Morgunblaðið - 24.09.2020, Side 36

Morgunblaðið - 24.09.2020, Side 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020 ✝ Jón Guðmunds-son fæddist á Akranesi 17. janúar 1964. Hann lést á krabbameinslækn- ingadeild Landspít- alans 6. september 2020. Foreldrar hans voru hjónin Guð- mundur Jónsson húsasmíðameistari, f. 6. maí 1938, d. 18. maí 2008, og Ingunn Ívarsdóttir húsmóðir, f. 29. maí 1942. Þann 4. september 1988 kvæntist Jón æskuást sinni, Ragnheiði Björk Hreinsdóttur hársnyrtimeistara, f. 19. janúar 1967. Börn Jóns og Ragnheiðar eru: 1) Sigurrós Jónsdóttir lækn- ir, f. 19. ágúst 1988, gift Brynjari Þór Björnssyni körfuboltamanni, f. 11. júlí 1988, börn þeirra eru Bjartmar Jón, f. 19. janúar 2015, og Sólmar Þór, f. 4. maí 2019. 2) Guðmundur Hjalti Jónsson nemi, f. 7. maí 1997, maki Lísa Mikaela Gunnarsdóttir nemi, f. 16. maí 1997. Foreldrar Ragnheiðar eru Hreinn Elíasson listmálari, f. 19. september 1933, d. 15. desember 2005, og Rut Sigurmonsdóttir saumakona, f. 9. apríl 1935. Þar lauk Jón cand.arch.-gráðu frá Det Kongelige Danske Kun- stakademi og útskrifaðist með láði árið 1994. Á árunum eftir út- skrift starfaði Jón sem arkitekt í Kaupmannahöfn en árið 1998 flutti fjölskyldan heim til Íslands. Á Íslandi fékkst Jón við hönnun húsbygginga alla sína tíð og má finna fjölmörg mannvirki hönnuð af Jóni víða um land. Hann starf- aði á Vinnustofu arkitekta, Arkís, Vektor og Basalt auk þess sem hann rak eigið fyrirtæki, For- mark. Hann vann að fjölbreyti- legum verkefnum, skipulagi og byggingum. Sem dæmi má nefna Klettagarða 25, nú verslun Joh- ans Rönning. Einnig má nefna hús Heklu í Reykjanesbæ, hús Heklu við Klettagarða og versl- unarmiðstöð í Klaipeda í Litháen. Þá kom hann einnig að hönnun Guðlaugar á Langasandi, hönnun Bláa lónsins, hönnun Sult- artangavirkjunar, hönnun ein- býlishúsa, m.a. að Dýjagötu í Garðabæ og endurgerð eldri húsa svo sem á Hvanneyri, Laugar- dælum og Melgraseyri. Hann vann einnig að samkeppnum og má nefna nýlega vinningstillögu um hönnun hjúkrunarheimilis á Höfn. Þá hannaði hann Eplið hár- stofu fyrir eiginkonu sína. Útför Jóns fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag, 24. september 2020, og hefst athöfnin kl. 13. Systkini Jóns eru: 1) Matthildur Guð- mundsdóttir, f. 13. desember 1961, gift Vilhjálmi Að- alsteinssyni húsa- smíðameistara, f. 7. maí 1958, börn þeirra eru Arnar, Markús og Katrín. 2) Ívar Guðmunds- son vélstjóri, f. 15. febrúar 1966, giftur Önnu Láru Eðvarðsdóttur sjúkraliða, f. 22. desember 1965, börn þeirra eru Ingunn Lára, Hannes Örn og Kristján Árni. Jón ólst upp á Akranesi og bjó þar til tvítugs. Hann gekk í Brekkubæjarskóla og lauk stúd- entsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Árið 1985 fluttu Jón og Ragnheiður til Reykjavíkur og starfaði Jón þá við hlið föður síns við uppbyggingu og endurreisn eldri mannvirkja af fjölbreyttum toga. Má þar nefna endurbætur á Dómkirkjunni, endurreisn gamla Iðnskólans í Lækjargötu eftir bruna sumarið 1986 og end- urbyggingu Bessastaða. Árið 1988 fluttu Jón og Ragn- heiður til Kaupmannahafnar, þá nýgift og nýbakaðir foreldrar. Pabbi hvernig veistu þetta? Hvenær gerðist þetta? Segðu mér meira. Þú hafðir alltaf eitthvað áhugavert og skemmtilegt að segja mér. Ég hafði svo gaman af því að tala við þig og fræðast um lífið og tilveruna. Það var alltaf gott að leita til þín og þú gast alltaf hjálpað mér. Þú komst mér alltaf á óvart með hugmyndum þínum og visku, þannig að við gátum