Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.09.2020, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020 ✝ Guðrún Jóns-dóttir fæddist á Grundum í Bol- ungavík 5. apríl 1923. Hún lést á sjúkrahúsinu á Ísa- firði 15. september 2020. Foreldrar henn- ar voru Anna Skarphéðinsdóttir, f. 15. apríl 1888, d. 12. maí 1968, og Jón Ólafur Jónsson, f. 4. janúar 1888, d. 11. september 1923. Systkini hennar voru: tvíbur- arnir: Petrína, f. 14. desember 1908, d. 1. júlí 1909, og stúlka sem dó við fæðingu, 14. desem- ber 1908, Hrólfur, f. 3. desember 1910, d. 20. júlí 1999, Bjarni Hjal- talín, f. 1. mars 1914, d. 15. jan- úar 1915, Bjarni Jón Hjaltalín, f. 6. janúar 1916, d. 28. júní 1944, Þorkell Erlendur, f. 8. júlí 1917, d. 15. nóvember 1976, Petrína Halldóra, f. 25. september 1918, d. 1. apríl 2008, Helga, f. 4. jan- úar 1921, d. 29. desember 1924. Fósturbróðir Guðrúnar var Guð- brandur Grétar Svanberg, f. 8. mars 1938, d. 5. júní 2017, en hann kom í fóstur ársgamall til Önnu föðursystur sinnar eftir lát móður sinnar og ólst upp hjá henni þar til að skólagöngu hans lauk hér vestra. Þegar Jón Ólaf- ur drukknaði í september 1923 eru Tinna Ýr og Heiðrún Katla. Faðir Guðrúnar drukknaði þegar hún var aðeins fimm mán- aða gömul og eftir það fylgdi hún móður sinni sem með aðstoð góðra manna kom börnum sínum til manns. Á sumrin var hún með móður sinni inni í Hörgshlíð í Mjóafirði og var Mjóafjörðurinn og reyndar Djúpið allt í hennar huga dýrðarstaður. Síðan fór hún í vist á Akureyri, Ísafirði og Flateyri og Bolungavík. Eftir að hún fór að halda heimili þá vann hún í Íshúsfélagi Bolungavíkur en eftir það sem húsmóðir og hjálparhella við útgerð, versl- unarstörf og búskap hjá tengda- foreldrum sínum. Eftir að elsta barnabarnið fór á leikskóla hóf hún aftur störf í rækjuvinnslunni og vann þar til sjötugs. Frá 1950 bjuggu þau í húsi sem þau byggðu að Holtastíg 2 og bjó Guðrún þar til 2012 að hún flutti í íbúðir fyrir aldraða og bjó hún þar allt til þess er hún fór á sjúkrahúsið á Ísafirði 20. ágúst sl. Útförin fer fram frá Hóls- kirkju í dag, 26. september 2020, klukkan 14. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður að takmarka fjölda gesta í kirkju við nánustu ættingja en útför verður streymt. https://tinyurl.com/ y2oasvpg/. Viðburðastofa Vest- fjarða. Meira: Virkan hlekk á slóð má nálgast á https://www.mbl.is/ andlat/. er Helga tengda- móðir Önnu hjá henni en deyr í febrúar 1924 og síðan deyr Helga dóttir hennar, mik- ið efnisbarn, í des- ember 1924. Hinn 19. maí 1945 gekk Guðrún í hjónaband með Halldóri Bjarna- syni, f. 8. desember 1920, d. 8. mars 1998. Foreldrar hans voru: Halldóra Benedikts- dóttir, f. 6. nóvember 1892, d. 2. september 1966, og Bjarni Ei- ríksson, f. 19. mars 1888, d. 2. september 1958. Börn þeirra eru: 1) Bjarni, f. 30. október 1944, kvæntur Auði Guðjónsdóttur, f. 6. nóvember 1948, dóttir þeirra er Guðrún Dóra og stjúpdætur Bjarna eru Ólöf og Hrafnhildur Thorrodd- sen, Guðrún Dóra á tvo syni. 2) Kristín, f. 18. nóvember 1949, gift Jakobi Hallgrími Kristjáns- syni, f. 