Morgunblaðið - 26.09.2020, Side 38

Morgunblaðið - 26.09.2020, Side 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020 Sími 5 @utfarir.is · www.utfarir.is· 67 9110 · utfarir Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Þorbergur Þórðarsson Elís Rúnarsson Stofnað 1990 Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi Elsku Gunnar, ég skil þetta eigin- lega ekki ennþá. Hvernig getur svona stórkostlegur maður bara verið farinn? Fyrir þá sem ekki vita þá var Gunnar Mýrdal einn sá svalasti. Án þess að svo mikið sem leiða hugann að því nokkurn tíma. Maðurinn var hjartaskurðlækn- ir, PhD og yfirlæknir í þokkabót. Það er áfall fyrir þjóðina að missa svona mikilvægan mann úr heilbrigðiskerfinu. Hann var sá færasti á Íslandi, á toppnum í Skandinavíu, Evrópu og mögu- lega víðar? Ég bara veit ekki nógu mikið um málið því að hann talaði aldrei eitthvað sérstaklega um það. Honum fannst þetta í al- vöru ekki vera neitt svo merki- legt hjá sér. Ekki misskilja mig, hann hafði óþrjótandi ástríðu fyrir því sem hann gerði en var svo „tjillaður“ yfir þessu öllu saman að það mætti halda að hann ynni við að slá gras ein- hvers staðar. Gunnar var einn sá fyndnasti líka. Alltaf að sprella. Langt frá því að taka sig alvarlega. Ég veit ekki hvað það eru til margar myndir í albúmunum hjá mömmu og pabba af honum eitt- hvað að geifla sig eða setja ör- snöggt upp fyndið augnablik fyr- ir myndavélina. Og þvílíkur hlátur! Í alvöru, svo skemmti- legur og smitandi. (Valdís, ég er búin að fara vandræðalega oft inn á instragrammið þitt til að spila klippuna þar sem hann hlær.) Jú; gáfaður, fyndinn, hógvær, hjartahlýr, sultuslakur, skemmtilegur og bókstaflega bjargvættur. Mér finnst óþol- andi og óraunverulegt að hann sé farinn og næ ekki utan um það. Mamma dýrkaði þig, Gunnar, og þú varst gulldrengurinn hennar ömmu. Mamma passaði þig svo mikið þegar þú varst lít- ill. Hún sá ekki sólina fyrir þér frá því að þú fæddist. Hún var svo afskaplega stolt af þér og þínum afrekum. Miklu montnari af þér en þú. Þú varst heimur Ingibjargar og barnanna þinna, þau leituðu til þín í blíðu og stríðu. Það var oft gantast með þenn- an barnafjölda Gunnars. Mikið Gunnar Mýrdal Einarsson ✝ Gunnar MýrdalEinarsson fæddist á Akranesi 11. apríl 1964. Hann lést 10. sept- ember 2020. Útför hans fór fram 23. september 2020. sem ég er sérlega þakklát núna fyrir yndislega skarann þinn! Þú lifir áfram í þeim. Þau eru svo bilaðslega fyndin, bráðgáfuð og dásamleg. Þau eru þú. Takk fyrir allt, bið að heilsa afa. Þín Íris. Kveðja frá Skurðlæknafélagi Íslands Það er erfitt að setjast niður og skrifa þessi orð, kveðja góðan félaga og kollega alltof fljótt. Það tók mikið á okkar nána sam- félag skurðlækna þegar það fréttist í fyrra að Gunnar hefði greinst með illvígt mein og það var erfitt að horfa upp á hversu hraður gangurinn varð. Enginn veit sín örlög og það er grimmi- legt þegar fólk deyr í blóma lífs- ins. Gunnar starfaði á Landspít- alanum eftir að hann kom heim úr sérnámi í brjóstholsskurð- lækningum og vinnu sem sér- fræðilæknir í Svíþjóð. Hann var einstaklega vinnusamur og ósér- hlífinn, alltaf þægilegur í viðmóti og ávallt tilbúinn að veita góð ráð þegar til hans var leitað. Við fráfall hans situr eftir stórt skarð í hópi okkar skurðlækna. Mestur er þó missir fjölskyldu Gunnars, sem nú gengur í gegn- um óbærilega sorg og söknuð. Við vottum þeim okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Geir Tryggvason, formaður SKÍ. Á fallegum haustdegi bárust þær fréttir að hann Gunnar væri dáinn langt fyrir aldur fram. Þótt fréttin kæmi ekki á óvart brá okkur öllum, þetta var allt of fljótt. Við höfðum öll vonað það besta, að eitthvað nýtt kæmi fram, eitthvað sem ynni a.m.k. orrustu við meinið og helst að það yrði bati