Morgunblaðið - 24.09.2020, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 24.09.2020, Qupperneq 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020 ✝ Eiríka Stein-unn Petersen Agnarsdóttir fædd- ist í Reykjavík 17. júlí 1993. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Fossvog 9. sept- ember 2020. Foreldrar henn- ar eru Agnar Már Jónsson fram- kvæmdastjóri, f. 3. janúar 1964, og Soffía Dóra Sig- urðardóttir sálfræðingur, f. 10. október 1970. Eiríka Steinunn var elst í þriggja systkina hópi, næst henni kom Sigurður Andri Agnarsson, f. 30. september 1998, þá Anna Kristín Petersen Agnarsdóttir, f. 8. október 2000. Eiríka Steinunn stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Ármúla og var mik- il hannyrðakona. Hún var ógift og barnlaus. Útför hennar fer fram í dag, 24. september 2020. Ég gleymi aldrei laugardeg- inum 17. júlí 1993. Nákvæmlega 12:18 komst þú í heiminn, fyrsta fréttin ómaði í útvarpstækinu á fæðingardeildinni tveimur mín- útum seinna, síldin var fundin og nóg var af henni. Allt var svo bjart og jákvætt, ég hélt á þér, þú svo pínulítil, krumpuð en samt svo falleg, fallegust í heimi. Ég var orðinn pabbi. Stærsta stund lífs míns! Á leiðinni heim af fæðingardeildinni stoppaði ég bílinn, fór út, horfði til himins, drakk í mig stundina og hvíslaði að mér þessu fallega orði, pabbi, svo mögnuð stund og hamingja. Og hamingjan hélt áfram, kraftmikil hnáta óx og dafnaði. Þú vaknaðir eldsnemma á morgnana. Þá áttum við okkar bestu stundir, skemmtilegast fannst okkur að hjóla saman. Þegar maður kom heim að af- loknum vinnudegi komstu hlaup- andi á öðru hundraðinu í fangið og maður fékk rembingskoss og knús í hvert einasta skipti. Þú varst svo athugul á allt í kringum þig og fróðleiksfús. Fimm ára varstu farin að lesa og fljótlega fórstu að drekka í þig alls kyns fróðleik. Þú varst aldrei að trana þér fram en áttir það til að skjóta réttum svörum við flóknum spurningum þegar allir aðrir voru strand. Einkunnir þínar í Fjölbraut Ármúla end- urspegla svo sannarlega allt framangreint, þú varst svo stolt á þinn hógværa hátt þegar þú sýndir okkur þær. Það fallegasta við þig var að þú varst fordómalaus með öllu, hugsanlega smá gagnvart sjálfri þér en gagnvart öðru fólki sýnd- ir þú ekkert annað en blíðu, um- hyggju og væntumþykju. Ef ein- hvern vantaði hjálp, þá varst þú fyrst til að bjóða hana fram. Því miður eru fáir nú til dags gæddir þeim kostum og þú fórst ekki varhluta af því að lítilmennin í kringum þig sniðgengu þig og fyrir kom að þú varst skilin út undan. Þess vegna leið þér best í kringum okkar bestu vini og nánustu fjölskyldumeðlimi. Á þessum tímamótum metur mað- ur það svo mikils, alla þá sem reyndust þér vel. Fyrir ári fékkstu alvarlega blóðsýkingu sem meðal annars lagðist á hægri hjartaloku. Svo alvarleg var hún að þér var hald- ið sofandi í öndunarvél í tvær vikur. Eftir áframhaldandi með- ferð og endurhæfingu vissum við ekki betur en þú værir hólpin. Það kom því sem reiðarslag þeg- ar sýkingin tók sig aftur upp með sama hætti en nú dugðu engin ráð; þó svo þú værir í höndum okkar færustu lækna og hjúkrunarfólks var ekkert annað í stöðunni eftir þriggja vikna baráttu en leyfa þér að sofna svefni hinna réttlátu. Við sátum við hlið þér fjölskyldan og fylgd- um þér síðustu metrana. Þar rifjuðum