Morgunblaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2020
Þar sem englarnir
syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Elsku mamma. Ekki átti ég nú
von á að þurfa að kveðja þig
svona snögglega, aðeins þremur
mánuðum eftir að við kvöddum
pabba. Hann hafði víst rétt fyrir
sér þegar hann sagði að þú kæm-
ir fljótlega til hans. Við huggum
okkur nú við það að núna eruð
þið saman í Sumarlandinu og
vaknið glöð með sól að morgni.
Takk fyrir allt og allt. Guð
geymi þig. Þín
Ester Fríða.
Það var harla óvænt að fá sím-
tal um að Ása frænka í Vest-
mannaeyjum væri látin. Við
höfðum farið saman í búðir að-
eins tveimur dögum áður.
Ása var lengi hluti af lífi mínu.
Móðir hennar, Fríða, og faðir
minn voru systkini. Mæður okk-
Ása Hólmfríður
Sigurjónsdóttir
✝ Ása Hólm-fríður Sigur-
jónsdóttir fæddist
2. nóvember 1944.
Hún lést 28. ágúst
2020.
Útför hennar fór
fram 11. september
2020.
ar voru þar að auki
góðar vinkonur og
mikill vinskapur var
á milli fjölskyldn-
anna. Þegar fjöl-
skylda Ásu þurfti að
sinna erindum
„uppi á landi“, gistu
þau jafnan hjá okk-
ur. Það þótti ekki
tiltökumál að hafa
4-5 næturgesti.
Það var mér allt-
af tilhlökkunarefni þegar von var
á Eyjafólkinu. Við Ása náðum vel
saman og hún nennti að leika við
mig þrátt fyrir fjögurra ára ald-
ursmun. Við Sigrún systir mín
fórum líka með Ásu í ýmsa leið-
angra um bæinn.
Eftir að móðir mín lést árið
1978 hélt Fríða frænka alla tíð
góðu sambandi við okkur systk-
inin og pabba. Við Sigrún áttum
við hana regluleg símtöl allt þar
til hún lést. Við Ása tókum síðan
upp þennan góða sið og vináttan
hélst alla tíð. Með okkur ríkti
góður trúnaður, ekki síst seinni
árin og við ræddum um heima og
geima og skiptumst á fréttum
um fólkið okkar.
Það var Ásu mikið áfall þegar
maður hennar, Ágúst Guð-
mundsson, veiktist alvarlega fyr-
ir hálfu öðru ári og lést 26. maí sl.
Hún stóð sig eins og hetja í veik-
indum hans en átti erfiða tíma
síðustu mánuði enda átti hún
sjálf við langvarandi veikindi að
stríða og við bættist sorgin og
söknuðurinn. Ása og Gústi voru
gift í 57 ár og voru nánast eins og
eitt hugtak, svo samrýnd voru
þau. Við hjónin áttum margar
notalegar stundir með þeim,
jafnt heima hjá okkur og í Kópa-
voginum þar sem þau áttu íbúð
sem kom sér vel þegar sinna
þurfti erindum á höfuðborgar-
svæðinu.
Ása bjó Gústa og börnunum
fjórum afar fallegt heimili á Sól-
eyjargötu í Vestmannaeyjum þar
sem þau bjuggu í fjölda ára. Fyr-
ir fáum árum fluttu þau í nýja
fallega íbúð með einstöku útsýni
yfir höfnina í Eyjum en auðn-
aðist því miður ekki að njóta bú-
setunnar þar nema um skamman
tíma.
Ásu var mikið í mun að hafa
fallegt í kringum sig og var mjög
myndarleg húsmóðir. Hún hafði
ánægju af margs konar handa-
vinnu og heklaði mikið á seinni
árum.
Einkum voru það falleg milli-
verk, handverk sem nú er orðið
fátítt, en það er fíngerð blúnda
sem saumuð er í sængurver til
skrauts.
Þetta gaf hún börnum sínum,
barnabörnum og fleirum, enda
einkenndi hana gjafmildin.
Og hún var hvergi nærri hætt,
tveimur dögum áður en hún lést
átti hún tilbúnar blúndur og
milliverk í sjö sængurver og
vöggusett, ætluð í gjafir handa
vinum og fjölskyldu. Ása var þá
sárlasin en fór í búðaferðina
meira af vilja en mætti. Mér þyk-
ir afar vænt um að hafa getað að-
stoðað hana við innkaupin því
þrátt fyrir að hún væri máttlítil
fór hún þetta á seiglunni, hún
þurfti að ganga frá verkum sín-
um til að ná að gefa þau.
Gústi hafði rétt fyrir sér en
hann hafði oft nefnt það að ekki
yrði langt á milli þeirra eftir að
ljóst var hvert stefndi hjá hon-
um.
Ég kveð kæra frænku með
sorg í hjarta og við Þórarinn
sendum börnum Ásu og fjöl-
skyldum og Kristbjörgu, systur
Ásu, og hennar fjölskyldu inni-
legar samúðarkveðjur.
