Morgunblaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2020 Látinn er Hann- es Haraldsson, fæddur 7. ágúst 1949. Fátt er erfiðara en kveðja ástvini eða sína nánustu í hinsta sinn. Þá fyrst verður okkur ljóst hversu mjög við söknum þeirra og að við hefðum óskað þess að eiga enn oftar samvistir með þeim, njóta með þeim ham- ingju, veita og þiggja huggun, eiga fleiri stundir gleði og gráts. Líf er snautt nema því sé deilt með öðrum. Þegar aldurinn færist yfir verður okkur auðveldara að Hannes Haraldsson ✝ Hannes Har-aldsson fædd- ist 7. ágúst 1949. Hann lést 1. sept- ember 2020. Útför Hannesar fór fram 11. sept- ember 2020. skilja að dauðinn verður ekki umflú- inn og hann getur verið velkominn, þegar kvölin ein er framundan. Hannes barðist við kvalafull veik- indi sín af æðru- leysi og bugaðist aldrei, hélt lífinu til streitu þar til lengra varð ekki komist. Hann kvartaði ekki, hélt reisn sinni og kvaddi sitt fólk áður en hann gekk til sængur í hinsta sinn og óminn- ið færðist yfir. Blessuð sé minning hans. Hannes var duglegur maður, vinnusamur og verklaginn, hjálpsamur, greiðvikinn og drengur góður. Þar sem hann lagði til starfs- krafta sína munaði um hans framlag. Hann gekk ungur í reglu frí- múrara og sinnti félagsstarfinu þar af kostgæfni, vandvirkni og trúmennsku. Hann kvæntist snemma, eignaðist stóra fjölskyldu sem honum var mjög annt um og var goldið í sömu mynt. Hann átti eldri bróður og yngri syst- ur sem bæði eru á lífi. Fjölskyldu Hannesar og að- standendum öðrum vottum við hjartanlega samúð okkar. Einar Rafn, Freyja, Helga Björg og Hjörtur. „Örlítil arða af sannri vin- áttu vegur þyngra en heilt hlass af vegsemd,“ segir í góðri bók. Við kynntumst í blóma lífs- ins fern hjón sem bjuggum í sama raðhúsi við Akurgerði og bundumst traustum vinabönd- um sem hafa haldið í áratugi. Við höfum hist reglulega, borð- að og ferðast saman. Síðasta ferð ferðaklúbbsins okkar var farin um miðjan júlí sl., fimm daga ferð um Austurland þar sem við áttum að vanda góðar samverustundir. Nú hefur einn úr hópnum, Hannes, verið kall- aður á æðra tilverustig eftir baráttu við krabbamein. Við hin sitjum eftir með mikinn söknuð en margar góðar minn- ingar. Hannes kom til dyranna eins og hann var klæddur, stór maður, broshýr, laghentur og úrræðagóður. Hann var sjálfkjörinn bíl- stjóri í ferðum okkar innan- og utanlands og alltaf tilbúinn að leggja lið ef eitthvað þurfti að laga eða bæta. Fjölskyldan er stór og vinirnir margir og oft hringdi síminn þar sem beðið var um aðstoð eða ráð við margs konar verk, stór sem smá. Sem dæmi má nefna að hann lagði starfsfólki SAK lið er bil- un var í dælu þegar hlúð var að honum þar. Að leiðarlokum þökkum við Hannesi samfylgdina, allar góðu stundirnar og ómetanlega vináttu gegnum tíðina. Elsku Guðrún. Þér og fjölskyldunni vottum við okkar innilegustu samúð. Rósa og Hörður Valgerður og Gísli Jón Rósbjörg og Birgir. ✝ Anna Gunn-laug Jónsdóttir fæddist á Siglufirði 16. maí árið 1950. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Klausturhólum Kirkjubæjar- klaustri að morgni 23. júlí 2020. Foreldrar Önnu voru hjónin Sigrún Sigurðardóttir frá Móa á Dalvík, f. 10.10. 1916, d. 10.3. 1996 og Jón Vídalín Sig- urðsson frá Búðum á Fáskrúðs- firði, f. 4.1. 1913, d. 6.2. 2007. Anna var önnur í röð þriggja systkina en elst er Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir, f. 22. maí 1937 og yngstur er Sigurbjörn Jóns- son, f. 23. ágúst 1953. Börn Önnu eru 1) Jóhann Tómas Egilsson, fæddur 7. mars 1971, kona hans er Edda Sveinsdóttir, f. 7. júlí 1971 og dætur þeirra eru Jóhanna Björg, Hildur Berg- lind, Elín Edda og Þórdísi Agla, 2) Agla Sigríður Egilsdóttir, fædd 14. september 1981, maður hennar er Óskar Örn Arnórs- son, f. 9. mars 1982 og sonur þeirra er Magnús. Útförin fór fram í kyrrþey 6. ágúst 2020. