Morgunblaðið - 24.09.2020, Page 2

Morgunblaðið - 24.09.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020 NÝJ UNG ! Öruggar þvaglekavörur Extra rakadræg 100% Lyktarvörn Passa frábærlega Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Þóroddur Bjarnason Sighvatur Bjarnason Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á fundi fjármálastöðugleika- nefndar í gær að fjármálaeftirlit Seðlabankans hefði fylgst náið með nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair Group og hefði kallað eftir gögnum. Það væri nú að kanna framkvæmd út- boðsins. Hann sagði að fjármálaeft- irlitið teldi útboðið sem slíkt og fram- vindu þess tilefni til umhugsunar um fyrirkomulag við ákvarðanatöku þeg- ar kemur að einstaka fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Ásgeir benti á að fjármálaeftirlitið hefði í fyrrasumar sent út bréf þar sem áhyggjum af því að samþykktir sjóðanna uppfylltu ekki nægilega ströng skilyrði til að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna var lýst. Það bréf hefði núna verið ítrek- að. Ásgeir sagði að skoða þyrfti allt ferlið upp á nýtt. Staðan væri þannig núna að stjórnir sjóðanna væru skip- aðar hagsmunaaðilum sem væru að taka ákvarðanir um einstaka fjárfest- ingar sem að hans mati ættu að vera teknar annars staðar en af þessum aðilum, eins og hann orðaði það. Stjórnir sjóðanna ættu frekar að ákvarða almennt fjárfestingarstefnu sjóðanna. Í framhaldi minnti Ásgeir á að í lífs- kjarasamningunum var gert ráð fyrir að lagaumgjörð í kringum lífeyris- sjóðina yrði endurskoðuð í tengslum við samningana. Stjórnin ber ábyrgðina Stefán Sveinbjörnsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunar- manna, LIVE, segir, spurður um skoðun á orðum seðlabankastjóra, að málefni er snúa að stjórnskipulagi sjóðsins hafi verið unnin á vettvangi aðildarsamtaka sjóðsins, þ.e. Sam- taka atvinnulífsins, VR og Félags at- vinnurekenda. Varðandi það hvort honum hugnist sú leið að lögum verði breytt og kveð- ið á um að stjórnir sjóðanna taki ekki ákvarðanir um einstaka fjárfestingar, eins og í hlutafjárútboði Icelandair á dögunum, telur Stefán að best sé að stjórnin komi að slíkum ákvörðunum, enda beri hún ábyrgðina. „Ég held að við værum ekkert í betri stöðu ef starfsmenn hefðu tekið þessa ákvörð- un.“ Aðalsteinn Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar, segir að í sjálfu sér sé í lagi að skerpa á um- hverfinu í kringum lífeyrissjóðina, en hinsvegar vilji hann ekki taka vald af sjóðunum. Hann segist hafa kallað eftir því að sjálfstæði stjórnarmanna sé til staðar og menn taki ákvörðun á hverjum tíma í ljósi þeirra upplýsinga sem liggja fyrir. Sjálfur hafi hann aldrei reynt að hafa áhrif á stjórnar- menn í lífeyrissjóðum. Aðalsteinn kveðst algjörlega ósam- mála seðlabankastjóra um að stjórnir sjóðanna ættu ekki að taka einstaka fjárfestingarákvarðanir. Allt formanni viðkomandi Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður stéttarfélagsins Eflingar, segir að allt er viðkemur félagsmönnum Eflingar hljóti að vera sér viðkomandi sem for- manni í félaginu. „Allt sem viðkemur þessum málum er risavaxið pólitískt mál. Við erum í baráttu á hverjum einasta degi fyrir hagsmunum vinn- andi fólks. Að láta eins og vissir part- ar séu undanskildir, og einhverjir milljón króna menn út í bæ megi ákveða hvenær ég megi eða megi ekki tjá mig, er náttúrlega