Morgunblaðið - 03.10.2020, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 03.10.2020, Qupperneq 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020 Við erum nokkrir félagar sem útskrif- uðumst frá Verzlun- arskóla Íslands árið 1966 og höfum haldið hópinn síð- an. Við hittumst reglulega einu sinni í mánuði yfir vetrartímann og förum mikið saman í ferðalög og þá einkum golfferðir þar sem mikill áhugi er á golfi í hópnum. Það var fyrir tuttugu og fimm ár- um að einn úr hópnum tilkynnti félögum sínum að hann ætlaði að kvænast aftur og vildi bjóða okk- ur og mökum í brúðkaupið. Þetta var Hafnfirðingurinn Guðmund- ur Friðrik Sigurðsson sem hugð- ist kvænast hafnfirsku konunni Kristínu Pálsdóttur. Þarna hóf- ust kynni okkar af Kristínu sem var þekktur kylfingur, margfald- ur Íslandsmeistari kvenna í golfi. Mörg okkar höfðu fylgst með henni og íþróttinni en fæst þekktum við Kristínu. Það var mikið gæfuspor hjá vini okkar Guðmundi Friðriki að bindast þessari konu. Golfíþróttin var sameiginlegt áhugamál þeirra beggja sem færði þeim gleði og hamingju. Á sama hátt var sam- vist Guðmundar og Kristínar mikil happafengur fyrir okkur fé- lagana og eiginkonur okkar. Kristín aðlagaðist hópnum strax og varð mikil vinkona okkar allra. Þessi hópur, sem við nefnum okkar á milli Versló ’66, er mjög náinn vinahópur og hefur ferðast mikið saman bæði hér innanlands og til útlanda. Við höfum farið til Spánar, Toskana á Ítalíu, Ari- zona, Lúxemborgar, Þýskalands, Tyrklands og í siglingu um Mið- jarðarhafið svo eitthvað sé nefnt. Alltaf komu Kristín og Guð- mundur með í þessar ferðir og voru ómetanlegir ferðafélagar enda bæði mikið sómafólk. Það var gott að vera með Kristínu og eiga stund með henni og spjalla. Hún var þægileg manneskja, glaðvær, jákvæð og úrræðagóð. Þá var ekki verra að hafa hjúkr- unarfræðinginn með í hópnum og tala nú ekki um að hafa keppn- iskonuna í hópnum þegar í alvör- una var komið á golfvellinum. Í öllum ferðum var alltaf keppni og alltaf dregið í keppnislið. Þeir voru ætíð glaðir sem fengu Krist- ínu í lið sitt. Kristínar verður sárt saknað í hópnum. Við höfum fylgst með veikindum hennar og hetjulegri baráttu við illvígan sjúkdóm. Guðmundur Friðrik vinur okkar Kristín Halldóra Pálsdóttir ✝ Kristín Hall-dóra Pálsdóttir fæddist 14. maí 1945. Hún lést 10. september 2020. Útförin fór fram 23. september 2020. missir góðan félaga og samferðamann. Við sendum Guð- mundi og fjölskyld- um þeirra Kristínar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við þökkum Kristínu fyrir vináttu og ánægjulega sam- fylgd í 25 ár. Félagar Versló ’66, Eggert Ágúst Sverrisson. Hver minning dýrmæt perla, að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki er gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við á heilsugæslunni Sólvangi í Hafnarfirði kveðjum nú okkar fyrrverandi leiðtoga, samstarfs- félaga og vin sem Kristín Páls- dóttir var. Kristín var mikill frumkvöðull í sínu starfi og fyr- irmynd margra okkar sem störf- um við heilsugæsluna. Hún byggði upp og tók virkan þátt í þróun heilsugæsluhjúkrunar í þeirri mynd sem hún er í dag og allri annarri