Morgunblaðið - 26.09.2020, Page 36

Morgunblaðið - 26.09.2020, Page 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020 ✝ Sigurður Þór-arinn Sigurðs- son fæddist á Fá- skrúðsfirði 4. janúar 1983. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítal- ans 15. september 2020. Foreldrar Þór- arins eru Vilborg Halldóra Óskars- dóttir frá Rúst í Fáskrúðsfirði, f. 1959, og Sig- urður Oddsson frá Hvammi í Fáskrúðsfirði, f. 1954, systkini Þórarins eru Oddur, f. 1976, Eva María, f. 1978, og Þórir Snær, f. 1995. Þórarinn var ókvæntur og barnlaus. Þórarinn fékk hjartavírus 17 ára gamall og náði aldrei heilsu eftir það, fór í hjarta- skipti 21 árs gam- all og nú 16 árum síðar beið hann aftur eftir hjarta og einnig nýrum en biðin reyndist of löng. Þórarinn stund- aði búskap í Hvammi og sjó- mennsku frá Stöðvarfirði eins mikið og heilsan mögulega leyfði. Útför Þórarins fer fram frá Stöðvarfjarðarkirkju í dag, 26. september 2020, klukkan 14. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður streymt frá athöfninni á facebook. Þegar ég kynntist Tóta bróð- ur mínum hafði hann dvalið á heimili foreldra minna í um 12 ár, það er að segja frá fæðingu. Hann gaf mér stuttu seinna gælunafnið „krakkinn hennar mömmu“ sem ég hefði eflaust kallað mig sjálfur ef ég hefði verið byrjaður að tala. Ég man nú lítið frá þeim tímum en man þá helst eftir því þegar við fjöl- skyldan fluttumst yfir á Stöðv- arfjörð. Það voru ófá skiptin sem ég læddist inn að herbergi og hlustaði með honum á tónlist í gegnum hurðina. Hann hafði mikil áhrif á tónlistarsmekkinn minn þó hann hefði aldrei við- urkennt að hann væri í rauninni ábyrgur fyrir að gera mig að tónlistarfíklinum sem ég er orð- inn í dag. Þegar mamma sagði mér að Tóti hefði fengið vírus í hjartað sagði ég henni strax að hann hefði ekki átt að vera svona mikið í tölvunni (ég hefði aldrei orðið góður læknir). Þeg- ar við vorum komin til Reykja- víkur gerði ég mér náttúrulega enga grein fyrir hversu alvar- legt þetta var allt saman. Mér fannst þetta hálfa ár í Reykja- vík fínt og fannst algjört æv- intýri að vera þar yfir jól og áramót, sjá flugeldana og svo ég ekki sé minnst á fimmtu- dagsferðirnar á Mcdonalds. Ég vældi mikið í mömmu um að fá eyrnalokk og gaf hún sig síðan loksins og sagði að ég gæti fengið lokk daginn eftir. Þegar að sá dagur rann upp fengum við hringingu um að hugsanlega væri búið að finna hjarta og það yrði haft samband við okk- ur seinna sama dag. Allir á heimilinu glöddust og vonuðu að þarna væri rétta hjartað komið, nema ég því mig langaði í eyrnalokk. En þegar við feng- um seinni hringinguna var það komið í ljós að um væri að ræða rétt hjarta og ekki annað í stöð- unni en að fara upp í vél og beinustu leið til Danmerkur í aðgerð sem gekk vel og lengdi líf hanns um 16 ár. Þessi 16 ár hafa verið viðburðarík en samt allt of fljót að líða. Allar hugs- anirnar og minningarnar mínar með Tóta eru nægilega margar til að fylla bók, jafnvel tvær. Ég fór með honum í eina lokareisu í byrjun september til Reykja- víkur. Við eyddum mikklum tíma saman. Hann gisti hjá mér í tvær nætur þar sem ég var að flytja til Akureyrar og ég tvær nætur hjá honum á sjúkrahót- elinu í Reykjavík. Þessari ferð mun ég aldrei gleyma þar sem hann var mjög hress og við kjöftuðum og rugluðum í hvor öðrum eins og við gerðum allt- af. Þegar að ég kvaddi hann eftir þessa svaðilför sagði ég við hann: „sjáumst“. Ekki datt mér það í hug að það yrði bara annar okkar sem myndi sjá hinn aftur. Tóti var einn af þeim sem gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag og var alltaf til staðar fyrir mig sama hvað bjátaði á. Ég mun alltaf vera þakklátur fyrir það. Hvíldu í friði Tóti minn. Þinn bróðir Þórir Snær, „krakkinn hennar mömmu.