Morgunblaðið - 24.09.2020, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 24.09.2020, Qupperneq 30
30 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020 24. september 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 138.03 Sterlingspund 176.6 Kanadadalur 103.66 Dönsk króna 21.769 Norsk króna 14.79 Sænsk króna 15.562 Svissn. franki 150.73 Japanskt jen 1.3201 SDR 194.67 Evra 162.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 197.6252 Hrávöruverð Gull 1903.1 ($/únsa) Ál 1752.5 ($/tonn) LME Hráolía 41.79 ($/fatið) Brent ● Landsvirkjun hefur skrifað undir samning við bandaríska og breska fag- fjárfesta um út- gáfu grænna skuldabréfa. Bréfin eru gefin út undir græn- um fjármögn- arramma fyrir- tækisins og verða nýtt til að fjármagna grænar eignir á efnahagsreikningi, sem er ný nálgun í skilgreiningu á ráðstöfun fjármuna. Í tilkynningu frá Lands- virkjun segir að fyrirtækið sé meðal þeirra fyrstu í heiminum sem beita þessari nýju nálgun. Um lokað útboð var að ræða að fjár- hæð samtals 150 milljónir banda- ríkjadala, jafnvirði um 21 milljarðs ís- lenskra króna. Að sögn voru upphafleg markmið 100 milljónir dala, en útgáf- unni var mjög vel tekið og bárust tilboð fyrir 545 milljónir. Bréfin eru á gjalddaga eftir 9 ár og bera 2,79% fasta vexti fyrir skuldabréf gefin út í nóvember á þessu ári og 2,84% fyrir þau sem gefin verða út í febrúar á næsta ári. Landsvirkjun segir að útgáfan endurspegli áherslur á sjálf- bæra þróun og tengist Heimsmark- miðum Sameinuðu þjóðanna. Landsvirkjun gefur út græn skuldabréf Útgáfa Grænar eignir fjármagnaðar. STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á fundi í gærmorgun, sem hald- inn var í tilefni af birtingu seinna rits Fjármálastöðugleika á þessu ári, að mikilvægt væri að fjármálafyrirtæki ynnu markvisst að endurskipulagn- ingu útlána og nýttu það svigrúm sem aðgerðir Seðlabankans og stjórnvalda hafa skapað til að styðja við heimili og fyrirtæki. Eins og fram kemur í ritinu hefur baráttan við kórónuveirufarald- urinn reynst langdregnari en vonir voru bundnar við, sem auki óvissu og hafi neikvæð áhrif á útlánasöfn fjár- málafyrirtækja. Greiður aðgangur að fé Í máli Ásgeirs kom fram að eigin- fjár- og lausafjárstaða stóru bank- anna þriggja væri sterk. Aðgerðir Seðlabankans hefðu rýmkað verulega aðgengi þeirra að lausu fé og vaxta- álag á erlendum lánsfjármörkuðum hefði lækkað. Bankarnir hefðu því greiðan aðgang að lausu fé bæði í krónum og erlendum gjaldmiðlum. Þeir ættu því að búa yfir miklum við- námsþrótti til að takast á við afleið- ingar farsóttarinnar. Í máli Hauks C. Benediktssonar, framkvæmdastjóra fjármálastöðug- leika hjá Seðlabanka Íslands, á fund- inum kom fram að ferðaþjónustan ætti áfram verulega undir högg að sækja og ætti nú mikið undir kröfu- höfum sínum. Hann sagði að fjárhæðir útlána í greiðsluhléum lækkuðu hratt þessa dagana og núna væru um 9% útlána fyrirtækja í greiðsluhléi, og þar af um 23% útlána til ferðaþjónustunnar. Haukur sagði að þetta væri ekki merki um að staðan væri að batna heldur eingöngu að notkun úrræðis- ins færi minnkandi. Hann sagði að út- lánagæði bankanna hefðu minnkað eftir því sem faraldurinn hefur dreg- ist á langinn, en vandinn hefði ekki raungerst ennþá. Eins og fram kemur í Fjármála- stöðugleika höfðu um 600 stuðnings- lán verið veitt til fyrirtækja um miðj- an september, upp á 4,7 ma.kr. og tvö viðbótarlán. 