starfsemi heilsu- gæslunnar. Kristín var afar framsýn kona, dugleg og fylgin sér í öllum málum. Hún var klett- urinn okkar hér á Sólvangi í fjöldamörg ár og stóð styrk við hlið okkar hvernig sem áraði. Hún var traust og ráðagóð. Við minnumst Kristínar okkar með miklu þakklæti og munum varðveita minningar um góðan og traustan félaga. Við þökkum henni fyrir góð kynni og sam- vinnu á heilsugæslunni og vott- um fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd samstarfsfólks á heilsugæslunni Sólvangi, Heiða Davíðsdóttir, svæðisstjóri, Anna Margrét Guðmunds- dóttir, fagstjóri lækninga. Kristín Pálsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri Heilsugæslu- stöðvarinnar Sólvangi er látin. Þar með er fallinn frá einn af frumkvöðlum nútímaheilsugæslu í Hafnarfirði. Ég hóf störf sem heimilislækn- ir við læknamiðstöðina á Strand- götu Hafnarfirði 1981, þá nýkom- inn frá sérnámi í Svíþjóð. Ári síðar var ég skipaður héraðs- læknir Reykjaneshéraðs og vann við það að koma á laggirnar heilsugæslukerfi í Hafnarfirði skv. lögum frá 1974 og að þar yrði byggð heilsugæslustöð. Við ramman reip var að draga póli- tískt séð. Það var svo um 1984-5, sem Páll Sigurðsson ráðuneytis- stjóri og Ingibjörg R. Magnús- dóttir deildarstjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu heimiluðu ráðningu Kristínar Pálsdóttur hjúkrunar- fræðings mér til aðstoðar. Krist- ín var þá kennari við Hjúkrunar- skólann og hafði sérmenntað sig á sviði heilsugæslu. Hún hófst þegar handa af sinni alkunnu skerpu og dugnaði. Í hönd fóru miklar skipulagsbreytingar. Kristínu tókst á skömmum tíma að ná til okkar afbragðs hjúkr- unarfræðingum og sjúkraliðum. Starfandi heimilislæknar voru ráðnir sem heilsugæslulæknar. Bæjarhjúkrun, skólaheilsugæsla, ungbarna- og mæðravernd, meinarannsóknir, heilbrigðiseft- irlit, síma- og ritaraþjónusta voru færð yfir í kerfi heilsugæslu- stöðvar. Á sama tíma unnum við Krist- ín og Sveinn Guðbjartsson for- stjóri Sólvangs ötullega að því að veita nýbyggingu heilsugæslu- stöðvar við Sólvang brautar- gengi. Öllu þessu ferli var lokið við vígslu nýju stöðvarinnar við Sólvang 3. september 1988. Við vígsluna vöktu glæsileg málverk eftir Eirík Smith verðskuldaða athygli – þökk sé Kristínu. Nokkrum dögum fyrir vígslu hafði hún beðið Eirík að skreyta stöðina með listaverkum sínum, sem hann svo gerði. Það spillti ekki ánægjunni að Eiríkur tjáði okkur að Kristín væri álfkonan á einu málverkanna. Það verk var síðan hengt upp á ganginum fyrir framan skrifstofu Kristínar. Mál- verkin eru þar enn. Þegar ég varð prófessor í heimilislækning- um var Kristín potturinn og pannan í veglegum samfagnaði á heilsugæslustöðinni 2. febrúar 1991. Hér var ekki verið að fagna persónu, heldur faginu og fyrstu háskólaheilsugæslunni. Heilsugæslustöðin og starf- semin þar varð fljótt til fyrir- myndar. Á næstu árum voru heimsóknir erlendra gesta tíðar, þar sem við kynntum íslenska fyrirkomulagið – alhliða heilsu- gæslu og mótun teymisvinnu. Kristín var þar í fararbroddi. Há- punktur erlends samstarfs var þegar nokkrum okkar var boðið í kynnisferð til Habo í Svíþjóð í ágúst 1991. Þetta