“ Þórir Snær Sigurðsson. Ég gleymi aldrei deginum ör- lagaríka, 21. júlí 2000, deginum sem nafni ykkar (þín, pabba og mömmu) átti að fæðast. Þú komst með mér á Egilsstaði þar sem ég fór í mæðraskoðun, heimferðin var skrítin. Svo kom stóra höggið þegar heim var komið og er búið að vera viðloð- andi síðan, elsku bróðir. Við höfum alltaf verið mjög náin og gengið í gegnum súrt og sætt saman. Það sem við vorum búin að bralla saman, minn eini róður á Sóma sem ég fór með þér, rúnturinn þegar ég var ný- komin með bílpróf og þú misstir tönn sem þú lagðir á mælaborð- ið og endaði ofan í miðstöðinni og rúntarnir um bæina að safna merkjum og pennum fyrir kosn- ingar. Þegar ég leyfði þér að keyra í Hvammi og þú festir bíl- inn minn algjörlega í snjóskafl- inum, sennilega 12 ára gamall. Snjórinn náði gjörsamlega upp að toppnum á bílnum, allavega í minningunni, og get ég ekki munað hvernig við komumst út. Þegar við keyptum okkur saman bílinn litla svínið, tónleikarnir með Hjálmum, ólympíu-tölvu- leikjahittingarnir, við deildum meira að segja herbergi saman í mörg ár ásamt því að þú hafir búið hjá mér dágóðan tíma, nú svo hjartaferðin til Danmerkur þegar ég kom óvænt til þín, þú hélst ég væri hjúkka. Ferðin sem ég og Þröstur fórum með þér til Gautaborgar, ferðin sem við héldum að ætti eftir að gefa þér nýtt líf og svona mætti lengi telja. Ég ætlaði að fara með þér til Svíþjóðar þegar þú myndir eignast þetta nýja líf, var búin að setja það helsta ofan í tösku, elsku bróðir, ég get ekki hugsað mér að taka upp úr töskunni, get bara ekki sætt mig við að þessi von sé ekki til staðar leng- ur, enda eru buxurnar sem ég keypti mér í fyrravetur og strákunum mínum fannst svo ljótar að ég ákvað að nota þær bara í þessari ferð okkar, ferð- inni sem aldrei verður farin, buxurnar sem aldrei verða not- aðar. Ekki má nú heldur gleyma stundunum sem strákarnir mín- ir áttu með þér, náið samband ykkar Sigga Bogga, vorum ein- mitt að rifja upp þegar þið fóruð saman á Fáskrúðsfjörð og hann skrapp inn í sjoppu, þar var hann spurður hver ætti hann og hann svaraði bara: „Tóti“ það er lýsingin á ykkar sambandi. „Sukkið“ ykkar Fjölnis, nýhafn- ar Tótastundir sem Gunnar Bjarmi ætlaði að vera í en urðu allt of fáar, boltaleikir og sprell með Aðalsteini Bjarti. Ég er svo þakklát fyrir hvað þú leitaðir mikið til mín þó ég hefði gjarn- an viljað geta hjálpað þér enn meira en við áttum sko hvort annað að. Símhringingin sem ég fékk frá þér klukkan hálf átta sunnu- dagsmorguninn 13. september þegar þú baðst mig að koma upp eftir til ykkar, ég vissi ekki á hverju ég ætti von á meðan ég keyrði til þín og grunaði mig nú ekki þá að þú ættir svona stutt eftir. Ég er svo ánægð með að hafa komið til þín á Neskaup- stað þann dag þó alltaf muni svíða það að hafa ekki náð til þín suður en þú ætlaðir að sjá hvernig þessi dagur færi, 15. september. Þú