Morgunblaðið - 26.09.2020, Síða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020
✝ SveinbjörnBenediktsson
fæddist á Hvamms-
tanga 2. nóvember
1944. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands 15.
september 2020.
Foreldrar Svein-
björns voru Bene-
dikt Sveinbjörns-
son og Ólöf Helga-
dóttir. Sveinbjörn
var næstelstur fimm bræðra en
þeir eru í aldursröð: Ólafur
Grétar, Helgi, Jón Gunnar og
Hjörtur Már.
Axel Þór, kona hans er Silja
Ágústsdóttir og á tvö börn,
Sigurður Óli, giftur Ester Sig-
urpálsdóttur og á fimm börn.
Fyrir átti Olga dótturina
Agnesi Ólöfu, sem Sveinbjörn
gekk í föðurstað, og er hún gift
Þórhalli Svavarssyni og á fjór-
ar dætur. Barnabarnabörnin
eru átta. Eftirlifandi kona
Sveinbjörns er Namayanja No-
eline sem hann kallaði alltaf
Línu. Hennar dóttir er Anna
sem Sveinbjörn gekk í föð-
urstað.
Sveinbjörn var lengst af
bóndi á Krossi í Austur-
Landeyjum ásamt því að vera
þekktur fyrir verslun og við-
skipti af ýmsum toga.
Sveinbjörn verður jarðsung-
inn frá Krosskirkju í Land-
eyjum í dag, 26. september
2020, klukkan 14.
Sveinbjörn eign-
aðist Guðfinnu Sif
með fyrrverandi
konu sinni, Sig-
rúnu Guðmunds-
dóttur. Guðfinna
er gift Kjartani
Kjartanssyni og á
tvo syni. Með
seinni konu sinni,
Olgu Thorarensen,
eignaðist hann
fjögur börn: Bene-
dikt, kvæntur Sigríði Lindu
Ólafsdóttur og á þrjá syni,
Margrét Sigríður, gift Gylfa
Albertssyni og á eina dóttur,
Hann er dáinn hann Svein-
björn bróðir okkar, næstelstur,
75 ára gamall, fyrstur af okkur
fimm bræðrum að kveðja
þennan heim. Búinn að berjast
í erfiðu sjúkdómastríði undan-
farin misseri sem reyndar
hófst með ýmsum áhlaupum
fyrir tugum ára síðan en stóð
þó alltaf upp aftur þangað til
nú. Þó var það áberandi alla
tíð, hversu kulvís hann var.
Klæddi hann sig oft á tíðum
allavega í nærbol, skyrtu, tvær
peysur, tvennar buxur og
þykkan kuldagalla yfir allt
saman og virkaði þar af leið-
andi mun holdmeiri enn hann
var í raun. Þegar maður geng-
ur um málverkasal minning-
anna, hrúgast fyrir augun fullt
af myndum. Sveinbjörn fór oft
ótroðnar slóðir í mörgu og
spurði ekki endilega til vegar
þegar hann lagði af stað, hann
var kappsamur, fljóthuga og
stundum fljótfær, og var öðr-
um mönnum stundvísari. Hann
var afar hvatvís og hreinskil-
inn svo undan sveið á stundum
þó ætlunin hafi ekki verið sú,
því hann var sjálfur auðsærður
og viðkvæmur en bar það ekki
á torg. Næmur á fólk og fann
oft óorðna hluti á sér og ber-
dreyminn. Hann bjó með sínu
fólki á Krossi í mörg ár og oft-
ast kenndur við þann bæ. Þeg-
ar átti að smala fé eða hrossum
heima á Krossi, hljóp hann við
fót landið á enda, en gleymdi
stundum að segja þeim sem
áttu að vera í fyrirstöðu, hvar
þeir ættu nákvæmlega að vera
eða gera. Kallaði hann þá ein-
att skipanirnar eins hátt og
hann gat en enginn heyrði
orðaskil, enda bóndinn kannski
tvo eða þrjá kílómetra í burtu.
