Morgunblaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2020 Dan V. S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali s. 896 4013 Ásta María Benónýsdóttir lögg. fasteignasali s. 897 8061 Þórarinn Friðriksson lögg. fasteignasali s. 844 6353 Jón Bergsson lögmaður og lg.fs. s. 777 1215 Ármúla 21, 108 Reykjavík • s. 533 4040 • kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is OPIÐ HÚS sunnudaginn 12. september kl. 14-15 AÐEINS 10 ÍBÚÐIR EFTIR Nýjar glæsilegar íbúðir í grónu umhverfi í Kópavogi. 40 íbúðir. 3ja, 4ra og 5 herbergja. 3 stigahús, útsýni. Húsið er klætt að utan. Bílastæði í bílageymslu með völdum íbúðum. NÓNHÆÐ Arnarsmári 36-40 SVIÐSLJÓS Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Hjörleifur Hallgríms, eldri borgari á Akureyri, hefur í ríflega áratug, eða frá árinu 2006, átt lóð númer 12 b við Aðalstræti. Lóðin er sögufræg, þar stóð í eina tíð Hótel Akureyri, ein glæsilegasta bygging landsins á sinni tíð, en varð eldi að bráð árið 1955. Hjörleifur ólst að hluta til upp í því húsi og réð það mestu um að hann keypti lóðina á sínum tíma. Safnaði fyrir kostnaði í fimm ár Hjörleifur hefur undanfarin ár stefnt að því að selja lóðina. Kveðst orðinn of gamall til að standa í stór- ræðum við húsbyggingar. Það sem tafið hefur fyrir söluferli er sú kvöð sem á honum hvílir sem eiganda lóð- arinnar að hlutast til um að fram fari fornleifakönnun á lóðinni áður en hún er seld eða á henni hefjist fram- kvæmdir. Hjörleifur fékk til liðs við sig mannskap, vélar og tæki og tók verk- ið um einn og hálfan dag að sögn. Hann segir að kostnaðurinn sem á honum lendi nemi um 1,2 milljónum króna. Bæði er þar um að ræða véla- vinnu og því sem henni fylgdi sem og kostnaður við rannsóknina. „Mér ofbýður þetta verð og er vissulega óánægður með að allur þessi kostnaður lendi á mér sem eig- anda lóðarinnar,“ segir Hjörleifur og bætir við að hann hafi um fimm ára skeið verið að safna fyrir þessu verk- efni með ellilífeyrislaunum sínum sem hann segir ekki til að hrópa húrra fyrir. 117 fermetra hús Hjörleifur hugðist á sínum tíma byggja á lóðinni hús með fjórum íbúðum og stóð um skeið í stappi við yfirvöld skipulagsmála í bænum. Samkvæmt skilmálum er veitt leyfi fyrir að á lóðinni rísi hús á tveimur hæðum með risi auk kjallara undir austari helmingi byggingarinnar, alls 117 fermetrar að stærð. „Ég vona bara að lóðin komist í góðar hendur og á henni rísi falleg bygging,“ segir Hjörleifur. Upplýsingar um liðinn tíma glatist ekki Vala Garðarsdóttir fornleifafræð- ingur sá um rannsóknina fyrir hönd Minjastofnunar á lóðinni við Aðal- stræti 12b nú í vikunni. Hún segir að lögum samkvæmt hvíli sú kvöð á framkvæmdaaðilum að kanna, áður en hafist er handa við framkvæmdir af hvaða tagi sem er, hvort í jörðu finnist fornminjar. Þetta gildi til að mynda um alla stóra framkvæmda- aðila sem gjarnan standa fyrir um- fangsmiklum verkefnum. „Það er aldrei veitt framkvæmda- leyfi fyrr en búið er að ganga úr skugga um að engar upplýsingar um liðinn tíma glatist með framkvæmd- inni, þetta eru reglur og þeir sem óska eftir framkvæmdinni standa straum af uppgreftrinum. Ég skil þessa sýn, en það þarf að horfa á þetta sömu augum og önnur verk sem þarf að gera þegar reisa á bygg- ingar, eins og t.d. að ráða rafvirkja eða smiði. Þetta er bara hluti af byggingarferli, mörgum þyki það ósanngjarn en þetta er svona, menn geta líka valið að byggja ekki og fjar- lægja menningarminjar, þetta er val, ekki kvöð.“ „Fundum það sem við vissum að væri undir“ Uppgröftur á lóðinni gekk vel að hennar sögn og fann hún m.a. um- merki um hús sem áður fyrr stóðu þar, m.a. frá 1850 og upp úr. Á lóðinni við Aðalstræti 12 hafa hús tvívegis um tíðina brunnið til kaldra kola. „Það má segja að við höfum fundið það sem við töldum líklegt að væri þarna undir. Auðvitað má alltaf búast við einhverju óvæntu en svo var ekki í þetta skiptið,“ segir Vala. Hún mun innan tíðar skila skýrslu til Minjastofnunar um uppgröft sinn á lóðinni og telur að í kjölfarið ætti ekki neitt að standa í veginum fyrir því að framkvæmdaleyfi verði gefið út. Grafið á kostnað lóðareiganda  Fornleifauppgröftur fer nú fram á sögufrægri lóð við Aðalstræti á Akureyri  Lóðareigandi ósáttur við að kostnaður lendi allur á honum  Getur hvorki selt lóðina né byggt fyrr en uppgreftri er lokið Morgunblaðið/Margrét Þóra Uppgröftur Hjörleifur Hallgríms ásamt Völu Garðarsdóttur fornleifafræðingi á lóð Hjörleifs á Akureyri. Ljósmynd/Hallgrímur Einarsson Fortíð Hótel Akureyri var ein glæsilegasta bygging landsins á sínum tíma en hún brann til kaldra kola árið 1955. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Strætó hefur nú aftur hafið sölu á hefðbundnum auglýsingum á hliðum og bakendum vagna fyrirtækisins. Undanfarin ár hafa strætisvagnar nær eingöngu auglýst Strætó með fáeinum undantekningum, s.s. með vögnum sem minna á réttinda- baráttu hinsegin fólks eða einstaka skemmtiviðburði og átök. „Við fengum aðila úti í bæ til að reyna að selja fyrir okkur auglýsing- ar og það hefur gengið svona allt í lagi. Það er þó ekkert brjálað að gera, við erum búnir að selja kannski fimmtán auglýsingar, annað hvort heilauglýsingar eða afturenda, eins og við köllum það,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Strætó, í samtali við Morgun- blaðið, en greint var frá því í desem- ber sl. að verið væri að athuga hvort fýsilegt sé að hefja sölu á ný. Spurður hvort dræm auglýsinga- sala komi ekki á óvart, í ljósi þess hve sýnilegir vagnar Strætó eru í umferðinni svarar Jóhannes Svavar: „Menn eru ekki að bíða í röðum eftir því að komast hér að. En þetta er, að okkar mati, gott sýningapláss og mun ódýrara en margur annar aug- lýsingamiðill. Við erum þó ekki að tapa neitt á þessu. Svo er ástandið ekki alveg eðlilegt núna.“ Morgunblaðið/Eggert Gagnavagn Segja má að þessi strætó minni á keppni sem aldrei fór fram. Selja aftur aug- lýsingar á strætó  Fáir hafa þó stokkið til og keypt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.