Morgunblaðið - 26.09.2020, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 26.09.2020, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020 Talið er að um-fang pen-ingaþvættis samsvari á milli tveggja og fimm hundraðshluta heimsframleiðsl- unnar. Það er á milli 800 milljarða og tveggja billjóna dollara, eða 111 og 278 billjóna króna. Þetta er svimandi upphæð, jafnvel þótt umfangið væri við neðri mörk. FATF er skammstöfun fyrir alþjóðlegan starfshóp um að- gerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Hóp- ur þessi heldur úti listum. Á svarta listanum eru átta lönd, þar á meðal Bólivía, Kúba og Nígería. Hópurinn er líka með gráan lista. Þar dúkkaði Ísland upp í fyrra og olli miklu upp- námi hér á landi í ákveðnum hópum. Það þótti blettur á ís- lensku fjármálakerfi að lenda á þessum lista og gæti það kostað okkur traust og trúverðugleika. Það væri mikið afrek ef þau lönd á listum FATF væru þess umkomin að stunda þann gríð- arlega þvott á peningum, sem fram fer í heiminum, án þess að helstu fjármála- og eftirlits- stofnanir heims fengju rönd við reist. Það blasir enda við hverjum sem það vill sjá að peninga- þvætti teygir sig um allt fjár- málakerfi heimsins. Oft hafa verið höfð fögur orð um að stöðva peningaþvætti, en árangurinn er það lítill að efa- semdir vakna um að hugur fylgi máli. Í vikunni voru birt skjöl úr fórum stofnunarinnar FinCEN, sem hefur með höndum að fylgj- ast með peningaþvætti, fjár- svikum, fjármögnun hryðju- verka og öðru grunsamlegu fjármálavafstri. Fjármála- fyrirtækjum ber að senda Fin- CEN tilkynningar um grun- samlegar peningafærslur. Fréttavefurinn Buzzfeed komst yfir skjölin og blaðamanna- samtökin ICIJ unnu úr þeim í samvinnu við fjölmiðla víða um heim. Í þessum tilkynningum koma fram 130 lönd, en Ísland kemst ekki á blað að því er virð- ist. Þar kemur fram að bankar um allan heim víla ekki fyrir sér að flytja peninga þótt grun- semdir vakni. Þeir senda ein- faldlega tilkynningar til stofn- unarinnar og síðan eru peningarnir sendir áfram. Þarna eru bandarísku fjár- málastofnanirnar JPMorgan Chase, Citigroup og Bank of America og frá Evrópu má nefna Deutsche Bank, HSBC, Société Générale, Barclays og Danske Bank. Upphæðirnar í þessum til- kynningum nema alls í kringum tveimur billjónum dollara á tímabilinu 1999 til 2017. Um er að ræða feng glæpa- hringja af eitur- lyfjum og glæpum, ágóða af svikamyll- um úr vösum spari- fjáreigenda og af- rakstur fjársvika í þróunarlöndunum. Í frétt frá Buzzfeed og ICIJ segir að umræddar fjár- málastofnanir hafi leyft þessum peningum „að flæða inn og út þrátt fyrir viðvaranir frá þeirra eigin starfsfólki“. Tjónið af peningaþvætti er gríðarlegt. Því hefur til að mynda verið haldið fram að vextirnir af öllu því fé, sem komið hefur verið undan í Afr- íku með svikum og fjárdrætti, myndu duga til að borga af öll- um opinberum skuldum álf- unnar. Skattsvik verða alltaf til þess að þyngri byrðar leggjast á hina heiðarlegu, sama hvar þau fara fram. Ítök alþjóðlegra glæpa- samtaka byggjast að miklu leyti á fjárstyrk þeirra. Ef helstu æð- ar hins alþjóðlega hagkerfis standa galopnar fyrir illa fengnu fé er erfitt að veita við- spyrnu. Sum lönd í heiminum eru beinlínis í gíslingu glæpa- samtaka. Þar má nefna eitur- lyfjahringi í Mexikó, sem HSBC aðstoðaði kinnroðalaust við peningaþvætti, meira að segja eftir að bankinn hafði verið sektaður fyrir athæfið 2012. Þá bætti hann reyndar gráu ofan á svart með því að bæta rúss- nesku mafíunni á viðskiptavina- listann. Mitt í þessu öllu saman er gott að hafa stofnanir á borð við FATF með sína lista. Sú stofn- un virðist aðeins horfa á hvort reglur hafi verið innleiddar og listarnir eru til marks um hvað starfsemi hennar er grátlega máttlaus. Allar þær fjármálastofnanir, sem afhjúpaðar voru með birt- ingu skjalanna í vikunni, hafa örugglega verið með sitt reglu- verk í lagi. Þær fóru bara ekki eftir reglunum. Það er furðulegt að FinCEN skuli