aldrei lokið samræðunum fyrr en mamma kom og rak okkur í hátt- inn. Þú varst endalaus brunnur af minningum, sögu og fróðleik. Þú hafðir endalausan áhuga á heim- inum og lífinu. Þú elskaðir lífið. Þú lifðir í núinu og skapaðir góðar minningar. Þú hafðir svo mikinn áhuga á því hvernig allt virkaði og varð til. Ég sakna þess að tala við þig. Það er svo gaman að vera sonur þinn. Ég man hvað við lékum mik- ið saman þegar ég var barn. Þú mættir mér alltaf sem vinur og jafningi. Þú ert og verður alltaf besti vinur minn. Við hættum aldrei að leika saman. Ég sakna þess að vera á gummíbátnum að veiða með þér. Að spila plötu og velta fyrir okkur allskonar speki og samsærum yfir góðum bjór. Að teikna saman eða fylgjast með þér hanna, steypa, saga og smíða mannvirki. Mér fannst allt sem þú gerðir áhugavert og allt sem þú snertir varð að gulli. Ég fylgdist með þér og hlustaði á þig af að- dáun. Þú ert nefnilega fyrirmynd- in og hetjan mín pabbi. Ég vil bara vera eins og þú. Sterkasti maður sem ég veit um, þú kvartaðir ekki einu sinni í veikindum þínum. Sama hvað, þá hafðir þú það alltaf fínt og sagðir að það hversu illt manni er, væri bara matsatriði. Þú barðist af ómannlegri hörku og vilja. Þannig lifðir þú líka. Þú elsk- aðir lífið. Þú kenndir mér að elska lífið. Ég ætla reyna lifa því eins og þú myndir gera. Ég er svo þakk- látur fyrir það að hafa fengið að eiga þig sem pabba og fyrir allt sem ég hef lært af þér. Ég vildi bara að ég fengi að hafa þig áfram hjá mér. Þú verður alltaf hjá mér í hjart- anu mínu og þar mun ég varðveita þig að eilífu elsku pabbi minn. Þinn sonur, Guðmundur Hjalti Jónsson. Þegar kemur að því að dansa lífsins dans og hrífa aðra með þá er enginn sem hefur tærnar þar sem þú hafðir hælana, elsku pabbi. „Ert þú búin að dansa í dag?“ spurðir þú okkur á hverjum degi og brostir þínu breiða, fallega og hlýja brosi. Bros sem hefur fylgt mér frá því að ég man eftir mér og hefur litað tilveru mína ævintýralegum litum. Þú gafst til- veru minni skerpu og kenndir mér snemma gagnrýna hugsun. Þú varst ótæmandi viskubrunnur og það var eins og þú hreinlega and- aðir að þér öllum heimsins upplýs- ingum. Þú sagðir bestu sögurnar en varst á sama tíma besti hlust- andinn. Ég sakna þess að sitja með þér og ræða heima og geima. Þú varst, ert og verður alltaf minn allra besti vinur. Ég gleymi því aldrei hvernig við lékum okkur löngum stundum þegar ég var lítil. Hvort sem það var barbie eða bíló eða eitthvað þar á milli þá var alltaf gaman. Ég sakna þess þegar þú hjólaðir með mig um Kaupmannahöfn í hjóla- sætinu sem var fest á stöngina, með gott útsýni og örugg í pabba fangi. Manstu þegar okkur lang- aði í páfagauk? Við smíðuðum saman fuglabúr og sömdum lag um gjörninginn í von um að fá samþykki mömmu. Manstu þegar við útskrifuðumst? Þú úr Konung- legu dönsku listaakademíunni og ég úr leikskóla. Þú jafnaðir þessu saman og það fannst 5 ára stelp- unni þinni gaman. Ég sakna frum- sömdu „Kalla-feita“ sagnanna fyr- ir háttinn. Þú varst besti sögumaðurinn og Bjartmar Jón afastrákur var jafn hugfanginn og ég þegar þú í seinni tíð endursagð- ir sögurnar fyrir hann. Nú geri ég mitt besta í að halda áfram með söguna. Það var alltaf gott að vera ná- lægt þér. Synir okkar Brynjars, þeir Bjartmar og Sólmar, sáu ekki sólina fyrir þér og það skein í gegn að ástin, virðingin og einlægur áhuginn var gagnkvæmur. Þú varst Brynjari sterk föðurímynd og mér þótti alltaf vænt um það hversu miklir vinir þið voruð. Þú