bara fráleitt,“ segir Sólveig. Hún segir að ekki sé einungis um að ræða yfirráðahyggju hinna auðugu, heldur vilji þeir líka hafa algjöra stjórn á því hvernig þau [verkalýðshreyfingin] tali. Hrönn Jónsdóttir, formaður stjórn- ar Birtu lífeyrissjóðs, segist í samtali við Morgunblaðið ekkert hafa út á nú- verandi lagaumgjörð um lífeyrissjóð- ina að setja. Hún telur að hæfismat skerpi mikið á vinnubrögðum stjórn- armanna. Þá segist Hrönn ekki vera á því að útboð Icelandair hafi leitt í ljós brotalamir. Það sjáist á því hve þátt- taka í útboðinu hafi verið mismunandi og að einstaka sjóðir hafi metið fjár- festingarkostinn út frá þeim gögnum sem lágu fyrir. Sammála um endurskoðun Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, kveðst al- gerlega sammála því að endurskoða þurfi lög um lífeyrissjóði. Hann vill t.d. að atvinnurekendur víki úr stjórn- um sjóðanna. „Þetta helminga- skiptakerfi í dag er úrelt og fráleitt, enda eiga sjóðfélagar sjóðina og eiga að axla þá ábyrð að velja hverjir stjórna sjóðunum.“ Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, finnst ummæli seðlabankastjóra mjög athyglisverð, og segir það bros- legt hve ofsafengin viðbrögð séu við því að verkalýðshreyfingin hafi skoð- un á fjárfestingu lífeyrissjóða. Ragnar fagnar því að Seðabankinn fari í saumana á ákvörðunartöku líf- eyrissjóðanna hvað útboð Icelandair varðar. „Ég er viss um að niðurstaðan verði sú að ákvörðun Lífeyrissjóðs verslunarmanna var tekin alfarið á faglegum forsendum.“ Ragnar er sammála seðlabanka- stjóra um að endurskoða þurfi kerfið, en Ragnar hafi sjálfur margítrekað að sjóðfélagar eigi til dæmis að taka ákvörðun um stjórnir sjóðanna. Vill ekki að stjórnir ákveði einstaka fjárfestingar  Formaður LIVE og Framsýnar ósammála bankastjóra  Formenn VR og VLFA vilja að sjóðfélagar velji stjórnina Morgunblaðið/Ómar Lög Seðlabankastjóri vill endurskoða lög um lífeyrissjóðina. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is HS Orka hyggst hefjast handa við 30 MW stækkun Reykjanesvirkjun- ar á næstunni og með því verður framleiðslugeta aukin úr 100 MW í 130 MW. Verk- fræðingar HS Orku hafa unnið að hönnun og undirbúningi þessa síðustu misseri ásamt ráðgjöfum og eru öll formsatriði í höfn. Auglýst verður eftir til- boðum í verkið á næstu dögum. „Þetta er virkjun sem allir ættu að geta sætt sig við, því ekki þarf frek- ari jarðboranir vegna þessarar stækkunar. Við ætlum einfaldlega að nýta auðlindina betur,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við Morgun- blaðið. Stækkun Reykjanesvirkjunar mun nýta affallsvarma frá núver- andi virkjun. Því er engin þörf á því að bæta við borholum heldur er ein- göngu um að ræða betri nýtingu á núverandi upptekt. „Þetta er ný- sköpunarverkefni. Þegar Reykja- nesvirkjun var fyrst tekin í rekstur var ekki útséð um að hægt væri að nýta þennan varma. Með rannsókn- um og þróun hefur okkur tekist að gera slíkt mögulegt,“ segir forstjór- inn. Reiknað er með að framkvæmd- ir við þessa stækkun hefjist fljótlega á nýju ári og taki um það bil tvö ár. Varla fleiri stórvirkjanir í bráð Ósennilegt er, að mati Tómasar, að fleiri stórvirkjanir verði reistar í bráð og áherslur í orkumálum séu að breytast. Framtíðin sé sú að nýta betur afl frá þeim auðlindum sem þegar hafi verið virkjaðar – og þar séu margir valkostir fyrir hendi. Hjá HS Orku sé horft til þess