Síst má gleyma þætti Olgu í
búskapnum, hann var stór, því
hún var forkur dugleg og gekk
í öll verk. Verslun og viðskipti
voru hans yndi. Auglýsingar í
Bændablaðinu vöktu oft mikla
athygli og varla var til sá hlut-
ur sem hann ekki gat selt, nú
eða skipt og fengið eitthvað
annað í staðinn, hvort sem
voru 300 tannburstar, bomsur,
jólaskraut, hross, leirtau, hey-
vinnutæki eða hvað sem var,
bæði fyrir sjálfan sig og aðra.
Við þessa uppáhaldsiðju sína
kynntist hann fjölda fólks um
allt land enda áhugasamur um
ættir og uppruna og með stál-
minni. Á gleðifundum vildi
hann, eins og faðir okkar,
ávallt að tekið yrði lagið og
fannst það snautleg veisla ef
ekki var sungið. Söng í kirkju-
kór Krosskirkju meðan entist
þrek og ýmsum öðrum kórum
ásamt að vera meðhjálpari.
Honum þótti vænt um kirkj-
una. Þekktur var hann fyrir
ágætar eftirhermur og sögur
sem sagðar voru við eldhús-
borðið. Sögur komu síðar á fés-
bókina þegar hann náði tökum
á þeirri tækni. Honum tókst í
sögum sínum að gera hvers-
dagslega hluti áheyrilega og
áhugaverða. Alltaf þegar ég
heimsótti hann á sjúkrabeð
nefndi hann hversu stoltur
hann væri af börnunum sínum
öllum, sem komið hafa sér svo
vel áfram í lífinu með dugnaði
og staðfestu.
Nú er hann farinn, dreng-
urinn sem fluttur var í kassa á
hesti frá fæðingastað sínum,
Hvammstanga, inn í afskekkt-
an Austurárdalinn, maðurinn
sem keypti eina fyrstu trak-
torsgröfu sem flutt var til
landsins, ungi pilturinn sem
keypti sér nýjan Landróver
nýlega kominn með bílpróf,
maðurinn sem var hálfgerð
þjóðsagnapersóna í lifanda lífi.
Nú er hann kominn í sum-
arlandið og þeir pabbi syngja
lagið „ Aftur kemur vor í dal“,
svo bætist mamma í söngtríóið
og þá er tekið eitthvað fallegt
úr sálmabókinni. Amma Sigríð-
ur kemur og segir; „þú ert þá
kominn Bjössi minn, ertu ekki
svangur?“
Hjörtur Benediktsson.
Skömmu eftir miðja öldina,
sem leið, tók fólk á mölinni að
koma sér upp grasblettum við
híbýli sín, sum nýrisin. Fyr-
irtækjum var komið á fót til
þess að útvega túnþökur að
leggja á húsagarða. Sumir
starfsmanna komu þökunum
fyrir, en aðrir sóttu í nærliggj-
andi byggðir, Mosfellssveit og
Kjalarnes. Þar var rist ofan af
túnum með skurðarvél og
grassverðinum ekið í áfanga-
stað á vörubílum. Á Bjargar-
stöðum hafði Sveinbjörn orð
fyrir þeim feðgum, unglings-
maður, bjartur yfirlitum og
síðhærður eftir landsiðnum;
naut óskoraðrar hylli torf-
skurðarmanna. Og svo trygg-
lyndur var hann og langminn-
ugur, að þráðurinn sem þarna
var spunninn slitnaði aldrei.
Séra Bjarni Sigurðsson á
Mosfelli hafði fermt Svein-
björn í Lágafellskirkju. Og
slíka virðingu bar Sveinbjörn
fyrir presti sínum, að hann
lærði öll versin í þeim 12 sálm-
um, sem sr. Bjarni setti börn-
unum fyrir. Furðaði marga á
því, að Bjössi á Bjargarstöð-
um, sem fram til þessa hafði
verið talinn námsmaður að
hófi, skyldi vera orðinn svo
áhugasamur og fylginn sér.
