Morgunblaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.09.2020, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Glæpamenngerast stöð-ugt at- kvæðameiri á net- inu. Allt of mikið er um að fólk gái ekki að sér þegar svika- hrappar eru á ferð, en einnig eru gerð- ar árásir á ein- staklinga og fyrir- tæki og síðan krafist lausnargjalds fyrir skil á upp- lýsingum eða einfaldlega fyrir að linna látum þannig að starf- semi geti haldið áfram með eðli- legum hætti á ný. Í frétt í Morgunblaðinu í gær leiðir Daði Gunnarsson, fulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu, getum að því að hátt á annan milljarð króna tapist á ári hverju. Í fyrra var umfangið metið á 1,6 milljarða króna. Netglæpir eru erfiðir við- fangs, ekki síst vegna þess að gerendurnir geta verið niður- komnir hvar sem er í heiminum og erfitt að ná til þeirra. Tilefni fréttarinnar í blaðinu í gær er að lýst var yfir óvissu- stigi í fjarskiptageiranum í gær vegna harðrar árásar á íslenskt fyrirtæki í net- og upplýsinga- þjónustu. Nafn fyrirtækisins var ekki gefið upp. Vaxandi glæpastarfsemi á netinu kallar á varnir og þær geta kostað sitt. Það er hins veg- ar óhjákvæmilegt að fyrirtæki grípi til varna og reyni að búa þannig um hnúta að ekki séu margir veikir blettir á kerfum þeirra. Hrafnkell Viðar Gíslason, forstjóri Póst- og fjar- skiptastofnunar, segir í fréttinni að hann telji að umfang netglæpa sé mjög líklega vanmetið og tap- ið gæti verið tífalt meira en nefnt er hér að ofan. Ein ástæð- an fyrir því sé sú meinta skömm sem virðist fylgja því að hafa orðið fyrir barðinu á net- þrjótum. Í raun er skömmin þó engin. Voldugustu leyniþjón- ustur heims hafa reynst ber- skjaldaðar þegar að þeim hefur verið sótt. Hins vegar er mikil- vægt að tilkynna árásir og blekkingar á netinu til þess að aðrir átti sig á aðferðum net- glæpamanna og geti varist, eins og Hrafnkell bendir á. Netglæpir eru hvimleitt fyr- irbæri og geta verið stórskað- legir. Aðferðirnar verða svæsn- ari og blekkingarnar trúverð- ugri nánast með hverjum deginum. Það er því mikilvægt að vera á varðbergi, láta ekki undan hótunum, borga ekki gervireikninga og hafa í huga ef það freistar að taka gylliboði í tölvupósti að peningar vaxa ekki á netinu frekar en á trjám. Metið hefur verið að einn og hálfur milljarður tapist á ári vegna netglæpa og gæti sú upphæð hæglega verið vanmetin} Svik og prettir á netinu Netglæpamenneru ekki einir um að villa á sér heimildir á netinu. Þar má finna flóð- bylgjur af áróðri af ýmsum toga þar sem skoðanir eða auglýsingar eru lagðar í munn persóna sem yfirleitt eru ekki til. Oftast eru reikniritar eða algóritmar not- aðir til að búa þetta efni til og þegar líður að kosningum magnast lætin um allan helm- ing. Tilgangurinn með þessum draugagangi er að skekkja um- ræðu og afvegaleiða, sá efa- semdum og skapa glundroða án þess að sjáist eða hægt sé að rekja hver uppruninn er þannig að lesendur haldi að almennir borgarar séu á ferð að leggja lóð sín á vogarskálar umræð- unnar. Ætla mætti að þeim sem stunda áróður með þessum hætti þætti lítill akkur í að grugga vatnið á Íslandi, en svo virðist ekki vera. Björn Bjarnason greindi frá því í færslu á heimasíðu sinni í liðinni viku að hann hefði rekist á dæmi um að nettröll væru far- in að blanda sér í umræðu á Ís- landi. Í dæminu, sem hann fann, var markmiðið að fegra Vladim- ír Pútín og hvítþvo Rússa, eins og hann orðar það. Um var að ræða viðbrögð við frétt um hvatningu Guð- laugs Þórs Þórðar- sonar utanríkis- ráðherra til rúss- neskra yfirvalda að heimila alþjóðlega rannsókn á eitur- árásinni á Alexei Navalní. Í færslunni er reynt að leiða lík- um að því að tilræðið við Na- valní hafi verið gert með þeim hætti að böndin hlytu að berast að rússneskum stjórnvöldum og því væri ekki bara ósennilegt heldur heimskulegt að ætla að þau stæðu á bak við það. Við færsluna er nafnið Magnús Sig- urðsson „sem á fjóra Facebook- vini, býr í Reykjavík og birtir huldumynd á síðu sinni“, skrifar Björn og bætir við eftir að hafa birt langa tilvitnun úr færsl- unni: „Þetta er skólabókardæmi um texta sem notaður er í fjöl- þátta (e. hybrid) aðgerðum. Nefnd þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu ætti að kynna sér og læra af umræðum um eit- urárásina á Aelxei Navalníj á samfélagsmiðlum.