vissir allavega að ég vildi vera hjá þér, var búin að senda þér svona um það bil 1.000 skilaboð um það, en sá dagur endaði ekki eins og við óskuðum. En þú þjáist allavega ekki meira og ég efast ekki um að það sé fjör hjá ykkur ömmu í spilamennskunni. En eitt að lokum, jólagjaf- irnar til mömmu og pabba sem við gáfum þeim alltaf saman, þú varst alltaf með svo góðar jóla- gjafahugmyndir. Hver á nú að velja jólagjöfina handa þeim? Á ég að gera það? Elsku Tóti, við söknum þín meira en orð fá lýst og elskum þig og gerðu það ekki hugsa: „Djöfull er hún væmin“. Þín systir Eva María og fjölskylda. Elsku Þórarinn minn. Að kveðja þig eftir aðeins 37 ár í þessu lífi er óbærilega sárt, ósanngjarnt og grimmt. Þannig var líf þitt líka á köflum. Að missa heilsuna 17 ára gamall er þyngra en tárum taki. Þórarinn frændi minn var harðduglegur orkubolti sem aldrei féll verk úr hendi. En eins og hendi væri veifað var honum kippt út úr þeirri tilveru sem var líf hans og yndi þegar hann fékk vírus sem skemmdi hjarta hans varanlega. Landspítalinn tók við í nokkrar vikur en Þóra- inn komst aftur í sveitina sína, Hvamm, þar sem hann var upp- alinn og var við þokkalega heilsu. Fljótt tók þó að halla undan fæti og 21 árs gamall gekkst hann undir hjarta- ígræðslu í Kaupmannahöfn. Það var ógleymanleg stund þegar við komum til hans þremur dög- um eftir aðgerðina, að sjá hann rjóðan í kinnum. Hann öðlaðist nýtt líf, komst aftur á sjóinn á trillu föður síns. Þórarinn var fiskinn og duglegur sjómaður. Þegar fjölskylda hans fluttist til Stöðvarfjarðar hélt Þórarinn eftir nokkrum kindum sem hann annaðist vel. Hann var mikið náttúrubarn, bóndi og sjómaður. Föðurbróðir hans, Bjartur, býr í Hvammi og var mikill vinskapur milli þeirra. Þórarinn kom við hjá honum þegar hann sinnti skepnunum sínum, þeir hjálp- uðust að við heyskap og við- gerðir, borðuðu saman sólar- pönnukökur, auðvitað bakaði Þórarinn. Þessar heimsóknir voru Bjarti mikils virði og miss- ir hans mikill. Við Þórarinn fór- um margar ferðir saman til Reykjavíkur þegar hann þurfti til lækninga. Það voru, þrátt fyrir allt gæðastundir og oft glatt á hjalla þar sem frændi minn var mikill húmoristi. Í haust fór heilsu Þórarins veru- lega að hraka, hjarta og nýru farin að bila. Hann dvaldi þá hjá okkur í Reykjavík. Fyrir þær stundir verðum við fjölskyldan ævinlega þakklát. Honum var mjög umhugað um fjölskyldu sína. Hann var hjálpsamur, sama hvort þurfti að skipta um þak, leggja parket, steypa í gólf, þá var Þórarinn mættur, sama hvað heilsunni leið. Ekki kannski að mála, það fannst honum leiðinlegt. Ég minnist frænda míns með mikilli hlýju og þakklæti. Hann gaf okkur svo óendanlega mikið bara með því að vera til. Til- hugsunin um tilveruna án hans er nánast óbærileg. Elsku Þór- arinn minn, ég reyni að sætta mig við að stundir okkar verða ekki fleiri, við tökum ekki oftar í spil saman. Þig langaði bara að spila við ömmu, ég veit hún bíð- ur þín. Kveðjustundin er sár en mestur er missir foreldra, systk- ina og fjölskyldna þeirra. Elsku Villa, Siggi, Oddur, Eva, Þórir og fjölskyldur. Guð gefi ykkur styrk. Minningin um góðan dreng lifir. Dagbjört Þuríður. Elsku frændi, nú ert þú far- inn og tilhugsunin um það er ólýsanleg. Mín fyrsta minning um þig er þegar ég er að eins tíu ára og við systur stóðum