Morgunblaðið - 03.10.2020, Side 49

Morgunblaðið - 03.10.2020, Side 49
ÍÞRÓTTIR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020 HANDBOLTINN Kristján Jónsson kris@mbl.is Haukar máttu sætta sig við fyrsta tapið á þessu keppnistímabili í Olís- deild karla í handknattleik í gær- kvöldi þegar liðið fékk Val í heim- sókn og Stjarnan náði í fyrsta sig- urinn þegar liðið tók á móti KA. Selfoss vann FH 25:24 en allir þrír leikirnir í gær buðu upp á spennu. Valur vann Hauka 28:25 á Ásvöll- um og þar lét markvörður Vals, Ein- ar Baldvin Baldvinsson, til sín taka en hann hafði verið fremur rólegur í upphafi móts. Valsmenn skoruðu þrjú fyrstu mörkin og voru skrefi á undan nán- ast allan fyrri hálfleikinn. Haukar voru hins vegar ekki langt á eftir og að loknum fyrri hálfleik var staðan 13:12 fyrir Val. Valsmenn héldu frumkvæðinu í síðari hálfleik og höfðu yfirleitt eitt til þriggja marka forskot. Agnar Smári Jónsson var marka- hæstur með átta mörk hjá Val, Magnús Óli Magnússon skoraði sjö og Anton Rúnarsson sex. Orri Freyr Þorkelsson, Heimir Óli Heimisson og Brynjólfur Snær Brynjólfsson skoruðu fimm mörk hver fyrir Hauka. Útlit er fyrir að þessi lið verði tvö af allra bestu liðunum í deildinni í vetur enda vel mönnuð. Þau hafa bæði unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjunum sínum. Spennuleikir Mikil spenna var á lokamín- útunum hjá Selfossi og FH en sigur- mark leiksins skoraði Nökkvi Dan Elliðason en þá voru enn rúmar þrjár mínútur eftir. „FH jafnaði 22:22 þegar átta mín- útur voru eftir og lokakaflinn var hrikalega spennandi. FH átti tvíveg- is möguleika á því að jafna 25:25 en tókst það ekki og liðin skiptust á að missa boltann á lokamínútunni. FH fékk aukakast eftir að lokaflautið gall en það var viðeigandi að Rasi- mas kórónaði góðan leik hjá sér með því að klukka aukakastið frá Ás- birni,“ skrifaði Guðmundur Karl meðal annars í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Hergeir Grímsson og Guðmundur Hólmar Helgason voru markahæstir Selfyssinga með 6 mörk og Vilius Rasimas átti stórleik í markinu með 18 skot varin, þar af þrjú vítaskot. Hjá FH-ingum var Ásbjörn Frið- riksson atkvæðamestur en hann skoraði 8 mörk og næstur kom Ágúst Birgisson með 4 mörk. Phil Döhler átti góða kafla í markinu og varði 12/1 skot. Stjarnan vann nauman sigur á KA, 25:24, í Garðabæ. Stjarnan er nú með 3 stig eftir fjóra leiki en KA tapaði sínum fyrsta leik og er með 4 stig. Tandri Már Konráðsson skor- aði 7 mörk fyrir Stjörnuna en Ólafur Gústafsson, sem lék með Stjörnunni um tíma, var markahæstur KA- manna með 6 mörk. Fyrstu töpin hjá Haukum og KA  Valsmenn unnu Hauka á Ásvöllum  Hamagangur undir lokin á Selfossi Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Markahæstur Agnar Smári skoraði 8 mörk og sækir hér að vörninni í gær. Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik, átti góðan dag þeg- ar Skjern tók á móti Århus í Dan- mörku í gær. Skjern hafði betur 35:30 og var liðið yfir 19:17 að lokn- um fyrri hálfleik. Elvar Örn skoraði 5 mörk í leiknum og var með ágæta skotnýtingu. Skjern er með fimm stig eftir fimm leiki. GOG hafði betur gegn Holstebro á útivelli 35:31. Óðinn Þór Rík- harðsson náði ekki að skora hjá Viktori Gísla Hallgrímssyni í marki GOG en Viktor varði sex skot. GOG er taplaust eftir fimm leiki. Elvar lét að sér kveða hjá Skjern Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Danmörk Elvar Örn Jónsson skor- aði 5 mörk fyrir Skjern. Bikarmeistarar Stjörnunnar náðu í tvö stig gegn Val á Hlíðarenda í 1. