Morgunblaðið - 03.10.2020, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020 43
Karólína Lárusdóttir
Leitum eftir verki eftir Karólínu Lárusdóttur
fyrir fjársterkan aðila.
Upplýsingar í síma 895 0665 eða 568 3890.
smidjanlisthus@simnet.is
Smiðjan listhús,
Ármúla 36.
VERKEFNASTJÓRI
við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Breiðdalsvík
Helstu verkefni og ábyrgð
Samstarf er milli rannsóknasetursins og Náttúru-
fræðistofnunar Íslands um starf verkefnisstjórans.
Starf hans mun m.a. lúta að borkjarnasafni Náttúru-
fræðistofnunar Íslands sem staðsett er á Breiðdalsvík
og fleiri verkefnum Náttúrfræðistofnunar Íslands.
Önnur verkefni hans munu lúta að fjölbreyttri öflun
gagna í vettvangsferðum, kortlagningu, umsjón
gagnagrunna, úrvinnslu og kynningu á niðurstöðum
í ræðu og riti. Verkefnisstjórinn mun einnig koma að
öðrum verkefnum rannsóknasetursins eins og greina-
skrifum, sjóðasókn og móttöku nemenda og hópa.
Innan Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands eru
starfrækt 10 sjálfstæð rannsóknasetur víða um land.
Markmið stofnunarinnar er m.a. að skapa aðstöðu til
rannsókna á landsbyggðinni og vera vettvangur sam-
starfsverkefna háskólans við sveitarfélög, stofnanir,
fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga á landsbyggð-
inni. Rannsóknir eru meginviðfangsefni rannsókna-
setranna og eru viðfangsefnin fjölbreytt og tengjast
nærumhverfi setranna með einhverjum hætti. Lögð er
rík áhersla á áhrif og gæði rannsókna og hagnýtingu
rannsóknaniðurstaðna.
Hæfnikröfur
• Háskólapróf í jarðvísindum, meistarapróf er
æskilegt.
• Reynsla af vettvangsferðum, öflun gagna og umsjón
gagnasafna er æskileg.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, lipurð í
mannlegum samskiptum.
• Gott vald á ensku og íslensku.
• Reynsla af alþjóðasamstarfi, af þverfræðilegu
samstarfi og sókn í rannsóknasjóði er kostur.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála-
og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa
gert.
Verkefnisstjórinn verður starfsmaður Háskóla Íslands
en hefur starfsaðstöðu við Rannsóknasetur Háskóla
Íslands á Breiðdalsvík. Um fullt starf er að ræða og er
búseta á svæðinu skilyrði.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum
tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur
verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum
umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af
jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/
haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér:
https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_is-
lands.
Starfshlutfall er 100%.
Umsóknarfrestur er til og með 09.10.2020.
Nánari upplýsingar veitir Sæunn Stefánsdóttir,
saeunnst@hi.is.
Stofnun rannsóknasetra HÍ
Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar starf verkefnisstjóra við nýtt Rannsókna-
setur Háskóla Íslands á Breiðdalsvík.
Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands er að koma á fót Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Breiðdalsvík, á
grunni starfsemi Breiðdalsseturs ses. Rannsóknasetrinu er einkum ætlað að sinna rannsóknum á sviði jarð-
fræði og málvísinda. Aðsetur þess verður í Gamla Kaupfélaginu.
Listmunir
Almenningur getur gert athugasemdir við
áætlunina og er athugasemda frestur til
19. október 2020.
Athugasemdir skal senda til: Mannvit/Urðarhvarfi
6/203 Kópavogi, merktar „Reykjanesbraut“ eða
með tölvupósti til haukur@mannvit.is
Reykjanesbraut (41) –
Krýsuvíkurvegur
-Hvassahraun
Kynning á drögum að
tillögu að matsáætlun
Vegagerðin auglýsir drög að tillögu að mats-
áætlun vegna fyrirhugaðrar breikkunar Reykja-
nes brautar í Hafnarfirði, frá Krýsuvíkurvegi að
enda fjögurra akreina brautar innar á Hrauni
vestan Straumsvíkur. Lengd vegkaflans er um
5,6 km og er þetta eini kaflinn á Reykjanesbraut-
inni, frá Ásbraut í Hafnarfirði að Njarðvík sem ekki
hefur verið breikkaður.
Á vegkaflanum sem um ræðir er gert ráð fyrir
einum mislægum vegamótum við Rauðamel og
einum undir göngum fyrir gangandi og hjólandi
austan við álverið. Þá verður sett fram tillaga að
tveimur vegteng ingum, annars vegar að Straumi
og hins vegar að skólphreinsistöð, austan
Straumsvíkur.
Tilgangur framkvæmdarinnar er að auka umferðar-
öryggi með því að aðgreina akstursstefnur. Þetta
verður gert með því að breikka núverandi veg
úr tveimur samhliða akreinum í tvær og tvær
aðskildar, þar sem í dag er ein akrein í hvora átt.
Drög að tillögu að matsáætlun eru kynnt á
heima síðu Vegagerðarinnar samkvæmt reglu-
gerð 1123/2005, um mat á umhverfisáhrifum.
www.vegagerdin.is/framkvaemdir/
umhverfismat/matsaetlun/
Tilboð/útboð
Raðauglýsingar
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
HúsviðhaldVantar þig
rafvirkja?
FINNA.is