og endurfundir. En svo varð ekki. Tíminn var kom- inn. Ég kynntist Gunnari þegar við hófum saman nám í lækn- isfræðinni. Það bar ekki mikið á honum í byrjun, hæglátur og hógvær, allt að því þögull. Fljótt vann samt Gunnar á og maður kynntist þessum strák sem var gull af manni, og að auki klár í faginu, íþróttamaður góður og með mikinn húmor. Við fylgdumst að, fyrst í læknanáminu og seinna í námi og störfum bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Gunnar valdi skurð- lækningar og hjartaskurðlækn- ingar sem sitt lífsstarf. Það kom ekki á óvart því það lék allt í höndunum á honum. Þótt vinnu- staðirnir væru stundum mis- munandi var alltaf einhver órjúf- anlegur þráður. Árgangur 1991 úr læknadeildinni var líka dug- legur að hittast og ferðast sam- an, fyrst á Íslandi, en síðar leigði hópurinn árlega ýmsa herra- garða í Svíþjóð og hittist með barnaskarann. Þá var oft glatt á hjalla. Seinna meir lágu leiðir okkar aftur saman á Landspítala, ég sem hjartalæknir og hann sem hjartaskurðlæknir með sameig- inlega skjólstæðinga og marga snertifleti. Alltaf var hægt að treysta á Gunnar og hans ósér- hlífni og færni, hvort sem var að nóttu eða degi. Seinna meir unn- um við enn þéttar saman við framþróun á hjartalokuaðgerð- um með þræðingatækni og til- heyrðum þá báðir góðu teymi sem gerði þær aðgerðir og þróuðu áfram. Þá kynntist ég enn betur hvað Gunnar var framsýnn í faginu, lausnamiðað- ur og öflugur skurðlæknir, ekki síst þegar á reyndi í bráðaað- stæðum. Þá voru engin vanda- mál, bara lausnir. Hann var sannur fagmaður og sífellt með hugann við framþróun, nýjungar og vísindin, en lét sér líka alltaf annt um bæði sjúklingana og samstarfsfólkið. Gunnar átti stóran og glæsi- legan barnahóp og er missir þeirra, Ingibjargar og fjölskyld- unnar allrar sárastur og hugur- inn er auðvitað hjá þeim öllum. Missir okkar vina og samstarfs- fólks er líka tilfinnanlegur og stórt skarð er höggvið í útskrift- arárganginn okkar frá 1991 sem og læknastéttina á Íslandi. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Gunnari og verða samferða honum um stund. Megi almættið styrkja fjölskyldu hans í sorginni. Minningin um góðan dreng lifir. Þórarinn Guðnason. Ég man enn hvenær ég kynntist Gunnari, það var 22. mars 1999. Ég var að byrja sér- námið mitt í Västerås og hann orðinn almennur skurðlæknir og nýbyrjaður í brjóstholsskurð- lækningum í Uppsölum. Ég kom með lest til Västerås og átti að hitta hann á lestarstöðinni. Ég þekkti hann ekkert, hafði hitt hann í mýflugumynd á skrifstof- unni hjá Þorvaldi Jónssyni skurðlækni á gamla Bogganum. Þar var hann með tvær elstu dætur sínar, Huldu og Dagmar. Hann tók mér opnum örmum í Västerås, ég fékk að búa á heimili hans og Bryndísar í tíu daga, þar til ég fékk íbúðina sem hann hafði fundið fyrir mig. Samtímis kynnti hann mig fyrir sínum félögum á sjúkrahúsinu, sem voru nýbúnir með sérnámið eða að klára það, og hjálpaði það mikið þegar maður var að byrja mállaus á nýjum vinnu- stað. Seinna um sumarið flutti hann til Uppsala og þar áttum við margar skemmtileggar stundir bæði í parhúsinu í Upp- sölum hjá honum og Bryndísi og seinna í íbúðinni og einbýlis- húsinu hjá honum og Siddý, þar sem ein áramót standa upp úr. Eftir að hann flutti til Íslands urðu samverustundirnar færri en alltaf þegar við hittumst, hvort sem það var á Íslandi eða í Stokkhólmi, var það eins og við hefðum hist í gær. Þegar hann hringdi haustið 2019 og sagði mér frá veikind- um sínum vonaði ég að hann myndi sigrast á þessu eins og öðrum áföllum sem hann hafði glímt við. Það er aldrei góður tími að veikjast, en að vera veikur vorið 2020 lokaði á alla möguleika á að fá hjálp. Ég votta Ingibjörgu og börn- um hans mína innilegustu sam- úð. Þórhallur Ágústsson. Kveðja frá svæfinga- og