998 fyrirtæki, sem stöðva þurftu starfsemi vegna sóttvarnaað- gerða, höfðu fengið lokunarstyrki upp á samtals milljarð kr. Rúmlega 1.000 fyrirtæki voru með sérstakan greiðslufrest á lánum um miðjan september. Á fundinum var vísað til síðustu yf- irlýsingar fjármálastöðugleikanefnd- ar þar sem sérstaklega var talað um eignaverðshækkanir í tengslum við slakara aðhald stjórntækja Seðla- bankans og í framhaldi vísað til þess að ekki væri fjallað um hækkandi eignaverð nú, jafnvel þótt húsnæðis- verð hefði hækkað milli funda, og út- lán til bankakerfisins til heimilanna stóraukist. Var bankastjóri spurður að því hvort nefndin teldi að áhætta tengd húsnæðismarkaði hefði minnk- að, og hvort þróunin væri í takt við væntingar. Ásgeir játti því síðastnefnda, og sagði að það hefði verið markmið pen- ingastefnunefndar að styðja við bæði fasteignamarkaðinn og líka einka- neyslu með lækkun vaxta. Það hefði gengið eftir. Hann sagði að þó að hús- næðisverð hefði hækkað aðeins þá benti ekkert til þess nú að hafa þyrfti sérstakar áhyggjur af því. Fjármálafyrirtæki endur- skipuleggi útlán markvisst Morgunblaðið/Ómar Áhrif Langdregnari barátta við veiruna hefur neikvæð áhrif á heimili og fyrirtæki og þar með útlánagæði. Fjármálastöðugleiki » 9% útlána fyrirtækja í greiðsluhléi. » Heimilin hafa fengið beinar greiðslur upp á 34,3 ma. » Að auki hafa heimilin fengið 9,7 ma. í laun á uppsagnar- fresti frá ríkissjóði. » Í júlí nýttu 1.400 fyrirtæki sér hlutastarfaleið stjórnvalda.  Eiginfjár- og lausafjárstaða stóru bankanna þriggja er sterk Í kjölfar faraldursins hefur fjar- vinna rutt sér til rúms hér á landi í auknum mæli, líkt og fjallað var um í blaðinu fyrr í mánuðinum. Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, lýsti þar þeim jákvæðu áhrifum sem menn hafa greint þar á bæ og sagð- ist telja fjarvinnu komna til að vera. Nú hefur fyrirtækið markað sér sérstaka fjarvinnustefnu og býður starfsfólki að vinna heima hjá sér 40% vinnutímans. Gerður er sérstakur fjarvinnu- samningur sem m.a. tiltekur samráð milli starfsmanns og yfirmanns um nánari útfærslu fjarvinnunnar og að starfsmaður veiti svigrúm í því að eiga fasta starfsstöð á vinnustað. Advania leggur fjarvinnufólki til nettengingu og tölvubúnað á heim- ilinu, sem starfsfólk mun eignast að 12 mánuðum liðnum. Einnig kemur fram að fyrirtækið muni gera samn- inga við birgja og tryggja starsfólki afslátt vegna kaupa á skrifborðum og stólum. Í kynningu frá Advania segir að í kjölfar reynslu af fjarvinnu hafi ver- ið gerðar kannnir meðal starfsfólks um upplifun þess af fjarvinnu, sem hafi að langmestu leyti verið já- kvæð. Með þessu vill félagið m.a. leggja sitt af mörkum við að draga úr áhrif- um á umhverfi og kostnaði við að ferðast til og frá vinnu: að gera starfsfólki kleift að nýta tíma sinn betur og auka samveru innan fjöl- skyldna: og að auka framlegð starfs- fólks sem hafi aukið næði til að sinna sínum verkefnum. sighvaturb@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Fjarvinna Starfsólk Advania stend- ur fyrir vali um að vinna heima. Fjarvinna tekur á sig skýrari mynd  Advania býður starfsólki að vinna 40% heima við

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.