Morgunblaðið - 03.10.2020, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 03.10.2020, Qupperneq 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020 ✝ Júlíus Krist-jánsson fædd- ist í Efstakoti á Upsaströnd 16. september 1930. Hann lést á Dalbæ á Dalvík 17. sept- ember 2020. For- eldrar hans voru Kristján E. Jóns- son, f. 25.9. 1896, d. 3.1. 1976, og Þórey Friðbjörnsdóttir, f. 10.12. 1897, d. 25.7. 1977. Systk- ini Júlíusar eru Jóna, f. 17.9. 1926, Friðbjörn, f. 3.6. 1932, og tvíburar, Rósa og Hólmfreð, sem létust í bernsku. Júlíus kvæntist hinn 13.9. 1952 Ragnheiði Sigvaldadóttur frá Dalvík, f. 5. maí 1934. For- eldrar hennar voru Sigvaldi J. Þorsteinsson, f. 22.2. 1898, og María Jóhannsdóttir, f. 22.11. 1904. Fósturforeldrar hennar voru Sigfús Páll Þorleifsson, f. 30.1. 1898, og Ásgerður Jóns- dóttir, f. 19.4. 1895. Börn Júl- íusar og Ragnheiðar eru: 1) Sig- valdi, þulur, f. 7.7. 1952, sam- býliskona Erna Friðfinnsdóttir. Börn hans eru Ragnheiður, f. 23.7. 1980, maki Sigurður Vikt- or Chelbat, þeirra börn Urður og Uggi. Þórir Örn, f. 22.9. 1984. Júlía Bjarklind, f. 27.5. 1992, sambýlismaður Kristófer vík árið 1954 og var til sjós um nokkurn tíma auk þess að starfa hjá Netjamönnum á Dalvík. Ár- ið 1965 stofnaði hann Netagerð Dalvíkur hf. ásamt frændum sínum og fyrrverandi samstarfsmönnum og hafði með höndum framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Hann öðlaðist meistararéttindi í netagerð árið 1971. Árið 1981 var Júlíus ráð- inn sem aðalkennari skipstjórn- arbrautar í framhaldsdeild Dal- víkurskóla. Hann hafði mikinn metnað fyrir hönd nemenda sinna og starfsemi námsbraut- arinnar. Júlíus þekkti vel upphaf og sögu heimabyggðar sinnar, var ættfróður og leituðu margir til hans um ætt sína og uppruna. Hann sat í nefnd um Sögu Dal- víkur sem kom út 1978-1985. Hann var frumkvöðull að stofn- un Héraðsskjalasafns Svarf- dæla og fyrsti formaður stjórn- ar. Þá stóð hann að stofnun Minjasafnsins Hvols á Dalvík. Júlíus var kjörinn í veitunefnd Dalvíkur þegar unnið var að stofnun Hitaveitu Dalvíkur og uppbyggingu dreifikerfis veit- unnar. Þá sat hann sem vara- fulltrúi í bæjarstjórn Dalvík- urkaupstaðar 1978-1982. Útför Júlíusar Kristjánssonar verður gerð frá Dalvíkurkirkju í dag, 3. október 2020, kl. 13.30. Útförinni verður streymt á https://tinyurl.com/ ybyrjnmy/ Virkan hlekk á streymi má nálgast á https://www.mbl.is/andlat/ Karl Pálsson, þeirra barn óskírð- ur drengur. Katrín, f. 18.11. 1994, sam- býlismaður Valur Hólm Sigurgeirs- son, þeirra barn óskírður drengur. 2) Kristján Þór, al- þingismaður og ráðherra, f. 15.7. 1957, maki Guð- björg B. Ringsted, f. 12.1. 1957. Þeirra börn: María, f. 12.8. 1984. Júlíus, f. 15.12. 1986, maki Rósa Björk Þórólfsdóttir, þeirra börn eru Kristján Árni og Þórólfur Björn. Gunnar, f. 16.7. 1990, maki Þuríður Helga Ingv- arsdóttir, þeirra barn Guðbjörg Júlía. Þorsteinn, f. 15.1. 1997, sambýliskona Sara Mist Gauta- dóttir. 3) Ásgeir Páll, viðskipta- fræðingur, f. 26.7. 1961, maki Ann Køj, f. 19.6. 1947. Hennar börn Jesper Køj Slemming, f. 29.3. 