við upp allar fallegu minningarnar sem við eigum um þig, spiluðum uppáhaldslögin þín og hlustuðum saman á Harry Potter. Fyrst maður á annað borð þurfti að kveðja barnið sitt, þá hefði ég ekki viljað skilja við þig nema akkúrat með þessum hætti og með því fólki sem var með okkur. Missirinn er svo óendanlegur og sorgin er svo sterk, hún end- urspeglast í doða, máttleysi og reiði. Reiðin er verst en maður reynir eftir fremsta megni að deyfa hana með öllum góðu minningunum sem við áttum saman og af þeim er nóg að taka. Hvíl í friði elsku ástin mín. Pabbi. Elsku Eiríka, það var ást við fyrstu sýn þegar þú fæddist. Það kom fljótt í ljós hversu skörp og eftirtektarsöm þú varst. Ef hlutir voru færðir til bentir þú á það einungis nokk- urra mánaða gömul. Þú varst lestrarhestur og fórst oft á bókasafnið. Komst heim með stafla af ólíkum bókum. Fyrir nokkrum árum kom kona til mín og sagði mér sögu frá því að þú varst í 2. bekk. Hún hitti þig á bókasafninu, þú með stafla af bókum til lestrar og efsta bókin var ljóðabók eftir Jónas Hall- grímsson. Mjög lýsandi fyrir fjölbreytt áhugasvið þitt og fróð- leiksfýsn. Þegar við við spiluðum spurningaspil vildu flestir vera í þínu liði og þá kom fallegt bros frá þér. Hæfileikar þínir í handavinnu voru einstakir, hvort sem var hekl, prjón eða saumur. Hægt er að hafa marga þessara hluta ým- ist á réttunni eða röngunni, svo vel eru þeir unnir. Þú varst varst hjartahlý og blíð, með einstaka samkennd. Ég á eftir að sakna þess að heyra þig segja „mikið ert þú sæt ástin mín“ er við vorum að hafa okkur til og fara eitthvað saman. Það sem okkur þótti það skemmtilegt og áttum við ein- stakar stundir og nú góðar minningar. Við elskuðum að fara saman út og og njóta bæði tón- listar og leiksýninga. Þú varst stórtæk og gjafmild. Skemmst er að minnast síðustu jóla. Á að- ventunni færðir þú okkur í fjöl- skyldunni miða á Jólatónleika Björgvins í jólagjöf. Ógleyman- leg stund með þér. Ferðalög voru þér hugleikin og þú varst heimsborgari af guðs náð. Við ferðuðumst víða og mikið sem ég er þakklát fyrir það. Bústaðurinn okkar í Skorradalnum var okkur sem annað heimili á uppeldisárunum þínum. Fórum þangað flestar helgar og margt brallað. Þar undum við okkur vel. Eins elsk- uðum við að ferðast í „Trölla“, fellihýsinu okkar. Við ferðuð- umst víða um landið ýmist ein, með fjölskyldunni eða í góðra vina hópum. Við fórum oft til út- landa. Það sem ég er þakklát fyrir allar þær stundir. Þú varst einungis nokkurra ára gömul þegar þú sagðir „mamma, mikið er langt síðan við höfum farið eitthvað erlendis, eigum við ekki að fara að skella okkur“ eins og við værum bara að fara í bíltúr. Lífið er ekki alltaf sann- gjarnt. Við sem eftir sitjum verðum að trúa því að þeir sem vita meira og þurfa meira hafi kallað þig í stærri og mikilvæg- ari verkefni. Það er ekki auðvelt og eig- inlega ógerlegt að hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að heyra röddina þína aftur, heyra þig hlæja að Friends, heyra þig biðja mig að koma í bíltúr eða fara saman í ferðalög eða á handverkssýninguna aftur. Það er okkur öllum nauðsyn- legt að eiga von. Þegar lífið er ósanngjarnt og jafnvel óyfirstíg- anlegt getur reynst nauðsynlegt að endurmeta vonina, jafnvel breyta henni. Það er mín einlæga von að nú sért þú komin á þann stað þar sem allir