Má segja, snemma hafi
beygst krókurinn, því að
Sveinbjörn var alla ævi trúað-
ur að hætti forfeðranna,
hlynntur kristni og klerkum,
kirkjurækinn og bæði sóknar-
nefndarformaður og meðhjálp-
ari. Auk þess söng hann
löngum í kirkjukór; byrjaði að
syngja við guðsþjónustur og
aðrar athafnir í Lágafells-
kirkju og lærði bassann í sálm-
unum með því að standa við
hliðina á Jóni heitnum V.
Bjarnasyni, garðyrkjubónda á
Reykjum, og fá þannig röddina
í eyrað.
En Sveinbirni var fleira til
lista lagt en söngurinn. Hann
var næm hermikráka; hafði að
heita mátti hljóð úr hvers
manns barka. Einkum var eft-
irtektarvert, hve honum tókst
að líkja eftir ógleymanlegum
vini, Eggert sæla oddvita og
alþingismanni Haukdal á Berg-
þórshvoli. Enn er erfitt að
stilla sig um að skella upp úr,
er þess er minnst, þegar
Sveinbjörn var að herma eftir
Eggert. Sat hann og bankaði
með fingrum annarrar handar
ofan í eldhúsborðið eða sól-
bekkinn og leit ýmist út um
gluggann eða skimaði að öðr-
um kosti upp um veggi og loft.
Þessu látæði drengsins góða
höfðu fleiri löngum gefið gaum
og reynt að leika eftir. En
Sveinbjörn sýndi yfirburði sína
með því að láta Eggert eigi að-
eins hvarfla augum upp í horn
kokkhússins, þar sem loft og
veggir koma saman, heldur
horfa jafnframt athugull niður
á eldhúsgólfið og virða fyrir
sér, rannsakandi og alvarlegur
í bragði, skotið, þar sem gólf-
listarnir mætast.
Á miðjum aldri hlaut Svein-
björn að þola veikindi, sem
honum tókst, með Guðs hjálp,
að sigrast á. En síðustu miss-
erin urðu honum þung í skauti.
Megi gagnkvæmar þakkir fyrir
það, sem Guð gaf, bera yfir
skugga tregans og sveipast
birtu þeirra fyrirheita, sem við
eigum öll í helgu vori, þar sem
allt er orðið nýtt, og þar sem
Sveinbjörn Benediktsson er að
eilífu heill og sæll og blessaður
í nafni Jesú Krists, sem fyrir
hann er dáinn og fyrir hann er
upprisinn og geymir hann og
gleður að eilífu.
Gunnar Björnsson,
pastor emeritus.
Ég keypti fyrir mörgum ár-
um traktor af Sveinbirni og í
sinni ógleymanlegu söluræðu
sagði hann að traktorinn væri
ónýtur.
Það stóð heima en sá vin-
skapur sem fylgdi með í kaup-
unum þennan daginn var hins
vegar heill og vatt upp á sig
með hverju árinu. Símtölin
voru mörg og hvert öðru
skemmtilegra enda mikill
sagnamaður á ferð sem hafði
frá mörgu að segja á viðburða-
ríkri ævi.
Þó svo að Sveinbirni væri
fátt óviðkomandi voru viðskipti
með notaða hluti oft megininn-
tak símtalanna. „Getur þú
skotist fyrir mig upp í Breið-
holt og náð í straubolta sem ég
var að kaupa – já og kannski í
leiðinni út í Hafnarfjörð og náð
í ísskáp sem mér áskotnaðist.“
„Á ég ekki að selja fyrir þig
þessar bækur sem þú ert búinn
að burðast með á milli húsa í
öll þessi ár?“ „Ég þarf að ræða
aðkallandi mál við þig, geturðu
hitt mig í Mjóddinni strax?“
Símtölin verða ekki fleiri við
þennan einstaka og litríka kar-
akter en fyrir þau og alla hitt-
ingana, þar sem hispursleysið,
húmorinn og gamansemin voru
ríkjandi, er ég ævinlega þakk-
látur. Ég er líka þakklátur fyr-
ir traktorinn – þótt hann hafi
verið ónýtur. Fjölskyldu Svein-
björns og vinum sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur.
