Morgunblaðið - 24.09.2020, Síða 51

Morgunblaðið - 24.09.2020, Síða 51
MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI AÐRAR MYNDIR Í SÝNINGU: * Harry Potter * Tröll 2 (ísl. tal) * Hvolpasveitin (ísl. tal) * The Secret : Dare to dream * The New Mutants SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Frábær ný teiknimynd fyrir alla fjölskylduna. FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan ★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ The Guardian The Times The Telegraph Ný könnun sem gerð hefur verið á stöðu félaga í samtökum breskra tónlistarmanna, sem í eru um 2.000 menntaðir listamenn sem hafa starf- að við tónlist, sýnir að vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins kunni allt að þriðjungur þeirra alfarið að hætta að starfa við tónlist. Í faraldr- inum hafa þeir ekki getað komið fram og hefur það haft mikil áhrif á fjárhagslega afkomu þeirra. Um helmingur félagsmanna hefur þegar fundið einhverskonar vinnu við annað en tónlist og um 70 pró- sent félaganna segjast ekki ná að starfa við tónlist nema í mesta lagi fjórðung þess sem þeir eru vanir. AFP Tónlist Frá ljóðatónleikum í Wigmore Hall í London á dögunum - fyrir takmarkaðan fjölda gesta vegna veirufaraldursins. Þriðjungur segist hætta í tónlist Tólf félagar í hópnum Úmbru opna í dag, fimmtudag, kl. 17 í Gallerí Gróttu á Eiðis- torgi sýninguna Með aðferð gömlu meist- aranna. Sýnendur hafa stundað nám í olíumálunartækni gömlu meist- aranna hjá Stephen Lárus Stephen í Myndlistarskóla Kópavogs í gegnum tíðina. Sýnendur eru Abba – Aðal- björg Þórðardóttir, Alla Plugari, Anna Henriksdóttir, Árni Svav- arsson, Bjarnveig Björnsdóttir, Bragi Einarsson, Halldór Víkings- son, Jóna G. Ólafsdóttir, Maja Loeb- ell, Marteinn S. Jónsson, Ruth Jens- dóttir og Unnur Skúladóttir. Úmbrufélagar sýna í Gallerí Gróttu Stephen eftir Maju Loebell. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Mér finnst þetta alveg magnað og sannarlega ánægjulegt. Ég finn fyr- ir stolti, enda hefði ég aldrei getað ímyndað mér þetta þegar ég var að byrja að skrifa, að ná því að eiga þrjár bækur á topp tíu lista í Þýska- landi. Að segja þetta er hálf- óraunverulegt fyrir mig,“ segir Ragnar Jónasson rithöfundur um þá staðreynd að þrjár af bókum hans eru nú á sama tíma á topp tíu lista í bóksölu í Þýskalandi. Spennusagan Mistur fór beint í fjórða sætið á met- sölulista Der Spiegel þegar hún kom út í Þýskalandi nýlega, en hún er þriðja bók Ragnars um lögreglukon- una Huldu. Fyrri tvær bækurnar, Dimma og Drungi, eru einnig á list- anum. „Þetta hefur farið fram úr björt- ustu vonum, því þó svo að Dimma og Drungi hafi strax átt góðu gengi að fagna í vor, þá bjóst ég ekki við að þær héldust áfram á listanum þegar sú þriðja kom út,“ segir Ragnar og bætir við að bækur eftir hann hafi verið gefnar út í Þýskalandi undan- farin tíu ár, en það sé ekki fyrr en nú sem þær fara inn á metsölulista. „Fyrstu fimm bækur mínar sem komu út á þýsku seldust í meðallagi, en fyrir vikið kann ég enn betur að meta þessa sölu núna. Þegar sú fyrsta fór inn á metsölulistann í vor, fannst mér það alveg stórkostlegt, en ég átti alls ekki von á að hún héld- ist inni á listanum allan þennan tíma.“ Skrifa það sem ég vil lesa Ragnar segir að vissulega hefði verið frábært að fylgja strax góðu gengi bókanna eftir úti í Þýskalandi, en vegna Covid-19 sé það útilokað. „Engir viðburðir eru í Þýskalandi, en það stendur til að ég fari þangað á næsta ári til að fylgja þessu eftir. Fram að því tala bækurnar sínu máli, en kannski hefur covid orðið til þess að fólk les meira af bókum. Ég sem rithöfundur vissi ekkert við hverju var að búast í mars þegar covid skall á og bókabúðum um allan heim var lokað. Ég hélt að bóksala mundi jafnvel leggjast af, en raunin hefur orðið önnur,“ segir Ragnar sem í bókum sínum hefur ekki fylgt því