eru jafnir og framkoma fólks hvers við annað einkennist af því mikilfenglega hjartalagi sem þú barst. Þar séu steinar sem kastað er úr glerhúsum teknir sem vindhögg og enginn sé skilinn út undan. Ég kveð þig með sömu orðum og voru síðustu orð þín til mín: Takk ástin mín, „love you“. Þín mamma. Elsku Eiríka, systir og vin- kona. Hvernig get ég byrjað? Hvað er rétt að segja? Mig langar að þakka þér fyrir allar minningarnar okkar saman, bæði þær slæmu og góðu. Núna ætla ég bara að hugsa um þær góðu og gleyma þeim slæmu. Þú varst svo ótrúlega klár, góðhjörtuð og hæfileikarík. Ég hef aldrei hitt jafn gáfaða mann- eskju og þig, ef ég var í vanda- málum með námið vissir þú alltaf svarið og hjálpaðir. Þegar mig vantaði ullarpeysu þegar ég var 12 ára þá prjónaðir þú gullfal- lega peysu fyrir mig og ég notaði hana þangað til hún var of lítil og öll í götum. Þegar ég var of hrædd til að taka strætó sjálf komstu með mér og við fórum í bíó saman. Það var gott að hafa stóru systur sína með sér, þá vissi ég að ég væri í góðum hönd- um og ég þyrfti ekki að vera stressuð og hrædd. Þegar okkur leiddist plötuðum við mömmu með okkur í Smáralind eða göngutúr í IKEA. Á hverju ári fórum við upp í bústað að halda upp á páskana og á jólunum eða afmælum gafstu mér frábærar gjafir sem ég nota enn þann dag í dag. Það var svo gaman að fara með þér í bókasafnið í Gerðubergi, þú last alltaf Harry Potter á meðan ég las Júlíublöðin. Þannig vissir þú hvað ég elskaði Júlíublöðin mikið svo þú gafst mér áskrift að þeim. Ég mun aldrei gleyma ferming- unni þinni, þú varst svo gullfal- leg og ég hermdi nánast allt fyrir mína fermingu. Síðustu árin hafa verið mjög erfið en ég er samt svo þakklát að hafa átt þig sem systur. Mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og að vera stóra systir mín, ég mun sakna þín að eilífu og þú átt stór- an stað í hjarta mínu. Ég veit að þú munt hugsa vel til okkar allra og vernda okkur. Guð geymi þig. Þín systir, Anna Kristín. Elsku frænka mín hún Eiríka Steinunn Agnarsdóttir er elsta barn Agnars bróður míns og Soffíu konu hans. Hún er skírð eftir ömmu sinni, mömmu minni, Eiríku Steinunni Sigurhannes- dóttur. Eiríka er á svipuðum aldri og mín börn, en þótt vega- lengdin væri löng til okkar í Sví- þjóð voru farnar ótal margar ferðir okkar á milli og má með sanni segja að systkinabörnin hafi alist upp saman. Eiríka hef- ur marga góða hæfileika, langt fram yfir okkur hin. En einn af hennar allra bestu hæfileikum eða kostum er að sérhverjum sem kynnist henni finnst eins og hann eða hún hafi alveg sérstakt samband við Eiríku. Þannig hef- ur mér líka alltaf fundist að hún og ég ættum einstaklega sér- stakt samband. Frá því að ég reyndi að kenna henni að segja „ég heimta meiri bjór!“ þegar hún varla var talandi, þar til síð- ast er við hittumst og fórum saman á kaffihús og í bókabúð. Án þess að vera að setja út á menningaráhuga fjölskyldunnar var það þó við Eiríku sem ég gat rætt hvaða bækur ég ætti að kaupa mér til að taka með heim. En ég held að sannleikurinn sé sá að Eiríka er nákvæmlega eins í framkomu við alla og þess vegna finnst okkur öllum að við eigum sérstakt samband við hana. Það finnst mér vera einn allra besti eiginleiki sem nokkur getur haft. Nú skrifaði ég „gat rætt“ því eftir veikindi um nokkurt skeið kvaddi Eiríka