu. Til dæmis ritar Páll Hákonarson (1693-1742) lögsagnari (um tíma skrifari Árna Magnússonar) ekki –r- í sögurnar – sem er þannig elsta þekkta dæmið um þennan n-framburð. Páll var fæddur í Norðtungu í Borgar- firði en fluttist ungur með foreldrum sínum í Rangárþing – eins og Jón Helgason skrifar í Opuscula 4. Enda þótt faðir Páls hafi verið orðaður við málaþras og ofdrykkju og Páll sjálfur drukknað við veiðiskap í Vet- leifsholti getur hver íslenskumælandi maður verið ánægður með fram- burð sem var skrifara Árna Magnússonar eiginlegur. Skólanir eru okkar mál Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Hreimur Finna mál svæðisbundin máleinkenni sem auðga málsamfélag okkar og gera það fjölbreyttara og þar með skemmtilegra. Kórónuveirufaraldurinn ryður öllum öðrummálum til hliðar í fréttum og umræðum umheim allan. Það þýðir hins vegar ekki aðlífið gangi ekki sinn vanagang á öðrum sviðum. Það á t.d. við um stórveldaátök, sem smátt og smátt eru að taka á sig nýja mynd eftir að kalda stríðinu lauk með falli Sovétríkjanna og hruni komm- únismans. Og hvort sem okkur Íslendingum líkar það betur eða verr erum við enn í miðju eins þessara átaka- svæða, þar sem stórveldin láta til sín taka. Herskip frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Noregi og Danmörku hafa nýlega verið á ferð á norðurslóðum og var þeirri ferð ætlað að vera eins konar áminning til Rússa um að það hafsvæði væri ekki umráðasvæði þeirra einna að þessu leyti. En meginþráðurinn í stórveldaátökum 21. aldar- innar er ekki átök á milli vesturveldanna og Rússa eins og var á dögum kalda stríðsins heldur markviss viðleitni Kína til þess að verða leiðandi stórveldi á heimsvísu. Sú barátta Kínverja snýst ekki um ógn- anir um að leggja undir sig land- svæði heldur um að ryðja Banda- ríkjunum til hliðar, sem hinu ráðandi stórveldi í krafti yfir- burðastöðu í framleiðslu, við- skiptum og fjármálum. Kína er fjölmennasta ríki heims og þegar af þeim ástæðum er augljóst að til þess mun koma að Bandaríkin eigi undir högg að sækja í þeirri baráttu. Til viðbótar kemur svo, að á sama tíma hefur trú á forystu Bandaríkjanna verið að fjara út í mörgum löndum í okkar heimshluta vegna þess að Donald Trump nýtur ekki trausts, hvorki meðal forystumanna vestrænna lýðræðisríkja né almenn- ings í þeim löndum. Kína er hins vegar alræðisríki, þar sem kínverski kommúnistaflokkurinn fer með öll völd, þótt þar hafi orðið til undarleg sambúð kommúnisma og markaðs- hagkerfis. Þótt kommúnistaflokkurinn fari með öll völd í Kína og hafi gert í um sjö áratugi er ekki þar með sagt að veldi hans sé óhagganlegt. Þeir, sem vel þekkja til í Kína, segja að nánast daglega séu smá- uppreisnir hér og þar um landið og að sá ótti heltaki ráðamenn í Peking að þær geti einn góðan veðurdag breytzt í eina stóra uppreisn. Í Suðaustur-Asíu er staðan líka sú, að mörgum ná- grannaríkjum Kína stendur ekki á sama um vaxandi veldi þess og líta þess vegna svo á, mörg hver, að þeirra hagsmunum sé betur borgið með því að halla sér að Bandaríkjunum. Þótt herskipafloti fjögurra NATÓ-ríkja hafi nýlega minnt Rússa á sig á norðurslóðum fer ekki á milli mála, að Kínverjar hafa, kurteislega og með hægð, leitað fyrir sér um áhrif hér á norðurslóðum og þá ekki sízt á Grænlandi. En líka hér og víðar á þessu svæði. Frá íslenzkum stjórnvöldum heyrist lítið um Kína á norðurslóðum. Hvað ætli valdi? Getur verið að í þeirri þögn felist „hræðsla“ við hið vaxandi stórveldi í austri? Að stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn ótt- ist að ef styggðaryrði falli frá þeim í garð útþenslu- stefnu Kína verði þess hefnt á þann veg að það valdi eins konar viðskiptalegum sársauka? Eitt af því, sem felst í því að vera lýðræðisríki er að opnar umræður fari fram um sameiginleg málefni þeirra þjóða, sem byggja stjórnskipan sína á lýðræði. Sú breytta heimsmynd, sem smáríki á borð við okkur verður að horfast í augu við nú, verður að vera þátt- ur í opnum umræðum hér á Íslandi og við hljótum sem þjóð að ræða þá þætti, sem að okkur snúa. Þeir þættir snerta samskipti okkar við bæði Bandaríkin og Kína. Í tilviki Bandaríkjanna er spurningin sú, hvort við, sem óumdeilanlega höfum notið verndar Bandaríkjanna