var nokkurs konar uppskeruhátíð í samstarfi okkar Kristínar. Ég hef hér látið verkin tala í lýsingu minni á mannkostum Kristínar. Ég get lýst tilfinninga- legri nálægð okkar með smá við- bót. Ég lét þess getið fyrir nokkr- um árum að fyrir utan mömmu væru fjórar konur með álíka há- an sess í mínu lífi, þ.e. eiginkon- urnar tvær, Edda og Linn, Lolo Humble skrifstofustjóri í Gauta- borg og svo Kristín Pálsdóttir. Kristínar er sárt saknað, en minningarnar ljúfar. Ég færi eig- inmanni Kristínar, Guðmundi Friðriki, börnum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Jóhann Ág. Sigurðsson. Eftir langan æviferilsdag eigum geymdar fagrar, ljúfar myndir, sem koma í hugann eins og ómþýtt lag og una sér við minninga lindir. Er vinir skilja, sjaldan verður sátt en svona er og verður lífsins glíma. Forréttindi að fá og hafa átt fylgd og nálægð svona langan tíma. (Þorfinnur Jónsson) Kær félagskona okkar í Inner Wheel Hafnarfirði, Kristín Páls- dóttir, lést þann 10. september sl. eftir erfiða baráttu við krabba- mein. Kristín gekk til liðs við klúbb- inn okkar árið 2014. Hún var strax mjög áhugasöm og tók þátt í störfum hans þegar tími leyfði. Fyrstu kynni mín af Kristínu voru þegar Heilsugæsla Hafnar- fjarðar var stofnuð og Kristín var ráðin hjúkrunarforstjóri og eig- inmaður minn heitinn fyrsti stjórnarformaður. Falleg minning kemur upp í hugann. Það er brúðkaup Krist- ínar og Guðmundar Friðriks. Brúðurin og Sigrún móðir hennar gengu inn gólfið á móti verðandi eiginmanni og móður hans. Kristín var geislandi af ánægju í fallegum brúngylltum kjól. Sjaldan hefur sést meiri hamingja á nýgiftu pari en þenn- an dag. Það er afskaplega mikill sjón- arsviptir að jafn hæfileikaríkri konu og henni Kristínu. Klúbbkonur senda Guðmundi Friðriki og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og biðjum Guð að blessa veg- ferð þeirra. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Fyrir hönd stjórnar Inner Wheel Hafnarfjörður, Gerður S. Sigurðardóttir. Kveðja frá Soroptim- istaklúbbi Hafnarfjarðar og Garðabæjar Stórt skarð er höggvið í hóp okkar Soroptimistasystra. Okkar ágæta systir Kristín Pálsdóttir lést 10. september síðastliðinn. Hún gekk í klúbbinn okkar í febr- úar 1981. Kristín var alla tíð frábær leið- togi, hún gegndi ýmsum trúnað- arstörfum fyrir klúbbinn og var formaður hans á árunum 1996- 1998. Landssambandsfundur So- roptimista var haldinn í Hafnar- firði þegar Kristín var formaður og þá kom í ljós hvað hún var góður skipuleggandi og stjórn- andi og ötul í því sem hún tók að sér. Allar vorum við mjög ánægð- ar með landssambandsfundinn og sérstaklega þær sem komu frá öðrum klúbbum. Það var alltaf hægt að leita til Kristínar. Hún var alltaf reiðubú- in að aðstoða og gefa góð ráð. Kristín hafði meðal annars mik- inn áhuga á heilbrigði og góðum lífsstíl og hún hvatti okkur hinar til að hugsa um það. Kristín stundaði golf af mikl- um áhuga og stóð sig vel enda varð hún Íslandsmeistari í golfi oftar en einu sinni. Hún starfaði mikið fyrir Golfklúbbinn Keili og hvatti okkur í klúbbnum til að koma og spila golf. Kristín var hjúkrunarfræðing- ur að