1972, sambýliskona Ro- wena Andersen. Börn hans eru Sofia og Emma. Kristina Køj- Udsen, f. 23.4. 1976, maki Jeppe Køj-Udsen. Börn þeirra eru Philip, Mathilde og Simon. Áhugi Júlíusar beindist snemma að sjósókn og sjóvinnu. Hann lauk fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykja- Faðir okkar, Júlíus Kristjáns- son, er fallinn frá saddur lífdaga. Um 40 árum fyrir fæðingu hans höfðu Jón Stefánsson og Rósa Þorsteinsdóttir, afi hans og amma, sest að á Böggvisstaðas- andi. Þau byggðu fyrsta íbúðar- húsið, Nýjabæ, á Sandinum og lögðu þar með grunninn að þeim bæ sem síðar varð Dalvík. Í Nýjabæ sleit faðir okkar barns- skónum en á langri ævi sinni lifði hann gríðarlegar breytingar á þorpinu við Sandinn og Dalnum þar að baki. Hefur uppbygging byggðarinnar alla tíð mótast af einbeittum framfaravilja, þraut- seigju og festu, jafnræði var mik- ið með mönnum og fólk valdist til forystu vegna hæfileika og mannkosta. Í barnæsku föður okkar var lífsbaráttan hörð og æviganga fólks erfið á marga lund. Því var það ómetanlegt, í þessu unga og vaxandi samfélagi, þegar ungt fólk runnið af sömu rót ruddi braut margvíslegra framfara. Þetta er sá jarðvegur sem fóstr- aði mannkosti þá sem prýddu föður okkar. Að leiðarlokum gat hann litið stoltur til baka í full- vissu þess að hann var alla tíð trúr byggðinni sinni sem hann elskaði. Í uppvexti okkar á Dalvík var óhjákvæmilegt að þessi sami þráður yrði spunninn í lífsvef sér- hvers okkar og það án þess að við yrðum þess sérstaklega varir. Þetta varð til m.a. með samvist- um við ættingja og vini við leik og störf. Við minnumst þess þegar pabbi þrammaði með okkur á há- hesti, hlustuðum á þungan and- ardrátt hans í stuttum blundi á eldhúsgólfinu í hádegishléi, við gegningar í fjárhúsinu og smala- mennsku, heimsóknir til ömmu og afa, jólaboð í Efstakoti og „snúbblið“ í netabragganum. Brambolt á bryggjunum og í fjör- unni, til sjós á Bjarma og Nóa, yf- irferð um einkunnir og framgang í námi, verkun á sjávarfangi og kjöti til heimabrúks, spila- mennskan og pólitíkin, sagnarit- unin og ættfræðin, allt þetta og ótal margt annað gerði okkur að þeim Dalvíkingum sem forsjónin bauð og hverfur aldrei úr lífi okk- ar. Uppeldi okkar var án alls há- vaða og æsings. Við bjuggum við þau forréttindi að leikvöllur okk- ar var þetta fallega og friðsæla bæjarfélag og okkur var treyst til þess af foreldrum okkar að kunna fótum okkar forráð og vor- um umvafðir ást og umhyggju. Foreldrar okkar bundust ung að árum tryggðaböndum og höfðu verið gift í 68 ár. Faðir okkar bar miklar tilfinn- ingar í brjósti, enda þótt að hann bæri þær ekki á torg. Hann hafði hag fjölskyldunnar og alls síns fólks ætíð í fyrirrúmi, og var um- hugað um alla sína ættingja og vini og fylgdist vel með lífshlaupi þeirra. Hann hafði til að bera stálminni og góða greind, sem gott var að sækja ráð í og upplýs- ingar um hvaðeina. Hann hafði brennandi áhuga á þjóðfélags- málum og fylgdist svo vel með á mörgum sviðum að það kom oft á óvart hversu „gamli maðurinn“ var vel inni í málum. Skapheitur