í glugganum á Mánagarði og bið- um eftir því er pabbi þinn og mamma keyrðu fram hjá með þig nýfæddan og á leið heim til ykkar í Hvamm, spennan var gífurleg þegar þið ókuð fram hjá og við sáum litla frænda í fang- inu á mömmu sinni. Þó ég hafi verið með annan fótinn í sveit- inni á þessum árum urðu okkar kynni ekki mikil þar sem aldurs- munur okkar var þetta mikill, unglingurinn ég mátti ekki vera mikið að því að veita litla frænda mikla athygli. Svo flutti ég suður en fylgdist með þér úr fjarlægð og auðvitað hittumst við er ég kom austur í sum- arfíum eða þú fyrir sunnan. Það er svo ekki fyrr en vorið 2017 að ég flyt aftur austur að kynni okkar urðu meir, betri og skemmtilegri. Við hittumst við hin ýmsu tækifæri bæði heima hjá þér, mér og í sveitinni og alltaf hafði ég jafn gaman af að hitta þig því þú hafðir einstakan húmor og áttir auðvelt með að koma fólki til að hlæja. Þú varst búin að berjast í 20 ár eins og hetja við þín veikindi en þrátt fyrir að þú stæðir varla undir sjálfum þér var alltaf stutt í glensið og grínið hjá þér og varla datt þér verk úr hendi þrátt fyrir allt, þú varst alltaf að dunda þér í sveitinn eða í íbúð- inni þinn sem þú varst að gera svo flotta. Þú varst alltaf tilbú- inn að hjálpa ef þú mögulega gast. Við áttum margar spilast- undir og þá var oft glatt á hjalla. Ég á margar góðar minningar með þér frá því í fyrrasumar er við vorum bæði stödd í Reykja- vík þó að aðstæður hefðu svo sannarlega getað verið miklu betri. Þegar þú varst laus af spítalanum fórum við víða um höfuðborgarsvæðið, þar á meðal í Kringluna, til að versla smá- vægilegt og keypti ég mér kaffi- könnu og fékk ég að heyra það óspart frá þér hverslags bruðl þetta væri ég ætti nú kaffikönnu heima hjá mér. Og ef tækifæri gafst minntir þú mig á kaffi- könnurnar og bruðlið í mér. Eftir að þú varst fluttur suð- ur eftir sólahrings dvöl á sjúkra- húsi Neskaupstaðar datt mér ekki í hug að við ættum ekki eft- ir að sjást aftur. Ég myndi gera allt til þess að geta fengið að hitta þig einu sinni einn, til þess að hlæja með þér einu sinni enn og til þess að þú gætir sagt mér það einu sinni enn hverslags bruðl þetta væri alltaf á mér. En ég trúi því að þú sér kominn á betri stað þar sem þú ert laus við allar þjáningar, alla lækna, hjúkkur, sjúkrahúslegur með öllum þeim óþægindum sem þeim fylgdi svo ekki sé talað um „skilvinduna“ eins og systir þín kallaði það. Nú spilar þú við ömmu eins og þú gerðir svo oft svo við Dagbjört frænka verðum að sætta okkur við að spila hvor við aðra. Takk fyrir allar skemmtilegu stundirnar elsku Þórarinn, þín er sárt saknað. Elsku Siggi, Villa, börn og barnabörn, megi Guð gefa ykk- ur styrk á þessum erfiðu tímum. Oddný frænka. Sigurður Þórarinn Sigurðsson✝ Claude Gbedeyfæddist 10. júlí 1949 í Lomé í Tógó. Hann lést 13. sept- ember 2020. Eiginkona hans var Celestine Ba- dohu Gbedey, f. 24.9. 1954. Þau eignuðust þrjá syni: Lionel, f. 28.4. 1982; Lorris, f. 9.5. 