varst besti eiginmaður sem mamma getur hugsað sér. Ástin lá alltaf í loftinu. Þú færðir mömmu kaffi í rúmið á hverjum morgni og þið nutuð saman ilmandi stunda. Þetta og margt annað hefur Brynjar tekið upp eftir þér og ég er þakklát fyrir það alla daga. Þú tókst verkefnum lífsins öruggum tökum með æðruleysi, húmorinn og seigluna að vopni. Í miðjum heimsfaraldri vorum við þrisvar stödd í Hamborg í harðri geislameðferð. Þú lést það ekki á þig fá og gerðir ferðirnar ógleym- anlegar. Ég vildi óska þess að við gætum aftur gengið saman um fiskmarkaðinn í sólarupprás við undirspil þinna dásamlegu sögu- stunda. Níu mánaða baráttan er núna eins og eitt augnablik, stríð- ið er tapað og réttlætið er ekkert. Í kapphlaupi við tímann náðum við þrátt fyrir mótlætið að njóta lífsins eins og þú hefur alltaf gert svo áreynslulaust. Þú áorkaðir svo miklu á stuttum tíma en eins og þú orðaðir það sjálfur þá er það ekki alltaf fjöldi áranna sem telur heldur það hvernig okkur tekst að njóta þeirra ára sem okkur eru skömmtuð. Þú kunnir lífsins list. Ég set markið hátt því þú ert allt- af fyrirmyndin. Ég elska þig til tunglsins, sól- arinnar og til baka aftur, enda- laust. Þinn kjúlli, Sigurrós Jónsdóttir. Það varð brátt um elsku Nonna mág okkar og svila. Illvígur sjúk- dómur hreif hann frá okkur langt fyrir aldur fram. Minningar um góðan dreng sitja eftir. Nonni var skemmtilegur og orðheppinn, ýmsir frasar eru komnir til að vera, fá okkur til að brosa og hugsa um Nonna með hlýju og söknuði. Það var gaman að koma saman og njóta veitinga með Nonna, þá var klappað með báð- um höndum á kviðinn, brosað breitt og andvarpað „þetta er æði“, svo var farin önnur ferð. Nærvera Nonna skapaði létt- leika, hann var viðkunnanlegur, hlustaði og tók þátt í samræðum sama hvert málefnið var. Hann lét málefni fólks sem sætti kúgun eða misrétti sig varða, var vel lesinn og flutti mál sitt með vísan í heim- ildir eða tölulegar staðreyndir. Nonni gat verið ögrandi í skoð- unum með ýmislegt en alltaf glað- ur og vel meinandi. Fáir vöktu jafn mikla kátínu hjá börnum okkar og Nonni, alltaf glaður i bragði, setti sig í sömu hæð, á forsendum þeirra og snæddi dótaveitingar af bestu lyst. Nonni átti fjölbreytt áhuga- mál, smitaðist af hestamennsku frá Röggu sinni og reið glaðbeitt- ur um grundir með rauðan háls- klút; ef eyru hestanna vísuðu fram brosti hann enn breiðar, vit- andi að allir voru sáttir. Nonni fór einstaklega vel að dýrum, sama væntumþykja og virðing borin fyrir öllum málleysingjum. Það var alltaf gaman að ræða við Nonna um hönnun og sköpun, hann sagði manneskjuna vera jafnvægisleitna og þyrfti rými til að flæða og finna hvað það væri sem hún þarfnaðist. Hann fór á flug í hugmyndavinnu með okkur hjónum, dró m.a. upp stórkost- lega hugmynd að hjónasvítu uppi á bílskúrsþaki með heitum potti og öllu tilheyrandi. Við grínuð- umst mikið með þessa hugmynda- vinnu. Teikningarnar eigum við sem eina af mörgum góðum minn- ingum um Nonna sem kraftmik- inn og magnaðan arkitekt. Samband Röggu og Nonna var alla tíð sterkt, virðing í samskipt- um og ástin leyndi sér ekki í aug- um þeirra. Ávextir ástar þeirra eru Sigurrós og Hjalti, frábærar manneskjur bæði tvö. Að eiga fé- laga í foreldrum sínum er dýrmæt gjöf og veganesti út í lífið. Í stórum verkefnum lífsins sést best hvernig fjölskyldan virkar og gæði tengsla. Nonni barðist hetjulega, með jákvæðni að vopni og von í hjarta um að ná bata. Lífi þeirra var snúið á hvolf í skugga veikinda og