Morgunblaðið - 26.09.2020, Page 35

Morgunblaðið - 26.09.2020, Page 35
arnes og við Maggi byrjuðum að búa. Tveimur árum síðar eign- uðumst við okkar fyrstu börn en það var mikill gleðidagur í lífi ykkar Sonju þegar sólargeislinn ykkar Guðlaugur Þór fæddist 19. desember 1967. Áttum við ófáar ferðirnar í Borgarnes upp frá því og var það alltaf jafn gaman. Minnast þau þess af hlý- hug enda mynduðust órjúfanleg vinabönd milli ykkar og þeirra. Alltaf voru hundar í báðum fjöl- skyldum og urðu heimsóknirnar oft útivistarferðir um Borgar- fjörðinn og víðar, í berjamó og fleira. Aldrei fór neitt okkar framhjá Borgarnesi nema koma við í extra góðu kaffi og meðlæti á Böðvarsgötu 11. Áhugamálin voru mörg. Má þar nefna ljósmyndun og útivist og kom þar hraðbáturinn þinn oft við sögu og voru ófáar ferð- irnar frá Reykjavík út í Viðey, vestur á Mýrar og upp í Borg- arnes. Stangveiði og skotveiði var þér hugleikin enda minnist Magnús margra ánægjulegra ferða með þér. Síðast en ekki síst var golfið þér hugleikið og veitti þér margar ánægjustundir með góðum félögum og vinum og ekki síst holla útiveru. Hús- bílaferðirnar voru ykkur mikils virði og fóruð þið víða. Við trú- um því að þú munir leika golf á grænum grundum þar sem þú ert núna í sumarlandinu hjá Sonju elskunni þinni. Þú starfaðir sem lögreglu- þjónn í Borgarnesi og síðar sem yfirlögregluþjónn og starfaðir sem slíkur þar til þú komst á aldur, enda fórst starfið þér vel úr hendi, svo einstaklega yfir- vegaður og traustur sem þú varst. Þú sagðir oft: „Engin vandamál eru svo stór að ekki sé hægt að leysa þau, bara fara rétt að þeim.“ Hjá börnunum í fjölskyldunni varst þú alltaf „Doddi lögga“ og mikil virðing borin fyrir því. Hamingjusamur varstu elsku Þórður þegar Guðlaugur og Ágústa eignuðust litlu sólar- geislana ykkar, Þórð Ársæl og Sonju Dís, og þið urðuð afi og amma í Borgarnesi. Samveru- stundirnar með þeim urðu margar og gleðiríkar, enda voru þau oftar en ekki umræðuefnið þegar við hittumst yfir kaffi- bolla. Við þökkum af alhug samveru liðinna ára við mætan mann og kveðjum með söknuði og sorg í hjarta. Við kveðjum nú Þórð og biðjum að guð hann leiði í ljósheiminn bjarta. og hugljúfar minningar lífinu frá mildi ykkur sorgina í hjarta. Elsku Gulli, Ágústa, Þórður Ársæll, Sonja Dís, Anna Ýr, Rafn Franklín og fjölskyldur, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Góður guð gefi ykkur styrk í sorginni. Henrietta (Gitta), Magnús og fjölskylda. Þórður Sigurðsson, einn af stofnfélögum Golfklúbbs Borg- arness, er nú fallinn frá. Mig langar að minnast góðs vinar hér með nokkrum orðum. Þórður var einn af frumherj- um Golfklúbbs Borgarness sem stóðu að því að koma upp níu holu golfvelli á Hamri. Árið 1973 hafði verið stofnaður Golfklúbb- ur í Borgarnesi og fékk klúbb- urinn svæði í landi Hamars und- ir golfvöll. Ærið verkefni var að gera landið hæft fyrir golfleik. Frum- herjarnir voru sveit vaskra manna sem unnu þrekvirki við að koma upp níu holu golfvelli á Hamri, allt í sjálfboðavinnu. Á eftir fylgdu endurbætur á Ham- arshúsinu, sem var okkar klúbb- hús í áraraðir. Hann varði þar miklum tíma við þau verkefni og önnur sem þurfti að sinna; að slá flatir, fara með unglingana í mót, gera við vélar og tína stórgrýti upp úr vellinum svo fátt eitt sé nefnt. Þórður var formaður Golf- klúbbs Borgarness á árunum 1986 til 1993, formaður vallar- nefndar á fyrstu árum klúbbs- ins. Golfklúbburinn á Þórði ótal margt að þakka fyrir gifturík störf í þágu klúbbsins. Margar góðar minningar á ég með Þórði af golfvellinum á Hamri en þangað fór ég ungur að venja komur mínar. Þórður virtist kannski hrjúfur á yfir- borðinu en undir því var ljúfur, vinsamlegur og traustur vinur sem hægt var að stóla á. Oft á vorin var Þórður með hundinn sinn með sér á vell- inum. Hundurinn var vel taminn og gerði það sem fyrir hann var lagt. Ef Þórður taldi höggið ekki nógu gott gat hann sent hund- inn til að ná í boltann og þá var hægt að endurtaka höggið. „Sækja, sækja!