Morgunblaðið - 03.10.2020, Page 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020
Fallinn er frá
frækinn félagi, Jó-
hann Guðjónsson
eða Jói líf eins og
við kölluðum hann í Flensborg-
arskólanum. Jói starfaði við skól-
ann frá fæðingarári mínu, 1974, í
ýmsum hlutverkum en fyrst og
síðast var hann líffræðingur og
líffræðikennari.
Þegar ég hóf störf við Flens-
borgarskólann 2006 var dýrmætt
að hitta þar fyrir reynslubolta
eins og Jóa. Mér fannst hann
alltaf vita allt, Jói var alltaf tilbú-
inn að hjálpa og leiðbeina, stríddi
mér passlega þegar við átti og
hvatti mig til dáða. Húmor ein-
kenndi tilsvör hans og samskipti
okkar. Jói var líka tilbúinn að
hlusta, breyta og ég fékk að hafa
öll þau áhrif sem mig langaði.
Alla sína starfstíð var hann op-
inn fyrir nýjungum.
Þegar ég var beðin að taka
sæti í skólanefnd FF sagði ég
Jóa að ég væri nú ekkert góð í
svona löguðu. „Þá verður þú að
æfa þig,“ sagði Jói og málið var
útrætt. Ég æfði mig í nokkur ár.
Það var einnig fyrir tilstilli hans
að ég tók sæti í stjórn Samlífs,
samtaka líffræðikennara. Þegar
hann hætti í stjórninni tók ég
sætið hans. Jói var alltaf virkur í
félaginu og formaður þess frá
1992 til 2010, störf hans í þágu
líffræði og líffræðikennslu á Ís-
landi eru ómetanleg.
Ég tel mig mjög gæfusama að
hafa verið samhliða Jóa síðustu
10 starfsár hans og er sérlega
þakklát fyrir samfylgdina. Margt
í störfum mínum dags daglega
byggist á arfleifð Jóa, ég vona
Jóhann
Guðjónsson
✝ Jóhann RúnarGuðjónsson
fæddist 5. júlí 1950.
Hann lést 14. sept-
ember 2020.
Útför Jóhanns
fór fram 25. sept-
ember 2020.
innilega að ég miðli
áfram af virðingu.
Ég sendi fjöl-
skyldu Jóhanns
mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Hólmfríður
Sigþórsdóttir.
Þann 25. septem-
ber var gamli líf-
fræðikennarinn
minn borinn til grafar.
Jóhann Guðjónsson líffræði-
kennari kenndi mér vistfræði á
mínum menntaskólaárum. Nám-
ið var verkefnamiðað og mikið til
byggt á þremur rannsóknar-
verkefnum. Fyrsta verkefnið
fjallaði um vorflugur og voru
sýni sótt í lækinn við vinnslu
verkefnisins. Annað verkefnið
fjallaði um sýrustig í jarðvegi og
í þessu tilviki voru sýni sótt í
hamarinn. Síðasta verkefnið
fjallaði um líffræðilegan fjöl-
breytileika fjörunnar og sýni
voru sótt í fjöruna nálægt gamla
athafnasvæði siglingaklúbbsins
Þyts. Það er fátt sem situr eins
fast í mér frá menntaskólaárun-
um í Flensborg eins og þessi
leiðbeining sem Jóhann veitti
nemendum sínum.
Síðar sem starfsmaður í
Flensborgarskólanum í Hafnar-
firði héldu kynni mín af Jóhanni
áfram í gegnum félagsstörf sem
venjulega falla til á starfsævi
hvers manns. Hér má nefna
starfsmannafélag skólans, kenn-
arafélag skólans og stéttarfélag
kennara við skólann. Í öllum til-
vikum veitti Jóhann þá leiðsögn
og fyrirmynd sem hann gaf nem-
endum sínum. Um leið og ég
votta aðstandendum Jóhanns
samúð mína, þá gleðst ég yfir því
að hafa fengið að njóta leiðsagn-
ar hans sem nemandi og síðar
sem starfsmaður Flensborgar-
skólans í Hafnarfirði.
Unnar Örn Þorsteinsson.