okkur aðeins tutt- ugu og sjö ára gömul. Við erum öll í áfalli en hvað Agnar, Soffía og systkini Eiríku þau Sigurður Andri og Anna Kristín eru að ganga í gegnum er ekki hægt að ímynda sér. Þar eru ekki til nein orð. En Eiríka mín, hvað sem nú er handan lífsins þá hafa þeir sem þar eru einhvern sem þeir geta spurt um hvað sem er og fengið svör sem þeir geta treyst. Takk fyrir allt elsku Eiríka mín – ég mun alltaf sakna þín. Hafsteinn Jónsson. Eiríka Steinunn hét lítil falleg snót, frænka mín. Hún fékk nafn föðurömmu sinnar og var hæfileikarík eins og hún, listræn með skapandi hugsun. Margar gullfallegar prjónaflíkur eru til eftir hana þó hún, ung að árum, sé nú farin í Sumarlandið bjarta og hlýja. Eiríka Steinunn fæddist um hásumarið 1993 þá er Ísland skartaði sínu fegursta, kom Soffía Dóra móðir hennar til mín og bað mig að vera guðmóðir litlu stúlkunnar. Það var stór gjöf og afar dýrmæt sem hefur tengt okkur tvær kærleiksbönd- um og einnig við mín börn. Gæðastundir hafa verið margar og gjöfular, jafnt á heimilum okkar sem „úti í bæ“. Í æsku hennar voru jólaböllin í „Skjóli“ fastur liður hjá okkur í vetrarmyrkrinu. Þá var dansað og sungið af hjartans lyst þar sem hljómsveit spilaði, fín söng- kona og jólasveinninn lét ekki sitt eftir liggja. Svo settust börn- in kringum hann og þáðu sögur og gjafir. Þá var sest að veislu- borði þar sem borið var fram heitt súkkulaði með rjóma, tert- ur og kók. Við héldum því fram að þetta væru bestu böllin í borginni. Litli leikhúshópurinn okkar, „Fjalarkettirnir“ samanstóð af þrennum mæðgum sem áttu það sameiginlegt að elska leiksýning- ar. Fórum bara á „aðalæfingar“ til að geta séð allt sem Þjóðleik- húsið og Borgarleikhúsið hafa boðið upp á. En fyrst var farið á Pítuna í góðan mat og hitað upp stemminguna fyrir sýningu kvöldsins. Eftirréttunum gædd- um við okkur svo á, í leikhléi, meðan við ræddum okkar upp- lifun á leiksýningunni. Svo voru það notalegu prjón- astundirnar okkar. Gátum sökkt okkur niðr’í verkefnin af sameig- inlegum áhuga, tímum saman. Í þeirri stemmingu dáðist eg oft að Eiríku minni – svo skarp- greind og hjartahlý. Falleg, einlæg orð í annarra garð, sett fram af stakri hlýju, það var hennar aðalsmerki. Gjaf- ir hennar, hvort það var falleg- asta slæðan á Handverkssýning- unni eða lítill lampi að prjóna við í vetrarmyrkri. Ég vil tileinka henni lag Bubba Morthens, 2002, Kveðja, „Sól að morgni“ fyrsta erindi: Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Elsku hjartans guðdóttir mín. Megi þér líða vel í ljósinu bjarta hjá Guði og hinum engl- unum þar sem ástin er hrein og fögur eins og okkar ást. Mín dýpsta samúð til foreldra og systkina Guð leiði og vaki yfir ykkur. Helga frænka. Elsku Eiríka Steinunn, frænka mín. Ég man ennþá spennuna í loftinu sumarið 1993 þegar fjölskyldan beið þess með eftirvæntingu að „Júlí“ kæmi í heiminn, en það var gælunafnið sem þú barst ófædd í maganum á mömmu þinni. Spenningurinn hjá mér sjálfri náði hámarki þeg- ar ég, þá 13 ára, lauk við fyrstu flíkina sem ég saumaði í hand- mennt. Það var að sjálfsögðu lít- ill heilgalli fyrir nýjustu frænk- una. Þetta reyndist fyrsta og síðasta flíkin sem ég kláraði á öllum mínum grunnskólaferli. Þau lágu fjölmörg hálfkláruð verkefnin eftir mig, en Eiríka frænka skyldi fá gallann sinn og það stóðst. Ég