mennt. Hún var kennari við Hjúkrunarskóla Íslands og var ávallt með mikinn metnað fyrir hjúkrun. Það var mikið lán fyrir Hafn- firðinga þegar Kristín var ráðin hjúkrunarforstjóri og fram- kvæmdastjóri á nýrri og glæsi- legri heilsugæslustöð við Sól- vang. Kristín var brautryðandi og frumkvöðull í heilsugæslu og öðru sem varðar heilsu fólks. Það var mikið leitað til Kristínar um ráðgjöf frá öðrum heilsugæslum á Íslandi og hún ávallt reiðbúin til að veita aðstoð. Kristín starf- aði við heilsugæsluna þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Kæra Kristín, við eigum eftir að sakna þín mikið í klúbbnum. En við höldum í heiðri þau heil- ræði sem þú skildir eftir fyrir okkur; virðingu, mannúð og gott líf. Nú er þinni baráttu lokið eftir harða viðureign við sjúkdóminn og þú ert komin á góðan stað. Við systur í Soroptimista- klúbbi Hafnarfjarðar og Garða- bæjar sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til eftirlifandi eiginmanns, Guðmundar Frið- riks, og barna; Sigrúnar, Páls, Þrastar, Jónasar Hagan, Magn- úsar Friðriks og fjölskyldna. Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Gunnhildur Sigurðardóttir. ✝ Anna JónaJónsdóttir fæddist í Reykja- vík 18. apríl 1972. Hún varð bráð- kvödd á heimili sínu hinn 19. september 2020. Foreldrar Önnu Jónu eru Sig- urlína Sch. Elías- dóttir heilbrigðis- ritari, f. 5.7. 1950, og Jón Haukur Eltonsson vélamaður, f. 21.5. 1948, d. 9.12. 2009. Anna Jóna var miðjubarn og á undan henni kom Sigurður Kristinn Sch., f. 22.9. 1966, m. Eyrún Ing- valdsdóttir, f. 9.11. 1967, d. 19.3. 2014, yngstur er Jón Þór, f. 29.6. 1975, sambýlis- kona hans er Anna Linda Sig- urgeirsdóttir, f. 11.7. 1966, hálfsystir þeirra er Ragnheið- ur Jónsdóttir, m. Guðbjartur Pétursson, og eru þau búsett í Danmörku. Eiginmaður Önnu Jónu er Hilmar Einarsson bílamálari, f. 1.12. 1966, foreldrar hans eru Einar Erlendsson húsgagnasmiður, f. 2.12. 1939, og Elín Margrét Hösk- uldsdóttir hús- móðir, f. 11.4. 1944. Dætur Önnu Jónu eru: 1) Kristín Heiða Eyþórsdóttir, f. 29.7. 1991, unn- usti hennar er Rúnar Guðjón Svansson, f. 23.4. 1969. 2) Halla Margrét Hilmarsdóttir, f. 6.6. 2003. Anna Jóna starfaði á nokkrum stöðum á lífsleið- inni, þ.m.t. Kaffi París og Flugfélagi Íslands. Hún vann í fatahreinsuninni Úðafossi og lá leið hennar þaðan í Smáraskóla þar sem hún gegndi stöðu matráðs. Eftir nokkurra ára veru þar lá leiðin í leikskólann Grænatún þar sem hún gegndi einnig stöðu mátráðs í nokkur ár. Anna starfaði seinast hjá ISAVIA á Reykjavík- urflugvelli sem matráður. Útförin fór fram 2. október 2020 í kyrrþey að hennar ósk. Elsku mamma mín, það er svo sárt og erfitt að kveðja en á sama tíma er mér létt að vita af því að baráttan er yfirstaðin og sársauk- inn liðinn hjá. Þú varst án efa hlýlegasta og kærleiksríkasta manneskja sem ég hef kynnst, besta mamma í al- heiminum og við vorum miklar vinkonur og mjög nánar, ég mun sakna þín alla daga lífs míns og ávallt hafa þig með mér í hjartanu, ég mun varðveita allar minningar okkar saman mjög vel. Elska þig mamma mín, þín dóttir Halla Margrét. Ég kveð í dag mína ástkæru dóttur, Önnu Jónu, sem var einka- dóttir mín fædd 18.4. 