Covid, fjölskyldunni tókst þó að lifa sem eðlilegustu lífi og stóðu þétt saman og áttu góðar stundir í sælureit sínum, sum- arbústaðnum í Skorradal. Það er ekki auðvelt hlutskipti að vera að- standandi og heilbrigðisstarfs- maður þegar illvíg veikindi banka upp á. Sigurrós barðist hetjulega og fagmannlega fyrir lífi pabba síns sem og fjölskyldan öll. Stoltið í augum Nonna leyndi sér ekki og síst ást hans á fólkinu sínu. Líf Nonna var farsælt, hann skilur eftir sig börn og barnabörn sem eru afar góðar manneskjur, arfleifð sem er hluti af honum. Eftir sitjum við hin hljóð og veltum fyrir okkur tilgangi lífsins. Hvíl í friði elsku Nonni. Elsku Ragga, Sigurrós, Hjalti, Binni, Lísa, Bjartmar, Sólmar, Inga og systkini Nonna og aðrir ástvinir. Megi guð og allar góðir vættir vaka yfir ykkur og vernda. Sólborg og Einar. Elsku Nonni okkar er nú horf- inn á braut og er hans sárt saknað. Nonni kom inn í fjölskylduna fyrir 35 árum og voru þau Ragga sannir sálufélagar og samheldin í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Eftir nám hér á landi, nýgift með litla ástarengilinn sinn hana Sig- urrós, fluttu þau til Kaupmanna- hafnar þar sem Nonni nam arki- tektúr. Þar blómstraði litla fjölskyldan og við bættist gullið hann Hjalti. Mikil gestrisni hefur ávallt einkennt heimili Nonna og Röggu og voru farnar ófáar ferðir yfir hafið til þeirra. Göngutúrar og leiðsögn um Kaupmannahöfn voru fastir liðir að ógleymdum öll- um kræsingunum úr kondítorum borgarinnar. Hann vissi upp á hár hvert eftirlætið var og sá til þess að það væri á boðstólum. Það var ávallt mikil gleði og tilhlökkun að fá þau í heimsókn til Englands og Svíþjóðar. Fjölskyldur okkar fluttust heim til Íslands á svipuð- um tíma og var mikill samgangur á milli. Ógleymanleg eru kósí- kvöldin á föstudögum í Brekku- gerðinu og þegar dansað var á Sundlaugaveginum eftir lagavali Nonna, þar var mikill sérfræðing- ur á ferð. Við ferðuðumst öll saman bæði innan- og utanlands og er mér sér- staklega minnisstæð ferð okkar til Búdapest fyrir tveimur árum. Það var frábær ferð í alla staði; mikið skoðað, glaðst og dýrindis kræs- inga notið. Þar var Nonni á heima- velli er hann setti byggingarsögu og sögu borgarinnar í samhengi. Minningarnar eru margar og alltaf fylgir þeim gleði þótt sorg- artár streymi nú af söknuði. Nonni var þeim eiginleika gæddur að hann gat ávallt glatt alla í kringum sig, hann var heill í gegn, vildi öllum vel og var sannur vin- ur. Nonni var mikill hugsuður, víðlesinn og eldklár. Hann sá feg- urðina í því smáa og hvernig það smáa gat fegrað hið stóra líkt og sjá má í hans arkitektúr og verk- um. Hann var handlaginn og mik- ill hagleikssmiður, eins og heimili þeirra við Sundlaugaveg ber vott um og sælureiturinn í Skorradal, þar var ávallt verk í mótun hvort heldur í bústaðnum sjálfum eða næsta umhverfi. Nonni var mikil barnagæla og kveðja börn okkar góðan vin með söknuði. En umfram allt var Jón mikill fjölskyldumaður sem bar hag sinna ávallt í öndvegi. Hugur okk- ar er hjá fölskyldu Nonna, Ingu móður hans og systkinum. Elsku Ragga, Sigurrós, Binni, Hjalti, Lísa, Bjartmar og Sólmar, þótt það sé erfitt að sjá það núna þá endurspegla tárin ljóma minn- inganna – og mikill ljómi fylgdi Jóni Guðmundssyni. Við þökkum Nonna samfylgd- ina, blessuð sé minning hans. Okkar dýpstu ástarþakkir öll af hjarta færum þér. Fyrir allt sem okkur varstu, yndislega samleið hér. Drottinn launar, drottinn hefur dauðann sigrað, lífið skín. Hvar sem okkar