Morgunblaðið - 24.09.2020, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 24.09.2020, Qupperneq 27
Viktorssyni hafi lagt mest af mörk- um fyrir margt löngu. „Þetta hefur óneitanlega verið mikil vinna og því hafa menn gefist upp á þessu, en þrjóskan í mér hefur ekki látið und- an!“ Varanlegt rými mikilvægt Til að byrja með var safnið heima hjá Erni en þegar ekki var lengur rými fyrir það þar flutti hann það í Kaplakrika með aðstoð Bergþórs, sem útvegaði skápinn góða. Tilurð úrklippusafnsins hefur ekki verið í hávegum höfð og fáir hafa kynnt sér það til hlítar, en höfundar íþrótta- bóka hafa þó notið góðs af því. Örn segir að vegna plássleysis sé skápurinn með úrklippubókunum núna á ómögulegum stað. Þar séu þær engum til gagns, því engin að- staða sé til þess að fletta upp í þeim og jafnvel hætta á að þær skemmist. „Varanlegt pláss vantar fyrir safn- ið,“ segir Örn og vísar til þess að úr- klippubækurnar séu á einum stað og önnur gögn í lokaðri geymslu á öðr- um stað. „Gegnumstreymið er mikið og ég er hræddur um að það bitni á safninu,“ áréttar hann og bendir líka á að margar úrklippurnar séu orðn- ar gamlar og viðkvæmar. Hann hafi ljósritað mörg blöð og fyrir nokkr- um árum hafi hann gleymt frumriti í gluggasyllunni heima. „Blaðið var í sólinni í nokkra daga og þegar ég tók eftir því var letrið horfið,“ segir hann. Örn segir að úrklippur hafi líka horfið úr safninu. „Þess eru dæmi að menn hafi séð úrklippur um sig og tekið þær ófrjálsri hendi. Ef safnið er óvarið í alfaraleið er hætta á að það hverfi hægt og sígandi.“ FH er með glæsilega aðstöðu í Kaplakrika en Örn segir að alltaf vanti húsnæði og úrklippusafnið og aðrar sögulegar heimildir hafi ekki verið í forgangi. „Ég hef áhyggjur af því að enginn taki þessi gögn upp á sína arma eftir að ég hætti, en bær- inn á nú nær öll mannvirkin í Krik- anum og með varðveislugildið í huga vona ég að bæjaryfirvöld aðstoði fé- lagið við að koma safninu og öðrum mikilvægum sögulegum heimildum fyrir í rými við hæfi. Meirihluti safnsins hefur að geyma sögu FH og það á því heima hér í Kaplakrika. Verði það flutt annað óttast ég að það skemmist og glatist. Deyi.“ Hættir um leið og fótboltinn Örn verður áttræður næsta sum- ar og segir að nú sé rétti tíminn til að hætta þessari tómstundaiðju. Hann segir að stundum hafi hvarflað að sér að hætta en ekki hafi orðið af því. „Ég hef oft sagt að nú væri komið nóg en þá hefur enginn viljað taka við keflinu. „Geturðu ekki hald- ið aðeins áfram,“ var gjarnan við- kvæðið, því enginn annar nennti að standa í þessu og ég hélt því áfram. Ég er með síðustu bókina, á eftir að fylla um 100 síður, og þegar fót- boltatímabilinu lýkur í vetur lími ég inn síðustu fréttina. Þá verður von- andi búið að finna varanlegt rými fyrir safnið.“ Samviskusemi Örn hefur farið yfir öll blöð á hverjum degi í 64 ár og límt inn fréttir í úrkippubækur. Afreksmenn Örn og Geir Hallsteinssynir skoða úrklippur í safninu. Úrklippa Örn skoraði tíu mörk í sigri, 20:18, á móti Fram í janúar 1965. MÚrklippusafn »Baksíða FRÉTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Veitingastaðurinn Maika’i hefur ver- ið opnaður í Classanum Sport við hlið líkamsræktarstöðvarinnar World Class Laugum. Þetta segir Ágúst Freyr Hallsson, eigandi staðarins, í samtali við Morg- unblaðið. Áður hafði samloku- staðurinn Joe & The Juice verið til húsa í rýminu. Ágúst hefur rekið Maika’i ásamt kærustu sinni Elísabetu Mettu Svan Ás- geirsdóttur, en staðurinn hefur fram til þessa verið inni á veitingastaðnum Sætum snúð- um í Mathöll Höfða og á Hafn- artorgi. Síðarnefndi staðurinn var opnaður fyrr í sumar. Að sögn Ágústs hafa viðtökurnar allt frá upp- hafi ekki látið á sér standa og því ákvað parið að opna fleiri útibú, nú síðast í Laugum. „Við erum búin að gera samning við World Class, en skálarnar komu í sölu um helgina. Við ætlum að byrja á að opna þarna og svo sjáum við hvað setur. Það kemur vel til greina að opna á fleiri stöðvum,“ segir Ágúst og bætir við að spurn eftir skálum Maika’i hafi aukist svo um munar undanfarna mánuði. „Þetta hefur alveg sprungið. Það er alveg brjálað að gera alla daga og salan eykst í hverjum mánuði.“ Handtínd ber frá Brasilíu Á Maika’i er boðið upp á acai- skálar sem í grunninn eru búnar til úr handtíndum sambazon-acai- berjum frá Brasilíu. Ofan á grunns- kálarnar stendur viðskiptavinum til boða að setja m.a. ber, banana og granóla. Aðspurður segir Ágúst að þau Elísabet eigi fullt í fangi með að tryggja nægt hráefni fyrir staðina þrjá. „Við höfum þurft að auka mikið við pantanir. Við höfum bara verið að redda okkur, en þess utan er spurn eftir acai í heiminum að aukast mjög mikið,“ segir Ágúst sem kveðst spenntur fyrir komandi mánuðum. Parið muni jafnframt einbeita sér að frekari vexti vörumerkisins Maika’i. Spurður hvort gera megi ráð fyrir nýjungum á matseðli staðarins segir Ágúst að nýlega hafi ný skál verið tekin í sölu. Ber hún heitið Líf með vísan til Birgittu Lífar Björnsdóttur, markaðsstjóra World Class. „Þessi skál var að bætast við mat- seðilinn og það verður gaman að sjá hvernig viðtökurnar verða. Við erum alltaf að skoða hvort bæta eigi við nýjum skálum en við erum mjög spennt að sjá hvort þessi fellur í kramið hjá viðskiptavinum.“ Laugar Elísabet Metta og Birgitta Líf við veitingastaðinn Maika’i. Nýr veitinga- staður í World Class Laugum  Maika’i kemur í stað Joe & The Juice Ágúst Freyr Hallsson VIÐ LEITUM AÐ LISTAVERKUM Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 ERUM AÐ TAKA Á MÓTI VERKUM Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.