“ Þetta er góð ábending hjá Birni og athyglis- vert að nettröllin láta tungumál ekki þvælast fyrir sér. Dreifa áróðri án þess að uppruninn sjáist og láta íslensku ekki þvælast fyrir sér} Nettröllin eru víða Þ ann 9. september sl. kynnti sam- göngu- og sveitarstjórnar- ráðherra hina skosku leið, sem hefur fengið nafnið Loftbrú hér á landi. Að láta skosku leiðina verða að veruleika var eitt stærsta kosningarloforð Framsóknarflokksins fyrir þetta kjörtímabil. Skoska leiðin er hluti af stjórnarsáttmála rík- isstjórnarinnar og fór inn í samgönguáætlun við gerð hennar. Málið var síðan samþykkt á Alþingi og er nú orðið að veruleika. Það er mikið fagnaðarefni að okkur hafi tekist að uppfylla þetta loforð að fullu, en Framsókn hefur þurft að hoppa yfir ýmsar hindranir til að ná þessu baráttumáli í gegn. Loftbrú gerir innanlandsflugið að enn fýsi- legri kosti fyrir íbúa landsbyggðarinnar, þ.e. fyrir fólk sem býr á bilinu 200-300 km akst- ursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Þetta á líka við íbúa Vestmannaeyja. Þeir sem geta nýtt sér Loftbrúna fá 40% afslátt af heildarfargjaldi innanlands- flugs fyrir allt að 6 flugleggi á ári til og frá höfuðborg- arsvæðinu. Alls ná afsláttarkjörin til rúmlega 60 þúsund íbúa landsbyggðarinnar. Gert er ráð fyrir undantekningum fyrir skilyrði um búsetu á landsbyggðinni. Þær undantekningar gilda fyr- ir framhaldsskólanema af landsbyggðinni sem fært hef- ur fært lögheimili sitt tímabundið á höfuðborgarsvæðið vegna náms og börn sem eru með lögheimili á höf- uðborgarsvæðinu en eiga foreldra eða forráðamenn sem hafa búsetu á landsbyggðinni. Unnið er að út- færslu á þessum undanþágum. Markmið verkefnisins er að efla innan- landsflug og stuðla að betri tengingu landsins með uppbyggingu almenningssamgangna. Á landsbyggðinni er oft skortur á aðgengi að mikilvægri þjónustu, en þeir sem búsettir eru langt utan höfuðborgarsvæðisins þurfa oft að ferðast langan veg til að nýta sér þjónustu á höfuðborgarsvæðinu sem er jafnvel bara í boði þar. Með Loftbrú er verið að tryggja greiðara aðgengi íbúa á landsbyggðinni að þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Þessar að- gerðir stuðla að því að þeir sem búa langt frá höfuðborgarsvæðinu sitji ekki á hakanum vegna búsetu sinnar. Einnig er vert að nefna að nýta megi þessa afslætti í þeim tilgangi að sækja menningu á höfuðborgarsvæðinu og til að heimsækja ættingja og vini sem búsettir eru þar. Þarna er verið að auka aðgengi að þjónustu sem ekki er til staðar í heimabyggð, t.a.m. konur sem eru að fara í sónarskoðun og það hafa ekki allir aðgengi að tann- læknaþjónustu í heimabyggð svo fátt eitt sé nefnt. Síðan verður leiðin styttri í leikhús okkar þjóðarinnar því höf- uðborgin er okkar allra, hér er því verið að stuðla að frekara jafnrétti fólks, óháð búsetu, og mikilvægt byggð- armál. Halla Signý Kristjáns- dóttir Pistill Loftbrú Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Komið er að endalokumgamla talsímakerfisinsþar sem heimasímar vorutengdir í gegnum land- línukerfið um símstöðvar og kop- artaugar, svonefnt PSTN-kerfi, sem lokað verður á þessu ári. Síminn vinn- ur nú við fyrsta áfanga að lokun PSTN-kerfisins vegna aldurs og ástands þess. Er stefnt að því að ljúka fyrsta áfanga 1. október næstkom- andi og að allt PSTN-kerfið