Morgunblaðið - 03.10.2020, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 03.10.2020, Qupperneq 35
MESSUR Á MORGUN 35Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020 AKUREYRARKIRKJA | Fjölskyldusamvera kl. 11. Yngri barnakór kirkjunnar syngur. Listasmiðjur í Safnaðarheimilinu. Sameig- inlegar veitingar í lokin og biðjum við alla að koma með eitthvað létt á hlaðborðið. Umsjón Svavar, Sonja, Sigrún og Sigga. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, sr. Þór Hauksson þjónar. Organisti er Kriszt- ina Kalló Szklenár. Félagar úr kirkjukórnum leiða almennan safnaðarsöng. Sunnudaga- skólinn á sama tíma í safnaðarheimili kirkj- unnar. ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Gunnbjörg Óladóttir annast sam- verustund sunnudagaskólans. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, organisti er Bjartur Logi Guðnason. Heitt á könnunni á eftir. BESSASTAÐASÓKN | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Sameiginleg guðsþjónusta kl. 14 Garða- og Bessastaðasókna í Garðakirkju í tengslum við vísitasíu prófasts, sr. Þórhildur Ólafs prófastur prédikar. Prestar og djákni prestakallsins þjóna fyrir altari. BREIÐHOLTSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Steinunnar Þorbergsdóttur djákna og Steinunnar Leifsdóttur. Guðsþjónusta al- þjóðlega safnaðarins kl. 14. Prestur er Tos- hiki Toma. Sunnudagaskóli í umsjá Stein- unnar Þorbergsdóttur. Hallgrímsmessa í Skálholti kl. 11. Prestur er Magnús Björn Björnsson. Kór Breiðholtskirkju syngur, org- anisti er Örn Magnússon. Farið verður á eik- abílum frá Breiðholtskirkju kl. 9. Þátttakendur mæti stundvíslega til að hægt verði að raða í bíla. Léttur hádegisverður í Skálholtsskóla á kr. 1900. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnastarf kl. 11 í umsjá Daníels Ágústs, Sóleyjar Öddu, Jón- asar Þóris og prestanna. Nýtt myndrænt sunnudagsskólaefni. Foreldrar hvattir til að koma með börnunum. Messa í G 4. október kl. 13 með Bolvík- ingum. Benedikt Sigurðsson talar og flutt verða lög eftir hann. Dóttir hans Karolína Sif syngur. Við hljóðfærið eru Pálmi Sigurhjart- arson, Pétur Ernir og Jónas Þórir. Kamm- erkórinn syngur. Athugið breyttan messutíma sem verður í vetur kl. 13. Messuþjónar og sr. Pálmi þjóna. DIGRANESKIRKJA | Guðþjónusta sunnu- daginn. Sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti er Hrafnkell Karlsson og Söngvinir. Sunnudaga- skólinn verður í kapellu kl. 11. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8. Lau. kl. 18 er vigilmessa og messa á pólsku kl. 19. DÓMKIRKJAN | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Sveinn Valgeirsson, Kári Þormar dómorganisti og Dómkórinn. Pétur Nói leikur for-og eftirspil á orgelið. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson og Kristín Kristjánsdóttir djákni þjóna og prédika. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Pí- anónemandi frá Tónskóla Sigursveins leikur tvö verk í guðsþjónustunni. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fermingarmessa 4. október kl. 14. Sr. Hjörtur Magni Jóhanns- son safnaðarprestur þjónar fyrir altari. Hljóm- sveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni. GARÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Prestarnir Jóna Hrönn Bolladóttir og Henning Emil Magnússon þjóna fyrir altari. Þórhildur Ólafs prófastur predikar en hún vísiterar söfnuðinn þennan dag í síðasta skipti og hennar störf eru þökkuð af alhug. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja og organisti er Jó- hann Baldvinsson. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar. Org- anisti er Hákon Leifsson og kór Grafarvogs- kirkju leiðir söng. Sunnudagaskóli verður á neðri hæð kirkjunnar kl. 11. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fjöl- skylduguðsþjónusta sunnudag kl. 11. Prestur er Pétur Ragnhildarson, barnakór Guðríð- arkirkju syngur undir stjórn Ásbjargar Jóns- dóttur. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmunds- dóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Kirkjubrall kl. 11 fyrir börn, fermingarbörnin og börn og unglinga í kórastarfi kirkjunnar. Í stað hefð- bundinnar messu og sunnudagaskóla verður samverustund með þátttöku unga fólksins í skapandi verkefnum í safnaðarheimilinu. Unnið með bænina Faðir vor. Helgistund með söng í kirkjunni. Boðið upp á grillaðar pylsur á eftir. Vegna sóttvarnareglna miðast Kirkju- brallið að þessu sinni við börn og unglinga. HALLGRÍMSKIRKJA | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgríms- kirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sól- bergsson. Umsjón barnastarfs Kristný Rós Gústafsdóttir. Bænastund mánud. kl. 12. Fyr- irlestur þriðjud. kl. 12. Lifandi vatn: Sr. Sig- urður Árni Þórðarson. Hádegisguðsþjónusta miðvikud. kl. 12. Kyrrðarstund fimmtud. kl. 12. Bænastund föstud. kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Fé- lagar úr Kordíu kór Háteigskirkju leiða söng- inn. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Prestur er Eiríkur Jóhannsson. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sunnudaginn kl. 17 er guðsþjónusta í umsjá sr. Karenar Lindar. Organisti er Lára Bryndís Eggerts- dóttir, félagar úr kór Hjallakirkju leiða söng. Máltíð að guðsþjónustu lokinni (1.000 kr. á mann). HREPPHÓLAKIRKJA | Kirkjuskóli laug- ardaginn 3. okt. kl. 11. Biblíusaga, Rebbi ref- ur og söngur. HRUNAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir djáknakandídat pré- dikar. Organisti er Stefán Þorleifsson. HVERAGERÐISKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar, Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna syngur, organisti er Miklós Dalmay. Barnastarf vetr- arins hefst með brúðuleiksýningunni Pétur og úlfurinn kl. 13. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn samkoma með fyrirbænum og barna- starfi kl. 13. Ólafur H. Knútsson prédikar. Umræðuefnið er fjölskyldan. Kaffi að sam- verustund lokinni. KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Félagar úr Kór Keflavík- urkirkju syngja undir stjórn Arnórs Vilbergs- sonar, organista. Jóhanna María, Helga og Ingi Þór leiða sunnudagaskólann. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. KIRKJUSELIÐ í Spöng | Vegna aðstæðna í samfélaginu er Selmessu kl. 13 sunnudaginn 4. október aflýst. Guðsþjónusta verður í Graf- arvogskirkju kl. 11. KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og fjölskyldu- guðsþjónusta í safnaðarheimilinu Borgum (skáhalt gegnt Gerðarsafni) kl. 11. Skólakór Kársness syngur undir stjórn Álfheiðar Björg- vinsdóttur. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir og starfs- menn sunnudagaskólans leiða stundina. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Marta og Pétur taka á móti börnunum. Sr. Guðbjörg og Magnús organisti leiða messuna ásamt messuþjónum. Gra- duale Nobili syngur undir stjórn Sunnu Karen- ar Einarsdóttur. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Laugarneskirkju og Kristján Hrannar Pálsson organisti annast tónlistarflutning. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á með- an. Kaffi og samvera á eftir. Nægt pláss til að gæta smitvarna. 5.10. Kyrrðarkvöld kl. 20. Kirkjan opnuð kl. 19.30. Kristin íhugun. 7.10. Foreldrasamvera í safnaðarheimilinu frá kl. 10 til 12. 8.10. Opið hús í Áskirkju. Helgistund, fyr- irbænir, hádegisverður. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudaga- skólinn kl. 11. Sr. Guðni Már Harðarson leiðir stundina ásamt sunnudagaskólakennurum, 6-9 ára starf á sama tíma. Guðsþjónusta kl. 20. Félagar úr Kór Lindakirkju leiða söng undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar. NESKIRKJA | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Guðrún Lilja Kristinsdóttir syngur. María Kristín Jónsdóttir situr við hljóðfærið. Prestur er Skúli S. Ólafs- son. Söngur og sögur í sunnudagaskólanum. Umsjón Ari, Hilda María og Sóley Anna. Kaffi- sopi á Torginu. ÓLAFSVALLAKIRKJA á Skeiðum | Guðs- þjónusta kl. 11. Jóna Heiðdís Guðmunds- dóttir djáknakandídat prédikar. Organisti er Þorbjörg Jóhannsdóttir. