Morgunblaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020 Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra kjarnasviðs muna og minja. Leitað er að öflugum stjórnanda til þess að leiða faglegt starf kjarnasviðs Þjóðminjasafns Íslands þar sem reynir á samskiptahæfni, frumkvæði, stjórnun verkefna og forystuhæfileika. Á kjarnasviði er unnið að faglegu safna- starfi og þjóðminjavörslu þ.e. varðveislu, rannsóknum og miðlun þjóðminja og safnkosts. Kjarnasvið endurspeglar lögbundið hlutverk Þjóðminjasafns Íslands. Helstu verkefni og ábyrgð Sviðsstjóri stýrir faglegu starfi kjarnasviðs og er ábyrgur gagnvart þjóðminjaverði. Sviðsstjóri ber ábyrgð á að starfsemi sviðsins sé í samræmi við heildarmarkmið og áherslur stofnunarinnar almennt. Menntunar og hæfniskröfur - Háskólamenntun sem nýtist í starfi, meistaragráða skilyrði. - Þekking og reynsla af stjórnunarstörfum skilyrði. - Þekking og reynsla á fagsviði safnastarfs æskileg. - Reynsla af verkefnastjórnun æskileg. - Reynsla af gæðamálum æskileg. - Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu æskileg. - Leiðtogafærni, lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót. - Góð almenn tölvukunnátta. - Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð. - Gott vald á framsetningu efnis í töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku. Kunnátta í Norðurlandamáli er kostur. Umsóknarfrestur er til og með 12. október 2020. Sótt er um starfið á heimasíðu Þjóðminjasafns Íslands. Nánari upplýsingar um starfið veita: Hildur Halldórsdóttir mannauðsstjóri, hildur@thjodminjasafn.is, sími 864-6186 og Margrét Hallgríms- dóttir þjóðminjavörður, margret@thjodminjasafn.is, sími 861-2200. Þjóðminjasafn Íslands er höfuðsafn á sviði menningarminja og starfar á grundvelli laga nr. 140/2011, safnalaga nr. 141/2011 og laga um menningarminjar nr. 80/2012. Þjóðminjasafn Íslands starfar í almannaþágu og er hlutverk þess að stuðla sem best að varðveislu menningarminja á landsvísu, þekkingarsköpun og fjölbreyttri fræðslu um menningarsögu Íslands. Þjóðminjasafn Íslands leitar af öflugum stjórnanda Sviðsstjóri kjarnasviðs hjá Þjóðminjasafni Íslands Reykjanesvirkjun Uppsetning rafbúnaðar Útboð nr. F0219-418 HS ORKA SVARTSENGI 240 GRINDAVÍK 520-9300 HSORKA@HSORKA.IS HS Orka hf. óskar eftir tilboðum í deilihönnun, útvegun og uppsetningu rafbúnaðar vegna stækkunar Reykjanesvirkjunar á Reykjanesi samkvæmt útboðsgögnum númer F0219-418. Í megindráttum felst verkið í deilihönnun, efnisútvegun, smíði og uppsetningu á stöðvarnotkunarspennum, 16,5 kV, 11 kV, 690 V og 400 V AC ásamt 110 V og 24 V DC dreifiskápum, liðaverndarbúnaði, skinnustokkum, og háspennustrengjum. Einnig útvegun og uppsetningu afl- og stýristrengja, smíði og uppsetningu á stjórnskápum samkvæmt teikningum frá verkkaupa, móttaka, uppsetning og olíuvinnsla á vélaspenni og eiginnotkunarspenni, brunaþéttingum, steypusögun og götun og stálsmíði sem fylgir búnaði sem settur er upp. Vinnusvæðið skiptist í stöðvarhús, skiljustöð og sjótökusvæði. Skila skal öllum raf- og stjórnbúnaði tilbúnum vegna prófana á vélbúnaði í skiljustöð þann 5. maí 2022 og í stöðvarhúsi þann 22. júlí 2022. Skila skal öllum háspennubúnaði tilbúnum til notkunar 13. september 2022. Vinnu skal vera að fullu lokið 1. desember 2022. Útboðsgögn verða aðgengileg fimmtudaginn 8. október á útboðsvef HS Orku hf. og skulu bjóðendur senda tölvupóst á netfangið rey4@hsorka.is til þess að fá aðgang að vefnum. Tilboðum skal skila í höfuðstöðvar HS Orku í Svartsengi fyrir kl. 14 þann 24. nóvember 2020. Tilboð verða opnuð kl. 14 þann sama dag. Stöðvarnotkunarspennar 3 stk 16,5 kV og 11 kV dreifiskápar 12 stk 690 V, 400 V og 110 V dreifiskápar 24 stk 16-800 A Mótorútgangar og kvíslar í lágspennudreifiskápum 80 stk 110 V 400 Ah rafgeymasett 2 stk Strengjastigar 600 m Rafstrengir 35 km Háspennustrengir 245 kV 690 m 16,5 kV Einleiðara straumskinnur rafala 3x60 m = 180 m Stjórnskápar og tengiskápar stýrivéla 11 stk Liðavernd, fjöldi meginvarnarliða 4 stk Aflspennar, mótttaka, uppsetning og olíuvinnsla 2 stk Stálsmíði, strengendaturnar 245 kV strengja 3 stk Helstu kennistærðir eru: Ofanleiti 2 - 103 Reykjavík - 422 8000 - verkis@verkis.is - www.verkis.is Ertu að leita að rétta starfsfólkinu? 75 til 90 þúsund manns, 18 ára og eldri, lesa blöð Morgunblaðsins með atvinnu- auglýsingum í hverri viku* Þrjár birtingar á verði einnar Birt í atvinnublaði Morgunblaðsins í alrinu  tuu Birt í atvinnublaði Morgunblaðsins  lauari Birt  mbl.is a v t allu an ar 2019 lu ulltr i Brlin uðr n Brann brlinbbl i  9 12 atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.