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir) Sigurjóna Matthíasdóttir. Við andlát Önnu Gullu eða Gullu eins og við kölluðum hana, hvarflar hugurinn heim til Siglu- fjarðar. Þar ólumst við upp í „faðmi blárra fjalla“, lékum okk- ur frjálsar milli fjalls og fjöru í útileikjum, m.a. á síldarplönun- um og í nótabátunum á vorin. Við söltuðum síld á sumrin og náðum að upplifa ys og þys síldaráranna, lífið og fjörið sem þeim fylgdu. Einnig innilokun vetrarins því Skarðið lokaðist snemma, bílum bæjarbúa var lagt enda götur lítt mokaðar og við fetuðum einstigið í skólann. Renndum okkur á sleð- um og skíðum eða hlupum á skautum, og engin var mjólkin ef póstbáturinn kom ekki þegar veðrið lét sem verst. Þegar mörk- in á íþróttavellinum tóku að stingast upp úr snjónum var vor- ið á næsta leiti. Eflaust hafa þess- ar aðstæður mótað okkur. Við vorum gjarnan fjórar sam- an, þrjár jafnöldrur og ein ári eldri, þrjár bjuggu í sömu götu, sú fjórða kom sunnan af bakka í hópinn kringum 12 ára aldurinn. Við tengdumst sterkum böndum gegnum skátastarf og stofnuðum skátaflokkinn Langbrækur ásamt fleiri skólasystrum. Af þeirri veru lærðum við margt og þroskuðumst. Eitt og annað var brallað og minnisstæðar eru úti- legurnar í skátakofanum „fyrir handan“, skátamót í Vaglaskógi, landsmót við Hreðavatn, ferð á skátamót í Svíþjóð. Í „Gaggan- um“ og tómstundaheimilinu var lífið ljúft við nám og leik með góð- um félögum. Við komumst upp með ýmislegt, höguðum okkur þó að mestu vel. Unglingsárin voru fljótt að baki í þeim skilningi að þeir sem fóru í framhaldsskóla fóru úr bænum 16 ára. Það mótaði sam- skiptin þegar leiðir skildi svo fljótt, að hluta til a.m.k. Við fór- um ólíkar leiðir og höfum aldrei allar búið á sama stað síðan þá, en taugin var þarna, lengi vel heyrð- umst við og hittumst. Ýmislegt, sem við réðum ekki við, varð þó til þess að fundum okkar fjögurra fækkaði. Gulla var ljúf og skemmtileg vinkona, ákveðin ef því var að skipta, námsmaður góður, fríð og falleg ung stúlka, glæsileg kona. Það er bjart yfir bréfi sem hún skrifaði í júní 1981 þar sem hún segir frá því að fjölgunar sé á ný von í fjölskyldunni. Börnin henn- ar eru myndarleg, vel gerð og vel menntað ungt fólk. Í lífi Gullu skiptust á skin og skúrir á afdrifaríkan hátt. Skúr- irnar náðu síðan oft yfirhöndinni og varðaði það lífsleiðina. Á horfna tímans horfi ég endurskin, ég heyri ennþá glaða, þýða róminn, frá hreinni sál með hárra vona ris. (Steinn Steinarr) Skólasystkini í árgangi 1950 á Siglufirði senda samúðarkveðjur. Við minnumst Gullu með hlýju og þökkum samfylgdina. Börnum hennar og fjölskyldu vottum við innilegrar samúðar. Sólrún Magnúsdóttir, Björg S. Skarphéð- insdóttir, Anna Þóra Baldursdóttir. Anna Gunnlaug Jónsdóttir, Anna Gulla, var skólasystir mín og vinkona í mörg ár. Við vorum tvær frá Siglufirði sem settumst í 3. bekk Menntaskólans á Akur- eyri haustið 1966, deildum her- bergi á heimavistinni í tvö ár og leigðum þriðja árið saman „úti í bæ“ ásamt þriðju vinkonunni. Á þessum árum er hugurinn frjór og opinn, við vorum spenntar að kynnast menntaskólalífinu, eign- uðumst nýjar vinkonur og vini, ræddum saman um framtíðina, strákana, skólann, hvað við vild- um læra, hvað við vildum gera. Þótt Anna Gulla væri feimin skorti hana ekki skoðanir og vilja, og oft varð ég vitni að því að hún gat orðið pirruð á eigin hlé- drægni þegar hún var ekki sam- mála síðasta ræðumanni. Anna Gulla sökkti sér í latínu og önnur tungumál, hafði áhuga á bók- menntum og ljóðum og var ákveðin í því að ferðast, læra og kynnast heimsmenningunni af eigin raun. Ég man eftir okkur á göngu á Byggðaveginum eitt bjart vorkvöld skömmu fyrir prófin í 5. bekk, við ræddum um hvað framtíðin myndi bera í skauti sér og hvernig lífið myndi verða, fullar af tilhlökkun og spenningi, Anna Gulla brosandi með blik í auga. Sumarið eftir stúdentsprófið fórum við saman til Danmerkur að vinna á hóteli, hippamenningin var gengin í garð og við prófuðum að labba berfættar á gangstéttunum, sup- um varlega á bjór, röltum á göngugötunni í Helsingör og fór- um meira að segja á útitónleika þar sem pípureykur leið um loft- ið og litlar pillur voru boðnar til kaups, það leist okkur ekkert á. Við kynntumst mörgu ágætu fólki, meðal annars einum dönsk- um dreng sem leigði Önnu Gullu