Morgunblaðið - 24.09.2020, Síða 49

Morgunblaðið - 24.09.2020, Síða 49
ÍÞRÓTTIR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020 Mér fannst mjög athyglisvert að leikmenn í NBA skyldu leggja niður störf á dögunum. Um það var vel fjallað í fróðlegri grein Gunnars Valgeirssonar hér í blaðinu 29. ágúst. Þar hamrar á lyklaborð maður sem búið hefur í Bandaríkjunum í áratugi. Er með puttann á púlsinum. Þótt leikjum hafi ekki verið frestað í langan tíma þá held ég að þessi aðgerð hafi verið stærri en margan grunar. Og töluverðan kjark hafi þurft til að grípa til hennar. Hagsmunirnir varðandi NBA-deildina eru bara svo miklir og snerta svo marga. Leikmennirnir voru skyn- samir og komu sér ekki í þá stöðu að skaðabótaskylda mynd- aðist eða eitthvað slíkt. Þeir fengu deildina í lið með sér en NBA-deildin er í raun bara fyrir- tæki í eigu félaganna, fyrir þá sem ekki vita. Sennilega eru ekki mörg dæmi um jafnviðamiklar aðgerð- ir hjá íþróttafólki vegna þjóð- félagsmála en vafalaust eru þau einhver. Slíkt getur haft veruleg áhrif á tekjumöguleika þeirra. Fólk getur haft skoðanir á því hvort blanda eigi saman íþrótt- um og pólitík. Það er skiljanlegt. Yfirleitt er líklega best að forðast slíkt. En lögregluofbeldið vestan hafs, sem ítrekað kemur upp á yfirborðið, er heldur ekki pólitík í hefðbundnum skilningi. Þar sæta svartir í mörgum tilfellum ofbeldi af hálfu þeirra sem eiga að vernda borgarana. Eins og Gunnar bendir á í grein- inni þá eru leikmenn NBA svartir í 75-80% tilfella. „Fyrir þessa leikmenn er kynþáttamisrétti og hatur ekki óhlutstætt – þeir hafa ekki þann lúxus að hunsa dæmið sem borgarar,“ eins og hann orð- aði það í greininni. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslandsmeistarar Vals töpuðu fyrir Breiðabliki í fyrstu umferð úrvals- deildar kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, í gærkvöld, en bikarmeistarar Skallagríms knúðu fram útisigur í spennuleik gegn Haukum. Breiðablik lagði Val í Smáranum, 71:67, eftir mikla spennu allan tím- ann. Blikar voru yfir í hálfleik, 37:36, og leikurinn var hnífjafn til enda en Kópavogsliðið skoraði fimm síðustu stigin og tryggði sér sigurinn. Jessie Coera skoraði 25 stig fyrir Breiðablik, Þórdís Jóna Kristjáns- dóttir 13 og Isabella Ósk Sigurðar- dóttir tók 18 fráköst auk þess að skora 12 stig. Á Ásvöllum var líka mikil spenna allan tímann. Staðan var 23:22 fyrir Hauka í hálfleik en lokatölur 54:51 fyrir Skallagrím. Sanja Orozovic skoraði 21 stig fyr- ir Skallagrím, Nikita Telesford var með 15 stig og 13 fráköst og Keira Robinson skoraði 8 stig og tók 13 fráköst. Hjá Haukum var Alyesha Lovett með 21 stig og 15 fráköst og Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 14 stig. Keflvíkingar áttu ekki í vandræð- um með KR-inga og unnu yfirburða- sigur á heimavelli sínum, 114:72. KR, sem varð í öðru sæti í deild og bikar í fyrra, er með gjörbreytt lið sem mun greinilega eiga erfitt upp- dráttar í vetur. Daniela Wallen skoraði 37 stig fyrir Keflavík og tók 11 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 17 stig og Agnes María Svansdóttir 12. Annika Holopainen var allt í öllu hjá KR en hún skoraði 43 stig og tók 10 fráköst. Óskabyrjun nýliðanna Fjölnir er nýliði í deildinni í ár og fékk óskabyrjun í gærkvöld en Graf- arvogsliðið tók á móti þunnskipuðu liði Snæfells og vann stórsigur, 91:60. Staðan í hálfleik var þó 41:39 fyrir Snæfell sem var aðeins með sjö leikmenn á skýrslu. Írska landsliðskonan Fiona O’Dwyer var atkvæðamikil hjá Fjölni en hún kom til félagsins í sumar frá Ensino Lugo á Spáni. Hún skoraði 20 stig og tók 16 frá- köst. Emma Sóldís Svan Hjördís- ardóttir skoraði 18 stig. Iva Georgiova skoraði 18 stig fyrir Snæfell og Anna Soffía Lárusdóttir var með 14 stig og 14 fráköst. vs@mbl.is Meistararnir byrjuðu á ósigri  Breiðablik sigraði Val  Skalla- grímur vann Hauka í spennuleik Morgunblaðið/Árni Sæberg Grafarvogur Anna Soffía Lárusdóttir úr Snæfelli og Lina Pikciuté úr Fjölni í baráttu um boltann í leik liðanna í Dalhúsum í gærkvöld. Tindastóll leikur í fyrsta skipti í úr- valsdeild í knattspyrnu á næsta ári en kvennalið félagsins gulltryggði sér sæti þar í gær. Sauðkrækingar sóttu þá botnlið Völsungs í 1. deild kvenna heim til Húsavíkur og unnu öruggan sigur, 4:0. Þar með er ljóst að aðeins annað- hvort Keflavík eða Haukar getur komist uppfyrir Tindastól á loka- sprettinum í deildinni en þau lið eiga eftir báða innbyrðis