Morgunblaðið - 03.10.2020, Side 12

Morgunblaðið - 03.10.2020, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020 Hægindastóll model 7227 Leður – Verð 389.000,- NJÓTTU ÞESS AÐ SLAKA Á CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði. Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ljósmyndaáhugi minn hefurfylgt mér líklega frá þvíég var 9 ára. Fyrst varþetta fikt, af því mér fannst þetta forvitnilegt og spenn- andi, en ég er í eðli mínu forvitinn og mikill grúskari. Þetta komst á hærra stig hjá mér þegar ég var 14 ára og eignaðist alvörugræjur, 35 mm Konica -filmuvél með aukalins- um og allskonar dóti. Við félagi minn vorum með aðstöðu í gagnfræða- skólanum í Ólafsfirði, þar sem ég er fæddur og uppalinn, til að framkalla og stækka myndir. Þá kviknaði ljósmyndabakterían fyrir alvöru,“ segir Halldór Jónsson áhuga- ljósmyndari en ljósmynd hans af Aldeyjarfossi lenti nýlega í sérstöku úrtaki ritstjórnar á ljósmynda- síðunni Viewbug.com. „Viewbug er í raun vettvangur fyrir áhugaljósmyndara og lengra komna til að setja inn myndir, bæði til að sýna þær opinberlega og til að selja. Ritstjórn síðunnar velur reglu- lega myndir sem henni finnst skara fram úr, gefur þeim sérstaka viður- kenningu og ýtir þeim ofar í leitar- vélum. Þá fær maður meira vægi á síðunni, sem er auðvitað mjög gott þegar maður er að reyna að koma myndunum sínum á framfæri.“ Fuglarnir geta verið erfiðir Halldór segir ljósmyndunina hafa fylgt sér í gegnum tíðina þó hann hafi sinnt henni mismikið, því hann eigi mörg áhugamál. „Þegar mikið er að gera hjá mér og ég dett í eitthvað annað, þá set ég ljósmyndunina til hliðar, stundum að hluta og stundum alveg. Þegar hæg- ist um fer ég svo aftur að taka mynd- ir. Eftir dágott hlé, ef frá eru taldar hefðbundnar fjölskyldumyndir, þá tók ljósmyndunin aftur kipp 2008, en þá keypti ég mér fyrstu stafrænu DSL-myndavélina. Svo slaknaði aftur á þegar ég fór í háskólanám 2010, því þá gafst lítill tími til að taka myndir, en síðustu tvö ár hef ég gefið þessu meiri tíma,“ segir Halldór og bætir við að hann hafi tekið grunnnámskeið í ljósmyndatækni fyrir tíu árum og lærði þá á stafræna myndavél, og að hann hafi einnig farið á myndvinnslu- námskeið. „Annars hef ég lært allt annað með því að horfa á Youtube og prófa mig áfram. Tveir aðilar geta tekið mynd af nákvæmlega sama myndefni en fengið gjörólíkar útkomur, þetta fer allt eftir því hvernig auga ljós- myndarinn hefur fyrir myndefninu og hvernig hann stillir vélina. Ég er sífellt að þróa mínar aðferðir og læra, og þá verða myndirnar betri,“ segir Halldór sem tekur ekki aðeins lands- lags- og náttúrumyndir, hann er líka heillaður af eyðibýlum, sérstaklega í drungalegu veðri, og hann tekur mik- ið af fuglamyndum. „Mér finnst virkilega ögrandi verkefni að taka myndir af fuglum, því það getur verið miserfitt að nálg- ast þá. Lundinn í Látrabjargi er auð- velt myndefni, því hann er afar spak- ur, sérstaklega um varptímann. Hann trítlar í kringum mig og kropp- ar jafnvel í myndvélina ef ég ligg á bjargbrún nálægt honum, en að ná mynd af fugli á flugi er strembið. Í ljósmyndun eru margar mismunandi aðferðir og nálganir, fuglaljós- myndun er alveg sérstakt afbrigði, þar skiptir máli að taka á miklum hraða og vera með góðar linsur. Landslagsljósmyndun er allt annars eðlis, þar notar maður þrífót og linsan skiptir minna máli og hægt að nota lægri hraða. Ljósmyndun