Morgunblaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 44
44 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2020 Lengjudeild kvenna Augnablik – ÍA ......................................... 2:1 Staðan: Tindastóll 12 10 1 1 34:5 31 Keflavík 12 8 3 1 32:12 27 Haukar 11 6 2 3 18:11 20 Grótta 12 5 4 3 15:16 19 Afturelding 11 5 3 3 15:13 18 Augnablik 12 4 3 5 17:26 15 Víkingur R. 12 3 3 6 15:22 12 ÍA 12 1 6 5 17:21 9 Fjölnir 12 2 1 9 7:24 7 Völsungur 10 1 0 9 5:25 3 Frakkland Reims – Lyon............................................ 0:3  Sara Björk Gunnarsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Lyon á 49. mínútu. Þýskaland Leverkusen – Duisburg .......................... 2:0  Sandra María Jessen lék allan leikinn með Leverkusen. Holland B-deild: Dordrecht – Excelsior ............................ 1:3  Elías Már Ómarsson lék allan leikinn með Excelsior og skoraði tvö mörk. Jong AZ – Jong PSV ............................... 1:4  Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á sem varamaður hjá Jong PSV á 87. mínútu. Pólland Jagiellonia – Podbeskidzie..................... 2:2  Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með Jagiellonia. Grikkland PAOK – Larissa ....................................... 1:0  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK. Belgía B-deild: Lommel – Lierses .................................... 3:2  Kolbeinn Þórðarson var í byrjunarliði Lommel en fékk rautt spjald á 89. mínútu. Slóvakía Zlate Moravce – Senica........................... 2:2  Nói Snæhólm Ólafsson lék allan leikinn með Senica. Danmörk SönderjyskE – Midtjylland..................... 2:0  Ísak Óli Ólafsson var allan tímann á varamannabekk SönderjyskE.  Mikael Anderson var ekki í leikmanna- hópi Midtjylland. B-deild: Trelleborg – Brage ................................. 0:1  Bjarni Mark Antonsson var ekki í leik- mannahópi Brage.  KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Meistaravellir: KR – Selfoss ................. L14 Hásteinsvöllur: ÍBV – Fylkir................. S14 Þórsvöllur: Þór/KA – Breiðabllik .......... S14 Samsung-völlur: Stjarnan – Valur ........ S17 Eimskipsvöllur: Þróttur R. – FH ..... S19.15 Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Meistaravellir: KR – Stjarnan............... S14 Greifavöllur: KA – Fylkir....................... S16 Kaplakriki: FH – Breiðablik ............. S16.30 Kórinn: HK – ÍA................................. S19.15 Origo-völlur: Valur – Víkingur R........... S20 1. deild karla, Lengjudeildin: Varmá: Afturelding – Þór...................... L14 Domusnovav.: Leiknir R. – Leiknir F .. L14 Framvöllur: Fram – Vestri.................... L14 Hásteinsvöllur: ÍBV – Keflavík............. L14 Ólafsvík: Víkingur Ó. – Grindavík......... L14 Grenivíkurv.: Magni – Þróttur R ..... L16.45 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Ásvellir: Haukar – Grótta ...................... L12 Nettóv.: Keflavík – Afturelding ............ L13 Vodafonev.: Völsungur – Víkingur R.... L13 Extra-völlur: Fjölnir – Tindastóll ......... L14 2. deild karla: Rafholtsvöllur: Njarðvík – Kári............. S14 Jáverksvöllur: Selfoss – ÍR.................... S14 Ásvellir: Haukar – Dalvík/Reynir ......... S16 Framv.: Kórdrengir – Fjarðabyggð...... S16 Vogaídýfuvöllur: Þróttur V. – KF ......... S16 2. deild kvenna: Sindravellir: Sindri – Grindavík............ L14 Hertz-völlur: ÍR – Fjarð/Hött/Leiknir. L14 Bessastaðav.: Álftanes – Hamrarnir .... L16 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Origo-höll: Valur – Haukar............... L13.30 Vestmannaeyjar: ÍBV – KA/Þór ...... L16.30 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Kaplakriki: FH – Valur.......................... L18 BADMINTON Íslandsmótið hófst í íþróttahúsinu við Strandgötu í gær og lýkur í dag með úr- slitaleikjum frá kl. 13.45 til 18. KRAFTLYFTINGAR Íslandsmótið fer fram í íþróttahúsinu í Njarðvík í dag þar sem keppt er í kraftlyft- ingum með búnaði og klassískum kraftlyft- ingum. Keppni kvenna hefst kl. 10 og keppni karla kl. 14.30. UM HELGINA! hafa nú bæst við hópinn hjá Val. Ekki verður annað sagt en að það séu leikmenn sem munar um: Krist- ófer og Jón Arnór Stefánsson. Báð- ir margfaldir Íslandsmeistarar. Fyrir hjá Val var Pavel Ermol- inskij. Þessir fjórir unnu saman þrjá Íslandsmeistaratitla með KR. Finnur, Pavel og Jón hafa unnið enn fleiri með KR. Kristófer hefur einnig leikið í Bandaríkjunum, á Filippseyjum og í Frakklandi. Á hinn bóginn eru þeir Ragnar Nathanaelsson og Austin Magnús Bracey farnir frá Val til Hauka. Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfuknattleik, samdi í gær við Val en hann yfirgaf uppeldisfélagið KR á dögunum. Kristófer og körfu- knattleiksdeild KR sendu frá sér yf- irlýsingar vegna þessa en Kristófer var samningsbundinn KR. Svo virð- ist sem leikmanninum hafi tekist að fá honum rift en hann taldi félagið ekki hafa staðið við það sem um var samið. Valur tilkynnti um liðsstyrkinn í gær á samfélagsmiðlum. Þar er haft eftir Kristófer: „Ég er spennt- ur fyrir komandi tímabili. Það er gaman að komast í nýtt umhverfi og fá nýja áskorun til að hjálpa mér að bæta minn leik. Það voru mörg félög sem höfðu samband við mig eftir mánudaginn en eftir að hafa skoðað málin þá hreifst ég af því sem er í gangi hér á Hlíðarenda.“ Miklar breytingar hjá Val Geysilega miklar breytingar hafa orðið á liði Vals á milli tímabila. Hófst það á þjálfaraskiptum í vor en Finnur Freyr Stefánsson tók við af Ágústi Björgvinssyni. Tveir fyrr- verandi leikmenn Finns hjá KR Fór sömu leið og Pavel og Jón Ljósmynd/Valur Á Hlíðarenda Kristófer Acox klæddur Valstreyjunni í gær. ENGLAND Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Í fyrsta skipti í þrjátíu ár stendur Liverpool frammi fyrir því verkefni að eiga meistaratitil að verja í ensku knattspyrnunni. Það hefst í dag þeg- ar nýliðarnir í Leeds mæta á Anfield í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar. Jürgen Klopp og hans menn voru með ótrúlega yfirburði á síðustu leik- tíð þar sem þeir fengu 99 stig, voru einu stigi frá því að jafna met Man- chester City, og skildu Pep Guardiola og lærisveina hans eftir í rykinu löngu áður en tímabilinu lauk. Í lokin skildu átján stig að þessi tvö lang- bestu lið deildarinnar og munurinn var meiri um tíma, áður en Liverpool gaf aðeins eftir á lokakaflanum þegar titillinn var nánast í höfn. Eins og flest annað á þessu ári er byrjunin á þessu tímabili á Englandi ólíkt því sem knattspyrnuáhuga- menn hafa átt að venjast. Kór- ónuveiran setti allt úr skorðum þann- ig að tímabilinu 2019-20 lauk ekki fyrr en í lok júlí og þar með var upp- hafi nýs tímabils frestað um fimm vikur. Áfram verður leikið án áhorfenda, eins og