Morgunblaðið - 26.09.2020, Page 41

Morgunblaðið - 26.09.2020, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2020 41 Umsóknarfrestur er til 5. október. Nánari upplýsingar á www.hagvangur.is. KÓPAVOGSBÆR LEITAR AÐ LEIÐTOGUM Í stefnu Kópavogsbæjar segir að hlutverk sveitarfélagsins sé að tryggja lífsgæði íbúanna með góðri og fjölbreyttri þjónustu. Með það að markmiði samþykkti bæjarstjórn nýverið breytingar á skipuriti bæjarins sem fela í sér stofnun nýs sviðs, fjármálasviðs, svo að rekstur og stjórnsýsla sveitarfélagsins verði enn skilvirkari. Skipurit Kópavogs telur því fimm svið. Tvö stoðsvið; stjórnsýslusvið og fjármálasvið og þrjú fagsvið; menntasvið, velferðarsvið og umhverfissvið. Stjórnsýslusvið hefur yfirumsjón með þeirri þjónustu sem bæjarskrifstofur Kópavogs veita íbúum sveitarfélagsins og öðrum sem til þeirra leita með þjónustulund og vandaða málsmeðferð að leiðarljósi. Helstu verkefni stjórnsýslusviðs eru stjórnsýsla, lögfræðitengd málefni, mannauðsmál, menningarmál, stafræn þróun, rekstur þjónustuvers auk nýsköpunar og þróunar. Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs fer því með forystu- og samhæfingarhlutverk í stjórnsýslu og þjónustu bæjarins. Fjármálasvið mun sinna undirbúningi fjárhagsáætlunargerðar, fjárstýringu, reikningshaldi, launamálum auk þess sem ný deild, innkaupadeild, verður til með skipulagsbreytingunum. Nýr sviðsstjóri fjármálasviðs veitir hagkvæmum innkaupum forystu um leið og hann leiðir eftirlit með innkaupaferlum bæjarins og að þeim sé fylgt í hvívetna. Þá sér fjármálasvið um að veita bæjarráði glöggar upplýsingar um stöðu reksturs og framkvæmda í hverjum mánuði. Sviðsstjóri fjármálasviðs er öðrum sviðsstjórum til ráðgjafar í fjármálum einstakra sviða og tryggir að sett séu metnaðarfull markmið í rekstri þeirra. SVIÐSSTJÓRI STJÓRNSÝSLUSVIÐS SVIÐSSTJÓRI FJÁRMÁLASVIÐS Helstu verkefni sviðsstjóra • Dagleg stjórnun og rekstur stjórnsýslusviðs • Ábyrgð á virkni stjórnkerfis bæjarins og yfirumsjón með miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu • Ábyrgð á að stefnumörkun bæjarstjórnar sé fylgt eftir með upplýsingamiðlun og stoðþjónustu við fagsvið bæjarins • Stuðla að lýðræðislegum stjórnunarháttum með því að auka gegnsæi og styrkja upplýsingaflæði • Undirbúningur funda bæjarráðs og bæjarstjórnar • Ábyrgð, ásamt bæjarstjóra, á því að ákvörðunum bæjarráðs og bæjarstjórnar sé fylgt eftir innan stjórnsýslunnar • Staðgengill bæjarstjóra í fjarveru hans Helstu verkefni sviðsstjóra • Dagleg stjórnun og rekstur fjármálasviðs • Fjárstýring og rekstur bæjarsjóðs • Ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar og þriggja ára áætlunar bæjarsjóðs fyrir A- og B-hluta • Ábyrgð á öllu fjárstreymi í rekstri bæjarsjóðs • Yfirumsjón með áætlanagerð og eftirfylgni • Ábyrgð á reikningshaldi og uppgjörum • Umsjón með innkaupum til rekstrar og framkvæmda í samræmi við innkaupastefnu • Ábyrgð á útreikningum og greiðslu launa og yfirsýn, umsjón og eftirlit með kjarasamningum og framkvæmd þeirra Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf sem hentar starfseminni. Framhaldsmenntun kostur • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni • Farsæl reynsla af stjórnun ásamt reynslu af því að leiða breytingar • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, stefnumótun og áætlanagerð • Þekking og reynsla af rekstri og mannaforráðum • Þekking og reynsla af samningagerð • Framsýni, metnaður, frumkvæði og skipulagshæfileikar • Hæfni til að miðla þekkingu og upplýsingum á íslensku og ensku Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf á sviði fjármála, viðskipta eða reksturs. Framhaldsmenntun kostur • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni • Víðtæk þekking og reynsla af fjármálum, rekstri og áætlanagerð • Farsæl reynsla af stjórnun og mannaforráðum • Þekking og reynsla af samningagerð • Þekking og reynsla af rekstri innan fyrirtækis eða opinberrar stofnunar • Þekking og reynsla af stefnumótun ásamt reynslu af því að leiða breytingar • Sjálfstæði, metnaður, frumkvæði og skipulagshæfileikar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.