“ var þá viðkvæð- ið og hundurinn hljóp af stað. Sagan af því þegar Þórður fór með félögum úr Golfklúbbi Borgarness til Skotlands er minnisstæð. Þar voru leigðir tveir bílaleigubílar á flugvellin- um fyrir hópinn. Þegar farið var af stað missir aftari bíllinn fljótt sjónar á fremri bílnum, sem Þórður var farþegi í. Á leið- arenda fara menn í aftari bíln- um að kvarta yfir því hversu greitt hafi verið ekið. Þá segir Þórður: „Hvað er að ykkur, hann fór aldrei yfir níutíu!“ En þarna sýndi hraðamælir bílsins mílur þannig að ökumaðurinn hefur allavega ekki farið hraðar en 145 kílómetra á klukkustund. Það gustaði oft af Þórði í bók- staflegri merkingu þegar hann mætti á völlinn á bláa Volvon- um. Beygjan af þjóðveginum inn á afleggjarann að Hamri var tekin á sæmilegum hraða og þyrlaðist þá upp ryk. Þessi beygja er stundum nefnd Þórð- arsveigur frá þessum tíma. Þórður náði góðum árangri í golfinu og var duglegur að stunda íþróttina. Oft í verð- launasætum og hlaut viðurkenn- ingar fyrir það. Þegar heilsu fór að hraka fór hann um á golfbíl og fór oft út á völl í alls konar veðrum til að stunda sína íþrótt. Ég vil þakka vini mínum og félaga fyrir þær mörgu góðu stundir sem við áttum saman, þær hafa gefið mér mikið. Við færum Guðlaugi Þór, fjölskyldu hans og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hvíldu í friði kæri vinur. F.h. Golfklúbbs Borgarness, Guðmundur Daníelsson, formaður. Við andlát Þórðar frænda míns rifjast upp margar góðar minningar frá glöðum æskuár- um á Siglufirði. Þórður faðir minn var yngsti bróðir Sigríðar Önnu, móður Þórðar. Þau misstu föður sinn, Þórð Þórð- arson vitavörð á Siglunesi, árið 1923. Margrét Jónsdóttir, amma okkar, var þá 29 ára gömul sex barna móðir. Miklir kærleikar og sterk tengsl voru alla tíð milli þeirra systkinanna. Öll tilefni voru not- uð til að hittast, stórveislur haldnar um jól og áramót þar sem öll fjölskyldan kom saman og tíðar voru einnig ferðir á Siglunesið. Þórður var elsta barnabarn Margrétar ömmu. Hann var dásamlegur frændi og sýndi mér sem litlu frænku mikla athygli og elskusemi. Þeir bræðurnir lánuðu bókaorminum allar þær bækur sem til voru á heimilinu og voru alltaf fúsir til að fara á háaloftið á Norðurgötunni til að uppfylla óskir um lestrarefni. Þórður var glæsimenni svo eftir var tekið. Hann var heillandi persónuleiki, jákvæður, brosmildur og hlýr með glettn- isblik í augum. Hann var hjálpsamur dreng- ur sem allra vanda vildi leysa, traustur og gefandi, vinsæll og vel látinn. Hann gekk að öllum verkum af einstakri natni, vand- virkni og reglusemi og var mikill og flinkur fagmaður. Gifting þeirra Þórðar og Sonju Guðlaugsdóttur var stór- viðburður í fjölskyldunni. Þau voru þá ung að árum, falleg bæði og jafnræði með þeim. Þau voru samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur, bæði í leik og starfi. Árið 1967 var hamingjuár í lífi þeirra þegar þau eignuðust einkasoninn, Guðlaug Þór. Þórð- ur faðir minn hafði komið til Reykjavíkur rétt fyrir jól það ár og við Jón og Jófríður dóttir okkar fórum með honum norður til Siglufjarðar til að halda þar jól. Á leiðinni norður heimsóttum við Þórð og Sonju í Borgarnesi til að berja augum nýja fjöl- skyldumeðliminn. Það var ógleymanlegt að fá að taka þátt í gleði þeirra og hamingju við þessi tímamót. Við hjónin hittum Þórð á heimili hans fyrir fáum miss- erum. Sonja var látin og heilsan mjög farin að bila. Hann bar sig vel að vanda en við skynjuðum vel umskiptin í lífi hans, sorg