Morgunblaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2020 ✝ GunnþórunnGuðný Söebeck Sigurðardóttir fæddist 25. maí 1951 í Krossdal í Kelduhverfi. Hún lést 1. september 2020. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Þórarinsdóttir og Sigurður Steinþór Söebeck Kristjáns- son. Systkini: Kolbrún Péturs- dóttir Kúld, Aðalsteinn Rúnar Gunnarsson, Þórhildur Gunn- arsdóttir og Guðrún Gunnars- dótti. Gunnþórunn giftist Viðari Ei- ríkssyni 16. febrúar 1969 og eignuðust þau þrjú börn saman: Eyþór, giftur Sigrúnu Björg Víking, hann á tvo drengi af fyrra sambandi, Maríus Þór og Kristinn Örn. Birkir giftur Kristínu Elfu Björnsdóttur, eiga þau saman fjögur börn. Þau eru Bjartey Guðný, Benedikt Viðar, El- ísabet Árný og Fanney Bryndís. Sigríður gift Sig- urði Þór Einars- syni, eiga þau fjög- ur börn saman. Þau eru Sonja Björk, Bríet Guðný, Eyþór Marel og Marey Viðja. Gunnþórunn ólst upp hjá móðurforeldrum sínum til 15 ára aldurs, flutti þá til Húsavík- ur og tór saman við Viðar, bjó þar alla tíð síðan. Hún starfaði við afgreiðslustörf en síðustu 20 árin á vinnumarkaði helgaði hún heimili aldraðra, Hvammi. Útför Gunnþórunnar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag, 12. september 2020, klukkan 14. Gunnþórunn Guðný Sigurð- ardóttir eða Gugga eins og hún var ævinlega kölluð lést eftir stutt en snörp veikindi. Hún bar sig alltaf vel og ég var í sambandi við hana á Facebook daginn áður en hún dó. Ekki grunaði okkur að svona stutt væri eftir. Gugga var nokkrum árum eldri en við og ólst upp hjá afa og ömmu í Krossdal svo samgangur var mikill. Sem börn litum við mjög upp til hennar og fannst hún svo fal- leg, ekki ósvipuð Soffíu Loren. Eftir því sem árin liðu varð ald- ursbilið styttra og vinátta myndaðist. Samband okkar við Guggu var sérstakt og náið eins og um systur væri að ræða. Við fórum saman í svokall- aðar frænkuferðir og voru þær mjög skemmtilegar. Eftir- minnileg er ferðin til Suður- Ítalíu þegar við heimsóttum frænku okkar sem þar bjó lengi. Má segja að það hafi verið hlegið frá morgni til kvölds í þessum ferðum enda Gugga sérlega hláturmild og kát með sinn smitandi, gjallandi hlátur. Það varð allt svo skemmtilegt með Guggu. Þegar maður heimsótti Guggu fagnaði hún með svo einlægri gleði og væntumþykju að það var alltaf sérstök ánægja að koma til hennar. Jafnvel í sumar þegar það var greinilega af henni dregið þá fagnaði hún okkur af sömu gleði og sömu innlifun og alltaf. Guggu var margt til lista lagt. Hún föndraði og prjónaði mikið og allt lék það í höndunum á henni. Þær eru nokkrar peys- urnar sem við frænkur höfum fengið að gjöf frá Guggu og þær vekja hvarvetna athygli og aðdáun. Gugga og Viddi voru gjarnan nefnd í sömu andrá. Þau kynnt- ust ung og voru samstiga það sem eftir var í einu og öllu. Það átti ekki síst við um umhyggju þeirra gagnvart börnum sínum og barnabörnum. Því var það mikill harmur þegar Viddi greindist með krabbamein árið 2018 sem dró hann til dauða á skömmum tíma. Gugga bar ekki sitt barr eftir það enda kom fljótlega í ljós að hún var sjálf komin með sjúkdóm sem ekki varð við ráðið. Gugga og Viddi unnu mikið saman og höfðu yndi af því að gera fínt í kring um sig enda var Viddi mjög handlaginn og sannkall- aður þúsundþjalasmiður. Vann hann m.a. við að gera við reið- hjól Húsvíkinga síðustu árin. Viddi hafði útbúið góða vinnu- stofu á heimili þeirra, Rauðhóli, sem allt bar þess merki að nostrað hafði verið við hvern hlut bæði að utan og innan. Guggu verður sárt saknað og tómlegt að koma til Húsavíkur þegar hún er farin. Blessuð sé minning hennar. Guðný og