hafa tekið við öllum þess- um tilkynningum árum saman án þess að það hefði meiri af- leiðingar en raun ber vitni. Einu viðbrögð stofnunarinnar nú voru að vara við því í yfirlýsingu að efnið yrði birt. Birting þess væri glæpur, sem varðaði bandarískt þjóðaröryggi. Nær væri að segja að birtingin af- hjúpaði glæpi, sem vörðuðu þjóðaröryggi flestra ríkja heims. Sú spurning vaknar hvernig eigi að koma böndum á pen- ingaþvætti og alþjóðlega glæpa- starfsemi þegar helstu banka- stofnanir heims víla ekki fyrir sér að taka þátt í svínaríinu. Hvernig á að koma böndum á pen- ingaþvætti og al- þjóðlega glæpa- starfsemi þegar helstu bankastofn- anir heims víla ekki fyrir sér að taka þátt í svínaríinu?} Óheft peningaþvætti Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ É g horfði á áhrifamikið tónlistar- myndband á dögunum með lista- og baráttukonunni Patti Smith. Hún hafði fengið til liðs við sig fjölþjóðlegt teymi fólks á öllum aldri, meðal annars tónlistarkonuna Ólöfu Arn- alds. Patti hvetur almenning til dáða. Hvetur fólk m.a. til að nota vald sitt í forsetakosningunum sem framundan eru í Bandaríkjunum. Hvetur fólk til að nýta vald sitt til að snúa við þróun sem henni og fleirum hugnast ekki. Að sam- staða fólksins geti breytt. Þetta var fallegt og hvetjandi myndband. Við getum þetta saman, hvort sem um er að ræða fjölskylduna, vinahópinn, götuna, hverfið, íþróttafélagið, stjórnmálaflokkinn, þjóðina eða heimsbyggðina. Hvert það mengi sem við til- heyrum getum við nýtt til góðra verka en til þess að við finnum að okkar vald og okkar framlag skipti máli þurfum við að finna það í verki að allir standi jafnfætis í hópnum. Að allir í hópnum fái sömu tækifæri og að hlustað sé af al- vöru. Þannig fáum við alla í hópnum til að hlaupa í sama takti að sama markmiði. Markmið okkar sem störfum í stjórnmálum er að tryggja jafnræði og bæta lífsskilyrði flestra. Ef íbúar upp- lifa mikla misskiptingu gæða, eins og til dæmis birtist okk- ur í nýjum tölum Hagstofunnar yfir skiptingu eigna á Ís- landi, þá er hætta á að samstaðan bresti. Á tímum eins og þessum, í heimsfaraldrinum miðjum, þurfum við sér- staklega að gæta að jöfnuði um heim allan. Faraldurinn kemur harðast niður á þeim sem lítið skjól hafa. Þeim sem hafa veikt félagslegt og efna- hagslegt bakland. Þann hóp þurfa stjórnvöld á hverjum stað sérstaklega að hugsa um. Okkar ríka samfélag er tilvalið til að jafna kjörin, minnka neyðina og koma með öllum til- tækum ráðum í veg fyrir fátækt barna og full- orðinna. Það er ótækt í jafn ríku samfélagi að hér búi þúsundir barna við sára fátækt. Saman ættum við öll að krefjast úrbóta því fátækt bitnar ekki bara á einstaklingnum heldur harkalega á samfélaginu öllu. Þessi staða er ekki eitthvert náttúrulögmál og rangt að ef hlutfall fátækra í samfélagi minnki þá skerðist ríkidæmi annarra. Fræðin sýna þvert á móti að þar sem jöfnuður er meiri, þar er meiri hag- vöxtur og samfélagið allt græðir. Fátækt er pólitísk ákvörðun sem ber að uppræta. Já, fólkið hefur valdið og saman eigum við að nýta vald okkar á hvaða vettvangi sem okkur hugnast. Við gerum fátt með heimasetu í kosningum eða sófatuði yfir sjón- varpsfréttum heldur með því að segja upphátt hvernig okkur líður og hvað má betur fara. Hvernig við saman há- mörkum gæðin í samfélaginu og hvernig við getum stutt við þá sem á stuðningi þurfa að halda. Við náðum saman að mynda almannavarnir gegn veiru í upphafi faraldurs og eigum líka að geta staðið saman að bættum kjörum fyrir alla landsmenn til framtíðar. helgavala@althingi.is Helga Vala Helgadóttir Pistill Fólkið hefur valdið Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Framtíð lífskjarasamnings-ins ræðst á næstu dögum.Mikil óvissa er komin uppum hvort samningurinn heldur áfram gildi sínu eða verður sagt upp áður en frestur til þess rennur út klukkan 16 næstkomandi miðvikudag eftir að Samtök atvinnu- lífsins lýstu því yfir að forsendur hans væru brostnar. Ákvörðun