13. nóvember 1949, börn þeirra eru: Atli, Karl og Hall- dóra, barnabörnin eru átta. 3) Jón Ólafur, f. 2. janúar 1961, kvæntur Ingibjörgu Hrefnu Guðmundsdóttur, f. 16. nóv- ember 1962. Dætur Jóns með fyrrverandi sambýliskonu sinni Huldu Guðbjörgu Gunn- arsdóttur, f. 28. nóvember 1969, Hún var íslensk alþýðukona sem bar íslenskt alþýðunafn. Guð- rún hét hún Jónsdóttir, dóttir Önnu og Jóns, fædd á Grundum í Bolungarvík. Um hana má segja að hún hafi komist til manns „með Guðs og góðra manna hjálp“ eins og mamma hennar orðaði það um uppvöxt barna sinna. Fimm mán- aða verður hún föðurlaus, sem því miður varð hlutskipti margra barna á þeim tíma, menn fóru í róður að morgni og skiluðu sér ekki til baka að kvöldi. Eflaust hefur það mótað hana og fylgt henni ævina á enda. Ung giftist hún Halldóri Bjarnasyni og varð hjónaband þeirra farsælt og bættu þau hvort annað upp, stundum var engu lík- ara en hún liti það sitt hlutverk að létta honum lífsgönguna og svo sannarlega stóð hún sig vel í því. Enda þótt formleg skólaganga hennar yrði ekki löng var hún að upplagi fróðleiksþyrst í besta lagi. Hún fékk í vöggugjöf alveg ótrú- lega gjöf sem lýsti sér þannig að allt sem hún las mundi hún til hinsta dags. Skipti þá engu hvort um var að ræða fánýtan fróðleik eða texta þjóðskáldanna. Því til vitnis vil ég nefna að árið 2008 er ég var að mála sóknarkirkjuna okkar á Hóli í tilefni 100 ára af- mælis kirkjunnar kemur þar í verkinu að mála skyldi texta á sálmatöflu. Vildi ég vera viss um að orðið sem ég leitaði að, orðið „eftir“, væri nú örugglega stafsett eins og það var 1908. Jú hún átti Passíusálma Hallgríms frá 1907 og hóf ég leit að orðinu og fann það í 12. sálmi, 17. versi, og las er- indið upphátt. Kemur hún þá ekki með 18. vers og svo koll af kolli öll erindin 29 og það í réttri röð. Að- spurð hvort hún liti reglulega í Passíusálmana sagði hún „nei en ég las þá fermingarárið mitt“. Þvílík gjöf. Við andlát tengdamóður minn- ar er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að vera henni samferða í hálfa öld og það sem hún var mér og mínum og fá að verða vitni að því hversu fallega hún miðlaði galdri lífsins áfram til afkomenda sinna. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning Guðrúnar Jónsdóttur. Jakob Hallgrímur Kristjánsson. Við systkinin á Holtastíg 12 vorum svo heppin í uppvextinum að hafa ömmu og afa í götunni. Heimili þeirra stóð okkur opið og eins var um faðm ömmu. Hvert um sig áttum við náið samband við ömmu Gunnu. Amma hafði lag á að leyfa því sambandi að þróast eins og hverju okkar hæfði. Hún áttaði sig á því um hvað við gætum haft samskipti og hvers konar fróð- leik hún gæti fært hverju okkar. Amma og afi gerðu margt saman. Þegar þau voru ekki beinlínis að sinna heimilisstörf- um eða garðrækt las amma skáldverk, um ættfræði, réð krossgátur og þrautir, gluggaði í dönsk og norsk blöð, rifjaði upp ljóð sem hún hafði lært í æsku og í seinni tíð fór hún að hlusta á tónlist. MA-kvartettinn var í mestu uppáhaldi. Amma hafði áhuga á fólki og því hvernig það tengdist hvert öðru. Hún hafði