Ásdís Sigurgestsdóttir.
Elsku Ása Fríða okkar.
Það sem þú varst að drífa þig
til hans Gústa. Ekki bjóst ég nú
við því alveg svona fljótt þótt
hann hafi nú verið búinn að segja
það í veikindum sínum, að þú
kæmir fljótt á eftir honum (hann
hafði oft rétt fyrir sér hann
Gústi). Ég skil þig vel því það er
sárt að sakna og þú varst tilbúin,
þú sagðir mér og fleirum það.
Við áttum svo margar góðar
stundir saman. Ég finn það svo
vel þegar þú ert farin hvað við
vorum nánar. Þú varst börnun-
um mínum og barnabörnum sem
amma og varst okkur alltaf svo
góð. Við gátum talað um allt. Þú
lást ekki á þínu og ég ekki held-
ur.
Ég skrifaði í minningargrein
Gústa fyrir þremur mánuðum að
við skyldum passa upp á þig fyrir
hann og það ætluðum við að
standa við, þar sem þú varst í
Eyjum með okkur. Við vorum
farnar að tala um jólin, hvort þú
yrðir hjá okkur eða færir í bæinn
til fólksins þíns. Þú varst farin að
spyrja mig hvenær ég ætlaði að
taka gardínurnar fyrir jólin. Við
ætluðum að fara að keyra aftur
og ökuskírteinið þitt er komið.
Ég geymi það bara.
Elsku Ása okkar, Guð geymi
þig og þú kyssir alla frá okkur.
Gréta, Heiðar og fjölskylda.
Elsku besta
amma.
Þegar ég lít yfir
farinn veg þá eru minningarnar
svo ótal margar um þig. Fyrstu
árin mín var ég svo heppinn að
hafa þig svolítið út af fyrir mig
og var alltaf ólmur í að gista hjá
ykkur afa. Fékk ég ósjaldan að
kúra á milli ykkar eftir að búið
var að lesa spennandi sögu.
Ef mamma var að koma að
kenna leikfimi þá kom ég alltaf
með því að ég vissi að þú mynd-
ir skella í þínar landsfrægu
pönnukökur sem voru hesthúsa-
ðar af bestu lyst.
Það var því þungbært fyrir
lítinn gutta þegar amma og afi
fluttu úr sveitinni en þó var allt-
af gaman að koma í heimsókn í
Bogahlíðina og ekki vantaði að
slegið væri upp veislu í hvert
skipti. Það var því ekki mikill
kvíði fyrir 14 ára ungling að
fara að heiman þegar grunn-
skólanum á Finnbogastöðum
lauk, því að eins og einhver
sagði þá var þetta eins og að
fara að heiman en í raun heim,
að fara frá Melum til ykkar afa í
Bogahlíðina.
Það var oft glatt á hjalla í
Bogahlíðinni. Þegar systkinin
komu í heimsókn var oftar en
ekki gripið í gítarinn eða org-
elið og afi stjórnaði söng af mik-
illi röggsemi. Helgarbíltúrar til
skemmtunar og fræðslu voru
ómissandi og þeim fylgdu sögur
af mönnum og stöðum á leiðinni
og oftar en ekki áð og dregið
upp nesti sem dugað hefði hálfri
sveitinni. Okkur bræðrum leið
Aðalbjörg
Albertsdóttir
✝ Aðalbjörg Al-bertsdóttir
fæddist 1. maí
1934. Hún lést 28.
ágúst 2020.
Útför Að-
albjargar fór fram
10. september
2020.
alltaf afar vel hjá
ykkur og þó að við
værum fluttir frá
ykkur á eigin stað
var alltaf hægt að
leita til þín og afa.
Þegar við bjugg-
um erlendis var oft
erfitt að halda sam-
bandinu en ég hafði
það alltaf fyrir
reglu að fyrsta og
síðasta stoppið í
hverri heimferð var hjá ykkur,
þá var nú heldur betur spjallað
og farið yfir bæði þjóðmálin og
heimsmálin. Þú hafðir sterkar
skoðanir á hlutunum og vildir
leggja þitt af mörkum til að að-
stoða þá sem að minna máttu
sín.
Síðustu árin urðu minning-
arnar þínar um æskuárin sem
þú hafðir sjaldan deilt á fyrri tíð
oft að umræðuefni. Eggjaferðir
á Hornbjarg, heyskapur með
gamla laginu og bernskubrek
pabba komu þar oft fyrir og
sönnuðu fyrir mér að alveg
sama hvað gekk á og þótt tím-
arnir væru erfiðir þá gast þú
samt alltaf skemmt þér og haft
gaman af hlutunum. Sveitin var
alltaf ofarlega í þínum huga og
spurðir þú alltaf spennt eftir
helstu fréttum úr sauðburði, af
heyfeng og loks af fallþunga að
hausti. Ullarsokkar og vettling-
ar fyrir smalana voru einnig
fastur liður.