hans og söknuð. En brosin hans voru hlý sem fyrr og gleðin ein- læg þegar hann horfði til fram- tíðar og ræddi um einkasoninn og fjölskyldu hans. Við hjónin þökkum velvild og gæsku á liðinni tíð. Við vottum Guðlaugi Þór og fjölskyldu hans innilega samúð. Guð blessi minningu Þórðar Sigurðssonar. Sigríður Anna Þórðardóttir. MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020 ✝ Karl Eiríkssonfæddist í Vatns- hlíð í Austur-Húna- vatnssýslu 7. nóv- ember 1938. Hann lést á Landspít- alanum 6. september 2020 eftir stutt veik- indi. Foreldrar Karls voru Eiríkur Sig- urgeirsson, bóndi í Vatnshlíð, A-Hún., f. 24. september 1891, d. 13. maí 1974, og Kristín Karólína Ver- mundsdóttir, húsfreyja, f. 20. júlí 1898, d. 11. nóvember 1973. Karl var yngstur af þrettán systkinum sem eru: Skarphéðinn Jónas, f. 24. júlí 1917, d. 12. októ- ber 1973; Ólína Rebekka, f. 12. september 1918, d. 31. janúar 2006; Ragnheiður, f. 19. október 1920, d. 26. september 1997; Valdimar Stefán, f. 21. desember 1921, d. 5. febrúar 1942; Árni Að- alsteinn, f. 7. febrúar 1923, d. 5. nóvember 2011; Vermundur, f. 14. febrúar 1925, d. 3. mars 1964; 1997. 2) Heiðdís, f. 2. júní 1969, gift 1995-2013 Rúnari Helga Andrasyni, f. 25. apríl 1967. Börn þeirra eru: Kristinn Páll, f. 9. október 1995, og Helga Margrét, f. 30. mars 1998. 3) Skarphéðinn Jónas, f. 7. júlí 1974, sambýlis- kona Brynhildur Þöll Kristjáns- dóttir, f. 17. júní 1975, hún á fyr- ir Telmu Dögg, f. 1. desember 1996. 4) Anna Sóley, f. 9. júlí 1981, gift Róberti Gils Róberts- syni, f. 30. júlí 1977. Börn þeirra eru: Sindri Gils, f. 28. júlí 2002, Snævar Gils, f. 21. desember 2006, og Margrét Lilja, f. 24. júní 2011. Uppvaxtarár Karls voru í Vatnshlíð. Sem ungur maður starfaði hann um tíma á Suður- landi við garðyrkjustörf og á vertíð í fiski. Hann bjó í Vatns- hlíð með foreldrum sínum og Skarphéðni bróður sínum heitn- um, hann tók við búi foreldra sinna þegar þau fluttu í burtu. Karl og Margrét bjuggu saman í Vatnshlíð síðastliðin 53 ár við bú- skap. Útför Karls fer fram frá Löngumýrarkapellu í Skagafirði í dag, 26. september 2020, klukk- an 14. Sigurgeir, f. 10. maí 1926, d. 18. ágúst 2004; Sigríð- ur Regína, f. 1. júní 1928, d. 4. júní 2018; Þórey, f. 17. maí 1930, d. 22. janúar 2003; Dýról- ína, f. 13. nóvem- ber 1932; Haukur Hlíðdal, f. 27. febr- úar 1936; drengur, f. 1937, d. 1937. Sambýliskona Karls er Mar- grét Þórhallsdóttir, sjúkraliði, f. 22. ágúst 1944, frá Akureyri. Foreldrar hennar voru Þórhall- ur Jónasson vörubílstjóri, f. 3. mars 1909, d. 15. desember 1985, og Lilja Guðrún Þórunn Guð- laugsdóttir húsfreyja, f. 7. sept- ember 1919, d. 2. júlí 2008. Börn Karls og Margrétar eru: 1) Kristín Lilja, f. 10. maí 1968, gift 1994-2012 Bjarka Guð- mundssyni, f. 4. desember 1967. Börn þeirra eru: Karl Ívan, f. 20. júlí 1992, Diljá Dögg, f. 24. ágúst 1995, og Erika Eik, f. 28. febrúar Elsku pabbi okkar. Það ríkti alltaf mikil tilhlökkun og eftir- vænting þegar farið var í sveitina okkar eins og við köllum hana. Þú tókst alltaf svo vel á móti okkur og barnabörnum þínum með opinn faðm og bros á vör. Góðar minn- ingar eigum við frá komum þínum til okkar til að fagna viðburðum eða tímamótum í lífi okkar eða barnabarna þinna. Það var ein- hvern veginn ekkert fullkomið nema von væri á þér til að gleðjast með okkur og það hvikaði ekki, þú lést þig ekki vanta. Við erum þakklát fyrir samverustundirnar sem við áttum í sumar. Þú kvaddir þegar blómin fóru að falla og fölva haustsins sló á sumarskraut. Þú hafðir gengið götu þína alla og gæfu notið hér á lífsins braut. Það syrtir að og söknuðurinn svíður, hann svíður þó að dulin séu tár en ævin okkar eins og lækur líður til lífsins bak við jarðnesk æviár. Og tregablandin hinsta kveðjan hljómar svo hrygg við erum því við söknum þín, í hugum okkar stjarna lífs þíns ljómar, sem ljós á vegi í brjóstum okkar skín. Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd í nýjum heimi æ þér vörður vísi, sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér. Við sálu þína biðjum guð að geyma, þín göfga minning okkur heilög er. (G.E.V.) Við munum svo vel eftir þér leggja upp í göngur með hest- ana þína Blesa, Glóa og Stjarna. Við Hlíðarrétt biðum við með eftirvæntingu eftir að sjá féð koma niður af fjalli. Í brekkunni við ána áttum við saman gæða- stundir að borða saman nestið. Eftir nestistímann hófst svo fjörið og féð dregið í dilka. Síðar áttu sum okkar eftir að fara með þér í göngur og upplifa með þér smalamennskuna. Snemma fór- um við að fara á bak honum Blesa þínum sem varð síðar barnahestur okkar systkinanna allra. Það var alltaf gaman að leggja úr hlaði þér við hlið í reiðtúr á fallegum sumardegi. Á veturna áttum við saman góðar stundir að gefa með þér hrossunum hey og virða fyrir okkur fallega hrossahópinn þinn. Oft vorum við búin að kljúfa hríðina og snjóskaflana saman á leið í fjárhúsin og gefa fénu. Ef veður var slæmt leiddir þú okkur niður á veg í skólabílinn, það var gott að finna öryggið sem hönd þín veitti. Á vetrar- kvöldum spiluðum við saman kasínu okkur til gamans. Vor- dagar voru alltaf svo spennandi tímar. Við biðum eftir að þú til- kynntir okkur að fyrsta folaldið væri fætt eða lamb komið í hús. Þá hlupum við út til að sjá og fagna nýju folaldi eða lambi. Yf- ir sumartímann var glatt á hjalla hjá okkur við heyskapinn. Mikið kapp hljóp í okkur við baggatínslu og að koma heyi í hlöðu. Veiðistundir áttum við saman og lögðum net út í vatnið, þá var spennandi næsta morgun að draga upp silunginn. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson) Elsku pabbi, friður Guðs þig blessi, takk fyrir allt. Minning þín lifir áfram í hjörtum okkar. Ástarkveðjur, Kristín Lilja Karlsdóttir, Heiðdís Karlsdóttir, Skarphéðinn Jónas Karlssson, Anna Sóley Karlsdóttir. Karl Eiríksson HINSTA KVEÐJA Elsku afi okkar, takk fyrir allar samverustund- irnar okkar saman. Það var alltaf gott og gaman að koma til þín í sveitina. Þú tókst alltaf svo vel á móti okkur með þínu góða hjarta og léttu lund. Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag. Megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig Guð í hendi sér. (Þýð. Bjarni Stefán Konráðsson) Minning þín lifir áfram í hjörtum okkar. Hvíldu í friði elsku afi. Karl Ívan, Diljá Dögg, Erika Eik, Kristinn Páll, Helga Margrét, Telma Dögg, Sindri Gils, Snævar Gils og Margrét Lilja. HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær faðir okkar, afi, tengdafaðir og langafi, SVANUR BJARKAR AUÐUNSSON frá Dvergasteini, Álftafirði, lést á Landspítalanum síðastliðinn þriðjudag. Útför auglýst síðar. Karl Jörundsson Michelle Garnado Jörundsson Eyrún Björk Svansdóttir Gunnar Gylfason Ólafía Erla Svansdóttir Glódís, Marteinn, Hugrún, Svanur, Steinunn, Annika og Tumi Elsku faðir okkar, sonur, bróðir og afi, TEITUR STEFÁNSSON, lést sunnudaginn 20. september á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 1. október klukkan 13. Vegna aðstæðna verður athöfninni einnig streymt frá heimasíðu Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Stefán Teitsson Andrea Magnúsdóttir Helga Dögg Teitsdóttir Ásgrímur Ásgrímsson Fríða Björk Teitsdóttir Sverrir Haraldsson Ragnar Torfi Teitsson Stefán Kristinn Teitsson Fríða Lárusdóttir Örlygur Stefánsson Ásta Björg Gísladóttir Hulda Stefánsdóttir Sigurður Valur Ásbjarnarson Halldór Stefánsson Petrea Emilía Pétursdóttir Þórgunnur Stefánsdóttir Sveinn Arnar Sæmundsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.