að end- urbyggja og breyta orkuverinu í Svartsengi við Grindavík, sem í dag framleiðir 75 MW. Gerlegt sé með nýjum vélum að auka framleiðslu þess um 30 MW. Slíkt verkefni sé þó háð samþykki í rammaáætlun um orkunýtingu, að minnsta kosti miðað við núverandi regluverk sem þurfi að breyta. Auk reksturs gufuaflsvirkjana á Suðurnesjum er HS Orka í sam- starfi við á annan tug orkubænda víða um land sem sett hafa upp smá- virkjanir sem nýta fallorku til raf- magnsframleiðslu. Sá háttur er þá hafður á að HS Orka kaupir raf- magnið, veitir því út á kerfi Lands- nets og dreifiveitna og endurselur almenningi og fyrirtækjum. „Að stækka virkjanir sem fyrir eru eða fá orku frá smávirkjunum, sem framleiða 1-10 MW, er mjög heppi- legt miðað við núverandi aðstæður á Íslandi. Almennt eykst eftirspurn eftir orku um 10-20 MW á milli ára og þessar litlu virkjanir falla vel að þeirri aukningu,“ segir Tómas Már. Stækka Reykjanesvirkjun um 30 MW  Affallsvarma verður breytt í raforku  Stórframkvæmd og nýsköpun hjá HS Orku  Nýta auð- lindina betur  Vilja breyta orkuverinu í Svartsengi  Í samstarfi við orkubændur víða um landið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjanesvirkjun Betri nýting auðlindar og nýsköpun, segir forstjórinn. Tómas Már Sigurðsson Forsendunefnd SA og ASÍ fundaði í gær til að fara yfir forsendur lífs- kjarasamninganna en niðurstaða um hvort þær hafa staðist þarf að liggja fyrir í síðasta lagi kl. 16 næsta mið- vikudag. Hefur samninganefnd ASÍ verið boðuð til fundar í dag. Skv. heimildum innan launþega- hreyfingarinnar er ekki áhugi á því í verkalýðshreyfingunni að segja samningum upp núna og var ein- hugur um það á formannafundi í fyrradag að standa fast við að um- samdar launahækkanir kæmu til framkvæmda um næstu áramót. ,,Forsendunefnd Samtaka at- vinnulífsins og ASÍ hittist fyrr í dag og fór yfir forsendur lífskjarasamn- ingsins. Ákveðið var á þessum fundi að funda aftur á morgun,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, í gær. Hutverk forsendunefndarinnar er að ákveða hvort forsendurnar halda. Ef þær gera það ekki ber félögunum sem eiga aðild að samningnum ásamt SA að bregðast við því og bendir Ragnar Þór Ingólfsson, for- maður VR, á að þeim sé skylt að leita allra leiða til að ná saman um þau atriði sem út af standa. ,,Við getum ekki tekið neina afstöðu fyrr en niðurstaða forsendunefndarinnar liggur fyrir,“ segir hann. Telur lækkun mótframlags í lífeyrissjóði skynsamlega leið Sl. vor lögðu SA til vegna atvinnu- ástandsins og launahækkana 1. apríl að samið yrði um tímabundna lækk- un mótframlags atvinnurekenda í lífeyrissjóði um 3,5%. Forysta ASÍ hafnaði þessu en verkalýðsformenn- irnir Ragnar Þór og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs- félags Akraness, vildu hins vegar að fallist yrði á þessa lækkun. Spurður hvort þessi hugmynd sé enn á lífi segist Halldór hafa haldið henni á lofti allt frá því í apríl sl. ,,Ég tel að hún sé mjög skynsöm leið til að hjálpa okkur við að efla viðnáms- þrótt í hagkerfinu á meðan við för- um í gegnum þetta erfiða tímabil og er ennþá sömu skoðunar,“ segir hann. „Henni var hafnað á sínum tíma og ég á ekki von á því að hún verði tekin upp aftur,“ segir Ragnar Þór, spurður um þessa hugmynd. »35 Samninganefnd ASÍ kölluð saman  Niðurstaða í síðasta lagi 30. september

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.