Morgunblaðið - 26.09.2020, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 26.09.2020, Qupperneq 56
40-50% Opið virka daga frá kl. 11 til 18 laugardaga frá kl. 11 til 17 sunnudaga frá 13 til 17 Suðurlandsbraut 54 Sími 568 9512 bláu húsin (við faxafen) Tónlist hinsegin tónskálda verður í brennidepli á tón- leikunum „Á hinsegin nótum“ í Norðurljósasal Hörpu í dag, laugardag, kl. 16. Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari og kynnir flytja verk sem eiga það sameiginlegt að höfundar þeirra voru hinsegin. Meðal tónskáldanna má nefna Poulenc, Tsjajkovskíj, Britten, Barber og Sondheim. Tónleikarnir taka um klukkustund án hlés og eru haldnir í samstarfi við Hinsegin daga í Reykjavík. Tónlist hinsegin tónskálda hljómar á tónleikum í Norðurljósum Hörpu LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 270. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is „Körfuboltinn í Litháen er mjög góður. Ég var búinn að vera í viðræðum við nokkur lið og þegar mér bauðst að fara hingað til Siauliai var ég bara mjög spenntur fyrir því. Þetta er sterk deild og getur verið góður stökk- pallur fyrir mig til að taka næsta skref upp á við á ferl- inum,“ segir Elvar Már Friðriksson sem nú leikur fyrst- ur Íslendinga sem atvinnumaður í körfuboltalandinu Litháen. »49 Sterk deild og góður stökkpallur ÍÞRÓTTIR MENNING Afneitunin er hættulegust þegar kemur að vandamálum mannkyns að mati Gísla. Hann vísar til umræð- unnar um tóbakið á sínum tíma, þegar sterk öfl, sem hafi átt hags- muna að gæta, hafi haldið því fram að hollt væri að reykja, þótt stað- reyndir sýndu annað. „Falsfréttir verða hættulegri með félagsmiðl- unum því fólk veit ekki hverju það á að trúa,“ segir hann og leggur áherslu á að mesta ógnin í umhverf- inu felist í hamfarahlýnuninni. „Allt er umdeilt en vísindasamfélagið er það eina sem við getum og verðum að treysta.“ Gísli segir að dómsdagsspár séu mjög hættulegar og leiði til upp- gjafar sé þeim fylgt. „Vonandi ýtir bókin við fólki til þess að bregðast við vandanum,“ segir hann. Vísar til þess að mannkynið hafi oft sýnt fram á möguleika á samstöðu eins og til dæmis í alþjóðlegu átaki gegn þynningu ósonlagsins. Menn geti unnið saman samanber það að Ís- lendingar hafi sýnt samstöðu með þríeykinu og yfirvöldum í kórónu- veirufaraldrinum. „Ég held að við verðum að trúa því að enn sé von og því lýk ég bók- inni á bjartsýnum nótum.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fyrir tæpu ári fékk enska forlagið Welbeck Gísla Pálsson, mannfræð- ing og fyrrverandi prófessor við Há- skóla Íslands, til þess að skrifa á al- mennu máli myndskreytta fræðibók um mannöldina. Verk hans, The Human Age, How we created the Anthropocene epoch and caused the climate crisis, er nú komið út á ensku í sérstakri ritröð og líklegt er að það verði fljótlega þýtt á jap- önsku og jafnvel fleiri mál. Bókin veitir innsýn í umhverfis- hættur vegna hegðunar mannkyns. Höfundur tiltekur meðal annars bráðnun jökla, skógarelda, útrým- ingu tegunda, nýtingu kjarnorku og plastmengun. Gísli byggir á viða- miklum heimildum, rekur söguna í máli og myndum, greinir stöðuna og bendir á leiðir til úrbóta. Hann segir að í umfjöllun um málaflokkinn hafi sér fundist vanta mannfræðilega sýn á heildina; upphafið, hvenær mannöldin hafi orðið til, hvað ein- kennir hana, vandamálin og mögu- leikana til að glíma við þau. „Mað- urinn ber fyrst og fremst ábyrgð á róttækum breytingum á plán- etunni.“ Hnattrænt fyrirbæri Gísli er afkastamikill höfundur og náttúran hefur verið áberandi í verkum hans. Við samningu bók- arinnar segist hann hafa nýtt sér ýmsar mannfræðilegar hugmyndir um náttúru og samfélag, sem hann hafi lengi unnið að og skrifað um. „Bókin fjallar um örlagatíma og mér fannst mér bera skylda til að skrifa um þetta fyrir barnabörn mín og þeirra kynslóð.“ Nokkrar tengingar eru við Ísland, meðal annars er fjallað um aldauða geirfuglsins og kælingu hraunsins í gosinu í Vestmannaeyjum, „þar sem menn hafi beinlínis fiktað við plán- etuna“, eins og Gísli orðar það. „Ég reyndi að fara sparlega með þessar tengingar því efnið á að skírskota til heimsins og mannöldin er hnatt- rænt fyrirbæri.“ Samstaða mikilvæg gegn umhverfishættu  Gísli Pálsson með bók um áhrif mannsins á plánetuna Ljósmynd/Ilena Halperin Á Reykjanestá Gísli Pálsson við styttu af geirfugli, sem horfir út að Eldey.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.