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60. Barnastarf. Túlkað á ensku. Samkoman er í beinni útsendingu á Facebook. Ath. breyttan samkomutíma! SANDGERÐISKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 17. Skólakór Sandgerðis syngur undir stjórn Sigurbjargar Hjálmarsdóttur. Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Bryndísar Schram Reed. SELJAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11, Bryndís Malla og Anna Bergljót sjá um stund- ina. Söngur, brúðuleikrit, saga úr Biblíunni og ávaxtahressing í lokin. Kvöldguðsþjónusta kl. 20, ath. breyttan messutíma. Kór Seljakirkju flytur söngperlur úr ýmsum áttum undir stjórn Tómasar Guðna organista. Prestur er Bryndís Malla Elídóttir. Kvöldkaffi í lokin. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Ása Björk Ólafs- dóttir, sóknarprestur í Anglíkönsku kirkjunni í Dyflinni, prédikar. Bjarni Þór Bjarnason, sókn- arprestur, þjónar fyrir altari. Kristín Jóhann- esdóttir er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðar- söng. Sveinn Bjarki og leiðtogar sjá um sunnudagaskólann. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Hallgrímsmessa með tónlist frá tímum sr. Hallgríms Péturssonar. Prestur er Magnús Björn Björnsson. Organisti er Örn Magn- ússon. Kór Breiðholtskirkju syngur. VÍDALÍNSKIRKJA | Sunnudagaskóli í Urr- iðaholtsskóla kl. 10, börnin mega taka bangsann sinn með. Bangsa- og gælu- dýramessa í Vídalínskirkju kl. 11. Þar verður dýra- og mannablessun í lokin. Barnakórar kirkjunnar syngja og kórstjórar eru Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Davíð Sigurgeirsson. Batamessa kl.17. Vinur í bata flytur vitn- isburð, Jóhann Baldvinsson leikur á orgel. Jóna Hrönn Bolladóttir flytur predikun og KK eða Kristján Kristjánssonn syngur einsöng. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Fjöl- skylduhátíð sunnudag kl. 11. Barnakór kirkj- unnar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar org- anista og Margrét Lilja leiðir. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Guðsþjónusta kl. 11 þann 4. október. Sr. Baldur Rafn þjónar til altaris og félagar úr kirkjukórnum leiða söng undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar org- anista. Orð dagsins: Jesús læknar á hvíldardegi. (Lúk. 14) Morgunblaðið/Helgi Barnason Keflavíkurkirkja Skipulegar ferðir Ís- lendinga til að nema land í Vesturheimi hóf- ust í Utah árið 1855 þegar þangað komu þau Samúel Bjarnason bóndi í Kirkjubæ í Vestmannaeyjum, Margrét Gísladóttir kona hans og Helga Jónsdóttir úr Land- eyjum. Þau höfðu tekið mormónatrú og í kjölfarið er talið að um 400 Íslendingar hafi farið til Utah, flestir af trúarástæðum. Á árunum 1863-1873 fóru 39 Ís- lendingar, flestir úr Þingeyjarsýslum til Brasilíu, og búa margir afkomenda þeirra í eða nálægt Curitiba, höf- uðborg Paraná-fylkis. Undanfarar fólksflutninganna miklu 1870 Árið 1870 er talið upphafsár hinna miklu fólksflutninga frá Íslandi til Kanada og Bandaríkjanna og má rekja það til ákvörðunar fjögurra ungra manna um að fara í vesturveg til Wisconsin í Bandaríkjunum. Forsagan er að Guðmundur Thor- grímsen, faktor í verslun Lefolii á Eyrarbakka, átti í bréfaskiptum við danskan mann, William Wickmann, sem hafði verið verslunarþjónn á Eyrarbakka en flutti árið 1865 til Wisconsin. Í bréfum Wickmanns lýsti hann landkostum m.a. á Washington- eyju og sagði þar vera næg tækifæri í skógarhögg, landbúnað, verslun og fiskveiðum á Michigan-vatni. Guðmundur Thorgrímsen deildi upplýsingum Wickmanns með starfs- mönnum sínum. Einn þeirra, Jón Gíslason, hafði verið lærlingur og verslunarþjónn hjá Guðmundi í nokk- ur ár. Jón var sonur sr. Gísla Ísleifs- sonar í Kálfholti og var aðeins tæpra tveggja ára þegar faðir hans lést. Jón hafði frá unglingsaldri sett sér það markmið að flytja af landi brott. Þeg- ar bréf Wickmanns bárust ákvað Jón að slá til. Hann var orðinn tvítugur að aldri, hafði fengið greiddan