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í gærkvöld. Stjarn- an hafði betur 91:86. Kristófer Acox fór mikinn í fyrsta leik sínum fyrir Val en hann skoraði 29 stig og tók 13 fráköst. Sinisa Bilic var einnig góður og skoraði 27 stig. Ægir Þór Stein- arsson skoraði 28 stig fyrir Stjörn- una og gaf 6 stoðsendingar. Mirza Sarajlija skoraði 17 stig. Leikurinn var vel spilaður og lið- in virðast vera til alls líkleg. Bikarmeistararnir fóru vel af stað Morgunblaðið/Hari Drjúgur Ægir Þór Steinarsson fór fyrir Garðbæingum í gær. Þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í knattspyrnu, Þorsteinn Hall- dórsson, sagði í samtali við net- miðilinn 433 í vikunni að lands- liðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir hefði þurft að komast fyrr í „sterkara æfingaumhverfi“. Svona vangaveltur eru að mér finnst alltaf áhugaverðar. Örugg- lega er rétt hjá Þorsteini að meiri samkeppni og sterkari leik- mannahópur hefði getað gert Sveindísi mjög gott sem ung- lingalandsliðskonu á uppleið. En er málið alveg svo einfalt? Ég er ekki alveg sammála þess- ari fullyrðingu. Sveindís fékk tækifæri til að spila í meist- araflokki frá 15 ára aldri. Hversu mikið hefur það gagnast henni? Hún kynntist fyrr meiri alvöru og meiri hörku sem fylgir meist- araflokksleikjum en hún hefði gert hjá stærra félagi. Varðandi frammistöðu Sveindísar í sumar. Hversu miklu máli ætli skipti að hún hafi feng- ið að vera lykilmaður í liði Kefla- víkur í efstu deild í fyrra? Hún fór á kostum í fyrra, ekki síður en í sumar, enda varð hún efst í M- gjöfinni hér í blaðinu fyrir tíma- bilið 2019. Hversu mikið ætli það hafi gert fyrir sjálfstraustið? Hefði hún verið eins afgerandi árið 2020 ef hún hefði farið til Breiðabliks 2018? Hversu mikið ætli það hafi gert fyrir hana að þurfa að axla mikla ábyrgð í liði þar sem samherjarnir horfa til þess að hún geri gæfumuninn? Aðalatriðið er kannski að það er enginn einn sannleikur til um það hvenær leikmenn eiga að hleypa heimdraganum. Margir efnilegir leikmenn hafa farið mjög ungir til erlendra liða og lít- ið orðið úr ferlinum. Hafa komið brotnir heim aftur. En það hefur einnig virkað vel fyrir suma af okkar snjöllustu leikmönnum. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is 141. sinni og hefur Breiðablik 61 sinni fagnað sigri en Valskonur hafa 60 sinnum fagnað sigri. Þá hafa liðin 20 sinnum gert jafn- tefli en síðast þegar liðin mættust á knattspyrnuvellinum voru það Blik- ar sem gjörsigruðu Íslandsmeist- arana á Kópavogsvelli hinn 21. júlí síðastliðinn, 4:0. Þá var það besti leikmaður Ís- landsmótsins til þessa, Sveindís Jane Jónsdóttir, sem skoraði þrennu á rúmum hálftíma í síðari hálfleik og gerði þannig út um leikinn. Valsliðið var án Elísu Viðars- dóttur í þeim leik og eflaust saknaði liðið hennar eitthvað, enda ein af reynslumestu leikmönnum Vals, en miðað við það hvernig leikurinn þró- aðist í seinni hálfleik hefði nærvera hennar eflaust skipt litlu máli. Um leið og Blikaliðið keyrði upp hraðann í seinni hálfleik áttu Vals- konur enga möguleika og þar liggur stærsti munurinn á liðunum. Blikaliðið hefur á að skipa ungum, sprækum og afar hröðum leik- mönnum á meðan reynslumestu konur Vals eru flestar komnar á seinni hluta ferilsins. Berglind Björg Þorvaldsdóttir er horfin á braut en Blikaliðið hefur spilað vel eftir brotthvarf hennar. Fremstu þrír leikmenn liðsins eru alltaf ógnandi með hraða sínum og krafti og miðjumenn liðsins eru duglegir að fylla teiginn þegar það á við. Þá hefur varnarleikur liðsins nán- ast verið óaðfinnanlegur í sumar, sem og markvarslan, og liðið hefur aðeins fengið á sig 3 mörk í fjórtán leikjum, sem er magnað afrek. Valsmenn eru með bestu fram- herja deildarinnar innan sinnan raða og kantmann sem getur búið til eitthvað upp úr engu en liðinu hefur samt sem áður gengið illa að finna taktinn í sóknarleiknum, sér- staklega framan af móti. Varnarleikurinn hefur verið þétt- ur, enda liðið aðeins fengið á sig 10 mörk, en á síðustu leiktíð dugði Valsliðinu jafntefli gegn Breiðabliki í báðum leikjum sínum til þess að halda toppsætinu. Valskonur þurfa á sigri að halda, ef þær vilja halda Íslandsmeist- aratitlinum á Hlíðarenda, og það gæti reynst örlagavaldurinn enda viltu ekki færa varnarlínuna þína of framarlega gegn jafn fljótu og bein- skeyttu liði eins og Breiðabliki. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þrenna Sveindís Jane fagnar öðru marki sínu gegn Valskonum í júlí. Úrslitaleikur ársins í Hlíðunum  Valur tekur á móti Breiðabliki í toppslag Íslandsmótsins á Hlíðarenda í dag TOPPSLAGUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Það er nánast hægt að fullyrða að úr- slitin í úrvalsdeild kvenna í knatt- spyrnu, Pepsi Max-deildinni, muni ráðast þegar ríkjandi Íslandsmeist- arar Vals taka á móti Breiðabliki á Origo-vellinum á Hlíðarenda í 16. umferð deildarinnar í dag. Fyrir leik dagsins eru Valskonur á toppi deildarinnar með 40 stig og hafa eins stigs forskot á Breiðablik sem á leik til góða á meistarana. Bæði Valur og Breiðablik hafa verið í algjörum í sérflokki í deildinni í sumar en Selfoss, sem er í þriðja sæti deildarinnar, er 18 stigum á eft- ir toppliði Vals en Selfoss og Valur hafa bæði leikið fimmtán leiki. Þá hafa Valskonur tapað fjórum stigum í deildinni í sumar á meðan Breiðablik hefur tapað þremur stig- um og því þurfa Valskonur á sigri að halda til þess að setja alvöru pressu á Blika en lokaleikir Vals í deildinni eru gegn FH og Selfossi. Kópavogsliðið getur verið nokkuð sátt með stigið, fyrirfram í það minnsta, svo framarlega sem liðið vinnur þá leiki sem það á eftir gegn Fylki, KR og Stjörnunni. Frá árinu 1977 hafa liðin mæst KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Samsungv.: Stjarnan – Fylkir ............... L14 Origo-völlur: Valur – Breiðablik ........... L17 Eimskipsvöllur: Þróttur R. – KR .......... S13 Boginn: Þór/KA – Selfoss.................. S13.30 Hásteinsvöllur: ÍBV – FH...................... S14 Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Víkingsvöllur: Víkingur R. – KA ........... S14 Norðurálsvöllur: ÍA – FH ...................... S14 Samsung-völlur: Stjarnan – Fjölnir...... S17 Kórinn: HK – KR.................................... S17 Origo-völlur: Valur – Grótta ............. S19.15 Kópavogsv.: Breiðablik – Fylkir....... S19.15 1. deild karla, Lengjudeildin: Varmá: Afturelding – Grindavík ........... L14 Ólafsvík: Víkingur Ó. – Leiknir R ......... L14 Hásteinsvöllur: ÍBV – Vestri................. L14 Framvöllur: Fram – Þróttur R ............. L14 Grenivíkurvöllur: Magni – Þór.............. L14 Nettóvöllur: Keflavík – Leiknir F......... L15 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Egilshöll: Fjölnir – Afturelding ............ L14 Vodafonev.: Völsungur – Haukar .......... S12 Nettóvöllur: Keflavík – Grótta .............. S14 2. deild karla: Fjarðab.höll: Fjarðabyggð – Kórdr...... L13 Hertz-völlur: ÍR – Selfoss...................... L14 Ólafsfjarðarvöllur: KF – Þróttur V ...... L14 Akraneshöll: Kári – Njarðvík................ L14 Dalvík: Dalvík/Reynir – Haukar ........... L15 Nesfiskvöllur: Víðir – Völsungur .......... L15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Höllin Ak.: Þór – ÍBV............................. L15 Framhús: Fram – ÍR.............................. L17 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: DHL-höllin: KR – Skallagrímur ...... L17.30 Dalhús: Fjölnir – Valur ..................... L18.30 Ásvellir: Haukar – Breiðablik .......... L19.15 1. deild kvenna Dalhús: Fjölnir b – Vestri ................. L15.30 Mustad-höll: Grindavík – Tindastóll..... L16 Hertz-hellir: ÍR – Njarðvík ................... L16 Dalhús: Fjölnir b – Vestri ...................... S15 UM HELGINA!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.