var ansi stolt stóra frænka og ljómaði þegar þú fórst í hann í fyrsta skipti, annað og þriðja. Orð eru fátækleg lítt til þess fallin að lýsa þeirri sorg sem um- lykur fjölskylduna við fráfall þitt og það skarð sem þú skilur eftir. Minningarnar eru margar. Síðustu ár standa upp úr ynd- islegar minningar um Fjalar- kettina. Það forláta nafn gáfum við okkur, hinum fjóru fræknu frænkum sem sóttu leikhúsið saman af mikilli og sameiginlegri ástríðu. Við skemmtum okkur vel yfir því sem leiklistarlífið hafði upp á að bjóða. Svo vel að það spurðist út og Fjalarkött- unum fór fjölgandi þegar fleiri frænkur slógust með í för. Í dag sit ég og geymi þessar dýrmætu stundir hjá innstu hjartans rót- um. Nú hefur þú kvatt, og stigið upp á stærsta sviðið af þeim öll- um. Elsku Eiríka. Þín verður minnst fyrir einstakan kærleik, hjartahlýju og velvild í garð fjöl- skyldu og vina. Skemmst er að minnast þess þegar Helena dótt- ir mín hafði byrjun sumars loks náð að safna sér fyrir leikjatölvu sem hana dreymdi um og hlakk- aði til að hafa með á löngum ferðalögum sumarsins. Þegar í búðina var komið var tölvan upp- seld og ekki von á henni aftur fyrr en í sumarlok. Það var erf- iður biti fyrir 12 ára stúlku að kyngja eftir að hafa lagt fyrir í marga mánuði og tárin byrjuðu að renna. Hver önnur en Eiríka frænka bauðst um hæl til að lána litlu frænku sinni sína tölvu fyrir ferðalögin, þar til hún gæti fjár- fest í sinni eigin. Dýrt tæki sem fæstir mundu vilja lána, hvað þá barni, en þú taldir það sko ekki eftir þér. Litla frænka þín var sorgmædd og það kom ekki ann- að til greina hjá þér en að gera allt sem í þínu valdi stæði til að gleðja hana á ný. Þú varst algjörlega framúr- skarandi á þeim sviðum sem voru þér hugleikin. Guðirnir hafa þurft liðsinni í stærri verkefnum en fyrirfinnast hér á þessari jörð, afráðið að þín væri þörf og kallað þig til sín. Góða ferð áfram elsku frænka mín. Ég bið að heilsa öllu því góða fólki sem nú tekur á móti þér. Elsku Soffía, Aggi, Anna Kristín og Sigurður Andri. Sam- heldni ykkar fjölskyldunnar er aðdáunarverð og okkur hinum til eftirbreytni. Guð gefi ykkur styrk og veri með ykkur er þið leiðið hvert annað áfram gegnum sorgina. Þangað til næst. Þín frænka og vinkona, Vala. Elsku Eiríka mín. Ég sit hér við tölvuna að reyna að koma einhverjum orð- um frá mér, einhverri kveðju til þín. En orðin eru föst einhvers staðar á leiðinni og þau ná ekki að mynda setningar. Ekkert er rökrétt eða eðlilegt þessa dag- ana. Mér líður eins og það hafi ver- ið í gær sem þú grófst hend- urnar í hárið á mér á meðan ég lá að svæfa þig í Þverásnum. Eða hljópst undan mér skríkj- andi þegar ég reyndi að leiða þig í göngutúr. Mér finnst við ný- búnar að sitja saman og horfa á sjónvarpið. Spila á spil eða kíkja í ísbíltúr. Það er svo óraunveru- legt að þú sért núna farin og ég muni ekki hitta þig aftur. Mér fannst ég alltaf eiga svo mikið í þér. Hlátur þinn var svo ótrúlega smitandi og einlægur, þú varst sjálf svo hjartahlý og góð. Svo klár og snögg að hugsa. Of falleg Eiríka Steinunn Pet- ersen Agnarsdóttir Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is Sálm. 14.2 biblian.is Drottinn horfir á mennina af himnum ofan til þess að sjá hvort nokkur sé hygginn, nokkur sem leiti Guðs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.