Björn Jóhannsson.
Sveinbjörn
Benediktsson
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Sálm. 10.14
biblian.is
Þú gefur gaum að
mæðu og böli og
tekur það í hönd
þér. Hinn bágstaddi
felur þér málefni
sitt, þér sem hjálpar
munaðarlausum.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns,
tengdaföður og afa,
VALÞÓRS BJARNA SIGURÐSSONAR,
Spóaási 12.
Guðrún Magnúsdóttir
Magnús Valþórsson Guðrún Lísa Sigurðardóttir
Sigrún Valþórsdóttir Valdimar Þorsteinsson
Eyrún Valþórsdóttir Gestur Örn Ákason
barnabörn
Hugheilar þakkir til vina og vandamanna
nær og fjær fyrir hlýhug og samúðarkveðjur
vegna andláts og útfarar elskulegrar
eiginkonu minnar, móður, dóttur
og systur okkar
HALLFRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR
Við þökkum innilega fyrir alúð og stuðning lækna og
hjúkrunarfólks í störfum sínum við Hallfríði í veikindum hennar.
Ármann Helgason
Gunnhildur Halla Ármannsdóttir
Tryggvi Pétur Ármannsson
Ólafur Tómasson Stefanía María Pétursdóttir
Tómas Björn Ólafsson
María Ólafsdóttir
Kristín Anna Ólafsdóttir
og fjölskyldur
Elskulegur eiginmaður minn og besti vinur,
faðir okkar og afi,
DAVID CHARLES LANGHAM,
lést mánudaginn 31. ágúst á líknardeild
Landspítala í Kópavogi.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum hlýju og samúð.
Helga Gunnarsdóttir
Gavin Langham Heidi Langham
Jasper og Charles
Jenna og Chloe
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
KJARTAN EGGERTSSON,
fyrrverandi bóndi,
Hofsstöðum,
lést miðvikudaginn 16. september á
dvalarheimilinu Brákarhlíð. Útför hans fer
fram frá Borgarneskirkju mánudaginn 28. september kl. 13.
Vegna aðstæðna verður útförin einungis fyrir fjölskyldu og
nánustu vini. Þökkum auðsýnda samúð.
Soffía Hulda Guðjónsdóttir
Vilborg Kjartansdóttir
Eggert Kjartansson Katharina Kotschote
Róbert Kjartansson
Haukur Gísli, Ingibjörg, Kristín Lára, Elín Una
Ástkær eiginmaður minn, pabbi okkar,
tengdapabbi, afi og langafi,
ÞORSTEINN Ó. LAUFDAL,
lést laugardaginn 19. september í faðmi
fjölskyldunnar á Eir hjúkrunarheimili. Útförin
hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Aðstandendur þakka starfsfólki á Eir fyrir hlýhug og góða
umönnun.
Þökkum auðsýnda samúð.
Jóhanna G. Tómasdóttir
Njála Laufdal Friðrik Baldursson
Helga Laufdal Hans Ragnar Þorsteinsson
Ósk Laufdal Ólafur J. Kolbeins
afabörn og langafabörn
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BIRNA KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR,
Kársnesbraut 139, Kópavogi,
andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði
fimmtudaginn 6. ágúst.
Útförin fór fram í kyrrþey 17. ágúst, að ósk
hinnar látnu. Sendum starfsfólki á Báruhrauni sérstakar þakkir
fyrir góða umönnun.
Guðrún Halla Gunnarsdóttir Ólafur Héðinsson
Gunnar Ólafur Gunnarsson Ingibjörg Elísabet Jakobsd.
Hallur Örn Árnason Ester Rós Björnsdóttir
Erla María Árnadóttir Jónas Valtýsson
Iðunn Svala Árnadóttir Sigurður Arnór Sigurðsson
Hörður Hólm Ingibjargarson
Sædís Hólm Ingibjargard. Eyjólfur Kristinn Jónsson
Sverrir Grétar Hólm Bergþóra Guðmundsdóttir
og langömmubörnin