✝ Hermann Sig-urjónsson
fæddist 9. október
1929 í Raftholti í
Holtum. Hann lést
á Dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu
Kirkjuhvoli á
Hvolsvelli þann 17.
september 2020.
Foreldrar hans
voru Sigurjón Gísli
Sigurðarson, f. 4.3.
1895 í Bjálmholti, d. 2.4. 1988,
og Guðný Ágústa Ólafsdóttir, f.
26.5. 1896 í Austvaðsholti, d. 9.5.
1974. Systkini Hermanns eru
Sigrún, f. 9.5. 1923, d. 10.2.
2011, Guðrún Ólafía, f. 18.6.
1924, d. 13.11. 2015, gift Ársæli
Teitssyni, f. 25.1. 1930, d. 22.3.
2016, Hjalti Sigurjónsson, f. 29.4
1931, d. 11.1. 2020, kvæntur
Jónu Heiðbjörtu Valdimars-
dóttur, f. 11.10. 1943. Hermann
ólst upp í Raftholti og gekk í
barnaskóla í Hvammi í Holtum.
Hann lauk landsprófi frá Laug-
arvatni og lærði
smíðar í Iðnskól-
anum á Selfossi.
Hermann vann við
smíðar og sótti sjó í
Grindavík og Vest-
mannaeyjum á
yngri árum. Einnig
starfaði hann í
fjölda ára hjá Slát-
urfélagi Suðurlands
á haustin. Hann tók
við búi í Raftholti
ásamt Hjalta og Jónu í lok árs
1966 og stundaði sauðfjárbúskap
allt til ársloka 2019. Samhliða
búskapnum starfaði Hermann í
félagsmálum og gegndi störfum
fyrir meðal annars Búnaðarsam-
band Suðurlands, Stéttasamband
bænda, UMFÍ, HSK og Sjálfstæð-
isflokkinn. Hann var oddviti í
Holtahreppi, síðar Holta- og
Landsveit, um langt skeið.
Útför Hermanns fer fram frá
Marteinstungukirkju í dag, 3.
október 2020, og hefst athöfnin
kl. 14.
Í dag kveðjum við Hermann
Sigurjónsson, elsku frænda okk-
ar og föðurbróður sem alltaf hef-
ur verið til staðar fyrir okkur allt
okkar líf.
Hann var næstyngstur í systk-
inahópnum sem var mjög sam-
rýndur. Eftir að systurnar fluttu
að heiman var taugin sterk í Raf-
tholt og fjölskyldurnar héldu
saman jól og áramót. Hermann
og Hjalti tóku við búi foreldra
sinna, Hermann við fénu, Hjalti
við kúnum, og bjuggu þeir í fé-
lagi með blandaðan búskap alla
ævi.
Hermann bjó í Raftholti alla
tíð og vorum við sem þar bjugg-
um ein stór og samhent fjöl-
skylda. Hann var mjög barngóð-
ur, gleymdi aldrei afmælisdögum
og jólin gerði hann alltaf eftir-
minnileg. Þær voru margar
stundirnar sem við áttum með
Hermanni og aldrei þreyttist
hann á að taka okkur með í bú-
störfin þótt lítil værum. Margt
gott lærðum við af frænda t.d. að
ræða málin en hann var einstak-
lega vel inni í öllum málum og
stóð fastur á sínu.
Hermann vann mikið í fé-
lagsmálum alla sína starfsævi, frí-
tími hans fór mikið í símtöl, fund-
arsetur o.fl. er því tengdist og
sinnti hann því af mikilli sam-
viskusemi. Þegar hann fór að
draga sig út úr félagsstarfinu
hafði hann enn meiri tíma fyrir
bústofninn sinn sem hann sinnti
alla tíð af alúð. Hann hafði unun
af að spá og spekúlera, lá yfir
fjárbókunum. Enda skilaði það
sér í góðum ærstofni og verð-
launahrútum. Hann hlakkaði
mikið til að fá að sjá og heyra töl-
urnar á vigtarseðlunum hjá
Hjalta og Sigurjóni þetta haustið.
Eftirminnilegar eru mörgu
ferðirnar sem voru farnar í
Hreiður að gefa fénu eða smala.
Þá var okkur krökkunum hrúgað
aftur í Land Roverinn og Her-
mann sat blístrandi undir stýri.