eftir að keppni hófst á ný í júní. Óvíst er að áhorfendum verði hleypt inn fyrr en á nýju ári. Þá eru enn þá ekki öll kurl komin til grafar varðandi endanlega leik- mannahópa. Félagaskiptaglugginn verður áfram opinn í tæpan mánuð, eða til 5. október, þannig að enn þá verður svigrúm til að sækja sér liðs- auka þar til fjórum umferðum verður lokið í deildinni. Óbreytt meistaralið Í leikmannamálum hefur helst vakið athygli að meistarar Liverpool hafa ekki sótt sér neinn liðsauka, annan en varaskeifu í stöðu vinstri bakvarðar. Jürgen Klopp hefur stað- ið fastur á því að það þurfi lítið sem ekkert að breyta þeim leik- mannahópi sem gerði það svo gott á nýliðnu tímabili. Enda er lið hans ein- staklega vel mannað en margir hafa þó gagnrýnt Klopp og félagið fyrir að sækja ekki tvo til þrjá menn til að halda stjörnunum á tánum. Eins hafa eigendur Manchester City ekki haft sig mikið í frammi. Þeir þurftu að styrkja varnarleikinn og keyptu hinn hollenska Nathan Aké frá Bournemouth og svo Ferran Torres, tvítugan kantmann frá Val- encia. David Silva er hins vegar horf- inn á braut og skilur eftir sig skarð sem Íslandsvininum Phil Foden hef- ur verið ætlað að fylla. Um tíma virt- ist Lionel Messi á leið á Etihad- völlinn en þá hefði alveg eins verið hægt að afhenda meistarabikarinn strax í haust. En City ætlar sér ekk- ert annað en titilinn eftir vonbrigði síðasta tímabils. Manchester United sótti sig veru- lega seinni hluta tímabilsins eftir talsverða ládeyðu lengi vel og endaði á því að hirða Meistaradeildarsætið sem Leicester virtist löngu búið að tryggja sér fyrir sumarvertíðina. United náði meira að segja þriðja sætinu af Chelsea þegar upp var staðið. Bjartsýnin á Old Trafford tók mikinn kipp og stuðningsmenn fé- lagsins treysta því að nýja hetjan Bruno Fernandes og Paul Pogba fari fyrir áhlaupi liðsins á vígi Liverpool og Manchester City á toppi deild- arinnar. Hjá United er endalaus framhaldssaga í gangi um möguleg kaup á Jadon Sancho frá Dortmund en Donny van de Beek, 23 ára hol- lenskur miðjumaður, var keyptur af Ajax í sumar og á að þétta raðirnar hjá Ole Gunnar Solskjær og hans mönnum. Fjárfestingar hjá Chelsea Stóra spurningin er hins vegar hvort fjárfestingar Chelsea í sumar muni ekki gefa Lundúnaliðinu meiri möguleika á að veita Liverpool og City keppni. Fimm hörkugóðir leik- menn eru komnir á „Brúna“, þeir Timo Werner, Kai Havertz, Thiago Silva, Ben Chilwell og Hakim Ziyech. Roman Abramovich eigandi Chelsea mun ekki sætta sig við fjórða sætið annað árið í röð, það má heita nokkuð víst og það verður mun meiri pressa á Frank Lampard á öðru ári hans sem stjóri en í fyrra. Bikarmeistarar Arsenal eru líkleg- ir til að bæta sig verulega, enda „að- eins“ í áttunda sæti á síðasta tímabili sem er umtalsverður skellur á þeim bænum. Mikel Arteta virðist vera að byggja upp gott lið á ný en óvíst er hvort það geti blandað sér af alvöru í einhverja baráttu. Willian er kominn frá Chelsea og miðvörðurinn Gabriel frá Lille. Þessir tveir Brasilíumenn ættu að styrkja liðið en sem fyrr verður varnarleikurinn stærsta spurningin hjá Arsenal. Sjötta og síðasta liðið í hópi „stóru sex“ á Englandi er Tottenham sem mátti sætta sig við sjötta sætið á ný- liðnu tímabili eftir fjögur ár í röð meðal þeirra fjögurra efstu. Hjá Tottenham hefur mikið púður farið í nýja leikvanginn undanfarin misseri og miðað við