áhuga á sínum eigin arfi og því hvers konar lífs- hættir og áföll formæðra hennar og forfeðra skiluðu henni til þeirra kjara sem hún sjálf naut á fullorðinsárum. Bjarni Hjaltalín, bróðir ömmu, hafði fallið fyrir ljós- myndatækninni og átti safn mynda sem hann hafði tekið. Hann dó ungur. Myndir hans lágu frammi á heimili ömmu og afa og amma þekkti á þeim hvert andlit. Á síðari árum tók hún að skrá þessar upplýsingar aftan á myndirnar og hefur sú skrásetn- ing gagnast mörgum. Viska ömmu var mikil, þótt hún sjálf gerði sem minnst úr henni. Eins var um alla hæfileika sem hún bjó yfir. Hún stærði sig ekki af nokkru. Þannig kona var Gunna Jóns. Amma kunni vel að meta lúmskan húmor og frá- sagnir af spaugilegum uppákom- um. Henni þótti gott að hlæja og naut þess að vera innan um fólk sem hafði lag á því að koma öðr- um til að brosa. Orðheppni fólks og spaugilegar athugasemdir barna festust eins og annað í minni hennar og hún hafði gam- an af því að rifja slíkt upp. Amma okkar var vel lesin, út- sjónarsöm og lagin við handa- vinnu og einstaklega minnug. Handavinnu vann hún sjálfri sér til skemmtunar og afkomendum sínum til gagns. Ullarsokkar frá henni, milliverk í sængurverum og merkt handklæði hafa fylgt okkur frá því við munum eftir okkur. Öll eigum við systkinin minn- ingu af því að aka ömmu um Ísa- fjarðardjúpið. Þar hafði móðir hennar ráðið sig í kaupavinnu eftir að hafa séð á eftir eigin- manni sínum í hafið og fengið að hafa hana hjá sér, yngsta barnið. Í Hörgshlíð í Mjóafirði voru þær mæðgur fyrstu sumur ævi ömmu. Inni í Djúpi leið henni vel. Þaðan þekkjum við margar sögur. Þegar amma var 15 ára höfðu þau afi fengið auga hvort á öðru. Lítið höfum við heyrt af sam- drætti þeirra. Sú saga er afar rómantísk ef hún er sett í róm- antískan búning. Stúlka af fá- tæku heimili og piltur af kaup- mannsheimilinu. Rómeó og Júlía við ysta djúp. „Þá vorum við samt ekki orðin par,“ sögðu var- irnar á ömmu þótt augun segðu annað. 97 ár er hár aldur. Amma var farin að bíða eftir hvíldinni. Við systkinin munum engu að síður sakna ömmu okkar. Heimsókn til hennar var alltaf nærandi. Við erum þakklát fyrir stundirnar með henni og allt það góða vega- nesti sem hún færði okkur út í lífið. Við minnumst hennar með hlýju og þakklæti. Halldóra Hallgrímsdóttir, Atli Gunnarsson, Karl Hallgrímsson. Nú á haustmánuðum þegar náttúran fellur í dvala þá settist sól ömmu minnar í ægi eftir langa og viðburðaríka ævi. Amma var yngst systkina sinna og fórst faðir hennar í sjóslysi er hún var einungis fimm mánaða gömul. Líf ömmu, móður hennar og systkina var örugglega ekki auðvelt. Mamma hennar vann myrkranna á milli til að sjá fjöl- skyldunni farborða og voru börnin snemma send til vinnu. Meðal annars var amma send einsömul með skipi í barnapöss- un til Akureyrar einungis 11 ára gömul og fram til dauðadags mundi hún ljóslifandi eftir Dal- víkurskjálftanum árið 1934. Fyr- ir Akureyrardvölina var amma um tíu ára skeið, fyrst með móð- ur sinni og svo ein, í sumarvinnu í Mjóafirði og var fjörðurinn henni ætíð mjög hjartfólginn. Ég er