Við áttum í fullu fangi með að
halda okkur í sætunum á holótt-
um veginum og ef bílstjórinn
þurfti að nota kíkinn til að gá að
fénu þá var ekkert verið að
stoppa, önnur höndin á stýrinu
og hin á kíkinum og alltaf var
bíllinn á veginum. Mikill hugur
var í Hermanni þegar þurfti að
smala fénu og lá honum oft svo
mikið á að hann gleymdi að segja
okkur til, var rokinn af stað og
fór hratt yfir.
Ósjaldan gaukaði hann gotter-
íi að okkur krökkunum og niðri í
„gamla bæ“ átti hann alltaf kex
handa okkur í kökuboxinu henn-
ar ömmu. Hann fylgdist líka vel
með börnunum okkar og upp-
vexti þeirra, þeim var hann sem
annar afi.
Hermann var mikill söngmað-
ur með fallega tenórrödd og var í
kirkjukór Marteinstungukirkju
um árabil. Hann hélt m.a. mikið
upp á Hauk Morthens og kveðj-
um við hér með texta sem hann
söng og frændi tók undir:
Heimkynni bernskunnar
Ég man þá björtu bernsku minnar daga
í blómahvammi ég að leikjum var.
Þar gyllir sólin engin, hlíð og haga
og hvergi eru fjöllin blárri en þar.
En svanir fljúga hátt í heiðið bláa
og hverfa á bak við eldiroðin ský.
Og sumarnóttin sveipar bæinn lága
í sæla kyrrð uns dagur rís á ný.
Það er svo rótt og unaðslegt að
dreyma
við elvar nið og glaðan fuglasöng.
Mér finnst ég ætíð eiga þarna heima
er einn ég vaki sumarkvöldin löng.
(Þorsteinn Halldórsson)
Takk fyrir allar góðu minning-
arnar og stundirnar, elsku Her-
mann okkar,
Ágústa Kristín Hjaltadóttir
Sigurjón Hjaltason
Guðrún Margrét Hjaltadóttir
Valdimar Hjaltason
og fjölskyldur.
Þegar maður hugsar til allra
þeirra sem hafa horfið manni yfir
móðuna miklu getur maður ekki
annað en hneigt höfuð í söknuði
yfir að missa frá sér ættingja og
vini sem skipað hafa stóran sess í
lífi manns.
Nú hefur Hermann bæst í
hópinn og þar fer sterkur per-
sónuleiki sem skilur eftir sig
stórt skarð í gárum tímans. Í
minningunni sér maður Her-
mann fyrir sér flautandi lagstúf
við ýmis tækifæri sem mest var
áberandi í smalamennsku eða
þegar lömbin stóðust ekki gæða-
kröfur augnabliksins en lögin
urðu síðan að glaðlegum söng
þegar búið var að dæma þau og
útkoman betri en á horfðist.
Hermann var mikill bílakall
þar sem bíllinn þjónaði honum en
ekki öfugt. Oft var reykspólað úr
hlaði því hugurinn var mikill og
margt eftir að gera. Hann var
mjög barngóður og rausnarlegur
var hann í afmælis- og jólagjöf-
um sem kom sér oft vel.
Nú kveðjum við hann hinstu
kveðju og samgleðjumst honum
að vera kominn heim þar sem
verkir og vandamál hverfa en
vinir og fjölskylda bíða með opna
arma.
Sigurjón Hjaltason,
Guðríður Júlíusdóttir
og fjölskylda.
Raftholt var jörðin og alltaf þar bjó
elskaði sauðfé og jafnan hann hló
þegar fjárrag var nærri
lömb urðu stærri
að afloknu verki fann stóíska ró.
Hann sveit sinni unni og helgaði störf
á sauðburði svaf ei meðan enn var
hans þörf
æskunni kenndi
skilaboð sendi
að allt sé það hægt meðan hugsun er
djörf.
Hreiður hann keypti og vann þar sín
verk
viljinn og réttlætiskenndin var sterk
hagur til handa
leysti úr vanda
frásagnarlistin var fumlaus og merk.
Mörg voru verkin sem féllu í skaut
er framfaramálum til sveita að laut
sat símtöl og fundi
tölur hann mundi
virðingar sveitunga alltaf hann naut.
