Morgunblaðið - 24.09.2020, Page 8

Morgunblaðið - 24.09.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020 Ýmis lönd ESB hafa lýst því yfirað síðustu forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi hafi verið ómark- tækar. Í rauninni hafa ekki verið færð fram nein gögn, sannanir eða beinar ásakanir alþjóðlegra eftirlitsstofnana því til staðfest- ingar.    Niðurstaða kjör-stjórna var að Lúkasjenkó forseti hefði fengið um 80% greiddra at- kvæða, eins og hann er vanur, enda var það nán- ast sama fylgið og í „sigri“ hans fyrir 26 árum, þegar hann gaf fyrst kost á sér. Þau úrslit sýna óneit- anlega mikinn stöðugleika, þótt spyrja megi sig hvort sá sé endi- lega eftirsóknarverður.    En það virðist nýtilkomið aðESB-löndin hafi fengið grun- semdir um að kosningar í Hvíta- Rússlandi og stjórnarfarið lytu ekki venjulegum lögmálum. Eftir deilurnar um Úkraínu sá ESB ekkert að því að friðarviðræður um ástandið þar færu fram í Minsk.    Í gær bárust fréttir um að for-setinn hefði verið settur í sitt embætti á ný.    Hingað til hefur hver ný inn-setning kallað á mikil tilþrif og ríkisvædda fagnaðaröldu. En nú var ekki minnst á innsetn- inguna fyrr en hún var búin.    Það hlýtur að teljast mikið veik-leikamerki og með öllum hin- um að undirstrika að Pútín getur ekki dregið það mikið lengur að skipta um mann í brúnni í Minsk. Lúkasjenkó Með pompi, prakt og pukri STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Vegagerðin, Reykjavíkurborg og Kópavogsbær hafa ákveðið að hafna öllum umsóknum um þátt- töku í hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog, sem efnt var til í fyrra. Ný hönnunarsamkeppni verður auglýst í næsta mánuði. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Vegagerðrinnar. Forsaga málsins er sú að 20. desember 2019 voru opnaðar umsóknir um þátttöku í hönnunar- samkeppni um brú yfir Fossvog og sóttu 17 aðilar um. Niðurstaða forvalsins var tilkynnt umsækj- endum hinn 24. janúar 2020 og voru sex hönn- unarteymi valin til þátttöku. Tvær kærur bárust kærunefnd útboðsmála vegna forvalsins og 6. júlí 2020 felldi nefndin úr gildi ákvörðun um val á þátttakendum í forvalinu á þeim forsendum að skilmálar útboðsgagnanna samrýmdust ekki ákvæðum laga um opinber inn- kaup. Með bréfi hinn 5. ágúst 2020 dró verkkaupi ákvörðun um val á þátttakendum til baka í sam- ræmi við úrskurð kærunefndar. Engar athuga- semdir bárust. Ráðgjafarfyrirtækið Alta mun hafa umsjón með samkeppninni. sisi@mbl.is Ný samkeppni um Fossvogsbrú  Fyrri samkeppni var ekki talin standast lög Mynd/Vegagerðin Fossvogsbrú Hin nýja brú verður um 270 metra löng og mun tengja Reykjavík og Kópavog. Útvegsspilið naut mikilla vinsælda á árunum eftir að það kom út fyrir jólin 1977. Fyrstu upplögin seldust upp og í seinni tíð hefur einungis verið hægt að fá notuð eintök sem gátu kostað á annað hundrað þús- und kr. samkvæmt tilkynningu frá útgefanda. Nýtt upplag hefur verið framleitt og Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra var einn fyrsti spilarinn. Útgáfunni var fagnað með hátíð- legri athöfn þegar Stefán Sigur- jónsson hjá Spilaborg afhenti Krist- jáni Þór og Georg Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, fyrstu spilin við Reykjavíkurhöfn í gærmorgun. Spilaþyrstir Íslendingar gætu hugsað sér gott til glóðarinnar þar sem Útvegsspilið skipar sérstakan sess í þjóðarsálinni og hefur oft ver- ið talað um að í því hafi verið lögð fyrstu drög að kvótakerfinu. Útvegsspilið reyndist vinsælasta gjöfin um jólin 1977 og seldist fyrsta upplagið upp. Sömu sögu var að segja um annað upplag. Afhenti ráðherra nýja útgáfu Útvegsspilsins Morgunblaðið/Hallur Spilið afhent Útvegsspilið reyndist vinsælasta jólagjöfin á árinu 1977. Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Mán. – Fim. 10–18 Föstudaga 10–17 Laugardaga 11–15 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Eldhúsinnréttingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.