úr flugvél er svo enn ein og allt önnur kategoría. Maður þarf að vera snöggur, nota háa hraðastillingu og skarpa linsu, vegna fjarlægðar og hreyfingar á vélinni,“ segir Halldór sem er með atvinnu- flugmannsréttindi og notar öll tæki- færi til að fljúga um hálendi Íslands. Erlent tímarit keypti Auk eigin síðu sem Halldór hef- ur nýlega opnað, www.halldorjons- sonphotography.com, þá setur hann myndir sínar inn á tvo ljósmyndavefi, Viewbug.com og Flickr.com og hefur selt nokkrar myndir á ólíkum vett- vangi. Ein mynda hans fór til dæmis á púsluspil sem hugsað er fyrir ferða- menn á Íslandi. „Puzzle by Iceland gefur út þessi púsluspil og þau völdu mynd frá mér af Bláa lóninu og Þorbirni í baksýn. Mér finnst gaman að hugsa til þess að þetta púsl með myndinni minni hafi farið um allan heim með ferða- mönnum sem hingað hafa komið. Tvær myndir frá mér af Eyjafjalla- gosinu voru keyptar af erlendu tíma- riti um flug, SP’s AirBuz, en þær tók ég þegar ég flaug með félaga mínum þar yfir í hamagangi eldsum- brotanna. Þessi grein sem mynd- irnar mínar voru notaðar við fjallaði um það að fljúga í gegnum öskugos, áhrif á hreyfla flugvéla og annað slíkt. Þýskur maður sem skrifaði bók um Ísland keypti líka af mér eina mynd til að setja á bókarkápuna hjá sér.“ Ég var skíthræddur Þegar Halldór er spurður að því hvaða myndataka hjá honum sé eftirminnilegust, segir hann það hafa verið þegar hann flaug yfir Eyjafjallagosið. „Það var svakalegt og ég var skíthræddur. Þegar ég nálgaðist gosið og sá grjótið hendast upp úr gígnum, þá vildi ég auðvitað ná mynd ofan í gíginn. Þegar ég kom enn nær runnu á mig tvær grímur, því þá sá ég að þetta var ekki grjót heldur heilu björgin á stærð við fólksbíla sem þeyttust þarna upp. Höggbylgjurnar frá gosinu urðu til þess að málmurinn í vélinni titraði og skalf, það var frekar vond tilfinn- ing,“ segir Halldór og tekur fram að honum finnist líka frábært að fara með bakpoka út í náttúruna og ganga kannski heilan dag til að ná einni mynd af einhverjum ákveðnum fossi. „Síðan þarf að stilla upp græj- um og prófa, taka fullt af myndum þangað til maður verður ánægður. Ég fer ekki af svæðinu fyrr en ég er búinn að prófa alla möguleika og öll sjónarhorn því augnablikið og stemningin þá stundina kemur kannski ekki aftur. Þetta getur ver- ið hellingsvinna og tímafrekt og maður leggur oft mikið á sig, en þar sem ég hef gaman af útivist og nýt þess líka að keyra um og fljúga, þá hentar ljósmyndun mér vel sem áhugamál. Þetta styður allt hvað annað. Ef myndin er góð þá gleym- ist erfiðið fljótt.“ Halldór Hann er með atvinnuflugmannsréttindi og notar öll tækifæri til að fljúga um hálendi Íslands og taka myndir. Ef myndin er góð þá gleym- ist erfiðið fljótt „Þetta getur verið hellingsvinna og tímafrekt og mað- ur leggur oft mikið á sig, en þar sem ég hef gaman af útivist og nýt þess líka að keyra um og fljúga, þá hent- ar ljósmyndun mér vel sem áhugamál,“ segir Halldór Jónsson áhugaljósmyndari. Ljósmyndir/Halldór Jónsson Eyðibýli Halldór segist vera heillaður af eyðibýlum, sérstaklega í drungalegu veðri. Hér er ein mynda hans. Aldeyjarfoss Þessi mynd Halldórs lenti nýlega í sérstöku úr- taki ritstjórnar á ljósmyndasíðunni Viewbug.com. Eyjafjallajökull Halldór segir höggbylgjur hafa skollið á vél- inni þegar hann flaug yfir og tók myndir af Eyjafjallagosi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.