Morgunblaðið - 15.09.2020, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 5. S E P T E M B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 217. tölublað 108. árgangur
RAFMAGNAÐIR
BÍLAR TEKNIR
TIL KOSTANNA
ÓVISSA OG
ERFIÐ ÁR HJÁ
ÆÐARBÆNDUM
VAR EIGINLEGA
UPP Á LÍF
OG DAUÐA
LIGGJA MEÐ DÚN 10 HÓLMFRÍÐUR 26BÍLAR 16 SÍÐUR
Omeprazol
Actavis 20mg14 og 28 stk.
Magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka
efninu Omeprazol og eru ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni með mat eða á fast-
andi maga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar,
varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi-
seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða
lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um
áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar
um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Markaðsleyfishafi:
Actavis Group PTC ehf.
T
e
va
0
2
8
0
6
2
Eftir að hafa mætt reglulega í sjö ár
og sjö mánuði til að sauma í Njálu-
refilinn í Refilstofunni í Sögusetr-
inu á Hvolsvelli er komið að verk-
lokum. Í kvöld verða síðustu sporin
saumuð í refilinn og glaðst yfir
góðu verki. Refillinn er 90 metra
langur hördúkur þar sem Njálssaga
er saumuð með refilsaumi og er
Kristín Ragna Gunnarsdóttir hönn-
uður hans.
Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir,
einn aðstandenda verkefnisins, seg-
ir að kjarni um 20 kvenna, flestra úr
Rangárþingi, eigi flest sporin í refl-
inum. Hópurinn hafi hist reglulega
á þriðjudagskvöldum og fimmtu-
dögum síðustu ár og lagt fram
vinnu sína og margar úr hópnum
hafi komið miklu oftar. Vinnustund-
ir og verkefni hverju sinni voru
færð til bókar og núna hefur 12.500
sinnum verið skrifað í bókina.
Fjölmargir hafa lagt verkefninu
lið í lengri eða skemmri tíma frá því
það hófst í febrúar 2013 og allt ver-
ið unnið í sjáfboðavinnu. Refillinn
verður formlega afhentur sveit-
arstjórn Rangárþings eystra á
næstunni og er verið að leita að hús-
næði fyrir hann. aij@mbl.is
Síðustu
sporin í
Njálurefil
Verklok í vinnu við 90 metra langan refil sjö árum og sjö mánuðum frá upphafinu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Menningararfleifð Hannyrðakonurnar voru ánægðar á svip er þær hittust á Hvolsvelli í gær og í kvöld leggja þær lokahönd á Njálurefilinn.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Eiríkur S. Svavarsson, hrl. og lög-
maður Fosshótels Reykjavík, segir
bankana verða að koma til móts við
fyrirtæki sem eru í skuldavanda
vegna kórónuveirufaraldursins.
„Það þurfa allir að taka á sig tjón
og bankarnir verða að fella niður af-
borganir á meðan kórónuveiran ríð-
ur yfir. Þessi leið er ódýrust fyrir
alla,“ segir Eiríkur sem telur lög-
bannskröfu í máli Fosshótels
Reykjavík gegn Íþöku fasteigna-
félagi kunna að gefa fordæmi. Fleiri
slík mál séu í dómskerfinu.
Eftirgjöfin ekki gríðarleg
Þar sem faraldurinn verði líklega
tímabundinn þurfi eftirgjöf banka til
handa leigusölum og leigutökum
ekki að vera gríðarleg.
„Það er mikilvægt að ekki verði
gerð sömu mistökin og í hruninu
þegar bankarnir komu allt of seint
fram með úrræði og lausnir á skulda-
vanda heimila og fyrirtækja. Það
kostaði mikið tjón; gjaldþrot og
nauðungarsölur,“ segir Eiríkur.
Að hans mati styður álitsgerð Við-
ars Más Matthíassonar, fv. hæsta-
réttardómara, sem unnin var að
beiðni Fyrirtækja í hótel- og gisti-
þjónustu, málstað leigutaka.
Bankar felli
niður kröfur
í faraldrinum
Lögbannskrafa sögð gefa fordæmi
Miklir hagsmunir
» Fram kom í Morgunblaðinu
sl. laugardag að leigugreiðslur
ferðaþjónustunnar árið 2018,
án flugs, námu 25 milljörðum.
» Nýrri tölur liggja ekki fyrir
en að mati Samtaka ferðaþjón-
ustunnar hafa þær lítið breyst.
» Vandi leigutaka hefur því
smitáhrif víða í hagkerfinu og
gæti aukið afskriftir banka.
MBankarnir komi að … »12
Tæplega 4.400 bílaleigubílar hafa
verið teknir úr umferð það sem af er
ári. Alls hafa um níu þúsund bílar
verið teknir úr flotum bílaleiga, en
samkvæmt tölum Hagstofunnar hef-
ur um helmingur þeirra verið seldur
en hinn helmingurinn mun vera án
númera.
Fyrstu sjö mánuði ársins seldust
5.673 nýir fólksbílar, eða um þriðj-
ungi færri en á sama tímabili í fyrra.
Samdrátturinn felst mest í mun
færri bílaleigubílum, en fjöldi þeirra
dróst saman um 60% fyrstu sjö mán-
uði ársins. Liðlega 9.300 færri bíla-
leigubílar voru í umferð nú í júlí en í
sama mánuði á síðasta ári. Þá höfðu
ríflega sexfalt fleiri bílar verið teknir
úr umferð en árið áður. Alls voru
rúmlega 15.600 bílaleigubílar í um-
ferð í júlí, en leita þarf aftur til árs-
ins 2014 til þess að finna færri bíla-
leigubíla á götunum.
Vextir bílalána einnig lækkað
Sennilegt er að margir af þeim
bílaleigubílum sem nú eru án núm-
era verði settir á sölu á næstu mán-
uðum. Rétti ferðaþjónustan ekki úr
kútnum á næstunni má svo búast við
að fleiri bílar bætist við þann fjölda.
Kórónuveiran hefur haft meiri
áhrif á bílamarkaðinn, sem birtast í
sögulega lágum vöxtum. Vextir af
lánum til bíla- og tækjakaupa hafa
lækkað samhliða vaxtalækkunum
Seðlabankans, en sú þróun hefur
vafalaust örvað söluna. Vaxtakjör
eru mismunandi eftir fjármögn-
unarhlutfallinu, en gróft á litið má
segja að vextir á bílalánum hafi al-
mennt lækkað um tvö prósentustig á
þessu ári. »Bílar
Á fimmta þúsund
bíla úr umferð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lagt Bílaleigubílum á götunum hef-
ur fækkað umtalsvert undanfarið.
Bílaleigur grynnka á flotanum
Lögmaður egypsku fjölskyld-
unnar sem vísa á úr landi á morgun
hefur sent velferðarnefnd og
stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
Alþingis bréf þar sem hann krefst
þess að gripið sé inn í málið. Segir
hann að brotið sé á stjórnarskrá og
vísar til 76. greinar þar sem kemur
fram að börnum skuli „tryggð í lög-
um sú vernd og umönnun sem vel-
ferð þeirra krefst“. Allsherjar-
nefnd fjallar í dag um málið. »4
Krefst þess að gripið
sé inn í brottvísun