Morgunblaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.10.2020, Blaðsíða 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2020 Veiga Grétarsdóttir vannþað merkilega afrek aðróa á kajak rangsælis íkringum Ísland í fyrra og í viðtali í Sunnudagsmogganum á dögunum sagði hún róðurinn hafa verið barnaleik í samanburði við kynleiðréttingarferlið sem hún hóf fyrir sex árum. Nefndi Veiga þetta verkefni sitt „Á móti straumnum“ og ber heimildarmynd um afrekið, frumsýnd á RIFF í dag, 3. október, sama titil. Segir í henni frá hvoru tveggja, róðrinum og kyn- leiðréttingarferlinu, innri og ytri baráttu Veigu. Hinni líkamlegu áskorun róðursins ættu flestir að geta áttað sig á en líklega eiga marg- ir erfiðara með að setja sig í spor þeirra sem þurfa að leiðrétta kyn sitt. Í byrjun myndar eru sýnd viðtöl sem Veiga fór í, m.a. á Rás 2 þar sem hún sagðist ætla að safna áheitum fyrir Pieta-samtökin sem sinna for- varnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, þar sem hún hefði sjálf reynt að svipta sig lífi. Í viðtali á út- varpsstöðinni K100 var Veiga spurð að því af hverju hún ætlaði rangsæl- is í kringum landið og sagðist hún þá hafa verið á móti straumnum alla ævi. Að róa á móti straumnum er auðvitað miklu erfiðara en að róa með honum og til þess þarf sterk bein sem Veiga er greinilega með. Rætt er við foreldra hennar sem segjast hafa eignast drenginn Veig- ar sem ólst upp á Ísafirði, var litrík- ur og ljúfur að sögn foreldranna, fór á sjóinn með föður sínum og starfaði sem rennismiður í 20 ár og seinna stálsmiður. Allt saman mjög karl- mannlegt, mætti segja, í gamaldags merkingu þess orðs. Veiga er merkileg kona og ekki annað hægt en að dást að henni, hvernig hún hefur tekist á við mót- lætið og verið ófeimin við að greina frá tilfinningum sínum og baráttu. Að ógleymdu því mikla afreki að róa á móti straumnum í kringum landið. Enginn er eyland og í myndinni má sjá að vinir og ættingjar hafa stutt við bakið á henni. „Fólk þarf að fá að vera eins og það er,“ segir fjárbóndinn Elísabet Pétursdóttir í myndinni og bendir réttilega á að fordómar verða ekki sigraðir án þess að takast á við þá og tala um hlutina í stað þess að þagga þá niður sem er fólki svo eðlislægt þegar eitthvað óskiljanlegt blasir við. Auðvitað er ekki einfalt mál fyr- ir aðstandendur að átta sig á því að sonurinn, vinurinn eða kærastinn/ eiginmaðurinn er í raun kona og í myndinni er rætt við fyrrverandi eiginkonu Veigu, Helgu. Þær eiga barn saman, stúlku sem orðin er níu ára. Fjölskyldan flutti til Noregs og þar komst Helga að hinu sanna, að eiginmaðurinn væri í raun kona. Veiga líkir þessu við andlát, segir að eiginmaðurinn hafi þarna dáið og kona komið í hans stað. Endaði hjónabandið með skilnaði. Sálfræð- ingurinn Óttar Guðmundsson segir langflesta foreldra transfólks upp- lifa mikla sorg við þessa umbreyt- ingu barns síns og að varla sé hægt að gera meiri breytingu á lífi sínu. Systkinin þurftu líka að fá að syrgja bróður sinn, segir Veiga. Þetta eru flóknar og erfiðar tilfinningar og flókið sorgarferli sem á sér stað, eðlilega. Veiga segist í kringum 12 ára ald- urinn hafa áttað sig á því að eitthvað væri óvenjulegt í fari hennar en hún hélt því út af fyrir sig, fann þörf fyrir að klæða sig í kvenföt og keypti sér líka slík föt undir því yfirskini að hún væri að kaupa þau handa kærustu. Fötin faldi hún vandlega og laug að foreldrum sínum þegar þeir fundu óvænt brjóstahaldara eða annað grunsamlegt. Fylgst er jafnt í myndinni með ferðalaginu, róðri Veigu og róðrar- félaga hennar Örlygs sem reri með henni hluta af ferðinni, milli þess sem ljósi er varpað á fortíð hennar og tilfinningar, rætt við aðstand- endur og vini. Úr verður skýr og vel mótuð mynd af einstaklingi með öll- um sínum kostum og göllum. Veiga er auðvitað ekki gallalaus frekar en annað fólk og leikstjórinn, Óskar Páll, er ófeiminn við að sýna báðar hliðar á viðfangsefninu. Róðurinn er erfiður á svo marga vegu, hvort heldur er í kringum Ís- land eða í lífinu sjálfu. Þetta er vel uppbyggð og fróðleg heimildarmynd um merkilega manneskju. Mynd sem á erindi við alla og ekki síst þá sem þurfa að sigrast á fordómum sínum í garð transfólks. Þungur róður Morgunblaðið/RAX Baráttukona Veiga ber á sig sólarvörn áður en hún leggur á hafið frá Þjórsárverum 20. júní í fyrra. RIFF - Alþjóðleg kvikmynda- hátíð í Reykjavík Á móti straumnum bbbbn Leikstjóri: Óskar Páll Sveinsson. Handritshöfundur: Margrét Örnólfs- dóttir. Framleiðandi: Pétur Einarsson. Stjórn kvikmyndatöku: Óskar Páll Sveinsson. Klipping: Úlfur Teitur Traustason. Hljóðhönnun: Gunnar Árna- son. Framleiðslufyrirtæki: P/E Produc- tions. Ísland, 2020. 