svo lánsöm að vera skírð eftir ömmu Gunnu og afa Dóra í Bolungarvík og þegar ég var yngri eyddi ég hluta af mörgum sumrum hjá þeim. Það voru alltaf til kandísmolar heima hjá ömmu og afa og þegar ég kom vestur var mitt alfyrsta verk að þjóta upp í eldhús og næla mér í mola, sem yfirleitt kláruðust af undirritaðri á fyrsta degi. Í Bolungarvík naut ég mín í góðu yfirlæti og fékk barna- barnið oftast sínu framgengt hvort sem var að fá hamborgara eða að sitja í framsætinu í bíln- um. Ég var varla talandi þegar ég tilkynnti þeim: „ég ræður“. Mér er minnisstætt þegar afi var látinn og ég kom til ömmu að læra fyrir stúdentsprófin um páskana 2002. Þetta var snjó- þungur vetur og einn morguninn vorum við innilokaðar af snjó. Amma neitaði að leyfa mér að moka okkur út, tók sjálf skófluna því ég átti að halda áfram að læra – þvílíkur 79 ára nagli. Amma var bráðgreind, bók- hneigð og öðru eins stálminni hef ég ekki kynnst. Það eru fáir sem geta nefnt öll sín ferming- arsystkini með nafni liðlega 80 árum eftir fermingu, í hvaða röð þau gengu inn kirkjugólfið og uppröðun þeirra við gráturnar. Auk þess gat hún líklega rakið ættir þeirra allra aftur til mið- alda því slíkur var ættfræðiá- huginn. Þrátt fyrir 97 ára aldur brást minni hennar aldrei. Amma var hæglát og þolinmóð en ákveðin og bar hvorki tilfinn- ingar sínar né skoðanir á torg. Hún var handlagin og vandvirk og sú handavinna sem eftir hana liggur sýnir handbragð lista- manns. Vonandi hafa hennar góðu eiginleikar erfst til okkar ættingjanna. Að minnsta kosti fékk ég grænu augun hennar. Hvíl í friði elsku amma mín og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þitt barnabarn Guðrún Dóra Bjarnadóttir. Það var jafnan sársauki en líka stolt í röddinni þegar mamma sagðist hafa hitt „telp- urnar hans Nonna míns“. Gunna hafði gaman af því að vera kölluð telpa langt fram á sjötugsaldur. Jón Ólafur Jónsson (4.1. 1883 – 11.9. 1923) drukknaði frá fimm börnum á Ægi 1923. Hann var yngsti móðurbróðir mömmu, gekk henni í föðurstað og Helga Bjarnadóttir (12.9. 1849 – 20.2. 1924), móðuramma hennar, ólu hana upp vegna veikinda ömmu. Áfallið við fráfall Nonna míns og örfáum mánuðum síðar ömm- unnar og Helgu litlu dóttur Jóns, komst móðir mín aldrei yfir. Aft- ur og aftur byrjuðu sögurnar, „þegar hann Nonni minn drukknaði frá öllum börnunum“. Á þessum tíma var ekkert ör- yggisnet, Gunna var yngst 5 mánaða gömul og einmitt í sum- ar rifjaði hún upp erfiðleika móður sinnar að fá gæslu svo hún kæmist í vinnu. Anna var víkingur til vinnu, með harð- fylgni kom hún börnunum til manns, og ekki má gleymast að konur fengu helmingi lægri laun fyrir sömu vinnu. Þvílík hetja var þessi sjómannsekkja. Gunna var fróðleiksbrunnur um fólkið okkar. Hún þurfti ekki tölvu, minnið var þess eðlis að engu skeikaði. Dýrmætar sögur en er ekki þjóðararfurinn fólg- inn í striti og amstri daglauna- og sjómanna við erfiðustu skil- yrði sem hugsast gat? Ég fann líka skriflegar heimildir sem ylj- uðu okkur frænkunum „… samt var sá alþekkti sægarpur Jón Jóhannesson um borð!, afi henn- ar. Ég fann