og fastur fyrir, en í brjósti hans sló heitt hjarta. Við munum minnast hans með ást og virðingu meðan öndin blaktir í vitum okkar. Bláir eru dalir þínir byggð mín í norðrinu heiður er þinn vorhiminn hljóðar eru nætur þínar létt falla öldurnar að innskerjum - hvít eru tröf þeirra. Þöglar eru heiðar þínar byggð mín í norðrinu. Huldur býr í fossgljúfri saumar sumargull í silfurfestar vatnsdropanna. Sæl verður gleymskan undir grasi þínu Byggð mín í norðrinu því sælt er að gleyma í fangi þess maður elskar. Ó bláir eru dalir þínir Byggð mín í norðrinu. (Hannes Pétursson) Hvíl í friði, elsku pabbi. Sigvaldi, Kristján Þór og Ásgeir Páll. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast tengdaföður míns Júl- íusar Kristjánssonar sem féll frá þann 17. september sl. Þegar ég kom inn í fjölskyld- una, þá um tvítugt, varð mér fljótt ljóst hvern mann Júlli hafði að geyma; dugnaðarforkur sem var að vasast í mörgu. Hann var ekki eingöngu forstjóri Neta verkstæðisins heldur rak hann líka hænsnabú með Gylfa vini sínum; var fréttaritari Morgun- blaðsins; ættfræðigrúskari og í nefnd um útgáfu á Sögu Dalvíkur svo fátt eitt sé nefnt. Ég er viss um að hann hefur með áhuga sín- um á sögu svæðisins í kringum Dalvík bjargað mörgum verð- mætum svo sem hlutum, mynd- um og öðrum fróðleik, enda var hann einn af stofnendum Byggðasafnsins Hvols á sínum tíma. Honum var sérlega annt um bæinn sinn og var óspar á að benda á hvað betur mætti fara, sérstaklega þegar honum ofbauð sóðaskapur kringum fyrirtæki því Júlli var mikið snyrtimenni. Hann var alla tíð mjög hraustur og eftir langan vinnudag var kannski farið að dytta að trillunni Nóa, setja niður kartöflur eða slá upp fyrir bílskúr. Júlli var börnunum okkar Kristjáns góður afi og minnist ég margra stunda þegar hann var að uppfræða þau um nöfn og staði og hlýða þeim yfir í tíma og ótíma. Spurði þau iðulega á leið- inni milli Dalvíkur og Akureyrar hver átti þennan bæ og hvað heit- ir bærinn eða fjallið. Mynd kem- ur upp í hugann af Júlla á róló með Maríu, keyra Þorstein í barnavagni á Ísafirði, með Gunn- ari að veiða í Svarfaðardalsá eða hlusta á Júlíus æfa sig á gítarinn. Greip jafnvel í að spila með á harmonikkuna. Hann fylgdist alla tíð vel með hvað þau voru að gera og heyrði í þeim nánast í hverri viku allt fram á síðasta dag. Ég votta Ragnheiði tengda- mömmu innilega samúð og vil að leiðarlokum þakka Júlla kærlega fyrir samfylgdina og megi hann hvíla í friði. Guðbjörg Ringsted. Afi var fyrirmynd sem hefur haft áhrif á hvernig við systkinin höfum tekist á við lífið. Við eigum margar yndislegar minningar um hann sem undirstrika léttlyndi hans og húmor. Það var ósjaldan sem hann sat í horninu við eld- húsborðið og gluggann og spjall- aði við mann, það gat verið um hvað sem er: fréttir, fuglategund- ir, færðina og veðrið, fjarskyldar frænkur eða frænda, hvort við- mælandi þyrfti ekki að fara í klippingu, nú eða hvort hún Kim væri búin að skíra. Það varð samt að gera hlé á umræðum þegar fréttirnar byrjuðu í útvarpinu og hækka vel! Hann hafði einskæran