Þórdís. Gunnþórunn Guðný Sigurðardóttir Ég á mér þann draum að eitthvað undursam- legt muni gerast að það hljóti að gerast – að tíminn ljúkist upp að hjartað ljúkist upp að dyr ljúkist upp að bergið ljúkist upp að lindir streymi fram – að draumurinn ljúkist upp að morgun einn muni mig bera inn á vog sem ég vissi ekki af. (Olav H. Hauge. Þýð. Óskar Árni Óskarsson) Það er tómlegt að hugsa til þess að Þórhallur er ekki lengur á meðal okkar. Ég var heppin að kynnast honum – handverkið lék í höndum hans og verk hans blasa við mér hvarvetna hér í kringum mig. Það er gott. En það er maðurinn Þórhallur sem ég sakna mest – umhyggjusemi hans og glaðværð. Við vinir hans í Noregi söknum nærveru sem var blíð eins og spegilsléttur sjór á vordegi við Misja. Mary Kristoffersen. Það eru ekki allar fréttir góð- ar, fréttin sem barst mér 16. júlí sl. var ekki góð. Þórhallur Hólm- Þórhallur Hólmgeirsson ✝ ÞórhallurHólm- geirsson fæddist 16. júlí 1953 í Keflavík. Hann lést 30. júlí 2020. Útför fór fram í kyrrþey. geirsson vinur minn látinn. Hann var prúður, hógvær og góður félagi og handverksmaður svo af bar. Ég minnist ferðalaga okkar hjóna með honum og Rúnu. Allt frá því að halda jól í Róm og norður að nyrsta hafi. Ógleymanleg var ferð um Vestur-Noreg þar sem dvalið var meðal annars hátt uppi í fjöllum í Sogni. Við gistum í gamalli húsaþyrpingu sem Þór- hallur átti stóran þátt í að end- urgera með norskum vini sínum og koma í upprunalega mynd, það var snilldarverk. Hann kom víða við á vegum Þjóðminjasafns, í gamla bænum á Keldum á Rangárvöllum og víðar. Hann kom að endurgerð Krýsuvíkurkirkju og byggði upp gamla bæinn á Unastöðum í Kolbeinsdal svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir mig og mína þurfti ég oft að leita til hans, alltaf var svarið já. Það var gott að þekkja hann. Margs er að minnast, leikhús- ferða, sameiginlegra kvöldverða og umræðustunda þar sem rætt var um flest milli himins og jarð- ar. Hans verður sárt saknað. Rúnu og fjölskyldu sendum við hjónin einlægar samúðark- veður og biðjum þeim blessunar guðs. Sveinn Sveinsson. Trausti Þór Stefánsson hóf störf hjá Aðföng- um árið 2003 og reyndist strax góður vinnu- félagi og vinur okkar allra sem með honum unnum. Trausti var, eins og nafnið gefur til kynna, traustur og góður starfsmaður sem gat gengið í öll þau störf sem honum voru falin. Meðal annars sá hann um tíma um ráðningar starfs- manna í vöruhúsi. Undanfarin ár starfaði Trausti sem mót- tökubókari í vöruhúsi Aðfanga, allt þar til hann fór í veik- indaleyfi síðastliðið vor. Síðustu þrjú árin fylgdumst við með Trausta takast á við veikindin með æðruleysi og já- kvæðni að vopni. Hann heim- sótti okkur reglulega og hélt góðu sambandi við okkur, enda átti Trausti marga vini í Að- föngum. Alltaf var stutt í grín- ið hjá Trausta, hann var hjálp- samur og alltaf tilbúinn til þess að leiðbeina með hvað sem er. Meðal annars um hótel og veitingastaði erlendis, ábend- ingar sem reynst hafa mörgum okkar vel. Trausti hafði gaman af því að ferðast, helst án þess að ákveða of mikið fyrir fram Trausti Þór Stefánsson ✝ Trausti ÞórStefánsson fæddist 6. júlí 1974. Hann lést 14. júlí 2020. Útförin fór fram 22. júlí 2020. hvert leiðin lægi. Hann vildi geta hoppað með litlum fyrirvara í ævin- týraferð, dottið inn á tónleika eða farið á skemmtileg leik- rit á ferðum sínum. Trausti heimsótti okkur síðast núna í sumar þegar hann kom hjólandi til okkar úr Kópavog- inum og við glöddumst með honum að þrek hans hefði auk- ist þannig að hann gæti verið úti og notið sín. Það bíður okkar bak við dauðans haf hið bjarta