líka frásögn af frækilegum lífróðri með fráveika telpu frá Bolungarvík til Ísa- fjarðar og ræðararnir voru pabbi hennar og Halldór bróðir hans, sérvaldir þegar um líf og dauða var að ræða. Tæp hundrað ár, stórbylting í öllu lífi þjóðarinnar, sjóbúðirnar hurfu og glæsileg hús risu. Hún lifði þessa breytingatíma, giftist einstökum sómamanni, Halldóri Bjarnasyni verkstjóra, þau eign- uðust þrjú myndarbörn. Þau reistu fallegt hús og garðurinn var snyrtilegur og fallegur. Hún var mikil fyrirmynd, handavinnan listaverk, hreinlát og gestrisin, svo var hún fróð og skemmtileg og hafði yndi af að fræða. Þegar hún var sex ára var móðir hennar fanggæsla og þurfti að þvo allan fatnað af sjó- mönnunum í höndunum í Hólsá og telpan hún Gunna litla var krókloppin að þvo alla vett- lingana. Nú væri kallað á barna- vernd en tímarnir breytast. Hún sagði mér hvað hún var glöð að hafa nóg að borða og geta létt undir með móður sinni. Snemma kom dugnaðurinn og eljan í ljós. Gunna var sátt við Guð og menn þegar við hittumst í sum- ar, talaði um góða fólkið sem studdi móður hennar, gamla manninn í Hörgshlíð sem nefndi hana lambið sitt og alla sem lögðu lið. Líka þetta hræðilega sára þegar Bjarni bróðir hennar dó af því að ekki náðist í lækni. Sum sár greru aldrei. Nú eru börnin hans Nonna míns, með bláu augun blikandi, horfin af heimi. Eftir situr minningin um einstaka konu sem gaf og fræddi og skilur eftir mikla arfleifð og stórkostlega fyrirmynd. Börnum hennar og afkomend- um öllum sendi ég einlægar samúðarkveðjur, það verða margir til að sakna hennar, ekki bara ég sem reyni að skila þakk- læti með þessum fátæklegu orð- um. Erna Arngrímsdóttir Guðrún Jónsdóttir ✝ Sigríður Vil-borg Vilbergs- dóttir fæddist 20. september 1939 á heimili foreldra sinna Helgafelli á Eyrarbakka. Hún lést aðfaranótt 14. september 2020 á Sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ragnheiður Guðmunda Ólafs- dóttir, f. 1. mars 1906, d. 9. júní 1998, og Vilbergur Jó- hannsson, f. 29. mars 1899, d. 2. júlí 1939, tveimur mánuðum fyrir fæðingu Sigríðar. Systkini Sigríðar voru Karen, f. 1926, d. 2012, Sigurður, f. 1927, d. 1928, Ólafur, f. 1929, d. 2005, Jóhann Vilhjálmur, f. 1931, d. kvæntur Brit Helen Leikvoll. Börn þeirra: Maríus, f. 16. september 1998, og Magnhild, f. 18. maí 2003. 4) Sólveig, f. 3. ágúst 1969, hennar maður er Ari Jóhannes Hauksson, f. 14. október 1967. Börn þeirra: Eva Arnfríður, f. 29. júní 1988, unn- usti Reynir Freyr Pétursson, f. 29. mars 1977, þeirra börn Ís- old Agla og Matthildur María, f. 3. nóvember 2016. Leifur, f. 5. september 1993, unnusta Alexandra Ingrid Hafliðadóttir, f. 1. júní 1993, barn þeirra óskírður drengur, f. 27. júlí 2020. Vignir, f. 16. mars 2000. Sigríður, sem oftast var köll- uð Sigga Bogga, ólst upp á Eyrarbakka og gekk þar í skóla. Snemma fór hún að vinna og var t.d. nokkur sumur kaupakona í Litlu-Sandvík, en vann svo í frystihúsinu á vet- urna. Æskuvinkonan var Sigga Dagga, sem var jafnaldra og næsti nágranni. Þær stöllur, þá tæplega 17 ára, komu sér sam- an um að fara á Húsmæðra- skólann