1985, og Loïc, f. 1987. Að loknu stúdentsprófi lærði hann verkfræði við Technishe Hochshule í Darm- stadt í Þýskalandi og lauk þar prófi 1977. Hann starfaði lengst af sem bankamaður hjá Union Togolaise de Banque, síðast sem bankastjóri. Hann var skip- aður ræðismaður Íslands í Tógó 2009. Claude er borinn til grafar í dag, 26. september 2020. Í dag er borinn til grafar í Lomé, Tógó, Claude Cena Gbedey, ræð- ismaður Íslands. Hann lést sunnu- daginn 13. september eftir löng og erfið veikindi. Claude hefur verið náinn vinur og samstarfsmaður okkar Beru í meira en 20 ár, eða allt frá því að við komum fyrst til Tógó 1998. Það var í heimboði hjá honum sem fyrst bar á góma hvort við gætum gert eitthvað fyrir vegalaus börn. Það leiddi svo til þess að við Claude Voi- leau stofnuðum SPES barnahjálp sem nú hefur rekið heimili fyrir bágstödd börn í 20 ár. Sá merki áfangi náðist nýlega, að einn drengur okkar hefur hlotið löggild- ingu sem lögmaður í einkarétti, fjögur önnur eru langt komin í há- skólanámi og önnur 15 í iðnnámi. Claude Gbedey hefur starfað sem sjálfboðaliði fryrir SPES frá upphafi og til dauðadags, séð um fjármálin í Tógó og verið eldhugi alla tíð. Næstum daglega hefur hann komið á heimilið í Lóme og sinnt börnunum af einstakri hlýju og reyndar verið þeim sem ástrík- ur afi. Þau öll, 158 talsins, eru harmi slegin. Claude hefur einnig verið reglu- bróðir okkar í Alþjóðlegri frímúr- arareglu karla og kvenna LE DROIT HUMAIN og verið stjórn- andi hennar í Vestur-Afríku um árabil. Síðasta rúman áratug hefur Claude verið ræðismaður Íslands og umfram allt hjálpað þeim sem hafa ættleidd börn frá Tógó. Claude Gbedey var einstakur maður, heilsteyptur og hjarta- hreinn, fórnfús og hógvær – og í einu orði sagt einlægur mannvinur. Allir sem kynntust honum skynj- uðu hve góður og hlýr maður hann var. Við Bera kveðjum hann með sárum söknuði og þökkum honum ómetanlega vináttu. Við sendum Celestine og sonum þeirra þremur einlægar samúðarkveðjur. Njörður P. Njarðvík. Claude Gbedey Okkar ástkæri BALDUR J. GUÐMUNDSSON, Bólstaðarhlíð 41, áður Álftamýri 4, Reykjavík, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík 1. september, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánudaginn 28. september klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á vefslóðinni: https://livestream.com/luxor/baldurjgudmundsson. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóð Hrafnistu. Sigríður I. Baldursdóttir Karl S. Sigurðsson Guðmundur H. Baldursson Harpa Gunnarsdóttir Sævar B. Baldursson Sigríður O. Marinósdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KAREN VILHJÁLMSDÓTTIR kennari, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 11. september. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 1. október klukkan 13. Athöfninni verður streymt á vefslóðinni https://youtu.be/VQ5czQuatVc og vefsíðu kirkjunnar https://www.kirkja.is/ Þorvaldur Óskarsson Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir, Sigurður Ásgrímsson Marta Steina Þorvaldsdóttir, Gautur Þorsteinsson Vilhjálmur Smári Þorvaldsson, Rósa Halldórsdóttir Óskar Torfi Þorvaldsson, Susanne A. Elgum barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNDÍS PÉTURSDÓTTIR leikkona, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 21. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1. október klukkan 13 að viðstöddum nánustu fjölskyldu og vinum. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni: sonik.is/bryndis Eiríkur Örn Arnarson Þórdís Kristmundsdóttir Pétur Arnarson Magnea Lilja Haraldsdóttir Sigurður Arnarson Inga Rut Karlsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.