áhuga á að fylgjast með því sem við tók- um okkur fyrir hendur, spurði mikið bæði um leik og störf. Hann var duglegur að hvetja okkur áfram í íþróttum og námi ásamt því að styðja við okkar áhugamál, t.d. með skutli fleiri tugi kílómetra í veiði þar sem hann sat samt bara í bílnum og fylgdist með. Hann var bara allt- af svo ánægður með mann. Hann var þó ekki mikið fyrir að ræða sjálfan sig og reyndist stundum erfitt að fá hann til að tala um það sem hann hafði starf- að við og gert á árum áður, hann var oft óþarflega hógvær. En hann hafði áhrif á líf og hegðun okkar bæði á beinan og óbeinan hátt. Hann ætlaðist til þess af okkur að við gerðum hlutina á besta mögulega máta, sama hversu smátt verkefnið var. Hann gat verið ósveigjanlegur hvað það varðar, án þess þó að vera þrúgandi, og hrósaði þegar vel var gert: „Dá kall/kellu!“ Hann krafðist þess þó aldrei að maður væri meira en maður er, heldur einfaldlega að maður gerði ávallt eins vel og maður Júlíus Kristjánsson Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Sálm. 86.7 biblian.is Þegar ég er í nauðum staddur ákalla ég þig því að þú bænheyrir mig. Okkar ástkæra AUÐUR BESSADÓTTIR, Sóleyjarima 7, er látin. Feruccio Marinó Buzeti Vésteinn Hilmar Marinósson Margrét Á. Ósvaldsdóttir Hólmfríður B. Marinósdóttir Halldór Rósi Guðmundsson Bragi Þór Marinósson Erla Sigrún Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR KR. ÁRNADÓTTIR Didda, Blásölum 21, varð bráðkvödd þriðjudaginn 29. september. Fyrir hönd aðstandenda, Auður Árný Kristján Salberg Ólöf Ágústína Ásta Bergljót Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir og amma, HELGA HELGADÓTTIR, Álfaskeiði 102, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 29. september. Helgi Freyr Kristinsson Helga Sigurbjörg Árnadóttir Kristinn Freyr Kristinsson Hildur Ísfold Hilmarsdóttir og barnabörn Ástkær móðir mín, barnsmóðir, amma og systir, GUNNLAUG KRISTJÁNSDÓTTIR, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 9. september. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Rakel María Róbertsdóttir Ísabella Mist Ingibergsdóttir Salka Karítas Ingibergsdóttir Róbert Magni Ragnarsson Ragnhildur Kristjánsdóttir Sigrún Kristjánsdóttir Róbert Kristjánsson Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, STELLA STEFÁNSDÓTTIR, Starrahólum 11, lést á heimili sínu þriðjudaginn 30. september. Útförin verður auglýst síðar. Ásmundur Reykdal Stefán Örn Einarsson Hafdís Huld Reinaldsdóttir Guðjón Sævar Guðbergsson Jóhann Kr. Ásmundsson Ása Þorkelsdóttir Ögmundur Reykdal Valgerður Aðalsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, fósturfaðir og afi, BJÖRN RAGNARSSON, Hringbraut 57, Reykjanesbæ, lést föstudaginn 25. september. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 8. október klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning Kattholts. Kt. 550378-0199, reikningur 113-26-000767. Guðmundur Björnsson Ingibjörg Hallgrímsdóttir Leifur Smári Guðmundsson Þórhallur Björnsson Guðbjörn Friðbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.