verði lagt niður á seinasta ársfjórðungi yf- irstandandi árs. ,,Það hefur verið í vinnslu í alllangan tíma að leggja þetta kerfi niður enda er það orðið tæknilega úrelt, erfitt að fá í það vara- hluti og kostar mikið að reka það og önnur tækni hefur í raun og veru að miklu leyti tekið við,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjar- skiptastofnunar. Þótt langflestir landsmenn séu í dag með símasamband í gegnum svo- nefnt Voice over IP-kerfi (VoIP) og stafræna farnetsþjónustu treysta nokkrir bæir í dreifbýli víða á land- inu, þar sem ekki hefur verið lagður ljósleiðari, enn á síma- og netsam- band um gamla PSTN-kerfið. Verði ekkert að gert missa þessir staðir allt fjarskiptasamband við lokunina. Um er að ræða lögheimili eða fyrirtæki sem eru staðsett fjarri símstöð á við- komandi landsvæði þar sem löng kop- arheimtaug gefur ekki kost á staf- rænni fjarskiptalausn á borð við VoIP að því er fram kemur í nýju samráðs- skjali Póst- og fjarskiptastofnunar. Að sögn Hrafnkels verða gerðar ráðstafanir til að tryggja að allir þeir staðir sem missa fjarskiptasamband við lokun PSTN fái aðgang að síma- þjónustu og netþjónustu. Gæti þá reynt á svokallaða alþjónustu í fjar- skiptum sem lög kveða á um að skuli tryggja að öllum landsmönnum standi til boða talsíma- og gagnaflutn- ingsþjónusta á viðráðanlegu verði. Hefur PFS í hyggju að útnefna Neyð- arlínuna ohf. sem alþjónustuveitanda fjarskiptatenginga fyrir síma- og net- þjónustu í þessum sérstöku tilvikum. Hrafnkell segir Símann stýra þessu verki enda lokun kerfisins á vegum fyrirtækisins ,,en við erum að reyna að tryggja að enginn sitji eftir þjónustulaus. Það hefur sem betur verið verið lyft grettistaki af hálfu stjórnvalda með verkefninu Ísland ljóstengt þar sem íbúar í strjálbýlinu, aðallega sveitabæir, hafa verið tengdir við ljósleiðara. Þetta verkefni hefur verið í gangi í fjögur ár og því lýkur vonandi í árslok 2021,“ segir hann. 13 staðir missa allt samband Hvað lokun símans á PSTN- kerfinu varðar segir Hrafnkell að í einstaka tilfellum sé ekki búið að leggja ljósleiðara og að þar sé um örfáa tugi staða að ræða. Í samráðsskjalinu er farið yfir stöðu þessa verkefnis og þar kemur fram að skv. upplýsingum Símans sé annars vegar um að ræða notendur sem ekki geta tengst fastaneti eftir lokunina og hins vegar notendur sem ekki geta fengið farnetsþjónustu. ,,Í fyrri flokkunum voru 25 staðföng, en í þeim seinni 13,“ segir þar og er þá átt við lögheimili og fyrirtæki með heilsársstarfsemi á einstökum land- svæðum. Skv. seinustu endurskoðun á stöðu þessara mála líti út fyrir að 13 staðir myndu missa allt fjarskipta- samband við lokun PSTN-kerfisins. Í dag sé ekki ljóst hvaða fjarskipta- samband verður í raun til staðar þeg- ar kemur að lokun og líklegt sé að grípa þurfi til sértækra ráðstafana til að koma upp fullnægjandi sambandi með alþjónustu. Gamla símakerfið syngur sitt síðasta Morgunblaðið/Jóra Fortíð Gömlu heimilissímarnir eru löngu horfnir af sjónarsviðinu. Nú á að loka landlínukerfinu þar sem stinga þarf símasnúru með kló í innstungu. Þeir staðir, heimili eða fyrir- tæki í dreifbýlinu, sem myndu að óbreyttu missa allt fjarskiptasamband við lokun PSTN-kerfisins, eru 13 skv. yfirliti í samráðsskjali Póst- og fjarskipta- stofnunar. Þetta eru einn notandi á Króksfjarðarnesi, einn á Oddsstöðum, tveir notendur á Flatnefsstöðum, einn á Tunguhálsi, einn á Stafa- felli, fjórir notendur á Mýr- um, einn á Djúpavogi og tveir í Fagradal. Fram kemur að yfirlitið sé ekki endilega tæmandi og fleiri staðir gætu orðið fyrir truflunum eða skertri fjarskiptaþjónustu. „Fyrstu niðurstöður eru þær að um sé að ræða inn- an við 30 staðföng í fyrsta áfanga lokunarinnar.“ Áhrif á allt að 30 notendur LOKUN PSTN-KERFISINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.