á Varmalandi í Borg- arfirði. Eftir skólalok þar fóru þær að vinna á Hvanneyri. Þar kynntist Sigga Bogga Magnúsi Grétari Ellertssyni bún- aðarkandídat sem síðan varð hennar lífsförunautur. Þau bjuggu um skeið á Hvanneyri og á Hvítárvöllum, en fluttu síðan á Eyrarbakka og þaðan á Selfoss. Þar byggðu þau sér hús við Stekkholt og bjuggu þar uns hilla fór undir starfs- lok og þau fluttu í Ástjörn. Þau voru um skeið í Danmörku, þar sem Magnús stundaði nám í mjólkurfræði. Sigríður vann ýmis störf ut- an heimilis, m.a. á saumastofu, við kjötborð KÁ og síðar mörg ár í þvottahúsi Sjúkrahúss Suð- urlands. Sigríður var mikil hannyrðakona. Þau hjónin ferðuðust víða um Evrópu en bundust svo sterkum böndum við sólina á Kanarí og Spáni, þar sem þau dvöldu nokkrar vikur ár hvert. Útförin fer fram í dag, 26. september 2020, klukkan 14 frá Eyrarbakkakirkju. 2017, og Ásta Þór- unn, f. 1932, d. 2016. Eftirlifandi eig- inmaður Sigríðar er Magnús Grétar Ellertsson, f. 30. júní 1937. Börn Sigríðar og Magn- úsar eru: 1) Ellert Ágúst, f. 20. októ- ber 1958. 2) Ragn- heiður Þórunn, f. 1. janúar 1962. Eiginmaður hennar er Indriði Ingvarsson, f. 4. apríl 1951. Þeirra börn eru: Magnús, f. 16. maí 1988, Halldór, f. 11. október 1989, kvæntur Emily Anne Akland, f. 9. febrúar 1992, Sigríður Sól- katla, f. 3. nóvember 1996, og Anna Kristín, f. 10. janúar 2000. 3) Heimir, f. 5. maí 1967, Hún Sigríður Vilborg er látin, náði ekki alveg að ljúka áttug- asta og fyrsta æviárinu. Hún var á fermingaraldri þegar ég kom inn á heimili hennar, trúlofaður Þórunni systur hennar. Það voru augsýnilega blendnar tilfinning- ar hjá táningnum að fá kennara í fjölskylduna, en hún sættist á það og vinátta okkar entist til æviloka. Það var mjög hlýtt á milli þeirra systranna og brá aldrei skugga á meðan báðar lifðu. Sigríður var mikill höfðingi heim að sækja og alltaf voru dýrindis veitingar hvenær sem komið var í heimsókn. Heimilið bar þess vott að húsmóðirin hafði yndi af hverskonar handa- vinnu. Þær systur höfðu alltaf nóg að ræða um þegar þær hitt- ust og töluðu um það hugðarefni, prjónaskap, hekl eða hvað annað í þeim dúr. Þær ólust upp við slíkt þótt ekki væru kannski mikil efni, alltaf voru hannyrðir og lestur þeim í blóð borin og ekki má gleyma heimilisstörfun- um sem léku í höndum þeirra. Sigríður giftist ung Magnúsi Ell- ertssyni búfræðingi og mjólkur- fræðingi og þau sköpuðu sér fal- legt heimili, eignuðust fjögur myndarleg börn og barnabörn sem öll lifa móður sína og ömmu. Börnin búa sitthvorumegin við Atlantshafið, tvö í Noregi og tvö á Íslandi. Það krafðist ferðalaga ef fara átti í heimsókn til þeirra en þau hjónin ferðuðust einnig nokkuð víða um Evrópu. Síðasta áratuginn hafa þau dvalið nokkr- ar vikur ár hvert ýmist á Spáni eða á Kanarí. Sigríður er síðust Helgafellssystkinanna til að kveðja þennan heim. Við, fjöl- skyldan sem lengst af bjó í Hjallatúni, þökkum margra ára vináttu og vottum Magnúsi og fjölskyldunni okkar dýpstu sam- úð. Óskar Magnússon. Sigríður Vilborg Vilbergsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.