Morgunblaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 18
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fljótshlíðin enda á milli, frá ysta bæ að þeim innsta, er rúmlega 20 kíló- metrar. Samkvæmt hreppaskipan fyrri tíðar er komið í Hlíðina á móts við bæinn Núp, og þá erum við á beinum og breiðum vegi með grónar brekkur á vinstri hönd. Í þeim standa flestir bæir sveitarinnar en nokkrir eru neðan og sunnan þjóð- vegarins. Frá þeim flestum er ein- stakt útsýni til Stóra-Dímons og Eyjafjallajökuls, sem þarna gnæfir yfir með sínum hvíta skalla sem sí- fellt gefur eftir. Í aðrar áttir Til annarra átta litið í Fljótshlíð, það er upp til heiða í norðvestri, blas- ir Þríhyrningur við, 678 metra hár og með sínum þremur hornum. Milli þeirra er Flosadalur, en í Njálu greinir frá því að þar hafi Flosi á Svínafelli og félagar falið sig eftir Njálsbrennuna. Margir atburðir Njálu gerast ein- mitt í Fljótshlíð og sumar persón- urnar eru enn sem ljóslifandi í sögum nútímans. „Hér er giska huggulegt,“ er haft eftir Gunnari á Hlíðarenda í bókinni Dýrbítar eftir Fljótshlíðing- inn Óskar Magnússon sem leggur hetjunni orð í munn. Efnislega eru þessi ummæli hin sömu og Gunnar sagði í Njálu: „Fögur er hlíðin svo að mér hefir hún aldrei jafnfögur sýnst, bleikir akrar en slegin tún, og mun eg ríða heim aftur og fara hvergi.“ Fjölbreytt starfsemi Á um 50 bæjum í Fljótshlíð búa nærri 200 manns. Hefðbundinn bú- skapur hefur víða látið undan, en fólk snúið sér að öðrum viðfangsefnum, svo sem ferðaþjónustu og iðnum ýmiskonar. Margir sækja sömuleiðis vinnu „út í Hvolsvöll“ eins og er mál- hefð í sveitinni. Nokkuð er jafnframt um að jarðir í sveitinni hafi farið úr ábúð og þar reist glæsihús sem eru griðastaðir manna sem hafa látið að sér kveða í viðskiptum og stjórn- málum. Lágstemmdari sumarhús eru annars víða í sveitinni og gömul hús á nokkrum bæjum hafa verið gerð upp. Víða við bæi eru yndisgarðar eða stórir, þéttir trjálundir og víðfeðmir, ræktaðir skógar með birki, barr- trjám og fleiru góðu í landi Tuma- staða, þar sem Skógræktin hefur verið með starfsemi og ræktun í ára- tugi. Í næsta nágrenni er Tungu- skógur, þar sem útbúin hefur verið góð útivistaraðstaða. Gönguferðir þar geta verið skemmtilegar, til dæmis nú síðsumars þegar skóg- arsveppir skjóta upp kollinum í haustlituðum lundum. Þá er starf- rækt ferðaþjónusta á nokkrum bæj- um í sveitinni, vinsæl tjaldsvæði og hótel, svo sem á Langbrók og í Smáratúni. Sitthvað fleira en Njála skapar Fljótshlíðinni sess í því sem heitir menning. Fyrr var oft í koti kátt, orti Þorsteinn Erlingsson í ljóði sínu Í Hlíðarendakoti. Brjóstmynd er af skáldinu í minningarlundi við bæ- inn, þaðan sem er ekki langt að Nikulásarhúsum við Hlíðarenda, þar sem er Nínulundur. Vísar hann til þess að þarna ólst upp Nína Sæ- mundsson (1892-1965), einn af frumherjum íslenskrar höggmynda- listar. Þá eru kirkjurnar tvær í sveitinni báðar eftirtektarverð lista- verk, það er á Hlíðarenda og Breiðabólstað. Sú síðarnefnda hönnuð af Rögnvaldi Ólafssyni, fyrsta íslenska arkitektinum, en kirkjan er í sama stíl og þær sem eru á Húsavík og Hjarðarholti í Döl- um. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Stóri-Kollabær Svipsterk teikning í gömlu húsunum sem voru reist árið 1935 og verið er að gera upp nú.  Ferðalag um Fljótshlíð  Landbúnaður gefur eftir  Um 50 bæir og 200 íbúar  Ferðaþjónusta og fjölmargt er að sjá Morgunblaðið/Sigurður Bogi Breiðabólstaður Prestsetur og kirkjan sem var reist árið 1912. Hefur aldrei jafnfögur sýnst Yfirgnæfandi Eyjafjallajökull, 1.666 m hár, á fallegum síðsumarsdegi. Fremst á myndinni er Teigur, þar sem rekin eru bú á tveimur jörðum. Fljótshlíð Núpur Breiða- bólstaður Fljótsdalur Tumastaðir Hlíðarendakot Hvolsvöllur Tunguskógur Kirkjulækur Smáratún 1 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2020 „Í Fljótshlíð er þykkur jarðvegur og frjósöm mold. Slíkt gerir ræktun auðveldari en ella og svo er hér líka yfir- leitt veður- sæld. Við höfum skjól fyrir norðanáttinni,“ segir Eggert Pálsson, bóndi á Kirkjulæk í Fljótshlíð. Hann er þar fæddur og uppalinn og gagnkunnugur öllu í sveitinni. Þau Eggert og Jóna Guðmundsdóttir, kona hans, eru með nokkuð stórt bú sem þau reka nú í samvinnu með Páli, syni