gjörgæslulæknum á Landspítala við Hringbraut Við dánarbeð Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Við kveðjum með þessu fal- lega ljóði Davíðs kæran vin og vinnufélaga sem fallinn er frá eftir erfiða baráttu við ólækn- andi sjúkdóm. Gunnar var okk- ur samstarfsfólkinu á skurðstof- um og gjörgæsludeild Landspítalans afar kær enda viðmót hans glaðlegt og vin- gjarnlegt og öll hans samskipti hans við samstarfsfólk á þeim nótum. Við eigum eingöngu góðar minningar um Gunnar og þær munum við varðveita í hug- um okkar um ókomin ár nú þeg- ar Gunnar hverfur okkur inn í faðm eilífðarinnar. Við sendum Ingibjörgu eiginkonu Gunnars, öllum börnum hans og öðrum aðstandendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Kári Hreinsson. ✝ Dóra DröfnBöðvarsdóttir fæddist 23. október 1946 á Eskifirði. Hún lést á Land- spítalanum Hring- braut þann 8. sept- ember 2020. Foreldrar hennar voru Böðvar Rósin- krans Jónasson, f. 27.12. 1910, d. 9.11. 1993 og Helga Finnbogadóttir, f. 26.1. 1916, d. 5.9. 1991. Systkini hennar: Finnbogi Böðvarsson, f. 26.8. 1941, Krist- björg Böðvarsdóttir, f. 18.7. 1942, Dóróthea Böðvarsdóttir, f. 30.12. 1943, d. 1.5. 1944 og Guðný Klara Böðvarsdóttir, f. 5.3. 1953. Dóra giftist Guðmundi Björg- vini Stefánssyni, f. 10.10. 1947, þann 1. maí 1970 og eignuðust þau þrjár dætur: Hrefna Guðmundsdóttir, f. 6.3. 1970, gift Hákoni Hall- grímssyni, f. 18.11. 1969, þeirra börn eru: 1) Hafþór, f. 27.4. 1992, í sambúð með Alexöndru Silvestru, f. 10.11. 1990. 2) Haf- rún, f. 11.7. 1998. 3) Hafsteinn, f. 8.3. 2000. Björg Guð- mundsdóttir, f. 10.1. 1974 í sambúð með Friðriki Árna- syni, f. 6.4. 1977, börn Bjargar eru: 1) Dóróthea, f. 2.1. 2006. 2) Sæþór Max, f. 15.9. 2009. Börn Friðriks eru: 1) Sindri, f. 1.8. 2000. 2) Logi, f. 2.9.2006. 3) Emilía Glóð, f. 26.8. 2008. Sigríður Guðmundsdóttir, f. 3.5. 1981, gift Einari Sveini Jónssyni, f. 25.12. 1977, þeirra dætur eru: 1) Andrea Marín, f. 18.1. 2006. 2) Karen Lea, f. 17.1. 2010. 3) Emilía Sara, f. 6.3. 2015. Dóra ólst upp á Eskifirði og bjó þar til ársins 1997 þegar fjöl- skyldan flutti til Reykjavíkur. Stundaði hún nám við Hús- mæðraskólann á Hallormsstað á árunum 1961-63. Lengst af starfaði Dóra við fiskvinnslu, þjónustu- og verslunarstörf. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku mamma. Nú komið er að kveðjustund, alltof snemma að okkur finnst. Margs er að minnast og enn meira er að sakna. Erfitt er til þess að hugsa að geta ekki knús- að þig aftur, heimsótt þig eða hringt í þig. Þú varst alltaf svo spennt þegar nýtt barnabarn var á leið- inni og þurfti það að fá vöggu- sett, heimferðarföt og teppi, það var bara grundvallaratriði. Þú varst svo klár í höndunum og handverkið þitt sem listaverk, enda mikil ást og hlýja lögð í hvern þráð. Minnisstæð er okkur ferðin til Manchester þegar pabbi varð sextugur, þar sem við fórum á fótboltaleik, mikið erum við búin að hlæja eftir þá ferð. Einnig ferðin til Vestmannaeyja þegar þú varðst sjötug. Allar sum- arbústaðaferðirnar, þar sem ávallt var nóg af allskonar heimabökuðu gúmmelaði. Ára- mótaveislurnar þar sem borðið hreinlega svignaði undan veit- ingunum, því allir skyldu nú örugglega fá nóg og enginn fara svangur heim. Þú barst alltaf hag þinna nán- ustu fyrir brjósti og oft meira en þinn eigin. Ávallt reiðubúin að hjálpa og aðstoða ef á þurfti að halda. Þú kenndir okkur að vinnu- semi og stundvísi er dyggð og ekki að drolla við verkin, heldur vinna þau hratt og vel. Viljum við enda þessa kveðju á bæninni sem þú kenndir okkur þegar við vorum litlar: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Takk fyrir allt, elsku mamma, og sjáumst síðar. Þínar dætur, Hrefna, Björg og Sigríður. Dóra Dröfn Böðvarsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.