Af dugnaði’ og elju að störfunum vann
svo sviti á skarpleitu andliti rann
nú ævin er öll
hljóðnuð hans köll
við þökkum þér fylgdina, Hermann.
(JHS)
Innilegar samúðar- og kær-
leikskveðjur,
Sesselja Ásgeirsdóttir,
Guðrún og Ásmundur,
Ásgeir og Gabriella,
Magnús og Valborg,
Ingunn og Þorkell,
Helga og Jóhannes,
börn og barnabörn.
Hermann
Sigurjónsson
Við þökkum innilega samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar okkar ástkæra
eiginmanns, föður, tengdaföður, afa
og langafa,
BJARNA SVERRISSONAR,
fyrrverandi tollvarðar,
Hnjúkaseli 4.
Sérstakar þakkir fær líknardeild Landspítalans í Kópavogi fyrir
alúð og góða umönnun.
Hanna María Oddsteinsdóttir
Linda Björk Bjarnadóttir Bragi Hilmarsson
Guðný Sigríður Bjarnadóttir Kristinn Snær Agnarsson
Lára Jóhannesdóttir Sverrir Geirdal
Lilja Jóhannesdóttir Reynir Björnsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SIGURRÓS GÍSLADÓTTIR
frá Hesteyri,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn
28. september. Útförin fer fram frá
Digraneskirkju föstudaginn 9. október klukkan 13. Í ljósi
aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir en
athöfninni verður streymt á netinu. Sjá nánar á vef
Digraneskirkju. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
hjúkrunarheimilið Skjól.
Lilja Guðmundsdóttir Stefán Þór Sigurðsson
Halldóra Guðmundsdóttir Friðgeir Snæbjörnsson
Björn Guðmundsson Natalía Jakobsdóttir
Sóley Guðmundsdóttir Einar Unnsteinsson
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar,
móður, tengdamóður og ömmu,
ERLENAR JÓNSDÓTTUR.
Matthías Gíslason
Gísli Jón Matthíasson Astrid Prager
Steinar Ingi Matthíasson Ragnhildur I. Guðbjartsdóttir
Erlen Anna Steinarsdóttir
Guðbjartur Ingi Steinarsson
Matthildur Stella Steinarsdóttir
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
ÁSGEIRS GUÐMUNDSSONAR
frá Ófeigsfirði,
Lýsubergi 11, Þorlákshöfn.
Inga Anna Waage
Ásgeir Ingi Ásgeirsson
Magnús Ásgeirsson Kolbrún Birna Pálsdóttir
Sigrún Ásgeirsdóttir Kristján Þorvaldsson
Jóhanna Ásgeirsdóttir Sigurður Jón Skúlason
Helga Guðrún Ásgeirsdóttir Hávarður Jónsson
Halldóra Björk Kristinn Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir,
mágur og afi,
SIGURÐUR GRÉTAR MAGNÚSSON,
lést á heimili sínu í Reykjavík mánudaginn
28. september eftir baráttu við krabbamein.
Útförin verður auglýst síðar.
Svanhildur Edda Sigurðard. Steven Albergs
Bryndís Eva Sigurðardóttir Daníel Freyr Kristínarson
Magnús Sigurðsson
Guðlaugur Ragnar Magnúss. Sigríður Ólöf Björnsdóttir
Nanna Kristín Magnúsdóttir Smári Emilsson
Berglind Jófríður Magnúsd. Steinar Davíðsson
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, pabbi okkar
og tengdapabbi,
GUNNLAUGUR KRISTÓFER
BJARNASON,
Grund, Garðabæ,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
29. september. Útför hans verður frá Garðakirkju fimmtudaginn
8. október klukkan 13. Vegna aðstæðna verður að takmarka
fjölda gesta í kirkjuna og verða því send boð í athöfnina.
Streymt verður frá athöfninni á: www.cutt.ly/gulli
Unnur Flygenring
Ágúst Þór Gunnlaugsson Þórhildur Halla Jónsdóttir
Sigrún Helga Gunnlaugsdóttir Flygenring
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÁRNI JÓNSSON
bifreiðastjóri,
lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, miðvikudaginn
30. september.
Börn og aðrir aðstandendur