Veikindi þín voru áfall fyrir
okkur öll en hvernig þú tókst á
við þau sýndi hversu ótrúleg
manneskja þú ert, tókst öllu
með jafnaðargeði og jákvæðni
og einbeittir þér að því að lifa í
núinu og njóta hverrar stundar.
Góða skapið, hláturinn þinn
og ástúðin sem þú áttir í bíl-
förmum er það sem mun lifa
með mér og fleirum alla tíð.
Guð geymi þig, elsku amma.
Guðmundur Ragnar
Björnsson.
Kristín Lilja er
látin aðeins þrjátíu
ára.
Hún kom inn í líf sonar míns
fyrir rúmum þremur árum og
var unun að fylgjast með því
hve vænt þeim þótti hvoru um
annað.
Það er ótrúlegt til þess að
hugsa hve stutt er síðan hún
hringdi á hjá okkur á neðri
hæðinni og bað um að fá lykil
að láni. Hún hafði læst sig úti.
Hún faðmaði mig áður en
hún fór og sagði: „Takk fyrir
allt, tengdamamma“ og ég svar-
aði á móti: „Takk miklu fremur
fyrir allt og allt, Kristín mín.“
Það hvarflaði ekki að mér þá
að þetta yrðu okkar síðustu
orðaskipti en fáeinum dögum
seinna var hún komin á sjúkra-
hús þar sem hún lést eftir
stutta legu.
Kristín átti sína fortíð eins og
við öll. Um hana töluðum við
ekki og um hana vissi ég lítið.
Fortíðinni fær enginn breytt,
ekkert er hægt bæta og engu er
hægt að breyta af því sem liðið
er.
Kristín Lilja
Gunnsteinsdóttir
✝ Kristín LiljaGunnsteinsdóttir
fæddist 4. mars 1990.
Hún lést 14. júlí
2020.
Útför Kristínar
Lilju fór fram í kyrr-
þey 28. júlí 2020.
Það er núið
sem skiptir máli
og það sem ókom-
ið er.
Ég á aðeins
góðar minningar
um Kristínu,
margar sem koma
upp í hugann sem
sýna góða konu
með ljúft bros og
hlýja nærveru.
Henni var annt
um að gleðja aðra og mig þar á
meðal.
Eitt sinn var það með ávaxta-
drykk sem hún hafði keypt
handa mér um leið og hún fór í
matarbúðina, í annað sinn með
kók og súkkulaði sem hún hljóp
og keypti og færði mér út í garð
þar sem ég var að hreinsa beðin
en hún síðan að flýta sér í vinn-
una.
Ég á margar svona minning-
ar sem ég mun geyma með mér
og rifja upp.
Við söknum hennar við Jakob
og Einar Hugi, sonarsonur
minn, en mestur er söknuður
Böðvars Yngva, sonar míns,
sem misst hefur konuna sem
átti að verða hans lífsförunaut-
ur.
Fjölskyldu hennar sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Guðrún Kvaran.
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi,
bróðir og frændi,
HELGI SIGURJÓN ÓLAFSSON,
Seljalandsvegi 54,
Ísafirði,
lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar
mánudaginn 31. ágúst. Útförin fer fram frá
Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 17. september klukkan 13.
Ólafur Freyr Númason Katrín Ágústa Thorarensen
Bríet Ósk Ólafsdóttir
Helgi Sigurjón Ólafsson
Sigurður Björn Björnsson
og frændsystkini
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, sonur og afi,
JÓN GUÐMUNDSSON
arkitekt,
lést í faðmi fjölskyldu sinnar sunnudaginn
6. september.
Útförin verður tilkynnt síðar.
Ragnheiður Björk Hreinsdóttir
Sigurrós Jónsdóttir Brynjar Þór Björnsson
Guðmundur Hjalti Jónsson Lísa Mikaela Gunnarsdóttir
Ingunn Ívarsdóttir
Bjartmar og Sólmar
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐLAUG ÓLAFSDÓTTIR,
lést 24. ágúst á hjúkrunarheimilinu Mörk í
Reykjavík. Útför hennar hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins fyrir
góða umönnun.
Borghildur Guðmundsdóttir
Rannveig Guðmundsdóttir
Björn Guðmundsson Rebekka Sigrún Guðjónsdóttir
Guðrún Guðmundsdóttir
Ólafur Guðmundsson Bryndís Birnir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÖRLYGUR ÞÓR HELGASON,
fyrrum bóndi á Þórustöðum,
Brekatúni 2, Akureyri,
lést 8. september.
Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Margrét Sigfúsdóttir
Helgi Örlygsson
Sigurlína Örlygsdóttir Jón Ólafur Jónsson
Egill Örlygsson Efemía Fanney Valgeirsdóttir
afabörn og langafabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir mín,
tengdamóðir og amma,
JÓHANNA GUNNARSDÓTTIR,
Skipastíg 19, Grindavík,
varð bráðkvödd á heimili sínu
miðvikudaginn 2. september.
Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera
viðstaddir útförina.
Þórey Rakel Mýrdal
Theodóra Mýrdal Gunnar Björn Björnsson
og fjölskyldur