1972. Mér er orða vant. Dauðinn barði að dyrum, eitthvað sem eng- inn átti von á svona snögglega. Anna átti eiginmann og tvær dætur sem eru uppkomnar. Syrgja þau nú eiginkonu og móð- ur. Tveir bræður og fjölskyldur þeirra syrgja einnig, svo og hálf- systir sem býr með fjölskyldu sinni í Danmörku. Anna Jóna var sérlega glaðlynd og var hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom. Stutt var í hlátur og grín. Anna var trygg og trú þeim vin- um sem hún átti. Var vinur vina sinna. Þá var hún mikil húsmóðir og lék öll matargerð í höndum hennar. Föður sinn missti hún í desem- ber 2009, var það mikill missir en samband þeirra var mjög gott og kærleiksríkt. Anna Jóna starfaði sem matráð- ur, nú síðast í mötuneyti hjá Isavía á Reykjavíkurflugvelli. Barðist Anna Jóna við gigtar- sjúkdóm á seinni hluta ævinnar og voru dagarnir henni oft mjög erf- iðir. Sorg og söknuður færist yfir þegar sest er niður og hugsað um liðna tíð. Hugsa ég um að hve gott almættið var að hafa gefið mér hana sem dóttur, hana sem var mér allt. Margt þú hefur misjafnt reynt, mörg þín dulið sárin. Þú hefur alltaf getað greint, gleði bak við tárin. (Jakobína Jakobsdóttir) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Góða nótt og Guð geymi þig elsku gullið mitt. Þín mamma. Elsku hjartans Anna Jóna mín, það brast eithvað innra með mér þegar ég fékk þessa ömur- legu frétt, að þú hefðir kvatt lífið fyrir aldur fram, svo snögglega, ég á erfitt með að trúa að þú sert farin frá okkur. Við hittumst ekki oft í seinni tíð, þú varst mér góð æskuvinkona, frá því í grunn- skóla og árin eftir það, þegar við vorum litlar vorum við alltaf sam- an, í skólanum og eftir skóla, ég þú og Ellen, svo bættist við Bjór- inn, Gaggia, Hlynur og Einar Haukur, við skemmtun okkur konunglega. Góðar sýningar af sumarbú- staðaferð sem við fórum í 17 ára, ásamt góðum vinum, það eru svo margar góðar minningar sem ylja manni um hjartans rætur, þú varst svo stór hluti af æsku minni. Ég mun minnast þín með hlý- hug. Elsku Sigurlín, Hilmar, Krist- ín Heiða, Halla Margrét, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Þín vinkona, Sonja. Það er óraunverulegt og sárt að hugsa til þess að mín gamla vinkona Anna Jóna Jónsdóttir sé fallin frá. Minningar streyma fram, gamlar myndir eru skoð- aðar, bæði með trega en einnig gleði. Hvert fór tíminn? Eftir situr þakklæti að hafa fengið að ganga spölinn með Önnu Jónu. Hún var glaðlynd og hlý þótt skapið gæti verið bratt, en hún bætti það upp með hlátrinum, það var svo gam- an að hlæja með henni. Að sama skapi dáðist ég að styrknum sem hún bjó yfir, hvernig hún stóð keik þegar brimið gaf á í lífsins ólgusjó. Elsku Anna, mín kæra gamla vinkona, við sjáumst síðar í sum- arlandinu góða. Þar verður þú með blik í auga og bros á vör og segir mér frá öllu því nýjasta. Það er góð tilhugsun. Þar til þá. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Kærleik og hlýju vil ég senda Hilmari, Kristínu Heiðu, Höllu Margréti og öðrum fjölskyldu- meðlimum. Jórunn Magnúsdóttir. Anna Jóna Jónsdóttir Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.