90 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Kór Fella-og Hólakirkju heldur tónleika á morgun, sunnudaginn 4. október, kl. 17, til styrktar orgel- pípuhreinsunarsjóði kirkjunnar. „Á þessum 75 mínútna löngu tón- leikum fær kórinn að njóta sín í hin- um einstaka hljómi kirkjurýmisins og nefna má lögin „Sóleyjarkvæði“ og „Haustvísur til Máríu“,“ segir í tilkynningu og kórinn mun einnig skipta sér eftir kynjum, í kvenna- kór og karlakór og mun hvor kór flytja nokkur lög. Konurnar munu m.a. flytja lag Bubba Morthens, „Fallegur dagur“ og karlarnir syngja „Stúlkan mín“ eftir Jón Múla Árnason. Einsöngvarar verða Kristín R. Sigurðardóttir og Garðar Eggerts- son. Hætt hefur verið við kleinu- kaffi eftir tónleikana og mælst er til þess að tónleikagestir beri grímur vegna Covid-19. Á efnisskrá Lag Bubba, „Fallegur dagur“ verður sungið í Fella- og Hólakirkju. Tónleikar í Fella- og Hólakirkju Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Heimildar- myndin Aalto verður sýnd í Norræna húsinu í dag kl. 17.30 og er hún á dagskrá RIFF. Myndin er sögð ástarsaga þeirra Alvars og Aino Aalto, finnsku meist- aranna í nútímaarkitektúr og hönnun. Að lokinni sýningu verður leiðsögn um Norræna húsið, sem hannað var af Aalto, undir leiðsögn arkitektsins Guju Daggar Hauksdóttur. Miðasala fer fram á riff.is. Heimildarmynd og leiðsögn um Aalto Guja Dögg Hauksdóttir Heimildarmyndin Humarsúpa, ein þeirra sem er á dagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, var heimsfrumsýnd fyrir viku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í San Sebastián en hún hafði verið val- in til þátttöku í lokaathöfn hluta há- tíðarinnar sem nefnist Zinimera. Myndin var einnig tilnefnd til Lurra- verðlaunanna sem Greenpeace- samtökin veita kvikmyndum sem stuðla að sjálfbærri þróun á jörðinni. Myndin hlaut mikla athygli á hátíð- inni og var uppselt á allar sýningar á henni, fjórar talsins, áður en hátíðin hófst. Segir í tilkynningu frá fram- leiðanda að viðtökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum. Leikstjórar myndarinnar eru Spánverjarnir Rafa Molés og Pepe Andreu og eru þeir virtir heimildar- myndageiranum í heimalandi sínu. Humarsúpa fjallar um mannlífið á veitingahúsinu Bryggjunni í Grinda- vík og í bæjarfélaginu sem þeir Molés og Andreu heilluðust af þegar þeir komu hingað til lands fyrir mörgum árum. „Við höfum aldrei upplifað annað eins með okkar myndir,“ er haft eftir þeim í tilkynningu um við- tökurnar á hátíðinni í San Sebastián. Í lok frumsýningarinnar spunnust miklar umræður um að leikstjór- unum hefði tekist að draga upp fal- lega og sanna mannlífsmynd af fasta- gestum veitingahússins og stemn- ingunni í plássinu. Áhorfendur tengdu vel við persónurnar og fundu fyrir samkennd og æðruleysi sjóar- anna og virðingu þeirra fyrir gengn- um félögum, segir í tilkynningunni. Humarsúpa verður frumsýnd á RIFF í dag, laugardag, kl. 15.30 og mun Molés verða viðstaddur sýn- inguna með Ólafi Rögnvaldssyni, ís- lenskum framleiðanda myndarinnar. Þeir munu svara spurningum að sýn- ingu lokinni. Humarsúpa er framleidd af SUICAfilms og REC Grabaketa Estudioa á Spáni, AXfilms á Íslandi og Studio Nominum í Litháen og gerð í samvinnu við Kvikmyndamið- stöð og RÚV ásamt sjóðum og sjón- varpsstöðvum á Spáni. Eftir sýningar á RIFF verður hún sýnd á alþjóðleg- um hátíðum og næsti viðkomustaður er Norræna kvikmyndahátíðin í Lü- beck, að því er fram kemur í tilkynn- ingu. Humarsúpu vel tekið í San Sebastián Matgæðingur Úr Humarsúpu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.