land, sem trúarvissan gaf og þar er ekki þjáning lengur til né þyrnibraut við il. Að láni fenginn lífsins neisti er. Til landsins bjarta hann við andlát fer og vinir koma þar með hjálparhönd á hinni miklu strönd. Úr sorgarfjötrum sálin verður leyst, á sigur yfir broddi dauðans treyst og gengið fram í gleði yfir því að geta sést á ný. (Guðmundur Kristjánsson) Við í Aðföngum sendum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu Trausta, ættingja hans og vina. Við þökkum Trausta samstarfið og vinátt- una í gegnum árin og kveðjum vin okkar með söknuði. Fyrir hönd starfsmanna Að- fanga, Hafdís Rósa Sæmundsdóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar elskulegrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRUNNAR KRISTÍNAR TEITSDÓTTUR, Diddu, Faxabraut 13, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hlévangs og D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Jarðsetning duftkers hefur farið fram. Guðlaugur Kristjánsson Hanna Sigurðardóttir Hildur Kristín Guðlaugsd. Þórunn Guðlaugsdóttir Hulda Guðlaugsdóttir Grétar Eiríksson og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og kærleik vegna andláts og útfarar sonar okkar, bróður, mágs og frænda, JÓNS EINARSSONAR, Nonna, Laugarbraut 8, Akranesi. Sérstakar þakklætisóskir til starfsfólks sambýlisins að Laugarbraut 8 og Fjöliðjunnar fyrir góða umönnun. Einar Jónsson Guðrún Kristín Guðmundsd. Gyða Einarsdóttir Guðjón Skúli Jónsson Einar Karl Einarsson Kristrún Bára Guðjónsdóttir Elvar Logi Guðjónsson Hugrún Helga Guðjónsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra sonar, bróður, frænda og vinar, SIGFÚSAR FANNARS STEFÁNSSONAR. Sérstakar þakkir fá vinir hans fyrir þeirra framlag og stuðning sem er ómetanlegt. Anna Sigfúsdóttir Stefán Pétur Jónsson Árdís Sigurðardóttir Guðmundur Sigfússon Sveinbjörg Ólafsdóttir og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, SÉRA BRYNJÓLFUR GÍSLASON í Stafholti, lést mánudaginn 7. september. Útför hans fer fram frá Reykholtskirkju þriðjudaginn 15. september klukkan 14. Vegna aðstæðna í samfélaginu verður athöfnin einungis fyrir nánustu aðstandendur og vini en athöfninni verður streymt á kvikborg.is. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans er bent á að styrkja Umhyggju félag langveikra barna. Áslaug Pálsdóttir og fjölskylda Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, ÓMAR BERGMANN LÁRUSSON blikksmiður, Skólabraut 27, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands þriðjudaginn 8. september. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 18. september klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök HVE. Streymt verður frá vef Akraneskirkju. Valgerður Olga Lárusdóttir Bjarni Einar Gunnarsson Benedikt Gunnar Lárusson Guðbjörg Sigríður Baldursd. Eðvarð Rúnar Lárusson og systkinabörn Þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýhug og þá vináttu sem okkur hefur verið sýnd vegna andláts og útfarar elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, ÞÓRÐAR ÁRNA BJÖRGÚLFSSONAR, fv. rennismiðs og verslunarmanns. Björg Þórðardóttir Friðrik Viðar Þórðarson Kristín Jónína Halldórsdóttir Björgúlfur Þórðarson Helga Guðrún Erlingsdóttir og fjölskyldur Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, DÓRA DRÖFN BÖÐVARSDÓTTIR, lést þriðjudaginn 8. september á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðmundur Björgvin Stefánsson Hrefna Guðmundsdóttir Hákon Hallgrímsson Björg Guðmundsdóttir Friðrik Árnason Sigríður Guðmundsdóttir Einar Sveinn Jónsson og barnabörn Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.