leikmannakaup sumars- ins þar sem Matt Doherty frá Wolves og Pierre-Emile Højbjerg frá South- ampton eru stóru nöfnin virðist ekki líklegt að José Mourinho komist ofar en þetta með liðið í bili. Hvað gerir Everton? Síðan er það spurning hvort ein- hver lið smeygja sér inn á milli og ógna þessum sex félögum sem vana- lega raða sér í sex efstu sætin. Leic- ester braut þennan hóp skemmtilega upp á síðasta tímabili en missti flugið eftir kórónuveiruhléið og varð að sætta sig við fimmta sætið. Wolves gerði sig líklegt og var aðeins marka- tölunni á eftir Tottenham í sjöunda sætinu og hjá Everton eru alltaf til staðar draumar um að verða stór- veldi á ný. Everton mátti sætta sig við tólfta sætið síðast eftir köflótt tímabil en Carlo Ancelotti virðist vera að byggja upp stöðugra lið á þeim bæn- um. Gylfi Þór Sigurðsson er að hefja sitt fjórða tímabil með liðinu og fékk talsverða gagnrýni á því síðasta eftir frábært gengi 2018-19. Gylfa til varn- ar þá spilaði hann sjaldnast sína stöðu og var í meira varnarhlutverki en áður. Nú hafa þrír miðjumenn verið keyptir, James Rodriguez frá Real Madrid, Allan frá Napoli og Ab- doulaye Doucouré frá Watford. Everton gæti hæglega gert atlögu að fimmta til sjötta sætinu en Gylfa bíð- ur mikil áskorun við að halda sér í hópi fastamanna hjá Ancelotti. Jóhann Berg Guðmundsson er að hefja sitt fimmta tímabil með Burn- ley, eftir að það síðasta fór nánast í vaskinn hjá honum vegna meiðsla. Burnley náði tíunda sætinu sem er mikið afrek hjá jafn litlu félagi í þess- ari sterku deild. Svipað og hjá Shef- field United sem kom mest á óvart af öllum í fyrra og endaði í níunda sæti eftir að hafa verið ofar en það nánast allt tímabilið. Áhugaverðir nýliðar Sjaldan hefur verið jafnmikil spenna fyrir nýliðum í deildinni, alla vega ekki á Íslandi, og Leeds United sem er komið í úrvalsdeildina á ný eftir sextán löng ár utan hennar. Leeds varð enskur meistari 1992 og á auk þess fjölda stuðningsmanna frá blómaskeiðinu 1969 til 1974. Leeds komst í undanúrslit Meistaradeild- arinnar 2001 en síðan hefur verið fátt að frétta þar til liðið vann B-deildina í sumar undir stjórn Marcelo Bielsa. Hæpið er að Leeds ógni liðum í efri hlutanum en það verður áhugavert að fylgjast með þeim hvítklæddu á Elland Road. Hjá Southampton, Newcastle, Crystal Palace, Brighton, West Ham, Aston Villa, WBA og Fulham mun komandi vetur snúast um að lifa af og einhver þeirra munu vænt- anlega gera aðeins betur og komast á lygna sjóinn í miðri deild. Verður þeim bestu ógnað?  Liverpool og Manchester City áfram í sérflokki eða veita Manchester United og Chelsea þeim keppni?  Fyrstu leikirnir í ensku úrvalsdeildinni í dag AFP Titilvörn Jordan Henderson tók við Englandsbikarnum í júlímánuði og í dag hefur Liverpool titilvörnina á heimavelli sínum gegn Leeds United. Leikirnir í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar eru þessir: Laugardagur: 11.30 Fulham – Arsenal 14.00 Cr. Palace – Southampton 16.30 Liverpool – Leeds 19.00 West Ham – Newcastle Sunnudagur: 13.00 WBA – Leicester 15.30 Tottenham – Everton Mánudagur: 17.00 Sheffield United – Wolves 19.15 Brighton – Chelsea  Leikjum Burnley – Manchester United og Manchester City – Aston Villa var frestað þar sem Manchesterliðin þurftu lengra frí vegna Evrópuleikja í ágúst. Byrjað á átta leikjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.