föðurarf sinn og því ekkert að vanbúnaði. Þrír menn ákváðu að slást í för með Jóni Gíslasyni. Árni Guðmundsson smiður sem einnig starfaði hjá Thor- grímsen og Jón Einarsson sem bjó í Reykjavík. Þeir tveir fengu lán hjá Jóni Gíslasyni fyrir ferðinni en sá fjórði, Guðmundur Guðmundsson sem var formaður á báti á Eyrar- bakka, hafði ráð á að greiða sinn far- areyri. Ferðin vestur, búseta og starf Fjórmenningarnir lögðu úr höfn í Reykjavík 12. maí 1870 og var fyrsti viðkomustaður Kaupmannahöfn þar sem þeir dvöldu nokkra daga og hittu þar ýmsa landa sína. Sagt er að sumir þeirra hafi latt félagana til fararinnar og sagt að Ísland þyrfti á kröftum yngri, dugandi manna að halda. En ótrauðir héldu þeir áfram og sigldu til Hull, fóru þaðan til Liverpool um borð í skip sem flutti þá til Quebec í Kan- ada. Þeir félagar komu til Milwaukee í Wisconsin 27. júní 1870. Þar beið William Wickmann reiðubúinn að greiða götu þeirra. Jón Gíslason fór fljótlega með Wickmann til Wash- ington-eyjar í Michigan-vatni, um 200 mílur norður frá Milwaukee. Þeir hófu þar störf við skógarhögg sem var þeim framandi en lærðu fljótt. Skömmu síðar hófu Wickmann og Jón samstarf í viðskiptum og keyptu land, rúmlega 60 ekrur með 500 metra strandlengju, og byggðu hús og hafnarmannvirki. Samstarf þeirra félaga þróaðist þannig að Wickmann sá um rekstur hafnarinnar meðan Jón helgaði sig viðskiptum. Guðmundur Guðmundsson hafði verið formaður á Bakkanum og réð sig til fiskimanna frá Milwaukee sum- arlangt, en fór um haustið til Wash- ington-eyjar og stundaði þaðan fisk- veiðar. Árni Guðmundsson var vinnumað- ur og verslunarþjónn hjá Guðmundi Thorgrimsen og lærði einnig tré- smíði. Hann var við fiskiveiðar með Guðmundi Guðmundssyni og fór svo til Washington-eyjar. Jón Einarsson var í nokkur ár vinnumaður og meðreiðarmaður Jóns Hjaltalíns landlæknis. Þegar vestur kom stundaði hann fiskveiðar í Mil- waukee og svo á Washington-eyju. Árið 1872 fóru 15 manns af Eyr- arbakka og settust nokkrir þeirra að í Washington-eyju. Þeirra á meðal voru Ólafur Hannesson, sonur Hann- esar Sigurðssonar og konu hans Guð- rúnar Jónsdóttur á Litlu-Háeyri á Eyrarbakka; Árni Guðmundsen, son- ur Þórðar Guðmundsen sýslumanns í Árnessýslu og konu hans Jóhönnu A. Knudsen og Guðrún Ingvarsdóttir frá Mundakoti sem giftist Guðmundi Guðmundssyni einum fjórmenning- anna. Í hópnum var Páll Þorláksson sem kom mikið við sögu í upphafi íslenska landnámsins í Vesturheimi og er hans einkum getið sem forystumanns landnámsins í Norður-Dakóta. Hans Baagöe, sonur Guðmundar Thor- grímsen, var einnig í þessum hópi. Hann lærði til prests og átti farsælan feril sem þjónandi prestur í Suður- Dakóta, síðan Milwaukee en lengst af í Akra, Mountain og Grand Forks í Norður-Dakóta. 150 ára afmælis landnáms á Washington-eyju minnst Afkomendur íslensku landnem- anna hafa í heiðri minningu þeirra og varðveita vel heimildir um líf þeirra og starf. Þau finna eðlilega til sér- stakra tengsla við Eyrarbakka sem m.a. sést af að flaggskip ferjufélags- ins sem flytur fólk og varning milli lands og eyjarinnar heitir Eyr- arbakki. Hópferð var skipulögð til Íslands í júní sl. en var felld niður vegna heimsfaraldurs COVID-19. Jafn- framt var fyrirhugað að hópur færi frá Íslandi nú í byrjun október en af ferðinni varð ekki af sömu ástæðu. Í tilefni tímamótanna hefur fólkið fyrir vestan látið gera sérstakan minningarpening sem þau munu senda til forseta Íslands og fleiri hér á landi sem ytra. Frá Eyrarbakka til Washingtoneyju 1870 Eftir Almar Gríms- son og Lýð Pálsson Lýður Pálsson » Afkomendur ís- lensku landnemanna á Washington-eyju heiðra minningu þeirra og varðveita heimildir um líf þeirra. Tengslin við Eyrarbakka eru sterk. Almar er fv. formaður Þjóðrækn- isfélags Íslendinga og hefur ætt- artengsl við Washington-eyju. Lýður er forstöðumaður Byggðasafns Ár- nesinga – Hússins á Eyrarbakka almar1604@gmail.com Almar Grímsson 150 ára minningarpeningur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.