sem víða má sjá í nútíma- glæpasögum, að hafa ofbeldið sem grófast og láta líkin hrannast upp. „Ég skrifa bækur eins og ég vil sjálfur lesa, þær eru ekki mjög blóð- ugar og fókusinn er á annað en of- beldið eða glæpinn. Mér finnst áhugaverðara að skrifa um mann- legt eðli, sem öfgakenndar aðstæður geta dregið fram. Ég held að gáta sem þarf að leysa haldi fólki meira við lesturinn en fjöldi glæpa. Einnig heillar mig mikið að reyna að koma fólki á óvart í mínum bókum,“ segir Ragnar sem sækir sinn innblástur til Agöthu Christie, en hann hefur þýtt nokkrar bækur glæpasagnadrottn- ingarinnar. „Ég vil halda við þessari gamal- dags ráðgátuhefð, að ég sé aðeins í leik með lesanda, þar sem hann keppist við að leysa gátuna,“ segir Ragnar sem sendir frá sér nýja bók nú í október. „Hún heitir Vetrar- mein og gerist á Siglufirði. Hún kemur út á þremur tungumálum samtímis, á íslensku hér heima á Ís- landi, á frönsku í Frakklandi og á ensku í Bretlandi og Bandaríkj- unum.“ Þýski markaðurinn mjög stór Halldór Guðmundsson, rithöf- undur og fyrrverandi útgefandi, er manna fróðastur um þýskan bóka- markað og honum finnst mikið til koma með árangur Ragnars á þýska metsölulistanum. „Mér finnst þetta óhemju merki- legt og það hljóta allir hér sem hafa verið að reyna að koma íslenskum bókum á markaði erlendis að sam- gleðjast Ragnari. Þetta er alveg ótrúlegt að eiga þrjá titla á topp tíu lista á einum stærsta bókamarkaði heims. Ég tel þetta einstakan við- burð í sölu íslenskra bókmennta er- lendis. Ég held að þetta sé reyndar fáheyrður viðburður á alþjóðavísu, en Stieg Larsson hefur hugsanlega náð þessu einhverntíma. Þýski bóka- markaðurinn er mjög stór, þetta er hundrað milljón manna markaður, því Austurríki og stór hluti Sviss er innan hans. Spiegel-listinn sem verið er að vísa í, hann er áreiðanlegasti bóksölulisti sem gerður er þar. Þetta er kiljulisti og ég held að þetta hafi aldrei gerst með íslenskan höfund áður og mjög sjaldan yfirleitt.“ Halldór segir að það sé merkilegt til þess að vita að útgefandi Ragnars í Þýskalandi, forlag sem heitir btb og er hluti Random House, hafi sinnt íslenskum bókmenntum tals- vert. „Þau hafa m.a. gefið út bækur Einars Kárasonar sem hann byggir á Sturlungu, bækurnar Óvinafagn- að, Ofsa, Skáld og Skálmöld, en þau kusu að gefa þær allar fjórar út í einni stórri bók. Bækur Ragnars um Huldu gáfu þau aftur á móti út hverja fyrir sig en allar á sama árinu, núna 2020. Þetta er mjög flott markaðssetning sem á þátt í því að bækur Ragnars raða sér svona hratt á listann.“ Myrkar norrænar spennusögur Þegar Halldór er spurður að því hvort hann hafi einhverja kenningu um hvers vegna bækur Ragnars höfða svo sterkt til Þjóðverja, segir hann að þeir hafi mjög lengi haft áhuga á norrænum bókmenntum sem og norrænum glæpasögum, sem kallaðar eru Nordic Noir. „Þannig hefur það verið allt frá því Henning Mankell frá Svíþjóð varð vinsæll höfundur í Þýskalandi undir lok síðustu aldar. Margir nor- rænir höfundar hafa átt góðu gengi að fagna í Þýskalandi, hinn norski Jo Nesbö er þar á meðal. Arnaldur Indriðason ruddi brautina fyrir höf- unda íslenskra glæpasagna á þess- um markaði og Yrsa hefur líka verið að sækja á,“ segir Halldór og bætir við að þar sem bækur Ragnars um Huldu séu samhangandi ritröð, gæti það vissulega hafa hjálpað til. „Ragnar hefur greinilega í Huldu- bókunum náð mjög vel til aðdáenda þessara stundum svolítið myrku norrænu spennusagna.“ „Fáheyrður viðburður“  Þrjár bækur Ragnars á sama tíma á topp tíu lista í bóksölu í Þýskalandi  „Hefði aldrei getað ímyndað mér þetta þegar ég var að byrja að skrifa“ Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Ragnar Jónasson „Ég skrifa bækur eins og ég vil sjálfur lesa, þær eru ekki mjög blóðugar og fókusinn er á annað en ofbeldið eða glæpinn.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.