Morgunblaðið - 03.10.2020, Síða 56

Morgunblaðið - 03.10.2020, Síða 56
Píanóleikarinn Romain Collin býður tónlistarkonunni GDRN til leiks á þriðju tónleikum sínum í Hannesarholti sem haldnir verða í kvöld kl. 20 og er sætafjöldi tak- markaður vegna sóttvarna og miðar aðeins seldir í for- sölu. Guðrún Ýr Eyfjörð, sem gengur undir listamanns- nafninu GDRN, er ein vinsælasta tónlistarkona landsins og hlaut fern verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaun- unum árið 2019. Romain er rísandi stjarna í djassheim- inum. Samhliða því að þróa sinn eigin sólóferil leiðir hann tríó ásamt munnhörpusnillingnum Gregoire Mar- et og gítarleikaranum Bill Frisell. Romain býður söngkonunni GDRN til leiks í Hannesarholti í kvöld LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 277. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Byrjunarlið Íslands í Evrópukeppninni sögufrægu í Frakklandi sumarið eftirminnilega 2016 er allt mætt til leiks á ný. Þeir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson stilltu upp sömu ellefu leikmönnunum í öllum fimm leikjum Íslands á EM 2016 og þeir eru nú allir samein- aðir aftur í 26 manna hópnum sem Erik Hamrén til- kynnti í gær fyrir umspilsleikinn mikilvæga gegn Rúm- enum næsta fimmtudag, sem og gegn Dönum og Belgum í Þjóðadeildinni þar á eftir. »49 Byrjunarliðið frá EM mætt til leiks ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kristín Ingveldur Valdimarsdóttir ætlar að líta upp úr bókinni og njóta lífsins með vinum og vandamönnum í tilefni 100 ára afmælis síns í dag. „Ég er að lesa ævisögu Skúla á Ljót- unnarstöðum við Hrútafjörð, þekkti hann í gamla daga,“ segir afmælis- barnið. „Áður dóu flestir svo ungir. Það er ótrúlegt að vera 100 ára og ég ætla að halda upp á það,“ heldur hún áfram. Leggur áherslu á að fyllstu öryggisráðstafana verði gætt í veisl- unni. „Nóg verður af handsprittinu og hanskar fyrir þá sem vilja.“ Ingveldur, eða Inga eins og hún er gjarnan kölluð, er ánægð með lífs- gönguna en segir að útlitið hafi ekki verið bjart hjá fjölskyldunni, þegar hún var á áttunda ári. „Ég hef átt gott líf en missti mömmu mína þegar ég var sjö ára, elst fimm systra, sem allar eru dánar,“ rifjar hún upp. Sig- urlína Jónsdóttir, móðir hennar, dó 1928 eftir að hafa fætt andvana dótt- ur árið áður. Faðir hennar, Valdimar Bjarnason, sjómaður og síðar verka- maður í Reykjavík, sá því um upp- eldi systranna fjögurra. „Hann hélt okkur saman og við bjuggum í húsi sem föðurbróðir minn átti.“ Eins og í paradís Eftir að hafa verið í vist og passað börn í Reykjavík í nokkur ár með skóla var hún í sveit í Guðlaugsvík við Hrútafjörð í tvö sumur, 11 og 12 ára. „Ég fór með Súðinni, annað skiptið upp í Króksfjarðarnes og hitt á Borðeyri. Síðan var farið á hestum upp úr Gilsfirði yfir Steinadalsheiði, Bitru og inn í Hrútafjörð. Á þeim tíma lét maður hverjum degi nægja sína þjáningu. Fátæktin var mikil. Húsnæðisskortur. Erfitt líf fyrir ekkil með fjórar ungar dætur. Ég átti mér þá ósk að hafa það gott og fannst ég vera komin í paradís þegar við fluttum inn í íbúð okkar á Mel- haga en pabbi lifði ekki að sjá mig í nýju húsnæði, eins og draumur hans var. En hann náði að sigla með salt- fisk til Spánar.“ Eiginmaður Ingu var Jóhannes Ingibjörn Ólafsson, forstjóri Dósa- gerðarinnar, en hann féll frá 2004. Dóttir þeirra er Sigurlína Jóhann- esdóttir. „Við Jói ferðuðumst mikið, bæði um Ísland og erlendis,“ segir Inga. „Ánægjulegasta ferðin var þegar við fórum Gæsavatnsleið með skemmtilegu fólki á tveimur jeppum 1973, ári áður en hringvegurinn var opnaður. Við vorum 12 daga í ferð- inni, alltaf sólskin, og sendum svo bílana sjóleiðis heim frá Hornafirði en flugum sjálf.“ Ferð síðar um Kjöl og Sprengisand sé líka eftir- minnileg. Hjónin voru ásamt öðrum með Bakká í Hrútafirði á leigu í mörg ár og á Inga góðar minningar frá þeim tíma. „Skemmtilegast var að vera úti í náttúrunni en ég veiddi líka lax. Það var fínn lax þarna.“ Inga og Jóhannes áttu alltaf heima í Vesturbænum en hún hefur búið í eigin íbúð á Aflagranda 40 síð- an 2007 og notið þjónustunnar þar á margan hátt. Meðal annars farið í margar dagsferðir, spilað bingó og tekið þátt í fjöldasöng. Auk þess spilar hún félagvist, en félagsstarfið hefur reyndar að mestu legið niðri í kórónuveirufaraldrinum. „Við byrj- uðum aftur í félagsvistinni á mánu- daginn en það voru ekki margir, bara spilað á tveimur borðum. Þeir hraustustu!“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ung í anda Kristín Ingveldur Valdimarsdóttir er að lesa ævisögu Skúla á Ljótunnarstöðum. Erfitt í æsku en birti til  Kristín Ingveldur Valdimarsdóttir er 100 ára og trúir því varla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.