liggja leiðir, lifir hjartkær minning þín. (Höf. ók.) Kolbrún, Sigurður og fjölskylda. Það er með sárum söknuði að við, starfsfélagar Nonna á Basalt, kveðjum hann. Nonni var hluti okkar hóps til nokkurra ára og þau okkar, sem höfðu fyrri kynni af honum í starfi og leik, glöddust mikið þegar hann kom til liðs við hópinn. Nonni var einstakur maður. Í minningu okkar allra var hann sí- brosandi sínu breiða brosi. Hann hafði góða og örláta nærveru og æsti sig ekki yfir hlutunum. Hann var viskubrunnur í að sækja; enda sagðist hann sjálfur vera sérfræð- ingur í „fánýtum fróðleik“. Nonni var faglegur í allri sinni vinnu. Í hans verkum voru öllu vel gerð skil og ávallt svör á reiðum hönd- um. Mikill metnaður, hugmynda- auðgi, áhugi og nákvæmni ein- kenndu störf hans, um leið og húmorinn var ætíð til staðar. Fengi hann viðfangsefni í hendur sem var krefjandi eða öðruvísi var hann fyrr en varði búinn að afla sér allra heimilda, sögulegra jafnt sem tæknilegra, til úrlausnar á því. Þar að auki fylgdu gjarnan fræðilegar, faglegar eða jafnvel sagnfræðilegar skemmtisögur sem gátu hugsanlega tengst við- fangsefninu. Nonni veiktist alvarlega síðast- liðinn vetur. Hann sótti vinnu fram á síðasta dag fyrir stóra aðgerð og var síðan í startholunum í sumar að mæta aftur til vinnu. Svo var kjarkur hans og æðruleysi mikið, að það kom okkur félögunum mjög á óvart að heyra þá sorgarfrétt að veikindin hefðu lagt hann að velli. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem við fengum að njóta sam- vista við Nonna og vottum Röggu, börnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu sam- úð. Fyrir hönd félaga og vina á Bas- alt arkitektum, Sigríður Sigþórsdóttir. Kæri vinur. Takk fyrir vináttu og samtíma okkar hér á jörð. Prakkaraglottið, gálgahúm- orinn og stríðnin með eilífðarbrosi fylgir þér í minningunni. Einstaklega barngóður og alltaf til í að galsast með þeim enda hændust allir krakkar að Nonna frænda. Frábær fjölskyldufaðir og afi og samband ykkar Röggu ein- stakt. Umhyggja fyrir móður þinni til eftirbreytni. Þegar þið Ragga byrjuðuð í hestamennsku kallaði ég þig hestasveininn minn en það breytt- ist fljótt, næmi þitt víð hestana og öll dýr var sérstaklega fallegt, aldrei beitt hörðu, þú bara gast það ekki, það lýsir þér vel. Völundarsmiður og frábær arkitekt, það fékkstu í vöggugjöf frá langfeðrum þínum enda varstu stoltur af þeim. Elsku vinur, þín er sárt saknað og gefinn allt of stuttur tími meðal okkar en þó uppskorið margt. Ég sé þig þeysast um himna- lendur á Kletti, Mola og Vals, ekki ónýtt að vera með þá þrjá til reið- ar. Guð blessi minningu þína og fjölskyldu. Elías Hartmann Hreinsson. Fallinn er frá einstakur maður, Jón Guðmundsson arkitekt. Það er með miklum söknuði sem ég kveð kæran vin og sam- starfsfélaga til margra ára. Nonni er einn af mínum samferðamönn- um sem mun alltaf standa upp úr hvað varðar pælingar um hvernig við nálgumst það sem við erum að fást við. Það átti ekki bara við okk- ar fag heldur svo miklu meira og jafnvel lífið sjálft. Þessi eiginleiki varð til þess að oft sá hann það sem við hin sáum ekki og það er verðmætt að eiga slíkan samferða- mann og samstarfsfélaga. Nonna kynntist ég á námsárun- um í Kaupmannahöfn og alltaf var Jón Guðmundsson HINSTA KVEÐJA Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hreinn Bergmann og Ármann Marvin. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 11-16 virka daga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.