frá lýðveldis- stofnun, getum treyst Bandaríkjum Trumps áfram. Sú spurning snertir ekki bara okkur heldur öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, vegna þess að í raun hafa öll Vestur-Evrópuríkin notið verndar Bandaríkjanna frá lokum heimsstyrj- aldarinnar síðari. Nú má sjá að í sumum þeirra er um það rætt, hvort Bandaríkin sjálf muni yfirgefa NATÓ nái Trump endurkjöri. Og að Evrópuríkin verði þá sjálf að takast á hendur þær byrðar, sem fylgja margvíslegum ógnunum frá Moskvu. En í tilviki Kína snýst þetta um að gera Kína ljóst, að Ísland ætli sér ekki að verða eins konar „leppríki“ þeirra í Norðurhöfum. Tónninn í athugasemdum, sem ítrekað hafa birtzt hér í Morgunblaðinu á þessu ári frá kínverskum sendimönnum hér, bendir til þess að það kunni að vera nauðsynlegt að minna á það. Í nóvember kemur landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins saman. Að vísu hljóta að óbreyttu að koma upp álitamál um hvort hægt verði að halda hann á þeim tíma en það er annað mál. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá því fyrir lýðveld- isstofnun verið kjölfestan í utanríkismálum okkar Ís- lendinga. Hann var leiðandi við stofnun lýðveldis á sínum tíma og forystumenn hans mótuðu þá utan- ríkisstefnu, sem hið unga lýðveldi tók upp með þátt- töku í starfi Sameinuðu þjóðanna, margvíslegu sam- starfi Vestur-Evrópuþjóða eftir stríð, aðild að Atlantshafsbandalaginu og með gerð varnarsamnings við Bandaríkin, sem enn er í gildi. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því, hvort og þá hvernig landsfundur Sjálfstæðisflokksins fjallar um þá nýju heimsmynd, sem hér hefur verið fjallað um. Þögn um þróun mála á heimsvísu í ályktunum landsfundar væri vísbending um „hræðslu“, sem sá flokkur í ljósi allrar sögu sinnar gæti ekki verið þekktur fyrir. Stórveldaátök í skugga veirunnar Vilja Kínverjar koma sér upp „leppríkjum“ á Norðurslóðum? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Í Íslendinga sögum eru þrír löðr-ungar sögulegir. Auður Vé- steinsdóttir tók fé það, sem reynt var að bera á hana, til að hún segði til manns síns, og rak í nasir Eyjólfs hins gráa. „Skaltu það muna, vesall maður, meðan þú lifir að kona hefur barið þig.“ Þorvaldi Halldórssyni, fyrsta manni Guð- rúnar Ósvífursdóttur, sinnaðist svo við hana sakir eyðslusemi hennar, að hann rak henni kinnhest. „Nú gafstu mér það er oss konum þykir miklu skipta að vér eigum vel að gert en það er litaraft gott,“ sagði hún. Gunnar á Hlíðarenda missti eitt sinn stjórn á sér, eftir að kona hans, Hallgerður Langbrók, hafði látið stela mat, og löðrungaði hana. Þegar hann löngu síðar bað um lokk úr hári hennar til að nota í bogastreng, þá er óvinir hans sóttu að honum, sagði hún: „Þá skal ég nú muna þér kinnhestinn og hirði eg aldrei hvort þú verð þig lengur eða skemur.“ Frægasti löðrungurinn eftir það var sá, sem Hermann Jónasson forsætisráðherra veitti Brynjólfi Bjarnasyni, foringja íslenskra kommúnista, í ráðherraherberginu í Alþingishúsinu 14. mars 1940, eftir að þeim hafði orðið sundur- orða um vetrarstríðið finnska, en Stalín hafði ráðist á Finna nokkr- um mánuðum áður, og studdi Brynjólfur Stalín ólíkt flestum Ís- lendingum. Svo sem við var að bú- ast, hafði Þjóðviljinn, málgagn kommúnista (sem nú kölluðu sig sósíalista) hin verstu orð um Her- mann. Í nýútkominni bók Kjartans Ólafssonar um íslensku sósíal- istahreyfinguna er rifjað upp, að á flokksþingi Sósíalistaflokksins í nóvember 1966 var hart deilt um, hvort leggja ætti flokkinn niður og gera Alþýðubandalagið (sem verið hafði kosningabandalag) að stjórn- málaflokki. Brynjólfur Bjarnason var því andvígur, en varð undir. Kjartan hafði haft forystu um mál- ið, en hann segir í bókinni, að hann hafi verið á leið út í lok þingsins, þegar Brynjólfur hafi gengið upp að honum og rekið honum löðrung (bls. 455). Raunar bætir Kjartan því við, að hann hafi tvisvar séð hinn aðalforingja ís- lenskra sósíalista, Einar Olgeirs- son, slá til manna, þegar hann reiddist. Við hin hljótum að þakka okkar sæla fyrir að hafa aldrei verið í flokki með þessum mönn- um. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Kaldar kveðjur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.