Morgunblaðið - 24.09.2020, Side 28

Morgunblaðið - 24.09.2020, Side 28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020 ALVÖRU VERKFÆRI 145 EITTRAFHLÖÐUKERFI YFIR VERKFÆRI VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is vfs.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Eftir um þrjá mánuði er nýtt og fullkomið upp- sjávarskip væntanlegt til Samherja á Akur- eyri. Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja, segir skipið svara kröfum um mikla kæligetu og stór lestarrými. Skipið er stórt sem ekki veitir af í sókn á fjarlægð mið og m.a. ein þau erfiðustu við kolmunnaveiðar langt vestur af Írlandi, nánast úti á miðju Atlants- hafinu að vetri til. Mikil endurnýjun hefur orð- ið í uppsjávarflota Íslendinga á síðustu árum og segir Kristján að nýsmíðin sé liður í þeirri þróun. Nýr Vilhelm Þorsteinsson leysir eldra skip með sama nafni af hólmi, sem kom nýtt til landsins fyrir 20 árum. Það er frystiskip sem selt var til Rússlands fyrir tveimur árum og er nú m.a. gert út til síldveiða við Austur- Rússland. Til að brúa bilið hefur Margrét EA veitt uppsjávarafla Sam- herja, en Margrétin var smíðuð 1996. Samningar um smíði nýja skipsins hjá Karstensens- skipasmíðastöðinni í Skag- en í Danmörku voru fullfrá- gengnir 4. september 2018. Þann dag hefðu tvíbura- bræðurnir Baldvin og Vil- helm Þorsteinsssynir orðið 90 ára gamlir. Báðir voru þeir skipstjórar á skipum frá Akureyri í ára- tugi. Nafn nýja skipsins er sótt til Vilhelms föður Kristjáns útgerðarstjóra, en Baldvin er faðir Þorsteins Más, forstjóra Samherja. Dregnir frá Póllandi Upphaflega stóð til að skipið kæmi til lands- ins um mitt þetta ár, en vegna kórónuveikinnar og fleiri þátta hefur smíðin tafist. Hjá Karst- ensens er einnig verið að smíða nýjan Börk fyrir Síldarvinnsluna í Neskaupstað og er hann væntanlegur á vormánuðum. Um systurskip er að ræða og var hönnun skipanna í höndum Karstensens og útgerða skipanna. Skrokk- arnir voru smíðaðir í skipasmíðastöð Kar- stensens í Gdynia í Póllandi, en síðan dregnir til Skagen þar sem lokið er við smíðina. Nýr Vilhelm verður búinn til bæði nóta- og flotvörpuveiða. Skipið verður rúmlega 88 metrar að lengd, 16,6 metrar að breidd og dýptin 9,6 metrar. Burðargetan verður um þrjú þúsund tonn af kældum afla og ber því svipað eða heldur meira en Beitir NK, sem er burðarmesta skip uppsjávarflotans. Skipið verður vel búið í alla staði, bæði hvað varðar vinnuaðstöðu og aðbúnað áhafnar, sem og veiðar og meðferð á afla. Alls verða 13 kælitankar í skipinu og segir Kristján lykilatriði til að tryggja sem mest gæði hráefnis að kæla aflann hratt niður. Sjór sé kældur í tönkunum, jafnvel niður fyrir frostmark, og aflanum síðan dælt í tankana. Markmiðið sé að hitastigið á fiskinum sé í kringum núllið þegar honum er dælt í land, jafnvel eftir langa siglingu af miðunum. Burð- argetan skipti miklu máli þegar siglt sé 4-5 sól- arhringa á kolmunnaveiðum á fjarlæg mið og eins þegar loðna sé veidd í bræðslu. Stærð skipanna skipti einnig miklu máli þegar siglt sé með fullfermi í misjöfnum veðrum. Á loðnu, síld og makríl til manneldis sé kæligetan gífur- lega mikilvæg, en þá er oft miðað við minni farm. Hefur trú á loðnuvertíð Kristján segist gera sér vonir um að Vilhelm Þorsteinsson fari til loðnuveiða fljótlega eftir heimkomuna. Reyndar sé ekki kominn loðnu- kvóti, en mælingar á loðnunni standa nú yfir. Gefinn hefur verið út upphafskvóti upp á 170 þúsund tonn, en hann verður endurmetinn að leiðangri Hafrannsóknastofnunar loknum. „Ég hef fulla trú á því að það verði loðnu- vertíð í vetur,“ segir Kristján. „Þrátt fyrir að engar veiðar hafi verið leyfðar tvo síðustu vet- ur hefur talsvert verið af loðnu víða við landið og jafnvel við Færeyjar síðasta vetur. Loðnan hefur breytt göngumynstri sínu og þörf er á frekari rannsóknum.“ Kæli- og burðargeta lykilatriði  Nýtt uppsjávarskip Samherja kemur um áramót  Stórt skip sem ekki veitir af í sókn á fjarlæg mið  Loðnuveiðar vonandi fyrsta verkefni nýs Vilhelms Þorsteinssonar EA  Mikil endurnýjun Ljósmyndir/Karstensens Fullkomið skip Nýr Vilhelm Þorsteinsson EA við bryggju í Karstensens-skipasmíðastöðinni í Skagen í Danmörku. Skipið er vel búið í alla staði. Allt á sinn stað Brúin hífð á Vilhelm í slippn- um hjá Karstensens í Gdynia í Póllandi. Kristján Vilhelmsson Afurðaverð á markaði 22. sept. 2020, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 452,15 Þorskur, slægður 517,83 Ýsa, óslægð 320,89 Ýsa, slægð 341,25 Ufsi, óslægður 160,36 Ufsi, slægður 172,17 Gullkarfi 290,82 Blálanga, óslægð 270,08 Blálanga, slægð 284,91 Langa, óslægð 250,33 Langa, slægð 209,81 Keila, óslægð 53,02 Keila, slægð 100,90 Steinbítur, óslægður 214,55 Steinbítur, slægður 358,51 Skötuselur, slægður 528,26 Grálúða, slægð 226,79 Skarkoli, óslægður 278,00 Skarkoli, slægður 364,55 Þykkvalúra, slægð 487,76 Langlúra, óslægð 251,00 Sandkoli, slægður 75,00 Bleikja, flök 1.442,86 Gellur 1.141,22 Hlýri, óslægður 319,00 Hlýri, slægður 365,36 Lúða, slægð 297,19 Lýsa, óslægð 79,64 Lýsa, slægð 14,00 Náskata, slægð 54,00 Undirmálsýsa, óslægð 205,93 Undirmálsýsa, slægð 192,00 Undirmálsþorskur, óslægður 261,24 Undirmálsþorskur, slægður 210,01

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.