leiki sína, sá fyrri er í dag, og þeir ráða úrslit- um um hvort þeirra fylgir Tinda- stóli upp. Bryndís Rut Haraldsdóttir kom Tindastóli yfir eftir hálftíma og Hugrún Pálsdóttir bætti öðru marki við snemma í seinni hálfleik. Rakel Sjöfn Stefánsdóttir og Mu- rielle Tiernan skoruðu síðan tvö mörk til viðbótar. Tiernan hefur þar með skorað 22 mörk í 15 leikjum liðsins í deildinni ár og þar með samtals hvorki meira né minna en 70 mörk í 46 leikjum með Sauðkrækingum í deilda- keppninni á síðustu þremur tíma- bilum. Tindastólsliðið hefur unnið þrett- án af fimmtán leikjum sínum í deildinni í ár og markvörðruinn Amber Kristin Michel hefur aðeins þurft að sækja boltann fimm sinn- um í netmöskvana á tímabilinu. vs@mbl.is Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson Úrvalsdeildarlið Brosmildar Tindastólskonur eftir sigurinn á Húsavík í gær ásamt þjálfurum sínum, Guðna Þór Einarssyni og Jóni Stefáni Jónssyni. Tindastóll er kominn í úrvalsdeildina Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, birti í gær nöfn þeirra ein- staklinga sem urðu í þremur efstu sætum í kjörinu á knattspyrnu- manni og knattspyrnukonu tíma- bilsins 2019-20, í árlegri kosningu UEFA í samvinnu við Samtök evr- ópskra íþróttafjölmiða, ESM. Þeir þrír karlar sem eru í efstu sætunum, í stafrófsröð eftirnafna, eru Kevin De Bruyne, belgíski miðjumaðurinn hjá Manchester City, Robert Lewandowski, pólski framherjinn hjá Bayern München, og Manuel Neuer, þýski markvörð- urinn hjá Bayern München. Konurnar eru þær Lucy Bronze, enski bakvörðurinn hjá Manchester City sem varð Evrópumeistari með Lyon í sumar, danski framherjinn Pernille Harder hjá Wolfsburg og franski varnarmaðurinn Wendie Renard hjá Lyon. Kjörinu lýst 1. október Opinberað verður þann 1. októ- ber hverjir stóðu uppi sem sigur- vegarar í kosningunni og hljóta nafnbótina knattspyrnumaður árs- ins og knattspyrnukona ársins í Evrópu. Það eru þjálfarar liða úr Meistaradeildum karla og kvenna ásamt íþróttafréttamönnum víðs- vegar að úr Evrópu sem greiða at- kvæði í kjörinu. Í kjörinu á þjálfara ársins í karlaflokki fengu þrír Þjóðverjar flest stig. Það eru þeir Hans-Dieter Flick, þjálfari Evrópu- og Þýska- landsmeistara Bayern München, Jürgen Klopp, þjálfari Englands- meistara Liverpool, og Julian Na- gelsmann, þjálfari RB Leipzig í Þýskalandi. Hjá konunum er einn Þjóðverjinn enn í hópi þriggja efstu en það er Stephan Lerch, þjálfari Þýskalands- meistara Wolfsburg. Hinir eru Frakkinn Jean-Luc Vasseur, þjálf- ari Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon, og Spánverjinn Lluís Cortés, þjálfari Barcelona. Eins og áður hefur komið fram er Sara Björk Gunnarsdóttir í hópi þeirra þriggja sem fengu flest at- kvæði í kjörinu á besta miðjumanni Meistaradeildar Evrópu, sem er hluti af sama kjöri hjá UEFA og Samtökum evrópskra íþróttafjöl- miðla, ESM. Niðurstaðan í því verð- ur einnig birt 1. október en þá verða útnefndir bestu markverðir, varnarmenn, miðjumenn og sóknar- mennirnir í Meistaradeildum karla og kvenna. Sex sem voru fremst í flokki 2019-20 Körfuknattleikskonan Ásta Júlía Grímsdóttir er komin heim frá Bandaríkjunum og mun leika á ný með deildameisturum Vals. Valur tilkynnti um heimkomu Ástu á samfélagsmiðlum í gær og þar kemur fram að hún hafi gert tveggja ára samning við félagið. Ásta lék með Val áður en hún hélt til Bandaríkjanna til náms. Lék hún í fyrra með Houston Baptist-háskólanum. Fram kemur að Ásta hafi ætlað að vera áfram ytra en vegna breyttra aðstæðna hafi hún kosið að koma heim til Íslands. Ásta komin aftur til Vals KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Greifavöllur: KA – HK.............................. 16 Kaplakriki: FH – Valur........................ 16.15 Extra-völlur: Fjölnir – ÍA.................... 16.15 Meistaravellir: KR – Grótta ................ 16.15 Kópavogsv.: Breiðablik – Stjarnan..... 19.15 Würth-völlur: Fylkir – Víkingur R. .... 19.15 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Nettóvöllur: Keflavík – Haukar .......... 16.30 2. deild kvenna: Framvöllur: Fram – HK...................... 19.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Austurberg: ÍR – Þór........................... 19.30 Varmá: Afturelding – Selfoss .............. 19.30 Kaplakriki: FH – Fram........................ 19.45 1. deild karla, Grill 66-deildin: Dalhús: Vængir Júpíters – Valur U......... 20 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.