sínum, og Krist- ínu Jóhannsdóttur, hans konu. Alls eru þau með um 60 kýr í fjósi og 300 fjár. „Bændum hér í Fljótshlíð eins og annars staðar hefur fækkað, sem er afleiðing tæknivæðingar og kröfu um hagræðingu í landbúnaði. Þró- unin er í eina átt. Sjálfum finnst mér starf bóndans alltaf áhugavert og þykir sjálfsagt að umgangast skepnur af virð- ingu. Sama má segja um nátt- úruna, sem alltaf á að njóta vafans. Sú hugsun held ég að flestum bændum sé eðlislæg,“ segir Eggert á Kirkjulæk. FRJÓSÖM ER MOLDIN Eggert Pálsson Náttúran njóti vafans akletti sem alla jafna eru ekki nýtt fyrir kennslu, en þannig er hægt að standast reglur um fjarlægðarmörk. Reynslan sem kom til vegna COVID hefur fengið kennara til að auka enn á fjölbreytni í kennsluháttum og eru þeir duglegir við að búa til starfrænt efni og blanda saman stað- og fjar- kennslu. Það má því segja að COVID hafi fengið þá til að hugsa kennslu- hætti upp á nýtt. Í vor stóð MB fyrir netráðstefnu undir yfirskriftinni „Menntun fyrir störf framtíð- arinnar“ þar sem umfjöllunar efnið var hvernig skólar geti undirbúið nem- endur fyrir hraðar tækni breytingar næstu ára. Margt áhugavert kom fram á þessari ráðstefnu og er verið að vinna með niðurstöðurnar ásamt fleiru til að móta framtíðarsýn og sérstöðu MB í nánustu framtíð.    Menntaskóli Borgarfjarðar og Síminn hafa sett af stað sam- vinnuverkefnið „Síminn skapar tæki- færi fyrir sitt fólk“. Markmið þessa verkefnis er að styðja starfsfólks Símans við að afla sér frekari mennt- unar. Starfsfólk Símans sem ekki hefur lokið formlegu námi getur nú skrá sig í fjarnám við MB og sinnt námi samhliða störfum sínum hjá Símanum. Samningurinn felur í sér að þessir nemendur fá aukna athygli umsjónaraðila innan skólans ásamt því að Síminn skuldbindur sig að veita sínu starfsfólki svigrúm til námsins. Við upphaf náms er farið vandlega yfir feril hvers og eins, en allir hafa þessi nemendur lokið raun- færnimati á vegum Símennt- unarmiðstöðvar Vesturlands.    Símenntunarmiðstöðin býður eins og áður upp á öfluga náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðið fólk á Vesturlandi. Í haust er jafnframt boðið upp á raunfærnimat í búfræði, starfi verslunarfulltrúa, almennri starfshæfni og þjónustugreinum, auk iðngreina í samstafi við Iðuna fræðslusetur. Íslenskunámskeið fyr- ir fólk af erlendum uppruna eru að fara í gang og margt spennandi fram undan.    Ekki er ýkjalangt síðan frétta- ritari tók saman í grein fjölda mat- sölustaða í Borgarnesi og nær- umhverfi. Í ljósi aðstæðna stefnir í einhverjar breytingar en Landnáms- setrið ætlar að loka frá og með 14. september nk. og mikið er um upp- sagnir hjá hótelum hér. La Colina sem er pizzustaður við þjóðveginn er opinn og verður opinn áfram. Þau hafa staðið í ströngu því annar eigendanna og sá sem oftast stóð vaktina við pizzuofn- inn, hann Jorge Ricardo, var fastur í heimalandi sínu Kólumbíu í mun lengri tíma en áætlað var. Upp- runalega átti þetta að vera tveggja mánaða heimsókn frá febrúar til apr- íl, en hún stóð yfir í 5 mánuði því hann komst ekki heim fyrr en í júlí þar sem landamæri Kólumbíu voru lokuð. Meðeigandinn Alicia stóð vaktina ásamt starfsfólki sínu á með- an. Skólastarf fer vel af stað Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnes Nemendum Menntaskóla Borgarfjarðar hefur fjölgað verulega. ÚR BÆJARLÍFINU Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnesi Gaman er að segja frá því að skráðir nemendur við Menntaskóla Borgarfjarðar eru 158 núna, og hafa ekki fleiri nemendur verið skráðir inn í skólann frá því á vorönn 2012. Ef miðað er við nemanda í fullu námi þá er fjölgun um rúm 20% á milli ára. Þessi fjölgun er á öllum sviðum, staðnemum hefur fjölgað og fjölgun nemenda í fjarnámi er talsverð og virðist vera að fjarnám sé fýsilegri kostur fyrir marga, ekki síst eftir að það gaf ágæta raun í COVID nú í vor.    Bragi Þór Svavarsson skóla- meistari segir skólastarfið fara mjög vel af stað og að fjölgun nemenda hafi strax áhrif á öflugri og meiri skólabrag. Nemendafélagið hefur þegar staðið fyrir nokkrum við- burðum sem að rúmast innan marka sóttvarnalaga. Allir nemendur MB geta mætt í skólann og byggir það á því að hægt er að nýta rými í Hjálm-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.