um hvort segja beri upp samningum er í höndum framkvæmdastjórnar SA en fyrirtæki sem aðild eiga að SA kjósa um það eftir helgi hvort þau vilja að það verði gert. SA hafa aldrei sagt upp gildandi samingum við endurskoðun þeirra, þó það hafi stundum staðið tæpt. Fari svo að samningum verði sagt upp um mánaðamótin leiðir það til þess að kjarasamningar á almenna vinnumarkaðinum eru lausir frá og með 1. október. Launþegar munu þó áfram taka laun samkvæmt þeim, þar sem gömlu samningarnir gilda þar til nýir hafa verið gerðir en þeir fá ekki frekari hækkanir skv. samningnum. Launþegar verða þá af 24 þús. kr. hækkun kauptaxta og 15.750 kr. al- mennri hækkun mánaðarlauna um áramótin og ekki kemur til hækkun desemberuppbótar. Sótt fram af hörku Verði samningum sagt upp eru viðsemjendur komnir á byrjunarreit. Samningsumboðið innan ASÍ færist þá aftur til aðildarfélaganna, gera þarf viðræðuáætlanir og hefja vinnu við kröfugerð. ,,Það liggur alveg fyrir að ef að þetta fer svona þá verður far- ið mjög hratt af stað hérna megin,“ segir viðmælandi í verkalýðshreyf- ingunni. Innan samtaka atvinnurek- enda furða menn sig á því að verka- lýðshreyfingin neiti með öllu að ræða viðbrögð við þeim aðstæðum sem uppi eru í efnahagslífinu ólíkt því sem áður var. Af yfirlýsingum verkalýðs- foringja má ráða að sótt verði fram af hörku ef samningar verða í uppnámi og gæti verið átakavetur framundan. Algengast hefur verið að samn- ingar haldi gildi sínu við endur- skoðun þeirra jafnvel þó forsendur þeirra séu taldar brostnar. Ekki mátti þó miklu muna í febrúar árið 2018. Þá líkt og nú klofnaði for- sendunefnd kjarasamninganna við endurmat á samningunum en að þessu sinni var það ASÍ sem taldi að forsendurnar væru brostnar. Ári áð- ur, við endurskoðun samninga í febr- úar 2017, varð það líka niðurstaðan að forsendur væru brostnar en sam- komulag náðist þá milli ASÍ og SA um að fresta viðbrögðum við þeim forsendubresti í eitt ár eða til loka febrúar 2018. Þegar kom fram á árið 2018 kom æ betur í ljós að mjög skiptar skoð- anir voru á því meðal forystumanna í ASÍ hvort rétt væri að segja samn- ingum upp. Viku áður en frestur til að segja upp samingum rann út lýsti miðstjórn ASÍ því yfir að forsendur samninga væru brostnar. 27. febrúar kom útspil frá ríkisstjórninnni sem gaf út yfirlýsingu um ýmsar aðgerðir til að greiða fyrir lausn. ASÍ boðaði til formannafundar daginn eftir, 28. febrúar, aðeins nokkrum klukku- stundum áður en fresturinn rann út og voru skoðanir mjög skiptar og fast tekist á. Niðurstaða kosningar meðal for- mannanna varð sú að tillaga um að segja samningum upp var ekki sam- þykkt. 42,9% vildu segja upp en 57,1% voru á móti. Mun fleiri félags- menn voru þó að baki þeim sem vildu uppsögn en það dugði ekki til því bæði þurfti meirihluta formanna og fjölda félagsmanna til að tillagan um uppsögn teldist samþykkt. Samning- arnir giltu því út árið 2018. „Þá verður farið mjög hratt af stað“ Morgunblaðið/Eggert Atvinnulíf Framtíð lífskjarasamningsins getur ráðist á næstu dögum. Af- staða fyrirtækja í SA til uppsagnar samninga á að liggja fyrir á þriðjudag. Lífskjarasamningarnir leggja þá skyldu á herðar samninga- nefnd ASÍ og framkvæmda- stjórn SA að bregðast við ef forsendur samninga standast ekki. Kalla saman sameigin- legan fund og leita leiða til þess að markmið samningsins nái fram að ganga og leita samkomulags um viðbrögð til að vinna að því að hann haldi gildi sínu. Í samtölum við fólk innan ASÍ í gær kom fram sú skoð- un að þetta ákvæði eigi ein- göngu við ef báðir viðsemj- endur telja að forsendur samningsins séu brostnar en ekki ef aðeins annar þeirra telur að svo sé eins og nú sé raunin. Óvíst er því að hve miklu leyti næstu dagar verða not- aðir til að reyna að ná sam- komulagi um áframhaldandi gildi samningsins en óformleg samtöl eru þó sögð vera í gangi víða. Skulu leita samkomulags VIÐBRÖGÐ VIÐSEMJENDA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.