í litlu garðhúsi, hann hafði farið yfir sundið til Svíþjóðar þegar hann átti erindi, það hefðu verið nóg útlönd fyrir sig. Þetta fannst okkur afar skrítinn hugsunar- háttur. En Anna Gulla var falleg, gáf- uð og eftirsótt, hún hafði eignast kærasta á Íslandi og uppgötvaði síðsumars að hún var með barni. Eftir þetta sumar varð umgengið okkar á milli strjálla eins og oft er, hún hóf sambúð á Akureyri en ég var fyrir sunnan. Síðan fluttu þau suður og hún hóf nám í sálfræði, sem hún lauk með ágætum. Ég fór utan í nám og hitti hana lítið fyrr en ég flutti heim 1982, en þá brá mér í brún: Anna Gulla var ekki alveg sama konan og ég hafði þekkt. Hún hafði tekið þann sjúkdóm sem átti eftir að hrjá hana til æviloka og hafði áhrif á allt hennar líf. Þar fóru draumarnir og þar fór bjarta framtíðin. Það var erfitt að horfa á hversu barátta hennar og átök til þess að ná rétti sínum og virðingu var erfið, og ég harmaði það að geta ekki hjálp- að. Vissulega tók hún stundum rangar örvæntingarfullar ákvarðanir, og erfitt er að dæma kerfið og það fólk sem þurfti að eiga við hennar mál, en vonandi er aðeins meiri skilningur á geð- fötlun nú en var fyrir 30 árum. Ég missti sjónar á henni síðar meir, en vissi af henni í góðum höndum á Kirkjubæjarklaustri. Hvíl í friði kæra vinkona. Eva Benediktsdóttir. Anna Gunnlaug Jónsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Sálm. 17.5-6 biblian.is Skref mín eru örugg á vegum þínum, mér skrikar ekki fótur. Ég hrópa til þín því að þú svarar mér, Guð,... Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, EIRÍKUR H. SIGURGEIRSSON, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn 18. september klukkan 13. Vegna aðstæðna í samfélaginu er athöfnin eingöngu fyrir boðsgesti, en henni verður streymt á vefsíðu Selfosskirkju (www.selfosskirkja.is). Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað, en þeim sem vilja minnast hans er bent á reikning Súpustofunnar, kt. 1907756159, rn. 0101-26-66717. Sigríður K. Dagbjartsdóttir Dagbjört Eiríksdóttir Heiða Eiríksdóttir Erla Eiríksdóttir tengdabörn og barnabörn Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, HALLDÓR S. AÐALSTEINSSON, Laugavegi 51b, lést þriðjudaginn 2. september á Landspítalanum Hringbraut. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Guðmundur Kr. Aðalsteins. María Eydís Jónsdóttir Aðalsteinn R. Aðalsteinsson Bergrós Hilmarsdóttir Sigdóra J. Aðalsteinsdóttir Jóhann L. Guðmundsson Ingibjörg G. Aðalsteinsdóttir Kristín P. Aðalsteinsdóttir Reynir Baldursson og systkinabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN VIGFÚSDÓTTIR, Hjallabraut 33, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 5. september. Jarðsett verður í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Vigdís Grétarsdóttir Guðjón Grétarsson Stella Grétarsdóttir Ómar Grétarsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI HALLDÓRSSON, skipstjóri og útgerðarmaður á Eskifirði, lést miðvikudaginn 9. september. Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 19. september klukkan 14. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Kristín A. Árnadóttir Halldór Árnason Björn Árnason Sigrún Árnadóttir Guðmundur Árnason Auður Sigrúnardóttir Okkar elskaði BIRGIR SIGURÐSSON, Krummahólum 47, Reykjavík, fyrrverandi Formaður Hreyfils, lést miðvikudaginn 9. september. Útförin verður auglýst síðar. Elín Pétursdóttir Erla Kristín Birgisdóttir Erling Magnússon Ólafur Birgir Birgisson Anette Trier Birgisson Sigríður Esther Birgisdóttir Guðjón Guðjónsson Kristinn Pétur Birgisson Ásdís Sigrún Ingadóttir Theodór Francis Birgisson Katrín Þorsteinsdóttir Elín Birgitta Birgisdóttir Ketill Már Júlíusson barnabörn og barnabarnabörn ÓLÍNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR organisti og bóndi, Miðhúsum, Reykhólasveit, lést sunnudaginn 9. ágúst. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hennar. Þökkum vináttu, hlýju og samúð. AðstandendurSími · 567 9110 · utfarir@utfarir.is · www.utfarir.is Stofnað 1990 Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.